Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 9
MORGljNBLAÐIÐ FJMMT.UDAGUR 16. MAI 1991
9
STJÖRNUKORT
Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort.
Gunnlaugur Guðmundsson,
Stjömuspekistöðin, Miðbæjarmarkaðinum,
Aðalstræti 9, sími 10377.
NÝKOMNIR
Quasar herraskór
Stærðir 6 til 12. Verð kr. 3.890,-
Quesence dömuskór
Stærðir 31/2 til 71/2. Verð kr. 4.060,-
adidas
a® utiufj hk
Glæsibæ - Sími 82922
Hannes Hólm-
steinn setur
skjöld fyrir
kvótann
Flestir eru sammála
um þá sjávarútvegs-
stefnu, að sækja þami
<afla í nytjastofna, sem
veiðiþol þeirra leyfir, og
vinna aflann á þaim veg
að skili sem mestu sölu-
andvirði i þjóðarbúið.
Menn eru hins vegar ekki
á eitt sáttir um, hvern
veg bezt verði staðið að
stjórnun [takmörkun]
fiskveiðanna.
Hannes Hólmsteimi
Gissurarson, lektor, hef-
ur skrifað nokkrar grein-
ar til stuðnings iiúver-
andi kvótakerfi. í grein
í Morgunblaðinu 8. maí
sl. segir hami m.a.:
„Það er vafalaust
mörgum öðrum en mér
fagnaðarefni, að Þor-
steinn Pálsson skyldi
taka að sér starf sjávar-
útvegsráðherra ... Hann
er eins og við fleiri stuðn-
ingsmaður núverandi
kvótakerfis i öllum aðal-
atriðum, þótt hann vilji
(eins og við fleiri) sníða
af því nokkra galla ...
Við Þorsteinn Pálsson,
Haildór Asgrímsson og
Kristján Ragnarsson og
líklega flestir landsmenn
kjósmn friðsamlega þró-
un.“
Hamies Hólmsteinn
segir og í grein sinni:
„Ritstjórar Morgun-
blaðsins hafa hins vegar
gert þessa sexprósent-
stefnu að sinni, ásamt
þeim Gylfa Þ. Gíslasyni
og Þorvaldi Gylfasyni og
nokkrum forystumömij
um Alþýðuflokksins. í
Reykjavíkurbréfi 27.
apríl sl. svöruðu þeir
gagnrýni Árna Vil-
hjálmssonnr prófessors
og Sturlu Böðvarssonar
alþingismaims Sjálfstæð-
Davíð Oddsson
isflokksins, á stefnu
blaðsins ...“
Fiskimiðin eru
sameign þjóð-
arinnar
Það vekur athygli að
Haimes Hólmsteinn vitn-
ar ekki til formamis
Sjálfstæðisflokksins í
umfjöllun simii um
stjórnun fiskveiða.
Davíð Oddsson sat fyr-
ir svönmi um þjóðim'ila-
viðhorf sín, m.a. í sjávar-
útvegsmálum, á Stöð 2,
Hannes Hólmsteinn
skömmu fyrir kosningar.
Þar sagði hann m.a.:
„Það er í lögum um
fiskveiðistjórnun að þessi
lög beri að endurskoða.
Við tökum það hátiðlega
... Við sjáum allt ruglið,
sem verið hefur í mála-
flokknum ..., fyrst byijað
á aflamarki, síðan afla-
marki og sóknarmarki,
síðan aflamarki. Fyrst
byijað á því að hafa eng-
ar trillur í kvóta, síðan
allar trillur i kvóta. Allur
þessi ruglingur, hlaup til
og frá með mikilvægar
reglur, hafa skaðað hags-
muni í þessari grein ...
En varðandi virknina
þá segir í fyrstu grein
að miðin séu sameign
þjóðarinnar. Við höfum
sagt sem svo: Miðin geta
verið sameign þjóðarinn-
ar, en þjóðin getur líka
falið ákveðnum aðilum
eins og til að mynda þeim
sem hafa lengst sinnt
sjónum, útgerðarmönn-
um og fiskimömium, að
sjá um að nýta arðinn í
þágu þjóðarinnar af þess-
um miðum. En það má
hins vegar ekki gerast
þannig, ef það gerist um
liuiga hríð, að ákvæöi
fyrstu greinar verði
marklaus ákvæði ...“
„Leið Hann-
esar gengur
of langt
Davíð Oddsson sagði
og í viðtalinu við Stöð 2
að hyggilegt kunni að
vera að festa i stjórnar-
skrá ákvæði um þetta
efni, „þannig að þessi
ákvörðun um að hinn
óveiddi afli í sjónum sé
sameign þjóðarinnar,
geti ekki breytzt fyrir
hefðar sakir.“
Orðrétt úr sjónvarps-
viðtalinu:
Páll Magnússon: Vilt
þú sölu veiðileyfa?
Davíð Oddsson: Nei,
ég er andvígur því.
Páll Magnússon: Einn
dyggasti stuðningsmað-
ur þiim, Hannes Hólm-
steimi, vill að eignarrétt-
urimi verði færður út-
gerðarmönnum endur-
gjaldslaust. Ertu hlyimt-
ur eða andvigur því?
Davíð Oddsson: Nei,
ég er andvígur því. Það
stangast ekkert á að vera
andvígur hvorutveggja.
Ég tel að leið Hannesar
vinar mins gangi of langt
og hún gangi á svig við
það sem ég er að tala um
i fyrstu greininni".
Staðbundinn fremur
en flokksbundinn
ágreiningur
Ágreiningur um umdeilt kvótakerfi er
ekki flokksbundinn, fremur hagsmuna-
og staðbundinn. Staksteinar staldra í dag
við grein Hannesar Hólmsteins Giss-
urarsonar lektors [„Kvótakerfið, Morgun-
blaðið og sexprósentstefnan", Morgun-
blaðið 8. maí]. Þá verður jafnframt
gluggað í orð Davíðs Oddssonar forsæt-
isráðherra, sem hann viðhafði um sama
efni í sjónvarpsviðtali rétt fyrir nýafstaðn-
ar alþingiskosningar.
I
I
Fræðslufundur
Fræðslufundur um húsbréfalán og húsbréfaviðskipti
verður haldinn í kvöld kl. 20:30 í Lækjarbrekku
(Kornhlöðunni).
Framsögumenn:
1. Úlfar Indriðason, Búnaðarbanka
- Mat á greiðslugetu
2. Mjöll Flosadóttir, Sparisjóði Hafnárfjarðar
- Þjónusta við lántakendur
3. Þórólfur Halldórsson, Félagi fasteignasala
- Fasteignaviðskipti og húsbréf
4. Jón Snorri Snorrason, Kaupþingi
- Húsbréf og fjármagnsmarkaður
Fundurinn er haldinn á vegum Búnaðarbanka íslands,
Kaupþings hf. og Sparisjóðanna.
Aðgangur er ókeypis.
Úlfar Indriðason
Mjöll Flosadóttir Þórólfur Halldórsson
Jón Snorri Snorrason
KAUPÞING HF
Kringlunni 5, stmi 689080