Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 26
2(r ' HttÍMffiÍAGÚÍ^WÍÍfcÆÍðSl:. Deilur um kirkiubyggingu Digranessafnaðar: Bæjaryfirvöld munu taka ákveðna afstöðu á næstunni - segir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi Unnur Vilhelmsdóttir píanóleik- ari. Islenska óperan: Píanóleik- ari lýkur einleikara- prófi Einleikaraprófstónleikar verða haldnir á vegnm Tónlistar- skólans í Reykjavík í íslensku óperunni föstudaginn 17. maí kl. 20.30. Á tónleikunum flytur Unnur Vil- helmsdóttir píanóleikari Prelúdíu og fúgu nr. 8 í es-moll eftir J.S. Bach, Sónötu í C-dúr op. 2 nr. 3 eftir Beethoven, Estampes eftir Debussy og Sónötu í g-moll op. 22 eftir Schumann. Tónleikarnir eru síðari hluti ein- leikaraprófs Unnar frá skólanum og er aðgangur ókeypis. SIGURÐUR Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að bæjarstjórn muni á næstunni taka ákveðna afstöðu til þess hvort Digranes- söfnuði verði heimilað að byggja kirkju á opnu svæði við Víghól á Digranesinu. Deilur hafa lengi staðið um staðsetningu kirkjunnar og hafa íbúar í nágrenninu mót- mælt henni harðlega. Sigurður segist ekki vita hvernig málið fari i bæjarstjórn, en nauðsynlegt sé að ákveðin afstaða verði tekin, þannig að einhver niðurstaða fáist i málinu. Sigurður segir að bæjarfélaginu beri að útvega söfnuði lóð undir kirkjubyggingu. Digranessöfnuður hafi lengi haft áhuga á að byggja kirkju sína við Víghól, en frá upp- hafi hafi íbúar í nágrenninu mót- mælt harðlega. Árið 1987 hafí Digranessókn verið skipt í tvennt, í Digranessókn og Hjallasókn. Innan Hjallasóknar hafí verið búið að fínna kirkjustæði, sem hafí verið hugsað fyrir báða söfnuðina. Hins vegar hafí ekki náðst samkomulag milli safnaðanna um sameiginlega kirkju- byggingu. Sigurður segist út af fyrir sig ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort Digranessókn byggi kirkju sína á opna svæðinu við Víghól, en hins vegar muni hann beita sér fyrir því, að niðurstaða fáist í málinu, enda gangi ekki lengur að það sé óaf- greitt. Bærinn hafí látið skipuleggja svæðið þar sem gert er ráð fyrir kirkjubyggingunni, þær skipulags- hugmyndir hafí verið kynntar íbúun- um og þeir sent inn sínar athuga- semdir. Bæjarstjóm muni svo á næstunni taka afstöðu til þess hvort þær skipulagshugmyndir nái fram að ganga. Heppilegra að byggja tvær kirkjur Þorbergur Kristjánsson, sóknar- prestur í Digranessókn, segir að Di- granessöfnuður sé að verða tuttugu ára um þessar mundir og sé hálfur annar áratugur síðan hafist var handa við að afla hefðbundinnar og lögmætrar starfsaðstöðu, þ.e. kirkju- byggingar. Hann segir að þegar söfnuðurinn var stofnaður hafí hon- um verið ætlaður ákveðinn staður austan Bröttubrekku og sunnan Di- granesvegar en þegar að til kom hafi þetta svæði ekki verið á lausu,- Því hafi verið ráðstafað undir götu sem nú væri búið að leggja og því ljóst að leita þyrfti annarra úrræða. Á fjölmennum safnaðarfélagsfundi, þar sem þáverandi bæjarstjóri hafði framsögu, hafi niðurstaðan orðið sú að óbyggða svæðið á Digraneshæð vestan Gagnheiðar væri heppilegur staður. Skömmu síðar var það svæði hins vegar friðlýst. Nokkrum árum síðar lá hins vegar fyrir að knatt- spymuvöllur sem er austan Gagn- heiðar yrði lagður niður. Létu bæjar- yfírvöld skipuleggja svæðið upp á nýtt og er gert ráð fyrir að þarna komi kirkja og umhverfis hana opið útivistarsvæði. Hefur þessi breyting á skipulagi verið auglýst og á eftir að taka tillit til athugasemda. Tölu- verður fjöldi íbúa hefur mótmælt skipulagsbreytingunni og segir Þor- bergur aðspurður um álit sitt á því að það komi alltaf fram mótmæli í svona tilvikum. „Þetta gerist alls VALI NYS BORGARSTJORA FRESTAÐ Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins frestaði í gær að velja eftirmann Davíðs Oddssonar í embætti borgarstjóra. Hér á eftir fara umsagnir þeirra borgarfulltrúa flokksins sem Morgunblaðinu tókst að hafa samband við vegna málsins í gærkvöldi. Júlíus Hafstein: Borgar- stjórastóll- inn hleypur ekki burt „Borgarstjórnarflokkurinn hefur alltaf staðið mjög vel saman. Það hefur ekkert breyst í þeim efnum. Ég er ánægður með þessa niðurstöðu eins og hún er og það var full samstaða um hana,“ segir Júlíus Haf- stein. „Það liggur ekkert á, því það er engin hætta á að borgarstjóra- stóllinn hlaupi eitthvað í burtu. Þarna fóru engar kosningar fram heldur var þetta einróma niður- staða og allir sammála um að það lægi ekkert á,“ sagði Júlíus. Katrín Fjeldsted Þurfum meiri tíma „ÉG HELD að mönnum hafi almennt þótt að það hefðu ekki farið fram nægilegar umræður um val borgarstjóra innan borgarstjórnarflokksins. Ég tel það mjög gott, að samstaða náðist um að þessi háttur yrði hafður á,“ sagði Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi, þegar álits hennar var leitað á niður- stöðu fundar borgarsljórnar- flokksins. Katrín sagði að umræður um val borgarstjóra hefðu einkum átt sér stað í fjölmiðlum og ekki ver- ið með öllu hlutlausar. Borgar- stjórnarflokkurinn hefði hins veg- ar ekki náð að ræða málin út og þeir Qórir, sem einkum hefðu ver- ið nefndir til sögunnar sem borg- arstjóraefni, hefði í rauninni verið að hittast saman í fyrsta sinn í gær eftir að þessar umræður byrj- uðu. „Ef tilfínning manna var sú, að það þyrfti að ræða málin betur var þetta eðlileg niðurstaða," sagði Katrín. „Það, að ekki skyldi fara fram atkvæðagreiðsla um málið nú, var í rauninni hið besta mál. Það hefur verið leiðarljós þessa hóps að vera samstæður og þannig viljum við hafa það áfram.“ Páll Gíslason: Samþykkt að gefa okkur betri tíma „ÞAÐ varð samkomulag um þetta og það gefur okkur betri tíma til að athuga gang mála. Þetta var einróma samþykkt," segir Páll Gíslason. „Menn ræddu málin fram og aftur en síðan var samþykkt einróma að gefa sér betri tíma án þess að liggi önnur ákörðun í því,“ sagði Páll. Árni Sigfússon: Treysti hópnum til ákvörðunar „VIÐ erum að ræða þessi mál í okkar hópi og ég treysti hon- um til að taka þessa ákvörð- un,“ sagði Árni Sigfússon, borgarfulltrúi, þegar hann var spurður álits á niðurstöðu borg- arstjórnarflokks sjálfstæðis- manna í gær. „Þetta var okkar fyrsti fundur um þetta mál,“ segir Ámi. „Við erum nú að ræða málið frekar innan borgarstjórnarflokksins og ég treysti þessum hópi best til að ljúka því verki.“ Guðrún Zoega: Allir sáttir við niður- stöðuna „ÞAÐ var ákveðið á fundinum að borgarstjóri segði það sem flokkurinn hefur að segja um þessa niðurstöðu," segir Guð- rún Zoega. „Þetta varð einróma niðurstaða og ég held að allir hafi verið mjög sáttir við hana. Þetta var bráða- birgðaniðurstaða og er ekkert meira um hana að segja,“ sagði Guðrún. staðar þar sem opin svæði eru skipu- lögð. íbúar vilja auðvitað halda þeim áfram. Ég veit því ekki hversu mikið er leggjandi upp úr þessum mótmæl- um,“ segir Þorbergur. Þegar hann er spurður um hvort til greina komi að byggja sameigin- lega kirkju með Hjallasöfnuði segir hann heppilegra að byggja sína kirkj- una fyrir hvorn söfnuðinn. Þegar Hjallasöfnuður var stofnaður 1987 hafi innan hans vébanda verið svæði sem ætlað var undir kirkju. Hafí þeir hafíst handa við að teikna kirkju en þegar aiveg var að koma að fram- kvæmdum hafí sú hugmynd komið upp og verið orðuð við bæjaryfírvöld, að eðlilegra væri að byggja eina kirkju fyrir báða söfnuðina. „Um þetta urðu umræður á milli safnað- anna og niðurstaðan varð sú að þetta væri ekki heppileg lausn. Þannig er það mál komið," segir Þorbergur. Báðir söfnuðurnir væru mjög stórir, í Digranessöfnuði væru um 7000 manns og í Hjallasöfnuði um 5000 manns, og að teknu tilliti til nýbygg- ingarsvæðis stefndi í að báðir teldu þeir 8000 manns innan skamms. „Ég hygg að það sé algjört eins- dæmi að söfnuður hafí þurft að sæta þeirri meðferð sem við höfum þurft að sæta,“ segir Þorbergur. Ekki aftur snúið eftir fyrstu skóflustungu Kristján Þorvarðarson, sóknar- prestur í Hjallasókn, segir að á aðal- safnaðarfundi á sunnudag hafí verið ákveðið að reisa kirkju í sókninni að Álfaheiði 17. Verður fyrsta skófl- ustungan tekin næsta sunnudag, hvítasunnudag. Þá umræðu sem ver- ið hefði um kirkjubyggingar í Kópa- vogi að undanförnu segir hann Hjallasöfnuði að öllu leyti óviðkom- andi, þær snúist um það hvort að Digranessöfnuður fái þá lóð sem hann sækist eftir en til þess þurfi breytingu á aðalskipulagi. „Við erum sérstakur söfnuður, sem var stofnað- ur 1987, og berum ábyrgð á að reisa kirkju fyrir okkur,“ segir Kristján. Hann segir aðspurður um hvort rætt hafí verið um byggingu sameig- inlegrar kirkju að á sínum tíma hafí staðið yfír viðræður milli safnaðanna um hugsanlegt samstarf en af því hafi ekki orðið. „Fram á síðasta dag munum við ekki loka neinum dyrum gagnvart viðræðum um samstarf en eftir að fyrsta skóflustungan hefur verið tekin verður ekki aftur snúið,“ segir Kristján. VAL NYS BORGARSTJORA Hér á eftir fara umsagnir þriggja fulltrúa minnihlutaflokkanna í borgar- stjórn Reykjavíkur vegna þeirrar ákvörðunar borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að fresta tilnefningu nýs borgarstjóra. Ólína Þorvarðardóttir: Mikill álits- hnekkir „ÞETTA er að mínu viti mikill álitshnekkir fyrir meirihluta sjálfstæðismanna I borgar- stjórn og fyrir borgarstjórnina. Það er að koma í ljós, sem fé- lagshyggjuflokkarnir óttuðust að vísu að myndi gerast, að þessi leiðtogakreppa ætti sér stað,“ segir Ólina Þorvarðar- dóttir, borgarfulltrúi Nýs vett- vangs. „Kjósendur hafa verið blekktir og borgin er stjómlaus á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er að ráða fram úr þessu. Það er staðgengill í stóli borgarstjóra og loga allir eldar,“ sagði Ólína. Sigrún Magnúsdóttir: Sýnir glund- roðann r SIGRUN Magnúsdóttir borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins sagði að niðurstaða borgar- stjórnarflokks sjálfstæðis- manna væri ótrúleg. „Þarna gefst Sjálfstæðisflokkurinn upp á ekki stærra máli en að velja einn úr sínum hópi sem borgar- stjóraefni. Flokkurinn hefur til margra ára talað digurbarka- lega um að hér eigi að vera pólitískur borgarstjóri og hefur nú haft langan tima til að ákveða þetta. Niðurstaðan hlýt- ur aðeins að sýna þann glund- roða sem ríkir innan flokks- ins,“ sagði hún. „Það er líka einkennilegt áð borgarfulltrúar flokksins skuli ekki treysta sér til að greiða at- kvæði um borgarstjóraefnið vegna þess að flokkurinn er nýbú- inn að ganga í gegnum atkvæða- greiðslu um formann. Sem borg- arfulltrúi fínnst mér þetta slæm niðurstaða vegna þess að valda- kerfi Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórn hefur verið byggt upp sem píramídi og allar ákvarðanir verið bornar undir borgarstjórann. Þó svo að mjög hæfur embættis- maður taki nú við starfi borgar- stjóra óttast ég að þessi glundroði innan flokksins komi einnig fram í borgarstjórnarstörfunum," sagði Sigrún. Elín G. Ólafsdóttir: Lýsir tilvistar- kreppu „ÞETTA kom í opna skjöldu vegna þess að við höfum verið látin trúa þí að þarna ríkti mik- il samstaða en svo kemur allt annað á daginn. Þessi niður- staða slær mig mjög illa því þó borgarritari sé mjög hæfur ein- staklingur þá er það ekki viðun- andi fyrir borgarbúa að þurfa að búa við þetta,“ segir Elín G. Ólafsdóttir fulltrúi Kvenna- listans. „Þetta er með hreinum ólíkind- um og lýsir ákveðinni tilvistar- kreppu og er uppgjöf gagnvart þessu verkefni. í kosningabaráttu hefur alltaf verið að hamrað á því að verið sé að kjósa um samhent- an flokk, andstætt minnihlutan- um, sem muni ekki verða í neinum vandræðum með að taka ákvarð- anir. Við sem sitjum í borgarráði fjöllum um flest mikilægustu mál sem varða beill borgarbúa og ótt- ast ég að inn í þau störf berist nú sá ágreiningur sem við horfum uppá hjá sjálfstæðismönnum, að ekki takist samstaða um mál og þeim verði í frestað í sífellu. Það er engan vegin viðunandi fyrir borgarbúa. Eg ætlaði í fyrstu ekki að trúa þessari niðurstöðu borgarstjórnarflokks sjálfstæðis- manna,“ sagði Elín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.