Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1991 17 Núna eru það stjómir sérhvers sérsambands sem móta sína eigin afreksstefnu og vinna af alefli að því að fjármagna hana, hver með sínum hætti með samstarfi við fyr- irtæki, _ einstaklinga, _ Ólympíu- nefnd, íþróttasamband íslands og opinbera aðila. Til að fjármagna ákveðin verk- efni verða sérsamböndin jafnvel að taka tímabundin lán til að vinna að langtímaverkefnum, eins og þjálfun unglingalandsliða og þátt- töku þeirra í alþjóðlegum mótum, til að skapa grundvöll fyrir áfram- haldandi sterku A-landsliði í fram- tíðinni. Það er erfitt fyrir sérsambönd að fjármagna öflugt unglingastarf, því er áhugavert að leita nýrra leiða til að fjármagna þessa starf- semi sérsambandanna. Mjög öflugur afrekssjóður íþróttahreyfingariimar er ein þeirra hugmynda sem rædd hefur verið. Afrekssjóð þennan þyrfti að íjármagna með framlögum jafnt frá opinberum aðilum, samtökum atvinnulífsins sem og einstakling- um. Spurning er hvenær íþrótta- sambandi íslands tekst að vinna þessu mál fylgi og skilning. Núver- andi afrekssjóður ÍSÍ, með um þijár milljónir til úthlutunar á ári hveiju, nægir hvergi til að efla afreksiþróttir allra sérsambanda á íslandi. Stefnum að því að eiga ávallt sterkt landslið í handknattleik með stofnun Landsliðssjóðs HSÍ Það hefur ávallt verið skilningur stjórnarmanna HSÍ að íslendingar hafi þann metnað að vilja eiga landslið i handknattleik sem er í fremstu röð. Til að svo megi verða hefur ávallt verið lögð mikil áhersla. á starfsemi unglingalandsliðs HSÍ. Þessi starfsemi er mjög kostnaðar- söm eins og gefur að skilja og ekki eins auðvelt að fjármagna hana eins og starfsemi A-landslið- anna. Þegar HSÍ hóf undirbúning að umsókn sinni um heimsmeistara- keppnina hér á íslandi, þá var um leið ákveðið að stórefla starfsemi unglingalandsliða pilta til að eiga eins sterkt landslið og mögulegt væri þegar sjálf A-heimsmeistara- keppnin færi fram hérlendis svo og í framtíðinni. Handknattleiks- sambandið leitar nú vinsamlegast eftir samstarfi við fleiri fyrirtæki og einstaklinga um ijármögnun á starfsemi landsliða okkar í fram- tíðinni. Þar sem áðurnefndur öflugur afrekssjóður íþróttahreyf- ingarinnar er ekki ennþá til, þá hefur stjórn HSÍ ákveðið vegna undirbúnings landsliðsins fyrir heimsmeistarakeppnina árið 1995 að stofna sérstakan Landsliðssjóð HSÍ, sem hefur það markmið að fjármagna starfsemi allra landsliða HSÍ í framtíðinm. Mun stjórn HSÍ á næstu dögum fela ákveðnum hópi manna forystu og stjórn þessa Landsliðssjóðs HSÍ til að vinna að eflingu hans. Mark- miðið er að jafnt fyrirtæki sem einstaklingar geti gerst aðilar að Landsliðssjóðnum og greiði ákveð- inn styrk til sjóðsins árlega eða mánaðarlega eftir nánara sam- komulagi. Þá verður einnig unnið áfram að gerð stórra auglýsinga- samninga við jafnt erlend sem inn- lend fyrirtæki í nafni sjóðsins með afnotarétt af landsliðum HSÍ í huga. Þeir áhugaaðilar um handknatt- leik sem hafa þann metnað að vilja ávallt eiga landslið i fremstu röð og ekki hvað síst í heimsmeistara- keppninni árið 1995 hérlendis, þar sem liðin kegpa jafnframt um þátt- tökurétt í Ólympíuleikunum árið 1996 og sem vilja styðja þennan Landsliðssjóð HSÍ eru vinsamleg- ast beðnir að hafa samband við skrifstofu Handknattleikssam- bandsins og stjórnarmenn HSÍ sem fyrst. Höfundur er formaður Handknattleikssambands Islands. GEFÐU DOSTILHJALPAR! Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 15.00 og við sækjum. / ÞJOÐÞRIF BAMUU0 tSUXKM SKATA Dósakúlur um allan bæ. AFSLATTUR Opið í dag kl. 9-18 og laugardag 10-17 Fullur salur af góðum bílum á ótrúlegu verði mmifí B/i/ifí HEKLUHUSINU Laugavegi 170-174, s. 695660

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.