Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 59
KNATTSPYRNA JC(!J 'IAM ;9I flU0A0[UT3áMI’q HlHCllWl 1 JOflOI* MOKGU.NBLAÐID SÞROTTIR FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 59 „Erum ekki hérsem ferðamenn - sagði Páll Guð- laugsson, landsliðs- þjálfari Færeyja Júgóslavía og Færeyjar mæt- ast í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í Belgrað í kvöld. Heimamenn eru efstir í 4. riðli og gestimir eiga ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en þeir gefa ekkert eftir og ís- lendingurinn Páll Guðlaugsson, þjálfari Færeyja, gaf það fvlli- lega í skyn. „Við komum ekki til Júgóslavíu sem ferðamenn." Júgóslavar byrjuðu vel og sigi-uðu í fyrstu ijórum leikjum sínum, en töpuðu síðan óvænt fyrir Dönum í Belgrað fyrir hálf- um mánuði. Danir eru þremur stigum á eftir, en eiga leik til góða og Júgóslavar segjast ekki hafa efni á að gera nein mistök gegh Færeyingum. „Þegar dregið var í riðla hlógu margir vegna væntanlegra leikja gegn Færeyingum, en nú stekkur engum bros á vör. Dan- ir eru á mikilli siglingu og við verðum að sigra í öllum leikjum, sem eftir eru til að komast áfram, en það verður ekki auð- velt,“ sagði Ivica Osim, þjálfari Júgóslava og minnti á frammi- stöðu Færeyinga í keppninni, sem hafa þegar sigrað Aust- urríki pg gert jafntefli við Norður-Irland. Paul Ince, Bryan Rob- son og Mark Hughes fagna sigrinum í Rott- erdam. 23 ár voru liðin síðan að United fagnaði sigri í Evrópukeppninni á Wembley. Bo hefur valid hópinn Sjö breytingarfrá því í leiknum gegn Spánverjum Bo Johannsson, landsliðsþjálf- ari, hefur valið 16 leikmenn til að leika gegn Albaníu í Evrópu- keppni landsliða 26. maí í Tirana. Töluverðar breytingar eru á liðinu frá því í síðasta Evrópuleik gegn Spánvetjum í Sevilla í október fyrra. um gegn Spánverjum í október. Atli Eðvaldsson og Sigurður Jóns- son eru í leikbanni. Þorgrímur Þráinsson er hættur og Pétur Pétursson er meiddur. Kristján Jónsson, Pétur Ormslev, Birkir Kristinsson detta út. í stað þeirra koma Ólafur Gottskálksson, markvörður KR, Gunnar Gíslason, Hacken, Ólafur Kristjánsson, FH, Einar Páll Tómasson, Val, Þor- valdur Örlygsson, Nottingham Forest, Hlynur Stefánsson, ÍBV og Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart. Annars er liðið skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Bjarni Sigurðsson, Val Ólafur Gottskálksson, KR Gunnar Gislason, Hácken Ólafur Kristjánsson, FH Einar Páll Tómasson, Val Þoivaldur Örlygsson, N. Forest Rúnar Kristinsson, KR Ólafur Þóiðarson, Lyn Sigurður Grétarsson, Grasshoppers Hlynur Stefánsson, IBV Arnór Guðjohnsen, Bordeaux Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart Antony Karl Gregory, Val Ragnar Margeireson, KR Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson, Tottenham Sævar Jónsson, Val Sjö breytingar eru í leikmanna- hópnum nú frá því í Evrópuleikn- Barcelona....1 „Stærsta stundin á ferlinum“ - sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United MAIMCHESTER United fagnaði sigri í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu í Rotterdam í Hollandi í gærkvöldi eftir að hafa unnið Barcelona 2:1. Mark Hughes gerði bæði mörk enska liðsins, en Ronald Koeman minnkaði muninn fyrir spænska félagið. United sigr- aði síðast í sömu keppni árið 1968. „Félagið hefur beðið eft- ir þessum degi í 23 ár og skilj- anlega er gleðin mikil,“ sagði Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Manchester United, en hann stjórnaði skoska liðinu Aberdeen til sigurs í sömu keppni árið 1983. „Þetta er stærsta stundin á ferlinum — sem ævintýri líkast," bætti hann við. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik og var þá jafnræði með liðununm. Brian McClair fékk eina hættulega marktækifærið, komst inn fyrir vörn Barcelona eftir 10 mínútna leik, en var of bráðlátur rétt utan vítateigs og missti marks. Breskir sóttu meira í seinni hálf- leik og voru mun ákveðnari. Hug- hes kom þeim á bragðið um miðjan hálfleikinn eftir aukaspyrnu Rob- sons fyrirliða og skalla Steve Éruce framhjá markmanninum. Boltinn var á leiðinni inn, en Hughes tók enga áhættu. Skömmu síðar gerði hann glæsilegt mark eftir stungu- sehdingu frá Robson. Hughes lék á markvörðinn, var í þröngri stöðu utarlega í vítateignum, en skoraði engu að síður með öruggu þrumu- skoti. Vaknað við illan draum Við þetta var sem leikmenn Barcelona hefðu vaknað við illan draum og Koeman minnkaði mun- inn beint úr aukaspyrnu af um 30 m færi. Það sló samt Bretana ekki út af laginu og Hughes fékk tæki- færi til að bæta þriðja markinu við eftir stungusendingu frá McClair, en Nando felldi hann á síðustu stundu og fékk að sjá rauða spjald- ið fyrir vikið. Spánveijarnir sneru vörn í sókn og Michael Laudrup átti gott skot á síðustu mínútu, en Blackmore bjargaði á línu. Þess má geta til gamans að í gær var nákvæmlega sex ár síðan Ever- ton vann sama bikar í Rotterdam, Rapid Vín - 3:1, en tveimur vikum seinna varð harmleikurinn í Briisfe- el, þegar Liverpool og Juventus léku, sem varð til þess að bann var sett á ensk félagslið, en því banni var aflétt fyrir þetta keppnistímabil og leikmenn Manchester United gátu svo sannarlega fagnað því í gærkvöldi. Feyenoordvöllur ! Rotterdam í Holl- andi, úrslitaleikur í Evrópukeppni bikarhafa i knattspyrnu miðvikudag- inn 15. maí 1991. Mörk Manchester United: Mark Hughes (68. og 74.). Mark Barcelona: Ronald Koeman (79.). Gult spjald: Bryan Robson, Man- chester United, og Jose Bakero. Rautt spjald: Nando Munoz, Barcel- ona (84.). Manchester United: Les Sealey, Denis Irwin, Clayton Blackmore, Steve Bruce, Gary Pallister, Mike Phelan, Bryan Robson, Paul Ince, Brian McClair, Mark Hughes, Lee Sharpe. Barcelona: Carlos Busquets, Nando Munoz, Jose Alexanco (Antonio Pin- Ula vm. á 72.), Ronald Koeman, Al- berto Ferrer, Eusebio Sacristan, Ait- or Beguiristain, Jose Bakero, Juan Goikoetxea, Juliö Salinas, Michael Laudrup. Áhorfendur: 42.000. Stuðningsmenn United til fyrirmyndar STUÐNINGSMENN Man- chester United, sem fylgdu liðinu til Rotterdam, voru til fyrirmyndar í alla staði fyrir og eftir leik, að sögn hollensku lögreglunnar. Meiraen 15.000 enskir áhangendur voru á Fayeno- ord-leikvanginum og var ótt- astaðtil óláta kæmi. Lögrelgan í Rotterdam var við öllu búin og var með þúsund lögreglumenn til taks ef til óláta kæmi. Aðeins 18 hollenskir og 5 enskir áhorfendur voi-u handtekn- ir fyrir minniháttar brot. „Áhang- endur United vita það, að ef til ólata hefði komið myndi það skaða liðið. Þeir sýndu að þeir höfðu gaman að þessu og skemmtu sér vei,“ sagði taismaður lögi-eglunn- ar. United var annað tveggja enskra liða sem fékk heimild til að taka þátt í Evrópukeppninni síðan 1985, eftir að bann var sett á ensk lið vegna harmleiksins í Brussel er 39 manns létu lífið. „Eftir að hafa verið utan Evr- ópukeppninnar í fimm ár, vorum við staðráðin í því að skemmta okkur og gera mikið að því,“ sagði einn stuðningsmanna United eftir leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.