Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUft 1Æ. MAÍ 19,91.-
27>
Samningur um Evrópskt efnahagssvæði
Olafur Ragnar Grímsson:
Meira afsal fullveldis en
áður hefur verið rætt um
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir að
það sé einkum tvennt sem veki athygli varðandi ráðherrafund EFTA
og EB. Islendingar hafi engum árangri náð í samningum um sjávar-
útvegsmálin og mun lengra sé gengið í afsali á fullveldi og frá-
hvarfi frá algjöru sjálfstæði EFTA-ríkjanna en áður hefði verið ta-
lið koma til greina. Leitað var álits hans á stöðunni í samningaviðræð-
um EFTA og EB.
Um fyrra atriðið sagði Ölafur
Ragnar: „Ekkert hefur gerst í þeim
málum sem snerta sérstaklega
hagsmuni íslands á sviði sjávaraf-
urða. Að því leyti er staðan alveg
eins og fyrir einu og hálfu ári.
Evrópubandalagið hefur ekki hreyft
sig um tommu. Útganga samninga-
manns Islands virðist engin áhrif
hafa haft. Allar hátíðarræðurnar
hjá Mitterand, Cossiga og Kohl og
viðræður utanríkisráðherra við
marga kollega sína í Evrópubanda-
laginu hafa ekki skilað neinum ár-
angri.
Það orðalag sem er í 15. grein
yfirlýsingarinnar og utanríkisráð-
herra telur sérstakan ávinning fyrir
ísland, er á þann veg að Spánveijar
geta alveg eins vitnað í hana til að
Kristín Einarsdóttir;
Stórt skref inn í EB
rökstyðja sitt mál. Ef utanríkisráð-
herra er að lesa árangur íslands
út úr 15. grein samkomulagsins er
það oftúlkun, svo notað sé frægt
orðalag Davíðs Oddssonar.“
„Hitt meginatriðið sem vekur
athygli varðandi þennan fund er
að mun lengra er gengið, að því
er virðist, hvað snertir fullveldisaf-
sal og fráhvarf frá algjöru sjálf-
stæði þjóðríkja innan EFTA en
nokkru sinni var talað um innan
síðustu ríkisstjórnar að kæmi til
greina,“ sagði Ólafur Ragnar. „Það
virðist sem EFTA ríkin hafi nánast
fallist á allar kröfur EB um ákvarð-
anatöku og forræði EB. Niðurstað-
an er á þann veg að forsætisráð-
herra Noregs segir að það þurfi að
beita sérstöku ákvæði í stjórnarskrá
Noregs um samþykki þriggja fjórðu
hluta þingmanna á þjóðþinginu
vegna þess fullveldisafsals sem í
samningunum muni felast. í Sviss
Ólafur Ragnar Grímsson
eru miklar efasemdir um að hægt
sé að fallast á þá skerðingu sjálf-
stæðis sem í samningunum muni
felast. Hins vegar virðist utanríkis-
ráðherra íslands ekki hafa haft
neina fyrirvara varðandi fullveldi
eða skerðingu á sjálfstæði. Það
kemur mjög á óvart vegna þess að
innan síðustu ríkisstjómar og í opin-
berum yfirlýsingum Jóns Baldvins
til þessa hefur ávallt verið tekið
fram að ekki komi til greina að
afsala sjálfstæðu valdi í hendur
yfirþjóðlegra stofnana. Þetta vekur
upp spurningar um það hvort Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur á kvöld-
fundinum í Ráðherrabústaðnum
fyrir rúmri viku samþykkt fyrirfram
heimild fyrir utanríkisráðherrann
að ganga svona langt.“
Olafur vildi nefna nokkur dæmi
máli sínu til stuðnings: „Því er lýst
yfir að reglurnar í Evrópska efna-
hagssvæðinu skuli víkja til hliðar
öllum ákvæðum íslenskra laga.
Dómstóllinn virðist fá miklu meira
vald en talað hefur verið um til
þessa og dómstólum einstakra
EFTA-ríkja vikið algerlega til hlið-
ar. Það virðist eiga að setja upp
sérstaka framkvæmdanefnd hjá
EFTA sem hafi sams konar vald
gagnvart EFTA-ríkjunum og
Brussel hefur gagnvart ríkjum Evr-
ópubandalagsins. Talað er um að
ýmis ákvæði í félagarétti og félags-
málum sem gilda innan Evrópu-
bandalagsins eigi að takast upp af
EFTA-löndunum þótt vitað sé að
EFTA-ríkin, meðal annars Norður-
löndin, hafi haft ákveðna sérstöðu
á þessu sviði. Öllum fyrirvörum um
öryggisákvæði til handa einstökum
EFTA-ríkjum virðist vera vikið til
hliðar. Það virðist vera opnað á að
útlendingar geti haft sama rétt til
að kaupa jarðir og landsins gæði
hér á landi og íslendingar, þannig
að heilu sveitirnar gætu á skömm-
um tíma komist í hendur útlend-
inga,“ sagði Ólafur Ragnar.
„EKKERT kemur á óvart í þess-
ari nýju yfirlýsingu. Allt sem þar
stendur er staðfesting á því sem
við Kvennalistakonur höfum
lengið haldið fram, að með þessu
sé verið að taka stórt skref inn
í Evrópubandalagið," sagði
Kristín Einarsdóttir, þingkona
Samtaka um kvennalista, þegar
leitað var álits hennar á stöðunni
í samningaviðræðum EFTA og
EB.
„Það er eftirtektarvert að í yfir-
lýsingunni er gert ráð fyrir að lög
Evrópska efnahagssvæðisins verði
æðri lögum landanna og að þarna
verði dómstóll, væntanlega æðri
íslenskum dómstólum. Þetta get ég
ekki túlkað öðruvísi en að verið sé
að afhenda hluta af okkar löggjaf-
ar- og dómsvaldi til yfirþjóðlegra
stofnana. Ég tel það brot á stjórnar-
skránni og að ekki sé heimilt að
gera þetta.
Þetta eru stærstu atriði samning-
anna en stjórnvöld hafa ekkert um
þau rætt. Aðeins hefur verið rætt
um sjávarútvegsþáttinn. Vissulega
er mikilvægt fyrir okkur að tryggja
aðgang að markaðnum en ég tel
Kristín Einarsdóttir
að með því sem nú liggur fyrir séum
við að greiða allt of hátt verð fyrir.
Mér finnst þessar samningavið-
ræður hafa farið á þann versta veg
sem ég óttaðist. Ég vona að menn
sjái nú að þó að samningar séu langt
komnir sé enn hægt að hætta við
og taka upp tvíhliða viðræður við
Evrópubandalagið um hagsmuna-
mál okkar,“ sagði Kristín.
Steingrímur Hermannsson:
Mörgum spurningum ósvarað
„VIÐ styðjum þátttöku í Evrópsku efnahagssvæði ef hinum ýmsu
fyrirvörum er fullnægt. Eg fagna því að ekki virðist vera ætlunin
að hleypa erlendum skipum inn í fiskveiðilögsöguna. Hins vegar
finnst mér, eftir að hafa Iesið yfirlýsinguna í Morgunblaðinu, svo
mörgum spurningum ósvarað að ég vil bíða þangað til á morgun
og heyra hvernig utanríkisráðherra skýrir málin á Alþingi,“ sagði
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, í gær í
samtali við Morgunblaðið um stöðuna í samningum EFTA og EB.
Steingrímur nefndi sem dæmi um okkar kröfum? Þarna kemur fram
spurningar sem hann telur ósvarað:
„Hvernig er tryggt að ekki verði
um að ræða óeðlileg kaup útlend-
inga á landi hér? Er tryggt að við
höfum vald yfir orkulindum okkar?
Er tryggt að ekki geti orðið um
erlenda fjárfestingu að ræða á svið-
um þar sem við viljum hafa tögl
og hagldir? Hvað þýðir samkomulag
í félagsmálum, félagamálum, um-
hverfismálum og heilbrigðismálum?
Mér skilst að reglur EB eigi að gilda
á þeim sviðum. Hvað þýðir það?
Þýðir það að við þurfum að slá af
að ryðja eigi úr vegi tæknilegum
hindrunum í sambandi við sjúkdóma
dýra og plantna. Hvað þýðir það?
Ég vona að þessi mál skýrist á við-
unandi máta á morgun."
Steingrímur sagði að yfirlýsingin
hefði aldrei verið samþykkt í síð-
ustu ríkisstjóm nema að undan-
genginni umræðu í stjórninni. „Ég
veit ekki hvort þetta hefur verið
rætt í þessari ríkisstjórn. Mér skilst
að utanríkisráðherra hafi farið með
mjög víðtækt umboð til fundarins
Steingrímur Hermannsson
í Brussel, miklu víðtækara en hann
hafði í síðustu stjórn,“ sagði Stein-
grímur.
Nákvæmlega eins
og góðir sveppir eiga að vera.
Ljúffengir og bragðmiklir.
Tilvaldir í sósur, súpur og á pitsur
Þú getur valið um 290 og 380 g
í næstu matvöruverslun.
NIÐURSUÐUVERKSMIÐJAN 0RA HF