Morgunblaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 - ' 49
Kveðjuorð:
Gísli Björnsson
lögreglufulltrúi
Fæddur 15. apríl 1935
Dáinn 27. apríl 1991
Starfsfélagi í lögregluliði
Reykjavíkur er fallinn frá langt um
aldur fram og mér er sorg í huga.
Gísli var einn af þessum lögreglu-
mönnum sem var valinn úr hópi
umsækjenda að mínum smekk, stór
og sterklega vaxinn, hægur og
prúður í framkomu, góður í um-
gengni, snyrtimenni til orðs og
æðis.
Við vorum samstarfsmenn í
Rannsóknardeild lögreglunnar
1978-1990. Síðasta árið vorum við
báðir veikir en hittumst oft í sund-
laugunum, hressir og kátir, ákveðn-
ir í að gera allt sem hægt væri til
að njóta ævikvöldsins. Ég sagði upp
starfi en Gísli var of iingur til þess.
Við nefndum aldrei veikindi.
Lögreglan hefur misst góðan
starfsmann eins og samstarfsmenn
okkar hafa lýst svo vel í minningar-
greinum sínum. Ég þarf ekki að
endurtaka það, svo sammála er ég
þeim félögum. En það er umhugs-
unarvert að lögreglan missir og við
söknum góðs starfsmanns sem deyr
fyrir aldur fram, en ef honum tekst
að láta af starfi til að fara að sinna
hugðarefni sínu, samgleðjumst við
og segjum að maður komi í manns
stað. Þetta ættu menn að hugleiða.
Lögreglustarf er ekki fyrir menn
komna á efri ár og menn þurfa að
ljúka starfsferli á meðan heilsan
leyfír þeim að njóta ellilífeyris-
áranna. Því miður vinna lögreglu-
menn alltaf of langt fram eftir aldri.
Lögreglufulltrúi er fallinn frá 56
ára. Lögreglan hefur misst góðan
starfsmann og við gátum ekki ósk-
t
Eiginmaður minn,
SIGURÐUR ÓSKAR SIGURÐSSON,
Háteigsvegi 17,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. maí
kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Ólafía Guðmundsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför
FINNBOGA ÁSTVALDAR ÞORSTEINSSONAR
frá Haugum.
Ágúst Þorsteinsson, Guðrún Jóhannsdóttir,
Sigurður Þorsteinsson,
Ingi B. Þorsteinsson, Pálína Guðmundsdóttir,
bræðrabörn og fjölskyldur.
t
Þökkum auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGU SIGURRÓSAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Efstalandi 4.
Sverrir Gunnarsson, Svanhildur L. Gunnarsdóttir,
Gunnar Gunnarsson, Inga K. Gunnarsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Af alúð þökkum við hlýhug og vináttu
við útför elskulegrar eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HELGU SIGURÐARDÓTTUR,
Hafnarbraut 22,
Hölmavík.
Kristinn Sveinsson,
Lilja Kristinsdóttir,
Sveinn Kristinsson, Pálína Guðlaugsdóttir,
Guðbjörg Kristinsdóttir, Sverrir Björnsson,
Sigurður Kristinsson, Sigríður Kristjánsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
að honum alls góðs að loknum
vinnudegi. Vegna veikinda náði ég
ekki að fylgja honum síðasta spöl-
inn.
En trúin breytir þar miklu fyrir
mig. Ég trúi á lífið eftir lífið. Það
er einhver hulinn tilgangur og ég
er viss um að aðstandendur Gísla
Björnssonar eiga eftir að finna það
og trúa því með mér, að þó hann
hverfi yfir móðuna miklu, þá verður
hann enn á meðal ástvina sinna.
Eða af hverju birtast látnir oft í
draumi, segja til sín, segja fyrir um
atburði og biðja ástvini að syrgja
sig ekki? Það er af því að þeir lifa
þótt þeir deyi.
Um leið og ég þakka Gísla
Björnssyni góða viðkynningu og
þægilegt samstarf og óska syni
hans í lögregluliðinu alls góðs í
starfi, votta ég aðstandendum öllum
innilega samúð við fráfall góðs
drengs.
Guðmundur Hermannsson
fv. vfirlÖErreirlubiónn
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för móður minnar, tengdamóður og ömmu,
VALGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Valdimar Kristinsson, Valborg Stefánsdóttir,
Kristinn Valdimarsson, Stefán Ingi Valdimarsson.
Hjartans þakkir til ykkar, sem sýnduð okkur vináttu, samúð og
vottuðuð virðingu við andfát og útför elskulegs sonar okkar,
BALDVINS ÓLAFSSONAR,
Fannafold 185,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til kvenna- og karladeilda íþróttafélagsins Þórs,
félaga í Golfklúbþi Akureyrar og Golfklúbbi Reykjavíkur.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Bergþórdóttir,
Guðni Friðriksson.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug, og veittu okkur stuðning og hjálp við andlát og út-
för eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, sonar og bróður,
JÓNS HALLGRÍMSSONAR,
Dalsgerði 1a,
Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Sóiveig Guðmundsdóttir,
Lilja Jónsdóttir, Björn Ingvar Erlendsson,
Inga Vala Jónsdóttir, Ingólfur Samúelsson,
Halla Ólöf Jónsdóttir,
og barnabörn.
Lilja Jónsdóttir, Hallgrimur Indriðason,
Kristín Hallgrimsdóttir,
Hólmgeir Gunnar Hallgrímsson,
Helga Hallgrímsdóttir
og fjölskyldur.
VERÐLÆKKUN!
Gengisþróunin
undanfarnar vikur er
þéríhaa
Gengi Evrópumynta gagnvart íslensku krónunni hefur á
undanförnum vikum lækkað verulega.
Við hjá Bílaumboðinu hf. teljum eðlilegt að lækkun
vegna þessarar gengisþróunar
aangi út til viðskiptavina okkar oa lækkum því verð á
BMW og Renault bílum.
Verðlækkunin er mismunandi eftir gerðum.
Við hvetjum væntanlega viðskiptavini til að kynna sér þetta nánar hjá
sölumönnum okkar og umboðsmönnum á landsbyggðinni.
Bílaumboðið hf.
Krókhálsi 1,110 Reykjavík, sími 91-686633