Morgunblaðið - 23.06.1991, Síða 5
, M0RGUNBI4í>If).S.UNWUPAG.UR S3..JÚNÍ .1991
5
Steingrímur Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Samtaka ungra ihaldsmanna á Norðurlöndum, Charl-
otte Helmersson fráfarandi framkvæmdastjóri, Ólafur Þ. Stephensen forseti, Magnus Dahl fráfar-
andi forseti, og Gunnilla Ottoson varaforseti.
Samtök ungra íhaldsmanna á Norðurlöndum:
íslendingnr kjörinn
forseti í fyrsta sinn
A AÐALFUNDI Samtaka
ungra íhaldsmanna á Norður-
löndum sem haldinn var hér á
landi í vikulokin helgina var
Ólafur Þ. Stephensen, háskóla-
nemi og blaðamaður, kosinn
forseti samtakanna. Þetta er í
fyrsta sinn sem íslendingur
gegnir þessari stöðu.
I stjórn samtakanna sitja þrír
menn og auk Ólafs var Steingrím-
ur Sigurgeirsson blaðamaður
kjörinn framkvæmdastjóri. Vara-
forseti var kjörinn Gunnilla Otto-
son frá Svíþjóð. Ólafur hafði áður
verið varaforseti samtakanna
síðastliðin tvö ár.
Steingrímur sagði í samtali við
Morgunblaðið að með kjörinu, sem
er til tveggja ára, færðist skrif-
stofa samtakanna til íslands.
Hann sagði að auk kosninganna
hefði verið efnt til ráðstefnu um
öryggis- og varnarmál í Evrópu
og farið var í skoðunarferð í
Keflavíkurherstöðina. Þeir sem
fiuttu erindi á ráðstefnunni voru
Björn Bjarnason alþingismaður
og Arnór Siguijónsson sem sæti
á í varnarmáladeild utanríkisráðu-
neytisins.
A
Omar Kristjánsson, aðaleigandi
Þýsk-íslenska:
*
Ihugar að skjóta
málinu til mann-
réttindadómstólsins
ÓMAR Kristjánsson, aðaleigandi og framkvæmdasljóri Þýsk-íslenska
hf., hefur falið lögmanni sínum að skoða það hvort grundvöllur sé
fyrir því að slqóta dómi Hæstaréttar sem féll á föstudag í máli sínu
og fyrirtækisins til mannréttindadómstólsins í Strassborg. Hann á
von á því að skriður komist á þetta mál í næstu viku.
„Dómurinn er mér mikil von-
brigði. Eftir að sakadómur gekk í
fyrra var ákveðið að fá álit frá fjöl-
mörgum hæstaréttarlögmönnum,
þar af fjórum fyrrverandi hæsta-
réttardómurum og tveimur fyrrver-
andi forsetum Hæstaréttar. Þeirra
álit er þvert á það sem Hæstiréttur
hefur nú dæmt. Ég leitaði einnig
til Knut Waapen, virtasta refsirétt-
arprófessor á Norðurlöndum, og
hans álit gekk einnig_ þvert á dóm
Hæstaréttar," sagði Ómar.
Hann sagði að engir útreikningar
lægju fyrir um vaxtakostnað af
sektargreiðslu Þýsk-íslenska. „Það
vill nú svo til að þetta fyrirtæki
mun standa undir þessum greiðsl-
um. Það verður farið í að skoða
þetta mál eftir helgina og við skoð-
um það að sjálfsögðu líka hvort við
eigum eitthvað frekar í þessari
stöðu. Það er hægt að vísa þessu
máli, eða að minnsta þeim hluta
þess sem teljast mannréttindabrot,
til mannréttindadómstólsins í
Strassborg. Tveir hæstaréttarlög-
menn hafa bent mér á það og ég
hef falið Jóni Steinari Gunnlaugs-
syni, lögmanni mínum, að skoða
það. Ef svo er þá munum við láta
reyna á það hvort dómstólum á ís-
landi leyfist að dæma með ríkinu
þegar það á í deilum við fyrirtæki
og einstaklinga. Þeir tíu hæstarétt-
arlögmenn sem ég leitaði til segja
ailir að sá sakadómur sem gekk
standist ekki lög. Það er mjög
margt sem bendir til þess að það
sé eðlilegt og sjálfsagt að gera
þetta. Ef fyrirtækið telur sig geta
sótt rétt sinn þarna þá verður það
gert með öllum þeim tilkostnaði sem
þarf,“ sagði Ómar.
Færeysk-íslensk-
ur jass í Púlsinum
HUÓMSVEITIN James and the
Gang heldur tónleika í Púlsinum
24. og 25. júní nk. Illjómsvcitin
leikur jasstónlist og er skipuð
færeyskum og íslenskum tónlist-
armönnum.
Hljómsveitina skipa James Olsen
söngvari, Arnold Ludvig bassaleikari
og Rógvi á Rógvu trommari, en þeir
eru allir við nám í tónlistarskóla FÍH,
og íslendingamir Sunna Gunnlaugs-
dóttir hljómnborðsleikari og Jóel
Pálsson saxófónleikari.
Sveitin mun leika þekkta jass-
standarda, en þess má geta að þess-
ir tónlistarmenn léku allir á Rúrek
jasshátíðinni í síðasta mánuði.
Hamborg
17.700 kr.
Þetta er tilboð sumarsins!
Morgunflug kl. 09:00
með ATLANTSFLUGI alla
laugardagsmorgna í sumar frá
29. júní til 24. ágúst."
**
Ótrúlegt tilboð á hótelum:
Með sérsamningum geta Samvinnuferðir Landsýn boðið gistingu á SAS PLAZA
hótelinu í Hamborg, rétt við járnbrautarstöðina, á 7.200 fyrir tvo. Þetta er glæsi-
hótel, rétt viðverslunargöturborgarinnarog búiðöllum þeim þægindum, sem
hugurinn girnist. Og morgunverðarhlaðborð er innifaliðl*
Höfum einnig gert frábæra samninga við eftirfarandi hótel:
RAMADA RENAISSANCE, INTER-CONTINENTAL, HAMBORG MARRIOTT OG HOLIDAYINN CROWNE PLAZA.
ALLA LAUGARDAGAI SUMAR
Vinsamlegast athugið að í síðustu auglýsingu misritaðist gildistími.
Gildir frá 1. júlí - 15. ágúst.
Samviiwuferlir-laiidsýii
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70* Símbréf 91 - 2 77 96*Telex 2241 •
Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 39 80 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 75 88 • Telex 2195