Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 12 Stærra unglingasett með poka (4 járn, pútter, og 1 málmkylfa). Barna- og unglingasett með poka 6-10 ára og 10-14 ára. HH (múFi Bis H F Glæsibæ - Sími 82922 „SCHWANENGESANG“ ________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Þessi síðustu sönglög Schuberts, og um leið líklega það síðasta sem hann samdi, voru gefin út sem Laga- flokkur að Schubert látnum og alls ekki líklegt að Schubert hafi hugsað þessi lög sem eina heild og er margt sem bendir til þess m.a. að höfundar ljóðanna eru þrír, ekki bara einn, og heitið „Schwanengesang", yfir þessi 14 lög, er að öllum líkindum komið frá útgefandanum, ekki frá Schubert sjálfum. En hvað um það, sum þess- ara laga eru með mögnuðustu söng- lögum Schuberts í formi og „dramat- ik“. Það er því ekki lítið afrek að flytja þessi lög án nokkurs hlés með þeim ágætum sem þeir gerðu Berg- þór Pálsson og Jónas Ingimundarson í Gerðubergi sl. mánudagskvöld og var álagið þó enn meira á söngvar- anum. Bergþór er músíkalskur í besta lagi og ljóðasöngur virðist geta orðið hans vettvangur og er þá ekki lítið sagt. Operuaríur sumar getur lítt menntaður söngvari sungið svo að áheyrendur gleyma stund og stað, en ijóði skilar enginn vei nema menntun og listrænn þroski fyigi röddinni eftir. Allir hafa sín vanda- mál og þau fara síst fram hjá lista- manninum sjálfum. Fyrir mér er vandamál Bergþórs hans fallega söngrödd, svo einkennilega sem það nú hljómar. Hann auglýsir sig sem baritón, en hvers konar baritón er hann þá? Þessi baritónrödd er óvenju ljós, nálgast mjög lit tenórsins, en er þó ekki tenór ennþá a.m.k. Dýpt- ina á Bergþór stundum í erfiðleikum með, hún verður dálítið tilbúin, hljómlítil og vantar hinn „rétta“ bari- tónlit. Nú eru ijóð oftar skrifuð og hugsuð fyrir baritón og því erfiðara fyrir tenórinn að skila innihaldi Ijóðs- ins, og ýmsar forskriftir tónskáldsins geta orðið tenórnum íjötur um fót fremur en baritóninum. Því hljómaði píanósöngur ekki alltaf sem veikt sungið og fortesöngur minnti stund- um um of á óperu-forte, og þó sér- lega í hæðinni. Þetta leiddi svo af sér að túlkunin varð eilítið yfirdrifin, eða of þanin á stundum. „Am Meer“ er nauðsynlegt að byija pp, ef upp- bygging á að nást, þar stendur hvergi forte. I „Die Stadt“ náðist tæplega Jónas Ingimundarson sú drungalega stemming sem þar ríkir, í „Der Dobbelganger" hélt Jón- as þeirri óhugnanlegu rytmisku ró sem laigð krefst, Bergþór átti í nokkrum erfiðleikum með dýptina og kyrrðina sém lagið útheimtir. „Ihr Bild“ verður að syngja pp og p út í gegn, „Der Atlas“ fannst mér aðeins of hægur, eða öllu heldur ekki nógu strang-rytmiskur til þess að halda spennu. Stjórnandi tónleikanna var Friðrik Vignir Stefánsson, en hann er skóla- stjóri Tónlistarskólans þar og einnig kirkjuorganleikari. Undirleikari ásamt Friðrik var Kristín Jóhannes- dóttir. A söngskránni voru 16 lög ýmissa tegunda, og auk þess varð kórinn að syngja aukalög. Sérstaka athygli vakti einsöngur Emilíu Karlsdóttur, en hann er með Bergþór Pálsson Textameðferð var góð en þó ekki gallalaus, t.d. hljómaði e, í enda orðs, um of sem ö, nokkuð undantekning- arlaust. Þrátt fyrir þennan sparðatín- ing voru þetta sérlega ánægjulegir „Kultur-tónleikar", en eftir stendur að Bergþór þarf að velta fyrir sér baritóninum, því sem ítalir kalla „ba- ritono tenorile" og svo tenórnum. Ljónin á veginum gera leiðina spenn- andi. því besta sem hér hefur heyrst, rödd- in og þjálfun hennar með ágætum og gæti Emilía sómt sér víða og ekki að efa að ef hún gæfi sig að söngnum af alvöru og starfi myndi hún ná langt. Allur var söngurinn heilsteyptur og ef allt fer að óskum væri gaman að þessir tónleika heyrð- ust aftur í kirkjunni okkar. Þökk sér kirkjukórnum fyrir heimsóknina. - Árni. SIEMENS Stykkishólmur: Kirkjukór Grundar- fjarðar í heimsókn Stykkishólmi. HOLMURINN fékk laugardaginn 4. maí mjög ánægjulega heimsókn, en það var Kirkjukór Grundarfjarðar með vortónleika sína og voru þeir haldnir í kirkjunni okkar. Kæliskápur á kostaveröi! KS 26V00 • 148 x 60 x 60 sm (hæö x breidd x dýpt). • 189 lítra kælirými. • 67 lítra fjögurra stjörnu frystihólf. Afborgunarverö: 55.900,- kr. SIWTH & NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.