Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 60
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
mm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmKmmm
Þingfiokkur Sjálfstæðisflokksins:
Eyjólfur Konráð
Jónsson formaður ut-
anrí kismálanefndar
EYJÓLFUR Konráð Jónsson var á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks-
ins í gær kosinn til þess að gegna formennsku í utanríkismálanefnd
Alþingis, með 15 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins gegn
11, sem Björn Bjarnason hlaut.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins gerði Davíð Oddsson
formaður Sjálfstæðisflokksins ein-
dregna tillögu á fundinum um að
Björn yrði kjörinn formaður nefnd-
arinnar, en 15 þingmenn flokksins
kusu í leynilegri atkvæðagreiðslu
að leggja til að frambjóðandi Sjálf-
stæðisflokksins til formennsku í
nefndinni yrði Eyjólfur Konráð.
Davíð Oddsson vildi í gærkveldi
ekki tjá sig um þessa niðurstöðu
þingflokksins.
Eyjólfur Konráð Jónsson hafði
áður lýst yfir framboði sínu til for-
mennsku í utanríkismálanefnd, en
hann hefur áður gegnt formennsku
og varaformennsku í nefndinni. „Ég
er auðvitað mjög ánægður með
þessa niðurstöðu,“ sagði hann í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
Aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins í utanríkismálanefnd voru kosn-
ir þeir Björn Bjarnason og Geir H.
Haarde. Varamenn voru kosin þau
Lára Margrét Ragnarsdóttir, Einar
K. Guðfinnsson og Vilhjálmur Eg-
ilsson.
Björn Bjarnason sagðist í gær-
kvöldi ekkert hafa um niðurstöðu
þingflokksins að segja.
Morgfunblaðið/Þorkell
Frá fundi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í gær, f.v.: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Magnús L.
Sveinsson, Davíð Oddsson borgarstjóri og Katrin Fjeldsted.
Borg-arstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins:
Vali á nýjum borgai'stjóra
var frestað til fyrsta júlí
Ekki nógu afgerandi meirihluti fyrir öðrum hvorum frambjóðandanum, segir
Davíð Oddsson - Jón G. Tómasson borgarritari verður borgarstjóri næstu sjö vikur
NIÐURSTAÐA fundar borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í
gær varð sú að Davíð Oddsson tekur sér sumarfrí frá starfi borgar-
stjóra til 1. júlí næstkomandi, og Jón G. Tómasson borgarritari og
varaborgarsljóri gegnir starfi borgarstjóra til þess tíma. Davíð Odds-
son forsætisráðherra sagði að loknum fundinum sem stóð í tæplega
hálfa aðra klukkustund að hann hefði ákveðið að bera ekki upp
neina tillögu um arftaka sinn. Flestir borgar- og varaborgarfulltrú-
ar hefðu tekið til máls á fundinum og niðurstaðan hefði orðið sú
sem að ofan greinir. Davíð Oddsson mun því ekki segja af sér
embætti borgarstjóra á fundi borgarstjórnar í dag, eins og við hafði
verið búist, heldur fara í sjö vikna frí frá borgarstjórastarfinu.
Þingeyjarsýslur:
Forvitnir
útlendingar
við fálka-
hreiður
NOKKUÐ hefur verið um að út-
lcndingar hafi verið á ferðinni í
Þingeyjasýslum undanfarna daga
til að fylgjast með varpi fálka þar.
Lögreglan segir að svo virðist sem
þetta fólk viti nákvæmlega hvar fálk-
inn verpi, því það gangi beint að
hreiðrum sem fulginn hefur gert sér.
Fylgst er með mannaferðum við
hreiður fálkanna en ekkert hefur
borið á að eggjum hafi verið stolið.
Davíð Oddsson sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkveldi: „Það
kom á daginn á fundinum í dag að
borgarfulltrúarnir vilja fá að velja
á milli. En mér fínnst sem það sé
ekki kominn nógu afgerandi meiri-
hluti fyrir öðrum hvorum kandídat-
inum. Því vilja menn fá að hugsa
málið lengur, og ég sé ekkert at-
hugavert við það.“
Davíð benti á að þetta þyrfti
ekki að koma mönnum á óvart,
þegar litið væri til þess að aðeins
væri hálfur mánuður frá því að
ríkisstjórnin var mynduð og hann
því upptekinn af öðrum verkefnum.
„Ég tek bara mitt sumarfrí og svo
tökum við á þessu fyrir mánaðamót-
in júní-júlí,“ sagði Davíð.
„Niðurstaðan varð sú að málið
væri ekki útrætt og það þyrfti lengri
tíma. Ég mun þess vegna taka mér
sumarfrí, þriðja sumarfríið á níu
árum og borgarritari og varaborg-
arstjóri, Jón G. Tómasson, mun
gegna starfinu á meðan. Þá verður
þessari ákvörðun frestað til mán-
aðamótanna júní-júlí,“ sagði Davíð
Oddsson borgarstjóri er hann kom
síðdegis í gær af fundi borgarstjórn-
arflokks Sjálfstæðisflokksins.
Þess hafði verið vænst að Davíð
myndi gera tillögu um eftirmann
sinn á fundinum, en þar sem ljóst
varð á fundinum að ekki fengist
fram breið samstaða borgarfulltrúa
og varafulltrúa, varð það samhljóða
niðurstaða hjá fundarmönnum að
afgreiða málið með þessum hætti
að sinni.
Þeir borgarfulltrúar sem einkum
hafa verið orðaðir við borgarstjóra-
embættið eru þeir Árni Sigfússon
og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, en
einnig hafa þau Katrín Fjeldsted
og Magnús L. Sveinsson þótt koma
til greina. Davíð sagði að sér þætti
ekki líklegt að niðurstaðan á fundin-
um í gær yrði til þess að leitað
yrði að nýjum borgarstjóra út fýrir
raðir borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins.
Þegar Davíð var spurður hvort
þessi niðurstaða endurspeglaði ekki
mikinn ágreining í borgarstjórnar-
flokknum um málið svaraði hann:
„Þetta sýnir að það eru margir
hæfir menn sem koma til greina í
borgarstjórnarflokknum. “
Sjá viðtöl á bls. 26.
Álviðræður:
FjármögTiun og ábyrgð-
ir ræddar í Ziirich í dag
FUNDUR fjármögnunarnefndar Atlantsálshópsins hefst í Ziirich
í dag og lýkur á morgun. Dr. Jóhannes Nordal, formaður íslensku
álviðræðunefndarinnar, og Halldór Kristjánsson frá iðnaðarráðu-
neytinu sitja fundinn fyrir íslands hönd. Jón Sigurðsson iðnaðar-
ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að vonandi feng-
ist niðurstaða á þessum fundi um ágreiningsmál íslands og Atlant-
sálsfyrirtækjanna um það í hvaða mæli ábyrgðir móðurfyrirtækj-
anna þriggja, Alumax, Hoogovens og Gránges, skuli verða, gagn-
vart dótturfyrirtækinu Atlantsáli. „I sumum þáttum þessa máls
hefur náðst árangur en ekki í öðrum,“ sagði iðnaðarráðherra.
verksins ef af samningum um
nýtt álver yrði. „Þeir hugsa sér
Jóhann Már Maríusson aðstoð-
arforstjóri Landsvirkjunar sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær
að hann teldi of djúpt í árinni
tekið að segja að forsvarsmenn
Atlantsáls efuðust um að íslenskir
verktakar réðu við alla þætti
að vera mjög fljótir að reisa verk-
smiðjuna, ef af verður, en ekki
að dreifa framkvæmdum á fleiri
ár en nauðsynlegt er. Þeir eru
einungis að kynna sér þá mögu-
leika sem við höfum upp á að
bjóða og hvað gerist hér, ef við
notum okkar venjulega fram-
kvæmdahraða. Við höfum oft
staðið í stórframkvæmdum og
lent í mikilli tímabundinni spennu,
en það hefur alltaf leysts og við
sjáum engin ljón í veginum,“ sagði
Jóhann Már.
Bond Evans aðstoðarforstjóri
Alumax hefur rætt hér við for-
svarsmenn verktakafyrirtækja, til
þéss að kynna sér hver tæknileg
og tækjaleg geta hins íslenska
markaðar er. Garðar Ingvarsson
hjá Markaðsskrifstofu Lands-
virkjunar sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að meginmarkmið
Bond Evans með heimsókninni
hingað til lands hefði verið að
kynnast af eigin raun hvernig ís-
lendingar stæðu að verktakafram-
kvæmdum á borð við þær sem
ráðist yrði í ef af byggingu nýs
álvers á Keilisnesi yrði. I þeim
tilgangi fór Evans í heimsókn að
Nesjavöllum í gær og ræddi við
verkfræðinga og verktaka, skoð-
aði mannvirki og tæknibúnað.
Samningafundir þeir sem fram-
undan eru eru í fyrsta lagi um
orkusamninginn 20.-23. maí í
Atlanta og 27.-29. maí í Vörde í
Þýskalandi um umhverfismál.
VSÍ í Verðlagsráði:
Rætt um að
VSÍ hætti
þátttöku í
verðlagningu
ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ segir að á næst-
unni muni fara fram umræða í
framkvæmdastjórn VSÍ um hvort
það fái samrýmst nútíma sjónar-
miðum að samtökin taki þátt í
miðstýrðum ákvörðunum um af-
komu einstakra fyrirtækja líkt og
það gerði með setu sinni í Verð-
lagsráði þegar ákveðið er há-
marksverð í fraktflutningum.
Þórarinn seg’ir ennfremur ranga
þá gagnrýni formanns Félags
íslenskra stórkaupmanna að Vinnu-
veitendasambandið hafi ekki beitt sér
fyrir því í Verðlagsráði að verð-
ákvarðanir í fraktflutningum verði
gefnar fijálsar.
Sjá einnig viðtöl á miðopnu.