Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 BLAÐSALAT OG FLEIRA GOTT Salat þekkja allir og salat þýðir margt. Það er dregið af latnesku orðunum „herba salata" sem þýðir saltaðar jurtir. En í dag er salat annað og meira en saltaðar jurtir. Salat er margvíslegt og nú orðið ekki einu sinni alltaf grænmeti. En núna þegar sumarið er komið — eða á að vera komið samkvæmt almanakinu, skulum við borða grænmetissalöt og hafa blaðsalat í þeim. Ég ólst upp við mikið blaðsalatát og borða enn mikið af því. Svo þegar vorar fæ ég algjöra salatdellu, og núna er salat í allar máltíðir hjá mér, salat undir ostinn og með gúrku og ofan á ástunum í morgunverð, stór salatdiskur í hádeginu og svo enn eitt salatið með kvöldverðinum. Svo er ég búin að sá salatfræi í alla dalla og bíð eftir örlítið meiri hlýju til að geta plantað þeim út. Steinseljan mín þarf líka meiri hlýju, þótt hún kæmi lifandi undan vetri. Svo var raunar með fleiri kryddjurtir, svo sem sítrónu- melissu og rosmarin, en kuldinn undanfarnar vikur sá fyrir þeim öllum nema steinseljunni, sem virðist ódrepandi. Oreganoplantan mín er búin að lifa góðu lífi í borðstofuglugganum hjá mér í allan vetur og er nú í fullu fjöri, enda sumarið komið í gluggann þann. En ég þarf ekki lengur að - bíða eftir íslenska blað- salatinu, það er komið í verslanir, papríkan og tómatarnir eru líka komnir og gúrkurnar flæða inn í bókstaf- legri merkingu. Blaðsalat er best að geyma rakt í lokuðum plast- poka eða skál með þéttu loki í kæliskápnum. Gott er að setja grind á botn skálarinnar, svo að salatið liggi ekki í vætunni á botn- inum. Hægt er að notast við plast- lok, sem göt hafa verið stungin á. C-vítamín, sem mikið er af í blaðsalati, er fljótt að ijúka burtu, eftir að búið er að rífa salatið niður. Ef við ætlum ekki að borða salatið strax, þurfum við að setja filmu eða disk yfir skálina og geyma í kæliskáp. Gott er að eiga tilbúna sósu eða lög til að hella yfir salatið. Hér eru tvær uppskriftir. Salatlögur Safi úr einni sítrónu 'U dl matarolía tvær skvettur úr tabaskósósu- flösku salt milli fingurgómanna nýmalaður pipar 'h tsk. fljótandi hunang örlítill hvítlaukur 1. Kreistið safann úr sítrón- unni. Setjið í hristiglas ásamt matarolíu, tabaskósósu, salti, pip- ar og hunangi. 2. Merjið örlítinn hvítlauk og setjið saman við. 3. Hristið vel saman. Setjið í litla flösku og geymið í kæliskáp. Salatlögur 'U dl gott edik 'Adl matarolía tvær skvettur úr tabaskósósu- flösku salt milli fingurgómanna nýmalaður pipar 1. Setjið allt í hristiglas og Glaða vor, viS þurfum blíía blsinn. 8örnin vona, þegar sólin skín. Fifill kemur. þaS er bros i basinn; blessuí fagrasumaTgiöfin þfn. þoryteinn Erlingsson. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON hristið vel. Setjið síðan í litla flösku og geymið í kæliskap. Salatdiskur Nokkur fersk salatblöð 'A lítil gúrka 2 litlir stinnir tómatar ’á lítil græn papríka 'h lítill silfur- eða salatlaukur (hvítur mildur laukur) eða nokkur strá graslaukur 1. Þvoið salatblöðin, þerrið og raðið á disk. 2. Þvoið gúrku, papríku og tóm- ata. 3. Skerið gúrkuna í sneiðar með ostaskera og stráið yfir salatblöðin. 4. Skerið tómatana í þunnar sneiðar og setjið yfir það sem er á diskinum. 5. Takið steina úr papríku og skerið í örþunnar sneiðar. Setjið yfir það sem er á diskinum. 6. Afhýðið silfur- eða salatlauk- inn, skerið í örþunnar sneiðar, takið sneiðarnar í hringi og raðið yfir það sem er á diskinum. Ef þið notið graslauk er hann klippt- ur yfir diskinn. 7. Notið annan hvom löginn, sjá hér á undan, og hellið yfir grænmetið um leið og þið borðið það. Blaðsalat með skinku og ananas Nokkur falleg blaðsalatblöð 4-5 sneiðar góð skinka 'k lítil gúrka smádós kurlaður ananas 1. Þvoið og þerrið salatblöðin, klippið eða skerið síðan, ekki mjög smátt. Setjið í skál. 2. Leggið skinkusneiðar í bunka á disk og tætið sundur með gaffli. Setjið saman við salatið. 3. Þvoið gúrkuna og skerið í þunnar sneiðar með ostaskera. Setjið saman við salatið og skink- una. 4. Síið ananasinn og setjið út í. Blandið saman með tveimur göfflum. Blaðsalat með steinselju og tómatsafa Nokkur falleg salatblöð, nokkrar fallegar steinselju- greinar 2 meðalstórar ostasneiðar 'h-1 dl tómatsafi (juice) 1-2 skvettur úr tabaskósósu 1. Þvoið og klippið eða skerið blaðsalatið og setjið í skál. 2. Þvoið steinseljuna og klippið laufið af. Notið ekki leggina. Þá má nota sem krydd í súpu eða pottrétt. Setjið laufið saman við salatið. 3. Skerið ostsneiðarnar örsmátt saman við. 4. Setjið tabaskósósu saman við tómatsafa. Hellið yfir salatið og blandið saman með tveimur göffl- um. mmsssmm | Yerðlaunaþvottavélar frá BIOMBERG Blomberg þvottavélarnar hlutu hin eftirsóttu alþjóðlegu IF verðlaun fyrir frausta og fallega hönnun. Kynningarverðá glæsilegrivél Verið velkomin. gir Farestvert &Co.hf 5ARTÚKI28, SÍMI622901. I wm NEYTENDAMAL A1 og flúor: Oheppileg blanda í matargerð? 0 mwuL& vmwMBwam m «o. Skútuvogi 10a - Sími 686700 Þ.ÞORGBfMSSOH&CO [30130000, gólfflísar- kverklistar ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Á undanförnum árum hefur álið verið mikið notað í eldunartæki þ.e. potta og pönnur, í álmót til eldunar og baksturs að ógleymd- um álþynnum sem enginn kokkur telur sig geta án verið. Álefnasambönd eru talin geta haft eitrunaráhrif á taugakerfið. Á1 hefur fundist í heila Alzheimer- sjúklinga og þó að ekki sé ljóst hvort álið sé orsök sjúkdómsins eða afleiðing er talið rétt að vera á varðbergi gagnvart málminum. Á seinni árum hafa nokkrar rannsóknir leitt í Ijós, að ál getur losnað úr pottum og pönnum úr áli við matreiðslu. Rannsóknir sem gefðar voru í Sri Lanka, benda til þess að losun áls út pottum og pönnum geti aukist mjög mikið, ef neysluvatnið hefur verið flúor- blandað, eins og geit er víða erlend- is. Vísindamenn við Hantana-rann- sóknastofnunina við Háskólann í Ruhuna segja að vatn sem inniheld- ur 1 milligramm af flúori í lítra, leysi upp um 200 milligrömm af áli í lítra þegar það hefur verið soðið 10 mínútur í álpotti. En það er 1.000 sinnum meira en það ál sem kemur í vatn sem ekki hefur verið flúorblandað. Lengri suða getur aukið álmagnið í vatninu um 600 milligrömm í lítra og fer styrkur upplausnarinnar eftir vatninu og sýrustigi matarins sem eldaður er. Flúor hefur ekki verið sett í neysluvatnið hér á landi, aftur á móti getur hitaveituvatnið, þar sem það kemur beint úr borholum, inni- haldið talsvert magn af flúori. Af þeim ástæðum kom fram ábending tii fólks, hér fyrir nokkrum árum, um að nota hitaveituvatn til matar- gerðar. Flúorinnihalds hveravatns- ins var talin vera góð uppbót vegna lítils flúors í kalda vatninu. í ljósi þessara rannsókna í Sri Lanka gæti verið heppilegt að sneiða hjá álpottum og pönnum þegar flúorauðugt hitaveituvatn er notað til matargerðar og nota þess í stað eldunaráhöld úr stáli. M. Þorv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.