Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 16
tS AUGLVSINGASTOFA 16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAI 1991 Sýning á Litla sviðinu í kvöld kl. 20:30. Frumlegt, fyndið, ágengt og vel skrifað ... Traust leikstjórn og sannfærandi flutningur". Ó.T.H. Þjóðviljanum 27.4. ... Besta sýning sem ég hef séð á sviði Þjóðleikhússins". S.S. Morgunblaðinu 24.4. í H ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Kanpið Alf, sáið sjálf! / Undir hatti Alfs eru birki- og lúpínufræ sem við getum sáð sjálf, til að græða upp landið. Um leið tökum við á með S.Á.Á. / Álfurinn verður seldur dagana 17. og 18. maí. Þórsmörk - perla íslenskrar náttúru: Þórsmörk er ekk- ert hallærisplan eftir Bergþóru Arnardóttur í skjóli fannhvítra jökla finnst ein af okkar viðkvæmu gróðurvinj- um og náttúruperlum, Þórsmörk. Þar má finna eina fegurstu „kirkju“ landsins, Tröllakirkju, þar sem sjá má steinrunninn prest kijúpa fyrir altari. En síðustu sumur höfum við fengið nýja en fremur óæskilega nýjung í Þórsmörk. Um stærstu helgar sumarsins hafa þúsundir landsmanna safnast saman í Þórs- mörk og þar með taldir hinir ár- vissu unglingahópar til „að detta í það“. Þessum fylleríshópum hefur fylgt mikil röskun. Þeir rífa tré upp með rótum og fleygja flöskum, dós- um og öðru rusli út um allt. Hvers- konar virðing er þetta við landið okkar! Kristján Birgisson skálavörður í Þórsmörk segir að síðastliðið sumar hafi íjöldinn í Langadal verið tak- markaður við 350 manns en í Húsadal hafí verið um það bil 3.000 manns. Og alls ekki rólegt fólk heldur var sukkið ofboðslegt og umgengni eftir því. Ef þetta heldur áfram verður Þórsmörk ekki annað en gapandi sár eftir nokkur ár. „Ástandið hefur aldrei verið eins ógnvekjandi eins og síðastliðið sum- ar“, segir Vignir Sigurbjarnason hjá Grillskálanum á Hellu en sá staður fór ekki varhluta af óspekt- um þessara unglingahópa á leið í Þórsmörk. Hvað er um að vera? Hefur þjóð- félagið brugðist og fætt af sér hóp skemmdarvarga? Er hið marg- nefnda „hallærisplan“ í miðbæ Reykjavíkur þar sem obeldisverkum hefur fjölgað til muna upp á síðkas- tið bytjað að flytja sig um set yfir sumartímann! Það finnast örugglega margar og flóknar skýringar, en eitt er víst „Að njóta náttúru landsins ætti að vera sjálfsagður hlutur, en verður það kannski goðsögn ef við breytum ekki umgengni okkar og tökum tillit til þeirra takmarka sem landið setur okkur.“ að stoppa verður þessa þróun. Þjóð- félagið í heild verður að kenna börn- um sínum lágmarks virðingu fyrir landi okkar og náttúru. Við sem eldri erum verðum að ganga á und- an og sýna fyrirmynd í umgengni. Þegar þessari þróun hefur verið snúið við er hægt að bytja á varan- legum aðgerðum til verndar náttúr- unni. Börnum okkar, sem koma til að erfa landið, verðum við að kenna að umgangast og virða náttúruna og er Þórsmörk tilvalinn staður. Að fá krakka til gæslustarfa í Þórs- mörk yfír helgar og einnig að fara í skipulagðar skoðunar- og vinnu- ferðir í Þórsmörk í samvinnu milli skólanna og skálavarða í Þórsmörk eru hugmyndir sem mætti skoða betur. Það er að verða klisja hjá mörg- um sem tjá sig um ferðamál, að útlendir ferðamenn fari illa með landið en er ekki kominn tími til að líta í eigin barm varðandi um- gengni á ferðamannastöðum. Að njóta náttúru landsins ætti að vera sjálfsagður hlutur, en verð- ur það kannski goðsögn ef við breytum ekki umgengni okkar og tökum tillit til þeirra takamarka sem landið setur okkur. Höfundur er neríii í Háskóla íslands Ferðamálanefnd Reykjavíkur: Nýtt kort af Reykjavík ætlað ferðamönnum Á VEGUM ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar er komið út nýtt kort af Reykjavík og ná- grenni ætlað ferðamönnum, en kortið er hannað eins og víðsjá, og á því má sjá allt frá Gróttu- vita austur að Heklu, Eyjafjalla- jökli og Vestmannaeyjum. Þá sýnir kortið helstu götur og þekktar byggingar borgarinnar, og auk þess kennileiti og þjóð- vegi í næsta nágrenni hennar. Gylfi Gíslason myndlistamaður teiknaði kortið. Á bakhlið kortsins er kort af miðbæ Reykjavíkur, auk gagnlegra upplýsinga fyrir erlenda ferðamenn um sögu borgarinnar, menningu, útivist, ferðamöguleika utan Reykjavíkur og fleira. Kortið, sem er á ensku, er ekki einungis hugsað til fróðleiks, heldur er því einnig ætlað að vekja ljufar minningar ferðamanna um íslandsheimsókn þegar heim er komið á ný. Útgáfa kortsins er hluti af víðfeðmu verk- efni ferðamálanefndar Reykjavíkur til að kynna Reykjavík og um leið ísland sem valkost jafnt fyrir al- menna ferðamenn sem ráðstefnu- gesti. ------*-*-*---- Aðalfundur Stjórnunar- félags Islands AÐALFUNDUR Stjórnunarfé- lags íslands verður haldinn á Hótel Sögu í Ársal fimmtudaginn 16. mai kl. 16.00. Fyrirlesari verður Charles E. Cobb sendiherra Bandaríkjanna. Fundarstjóri verður Guðmundur Björnsson, aðstoðar póst- og síma- málastjóri. í tilefni 30 ára afmælis Stjórnun- arfélagsins verður boðið upp á létt- ar veitingar að loknum aðalfundi. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfé- lagsins. Frá Tðnlistarskðla Tsr Kðpavogs Skólanum verður slitið og skírteini afhent föstudaginn 17. maí kl. 17.00 í Kópavogs- kirk‘u- Skólastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.