Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 22
aWM; öNéiAbffi J !- $£ ARÐRÁNI eftir Einar Jútíusson Alkunna er að hinir ríku arðræna þá fátæku, voldug fyrirtæki arð- ræna hin veikari, þróaðri þjóðir arð- ræna þær vanþróuðu. Þetta kemur auðvitað þeim ríkari til góða en hvort það er gott eða slæmt fyrir hina fer talsvert eftir eðli þessa arðráns. Gróði eins er ekki sjálf- krafa tap annars. Öll viðskipti og samskipti almennt eiga að vera báðum í hag. Arðrán vinnuaflsins Ef fijálsræði ríkir, þá leita fjár- festingar þangað sem vinnuaflið er ódýrast. Slíkt hækkar launin a.m.k. ef skynsamleg lög óg heiðarleg samkeppni ríkir og kemur þeim arðrændu fyrst og fremst til góða. Það má e.t.v. deila um það hvort þá sé greitt rétt (sanngjamt) verð fyrir vinnuaflið. Ég tel svo vera og að verðmæti þess ákvarðist ekki af því hvað vinnuafl kostar í öðrum og ríkari löndum heldur af því hvað hægt sé að fá fyrir vinnuaflið á fijálsum markaði á hveijum stað. Séu lögin réttlát, skýr og ströng og gildi þau jafnt fyrir alla er þetta aðeins heilbrigð samkeppni og vart hægt að flokka undir arðrán jafn- vel þótt annar sé ríkari og/eða græði meirá en hinn. Eðli arðránsins er þó oft ekki þannig. Fyrir mörgum táknar fijálsræði það að menn geti sett sínar eigin reglur, að hinn sterki fái að leggja hinn veikari að velli eða a.m.k. ríkja yfir honum. En frelsi eins takmarkast ætíð af rétti annars og frelsi ríkir þar sem þræla- hald er bannað en ekki leyft. Rétt- læti er að það sé ekki valdbeitingin, grimmdin og ofbeldið heldur reglur sem ríki og að hinn hæfasti sigri fremur en sá sterkasti. Arðrán auðlinda Arðrænt er ekki aðeins vinnuafl hinna fátækari þjóða. Öllu verra er oft arðrán auðlinda þeirra. Þjóðir ráðast inn í annarra lönd og leggja þau undir sig. Þær koma upp lepp- stjórnum og furstadæmum til að ná til sín auðlindum þeirra í skjóli hervalds síns. Það þarf samt ekki að vera slæmt fyrir fátækari þjóð að önnur ríkari nýti sér auðlind hennar. Og rétt eða sanngjarnt verð á þeirri auðlind er ekki mjög hátt ef þjóðina skortir alla tækni- þekkingu og menntun til að nýta hana sjálf. Vandamálið er oftast að hinn ríki hefur sett reglurnar og greiðir ekki rétt verð fyrir að- ganginn að auðlindinni. Greiðir e.t.v. ekki þjóðinni neitt, einungis einhveijum einræðisherra eða ráða- manni sem sér þennan kost vænst- an til að skara eld að sinni köku og arðræna eigin þjóð. Auðiindir ólgandi fossa eru sameign íslend- inga og því óseljanlegar. Hag ís- FLOTEFNI Aðeins kr. 1,660.- 25 kg. c§d ALFA80RG ? Byggingarmarkaöur Knarrarvogi 4 - Sími 686755 lendinga gæti samt verið betur borgið með því að leigja erlendum fyrirtækjum afnotarétt þeirra fyrir markaðsverð fremur en gefa ís- lensku fyrirtæki einokunarrétt á þeirri auðlind fyrir alls ekki neitt. Hver hagnast á stjórnleysinu? Oftast ríkir því ekki fijálsræði heldur vopnavald, lögleysa og óstjórn. En er hag hins ríka endi- lega best borgið á þann hátt? Fijáls- ir vextir og sjálfdæmr um vanskila- vexti og innheimtuþóknun hafa mergsogið hér atvinnulífíð og kom- ið fjölmörgum á kaldan klaka. En lánastofnanir græða ekki á gjald- þrotunum og fyrir hvern borgar það sig að gera fijálshyggju að skamm- aryrði? Fiskimið Islands eru arð- rænd og eyðilögð því útgerðarmenn neita að greiða rétt verð fyrir þau verðmæti sem auðlindin er. Þeir tapa þó manna fyrst og mest á allt of stórum fiskiskipaflota og minnk- andi afrakstursgetu fiskistofnanna? Með kúgun og arðráni fæst orkan og olían ódýrar en það er dýrt að spilla auðlindum og stofna til hat- urs og ofriðar. Frumskógar heims- ins hverfa því hinar ríkari þjóðir tíma ekki að greiða rétt verð fyrir það súrefni sem þær nota og frum- skógamir framleiða. Með þessu er- um við íslendingar ekki aðeins að arðræna fátækari þjóðir. Við erum að eyðileggja fyrir þeim auðlind sem er okkur sjálfum lífsnauðsynleg. Af arðráni náttúrunnar er enginn varanlegur ágóði. Skammsýnin og skilningsleysið kemur okkur í koll. fyrr en síðar. Arðrán orkuauðlinda íslandss Ég ætlaði reyndar ekki að fjöl- yrða hér um arðrán úti í heimi eða arðrán okkar sjálfra á eigin físki- miðum. Ég ætlaði aðeins að fjalla um þær athyglisverðu upplýsingar sem komu fram í grein Sigurðar B. Stefánssonar um stærstu og arð- sömustu fyrirtækin á íslandi og í Evrópu (Mbl. 24/1). Við teljum okkur yfirleitt ekki í hópi hinna arðrændu þjóða þriðja heimsins en það kemur í lós að arðsemi er lítil í okkar atvinnurekstri og fyrirtæki í eigu útlendinga eru þau arðsöm- ustu hérlendis. Það talar sínu máli um reisn íslenskra ráðamanna í samningum sínum. Ríkasta fyrir- tæki íslendinga er Landsvirkjun (LV) með 23 milljarða kr. eiginfjár- stöðu enda raforkuverð hátt á ís- landi. Ágóði þess var 3% eða 714 milljónir. Berum saman við Islenska álvélagið (ISAL). Hagnaður þess var 44% eða 1.755 milljónir. Arð- semi ÍSAL var semsagt 14 sinnum meiri en arðsemi LV. Hefur þó víst arðsemi LV flest árin verið miklu Einar Júlíusson „LV græðir á raforku- sölutilíSALogíSAL græðir á raforkukaup- um frá Landsvirkjun. Viðskiptin eiga að vera beggja hagur en LV þyrfti að selja rafork- una mun dýrar til að fá eðlilegan ágóða.“ minni og ÍSAL aldrei greitt jafn- hátt raforkuverð og 1989. LV græðir á raforkusölu til ÍSAL og ISAL græðir á raforkukaupum frá Landsvirkjun. Viðskiptin eiga að vera beggja hagur en LV þyrfti að selja raforkuna mun dýrar til að fá eðlilegan ágóða. ÍSAL gæti kéypt raforkuna miklu dýrar og grætt vel samt. Verðið er samningsatriði og Islendingar eru ekki meiri samning- amenn en svo að þeir láta útlending- ana arðræna sig. Arðsemi og orkuverð Við skulum athuga hver ágóðinn mundi vera ef verðið væri annað. Línuritið sýnir hvernig arðsemi LV og ÍSAL er háð raforkuverðinu. Fyrmefndar tölur um hagnað, eigið fé og eiginfjárhlutfall eru hér tekn- ar hráar úr grein Sigurðar og mið- að við að LV hafi selt ÍSAL 1.432 GWst á 1,038 kr/kWst. Arðsemisjöfnuður 9,1% er við orkuverð 2 kr/kwst. Miðað við 5% arðsemiskröfu þarf Landsvirkjun kr. 1,34 og ÍSAL gæti greitt 2,12 kr/kWst. Mismunurinn, auðlinda- rentan er þá 0,78 kr/kWst. CHANEL FÖRÐDNARFRÆÐINGUE Hr. Bruno Grosstephan verður staddur á íslandi dagana 21.-24. maí 1991, til að veita persónulega ráðgjöf á Chanel snyrtivörum og kynna sumarlínuna í eftirtöldum snyrtivöruverslunum: BRÁ • LAUGAVEGl 72 • REYKJAVÍK • SÍMI12170 ANDORRA • STRANDGÖTU 32 • HAFNARFIRÐI • SÍMI52615 HYGEU • AUSTURSTRÆTI16 • REYKJAVÍK • SÍMI19866 CLÖRU • KRINGLUNNl 8-12 • REYKJAVÍK • SÍMI689033 TÍMAPANTANIR í OFANGREINDUM VERSLUNUM ÍDAGOGÁMORGUN SmáMál ERU HIN BESTU MÁL Taktu þau fyrir um helgina - með fjölskyldunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.