Morgunblaðið - 25.05.1991, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 25.05.1991, Qupperneq 44
Ægisgarður: Neyðarkall frá hvalbát ÖRYGGISKERFI um borð í einum af hvalbátunum sem liggja við Ægisgarð fór í gang um miðjan dag í gær og fóru lögregluþjónar á tveimur bílum til að kanna or- sakir þessa. Þegar lögreglan kom á vettvang bjátaði ekkert á um borð í bátunum og hafði kerfið af einhveijum orsök- um farið í gang af sjálfu sér. Þess má geta að fundur Alþjóðahvalveiði- ráðsins fer fram hér á landi um þess- ar mundir og mönnum er í fersku minni, er alþjóðleg hvalfriðunarsam- tök sökktu tveimur hvalbátunum við Ægisgarð. r3r Siglufjarðarhöfn: Hófu fram- kvæmdir en féð vantar Morgunblaðiö/KGA Norðurbakki Tjarnarinnar endurnýjaður I sumar verður norðurbakki Tjarnarinnar endurnýjað- gatnamálastjóra, verður lagður göngustígur með ur við Iðnó, Vonarstræti og Tjarnargötu næst Ráðhús- bakkanum eins og við Fríkirkjuveg og hlaðinn nýr inu. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar aðstoðar- veggur í götuhæð meðfram gangstéttinni. 3.950 tóku samræmd próf í íslensku og stærðfræði: Verkfall við Rotterdamhöfn: Einverjar taf- ir á flutning- um til landsins ÞÓRÐUR Sverrisson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eim- skips, segir verkfall hafnarverka- manna í Rotterdam í Hollandi eiga eftir að valda einhverjum töfum á vöruflutningum til landsins. Verk- fallið skall á öllum að óvörum á miðvikudagsmorgun en Þórður segist vona að úr því leysist um eða strax eftir helgina. Ekki hefur verið hægt að hreyfa þá vöru sem þegar var komin inn á hafnarsvæðið en önnur vara hefur verið fiutt til Antwerpen. Verður sú vara flutt þaðan til íslands með Lax- fossi en hann átti upphaflega að lesta í Rotterdam á fimmtudag. Um helmingur almennu vörunnar sem átti að flytja til íslands í þess- ari viku er fastur inni á hafnarsvæð- inu auk á annað hundrað bifreiða. GERÐ nýs hafnargarðs í Siglu- fjarðarhöfn, um 80 metra viðlegu- ^rými, er hafin en óvíst er hvort -^Té fæst frá ríkinu vegna fram- kvæmdanna. Siglufjarðarbær og Vita- og hafnamálaskrifstofan hafa lokið und- irbúningsvinnu vegna nýs hafnar- garðs í Siglufjarðarhöfn, en fyrrver- andi samgönguráðherra ætlaði að setja 18 milljónir króna til Siglufjarð- ar en fjárveitinganefnd lækkaði þá fjárhæð í 12 milljónir. Nú virðist hins vegar ljóst að ekkert fé fáist til þess- ara framkvæmda, þar sem ríkis- stjórnin hefur fallið frá að taka 100 milljóna lán til að aðstoða ýmis bæj- arfélög vegna loðnubrests og bágs atvinnuástands, en fyrri ríkisstjóm hafði aflað sér heimildar til slíks á Alþingi. ^ Forráðamenn Siglufjarðarbæjar hafa að undanfömu verið á fundum með ráðamönnum vegna þessa máls. MeðaltaJið í íslensku hærra en í fyrra en lægra í stærðfræði 3.950 nemendur í 10. bekk grunnskóla þreyttu samræmd próf í stærð- fræði og íslensku í vor. Landsmeðaltal í íslensku var 60,64 stig en í stærðfræði 56,85 stig. I fyrra var landsmeðaltai í islcnsku 60,00 stig og í stærðfræði 57,60 stig. Hæsta meðaltalseinkunnin á landinu í íslensku var í Reykjavík, 6,40, en lægsta á Vestfjörðum, 5,50. I stærðfræði var hæsta meðaltalseinkunnin á landinu í Reykjavik, 6,00, en lægsta á Austurlandi, 5,30. 28% þeirra nemenda sem þreyttu stærðfræðiprófið í vor fengu einkunn undir 45 stigum eða undir 5 og 18% voru undir 5 í íslensku. Samkvæmt lögum frá 1988 eiga allir sem lokið hafa grunn- skólanámi rétt á inngöngu í framhaldsskóla. Meðaltalseinkunn í íslensku var eins og áður segir 6,40 í Reykjavík. Hún var 5,90 á Reykjanesi, 5,70 á Vesturlandi, 5,50 á Vestfjörðum, 5,90 á Norðurlandi vestra, 6,00 á Norðurlandi eystra, 5,70 á Austur- landi og 5,70 á Suðurlandi. 1 stærð- fræði var meðaltalseinkunn í Reykjavík 6,00, á Reykjanesi 5,50, á Vesturlandi 5,50, á Vestfjörðum 5,40, á Norðurlandi vestra 5,50, á Norðurlandi eystra 5,60, á Austur- landi 5,30 og á Suðurlandi 5,40. Samtals eru 4.180 ungmenni í þeim árgangi sem gekkst undir sam- ræmd próf en 230 þeirra voru í sér- skólum, með undanþágu, veikir, fluttir utan eða ekki vitað um þá þegar prófín voru lögð fyrir. Um 60 Skilaði pólskum yfirvöldum 236 ára heimsþekktri bók UM ÞAÐ leyti sem Lech Walesa, forseti Póllands, var hér í opin- berri heimsókn í mars síðastliðnum, aflienti íslenskur rnaður, Hörð- ur Friðbertsson, póiska sendiráðinu 236 ára gamla bók eftir pólska sagnfræðinginn Cornelii Nepotis. Bókin er sagnfræðilegs eðlis og þekkt um allan heim. Bókin komst í hendur Harðar með óvenjuleg- um hætti þegar hann leysti af sem skipstjóri á Arnarfelli árið 1963 og skipið lá við festar í höfninni í Gdansk. „Ég leysti af sem skipstjóri í þessum túr, annars var ég fyrsti stýrimaður. Dag einn kom pólskur maður urn borð í skipið og vildi selja þessa bók. Ég sá að bókin var merkt bókasafni og vildi ekki kaupa hana. Ég bannaði honum að bjóða hana til sölu um borð í skipinu. Þá fór hann í land en skildi bókina eftir. Hann hefur ekki þorað með hana í land vegna gæslu sem höfð var við skipin, en leitað var á hveijum manni sem fór frá borði,“ sagði Hörður. Bókin er rituð á latínu, gefin út árið 1755, og heitir Vitae Excel- lentium Imperatorum, eða Ævi mikilsvirtra herforingja, á íslensku. Dr. Stanislaw Lakowski sendifull- trúi i pólska sendiráðinu sagði að bókin hefði verið í eigu sögufrægr- ar pólskrar fjölskyldu. Hann sagði að ekki væri ljóst hvort um ómetan- lega bók sé að ræða, það kæmi betur í Ijós þegar sérfræðingar á þessu sviði rannsökuðu bókina í Póllandi. Verk Cornelii Nepotis væru mjög þekkt meðal sagnfræð- inga, og þessi tiltekna bók, Ævi mikilsvirtra herforingja, sé þekkt um allan heim. Bókin hefur verið í vörslu Har<5- ar síðan 1963 og skipað góðan sess innan um ágætt bókasafn hans. Elsta bók í eigu Harðar er reyndar 170 ára gömul. Ilann sagðist oft hafa haft það í huga að skila bókinni, sérstaklega eftir Morgunblaðið/Bjarni Hörður Friðbertsson með skjöl viðkomandi bókinni. I vinstra horni skjalsins sést titilsiða Vitae Excellentium Imperator- að Pólverjar .opnuðu sendiráð hér á landi. „Ég þekki Friðrik Gunnars- son, pólska konsúlinn, og kom að máli við hann þegar Lech Walesa kom hingað til lands. Hann færði sendiráðinu bókina,“ sagði Hörður. Hann sagði að í sínum huga hefði þetta aðeins verið gömul bók, en hann vissi ekkert um hvað hún fjallaði.'Hún var í skinnbandi með gylltum kili og ákaflega vel með- farin, að sögn Harðar. Herði barst bréf frá pólska sendi- ráðinu undirrituðu af Stanisiaw Laskowski þar sem honum var þakkað þetta framtak. í bréfinu var skýrt frá því að bókin hefði verið send í diplómatapósti til menningarmálaráðuneytis Pól- lands með þeirri ósk að hún yrði geymd í Þjóðbókasafni landsins. Lakowski sagði Herði að íslend- ingar gerðu sér ekki grein fyrir því að allir herir sem hefðu ráðist inn í Pólland hefðu brennt þær bækur sem þeir komust yfír. Þess vegna væru gamlar bækur Pólverjum rnjög verðmætar, en bókin er gefin út aðeins hálfri öld áður en herir Napóleons réðust inn í Pólland. þeirra hafa alveg horfið frá námi í 10. bekk grunnskóla frá því í haust án þess að nokkuð sé vitað um þá. Hyggst menntamálaráðuneytið at- huga sérstaklega ástæður þessa brottfalls. Allir nemar sem lokið hafa grunn- skólanámi eiga nú rétt á inngöngu í framhaldsskóla. Karl Kristjánsson í framhaldsskóladeild menntamála- ráðuneytisins sagði að hlutfall þeirra sem sækja um inngöngú í framhalds- skóla færi töluvert eftir átvinnu- ástandi í landinu en undanfarið hefðu 80% árgangs farið í framhaldsskóla. í íslensku og stærðfræði eru gefn- ar tvær aðskildar einkunnir, skóla- einkunn og einkunn á samræmdu prófí. Skólaeinkunn gildir í öllum öðrum greinum en íslensku og stærð- fræði. Inntaka nemenda í framhalds- skóla er á ábyrgð skólameistara hvers framhaldsskóla og meta þeir einstakar umsóknir og hvaða leið þeir ráðleggja hvetjum og einum. Nemendur sem búa í hverfí viðkom- andi framhaldsskóla hafa forgang um inngöngu ef beita þarf fjöldatak- mörkum. Morgunblaðið/Ingvar Bíllinn stórskemmdist við að fara út af veginum. Tveir meiddust TVEIR menn meiddust, þegar bíll fór út af Þingvallavegi skammt frá Kjósaskarðsvegi í gærkvöldi. Mennirnir voru einir í bílnum. Meiðsl þeirra voru ekki talin alvar- leg, en þeir voru fluttir á slysadeild til frekari rannsóknar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.