Morgunblaðið - 23.06.1991, Page 10
10
MORGUNBLADIB SUNNUDAGtJR 23. JÚNÍ t991
EVROPSKA EFN AH AGSSV/EBIÐ
LAUSIR
Þrátt fyrir að fslendingar telji mikilvægan áfanga
hafa náðst í deilunni um sjávarútvegsmál á fundi
ráðherra EB og EFTA-ríkja í sl. viku virðist svo
sem útgáfur af niðurstöðum fundarins séu nánast
jafnmargar og hióðirnar sem tóku hátt í hnnum
LIMMBORG
eftir Kristófer M. Kristinsson
MORGUNINN eftir sameiginlegan ráðherrafund Fríverslunarbanda-
lags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) í Lúxemborg var
það útbreitt viðhorf að á fundinum hefði tekist að finna pólitískar
lausnir í helstu ágreiningsmálum bandalaganna í samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið (EES). Sólarhring síðar, á fimmtudag,
voru útgáfurnar af niðurstöðum fundarins nánast jafnmargar þjóðun-
um sem tóku þátt í honum. Aðildarríki EFTA segja að náðst hafi
samkomulag um leiðir til að leysa deilurnar um sjávarútvegshags-
muni. Talsmenn EB telja hins vegar að ekki hafi náðst samkomulag
um annað en að þeir ætluðu að skoða hugmyndir Norðmanna sem
mögulegan samningsgrundvöll.
Hveqar eru niðurstöður
fundarins?
Iyfirlýsingu sem Jaques Poos,
utanríkisráðherra Lúxem-
borgar og forseti ráðherrar-
áðs EB, las að loknum fundin-
um, sagði m.a. að ráðherrunum hefði
tekist að komast yfir einn erfiðasta
hjallann sem eftir var, sjávarútvegs-
málin, og það ætti að þakka frum-
kvæði Islendinga og Norðmanna sem
hefði gert kleift að fínna pólitíska
lausn á þessu máli. Það lægi síðan
fyrir á fundi í Salzborg að staðfesta
árangur fundarins í Lúxemborg.
Wolfgang Schussel, utanríkisráð-
herra Austurríkis og forseti EFTA-
ráðsins tók í sama streng.
Gagnstætt því sem reiknað hafði
verið með vildu ráðherrar EB ræða
mun fleiri þætti samninganna í stað
þess að einbeita sér að erfíðustu
málunum, físki, þróunarsjóði og
akstur flutningabíla gegnum Sviss
og Austurríki. Á fundinum eyddu
ráðherrarnir þess vegna umtalsverð-
um tíma í margtuggin atriði. Þessi
listi er enn töluvert langur eða á
fjórða tug atriða. Eftir fundinn
hugðu samningamenn EFTA að sam-
komulag hefði orðið um flest þessara
atriða en að loknum sameiginlegum
fundi með samningamönnum EB á
fímmtudag er helst að skilja að EB
telji a.m.k. % listans enn óafgreidd-
an, þ.m.t. sjávarútvegshagsmuni og
þróunarsjóð. Niðurstöðum fundarins
var sennilega best lýst af Jóni Bald-
vini Hannibalssyni, utanríkisráð-
herra, þegar hann sagði við fjölmiðla
að það sem hefði komið sér á óvart
væri að fundurinn skyldi ekki hafa
farið út um þúfur. Háttsettur emb-
ættismaður innan EB sagði eftir
fundinn að nú væru samningsaðilar
a.m.k. komnir í aðstöðu til að prútta.
Pólitísk lausn á hverju?
Samstaða er um það á milii Norð-
manna og íslendinga að á fundinum
hafí orðið samkomulag um pólitíska
lausn á deilunum um tollfrjálsan
aðgang að mörkuðum EB fyrir sjáv-
arafurðir, aðrir fundarmenn vírðast
draga það í efa. Hins vegar verður
að hafa í huga að ráðherrar EB hafa
ekkert tjáð sig um þessi efni, það
eru embættísmenn EB sem hafa
uppi efasemdir af hálfu bandalags-
ins. Hafi Norðmenn og íslendingar
rétt fyrir sér þá hefur EB fallist á
að deilumar verði leystar á þeim
forsendum að báðar þjóðirnar fái
ótakmarkaðan tollfrjálsan aðgang að
mörkuðum EB fyrir sjávarafurðir og
EB vlðurkenni að öllu leytl fyrirvara
Íslendínga um íjárfestingar útlend-
inga í íslenskum sjávarútvegi og fisk-
iðnaði en að hluta tíl t norskum sjáv-
mamammmamamm
arútvegi. í staðinn munu íslendingar
og Norðmenn_ skipta á veiðiheimild-
um við EB. í rauninni hefur fram
að þessu einungis verið rætt um til-
boð Norðmanna sem liggur fyrir
skriflega. Engar viðræður hafa farið
fram á milii EB og íslendinga síðan
á tvíhliða fundi_ sem haldinn var 4.
júní í Brussel. Á þeim fundi kynntu
Islendingar hugmyndir um tvíhliða
viðræður um samskiptasamning sem
m.a. fæli í sér gagnkvæm skipti á
veiðiheimildum. EB hefur hins vegar
enn sem komið er ekki svarað íslend-
ingum. Á fundinum í Lúxemborg ít-
rekuðu íslendingar hugmyndir sínar
og staðfestu að þeir væru til umræðu
um skipti á 2.600 tonna þorskígildum
t.d. í langhala, gulllaxi eða kolmunna
fyrir loðnu eða rækju frá EB. Samn-
ingamenn EB telja að hugmyndir
íslendinga gætu dugað sem umræðu-
grundvöllur en því er hafnað af hálfu
Islendinga. Af þeirra hálfu er um
lokatilboð að ræða, við það verður
engu bætt. Það er að sama skapi
ljóst að hugmyndir Norðmanna- og
Islendinga eru bundnar því skilyrði
að fullt tollfrelsi fáist, verði ekki af
því verða tilboðin. dregin til baka.
Innan EB er mikil tregða að fallast
á fullt tollfrelsí og gildir þá eínu
hvort Spánverjar, Danir eða Frakkar
eiga í hlut. Sennilegt er talið að full-
trúar EB á ráðherrafundi EFTA í
Salzborg í Austurríki á þriðjudag
geri grein fyrir afstöðu bandalagsins
til þeirra hugmynda sem liggja fyrir
og geri EFTA gagntilboð.
Þróunarsjóður
Eftir fundinn í Lúxemborg töldu
margir að samkomulag hefði náðst
um fyrirkomulag þróunarsjóðs EFTA
sem ætlað er að stuðla að lífskjara-
jöfnun innan EB. Niðurstaðan er hins
vegar sú að ekkert hefur þokast í
samkomulagsátt í þessum efnum.
EFTA-ríkin hafa hækkað tilboð sitt
úr 750 milljón ECU í 1000 milljónir
ECU (rúmlega 70 milljarða ÍSK) en
EB krefst a.m.k. 1400 milljóna ECU
og vill að stór hluti þess verði greidd-
ur út sem styrkir. Spánveijar hafa
farið fram á að sjóðurinn greiði 1000
milljónir á ári í fimm ár nánast ein-
göngu í formi styrkja. Hugmyndir
EFTA-ríkjanna ganga út á að sjóður-
inn verði byggður upp þannig að ein-
stök EFTA-ríki ábyrgist lán úr hon-
um sem verði tekin á almennum lána-
markaði og sömuleiðis niðurgreiðslu
vaxta á lánunum. EFTA-ríkin hyggj-
ast þess vegna ekki mynda sérstakan
sjóð. Sjóðurinn yrði starfræktur í
fimm ár en vextirnir niðurgreiddir í
tíu ár eftir að útlánum lýkur. Allt
bendir til þess að erfitt verði að ná
samkomulagi ef EB stendur fast á
kröfunurn um óafturkræf lán úr
sjóðnum.
Umferð flutningabíla
Samningar á milli Austurríkis og
Svíbb annars vegar og EB hins vegar
um ferðir flutningabíla frá EB um
þessi lönd hafa farið fram tvíhliða
samhllða samningum um EES. Af
hálfu EB er viðunandi lausn á þeim
skilyrði þess að samningurinn um
EES verði undirritaður.
Austurríkismenn eiga í miklum
vandræðum heima fyrir vegna and-
stöðu umhverfissinna við umferð
flutningabílanna sem veldur umtals-
verðri mengun í þröngum fjalladöl-
um. Þeir hafa þess vegna farið fram
á að EB sýni málstað þeirra skilning
og gefi þeim kost á að vinna að sam-
komulagi heimafyrir jafnt og í Bruss-
el. Svisslendingar hafa gert EB tilboð
som m.a. gerir ráð fyrir undanþágu
frá hámarksþunga flutningabíla frá
EB sem fara í gegnum Sviss. Há-
marksþunginn hefur verið 28 tonn
en Svisslendingar eru tilbúnir til að
hleypa 50 flutningabílum með 40
tonna öxulþunga daglega í gegn. EB
vill hins vegar fullt ferðafrelsi fyrir
bílana hvort heldur er í gegnum Sviss
eða Austurríki.
Onnur mál
Það er almennt viðhorf þeirra sem
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra og Jón Baidvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra á
fundi leiðtoga aðildarríkja
EFTA í Vínarborg í síðasta
mánuði. Á mánudag koma ráð-
herrar EFTA á ný saman í Austur-
ríki að þessu sinni í Salzborg og á
þriðjudag eiga þeir fund með full-
trúum Evrópubandalagsins um
myndun Evrópska efnahagssvæðis-
ins.
Belgískur togari að veiðum
við Island: Krafa Evrópubanda-
lagsins hefur verið sú að EFTA-rík-
in veiti EB-ríkjum einhliða veiði-
heimildir í skiptum fyrir tollfrjálsan
aðgang að mörkuðum bandalags-
ins. Þessari kröfu hafa íslensk
stjórnvöld þráfaldlega hafnað og
sagt hana frágangssök í viðræðun-
um.
að samningunum standa að verði
þessi stóru ágreiningsmál leyst muni
önnur smærri ekki verða látin spilla
árangri samninganna.
En á meðan svo er ekki verða
þessi mál að þvælast fyrir á slíkan
hátt og gerðist í Lúxemborg. Sum
þessara mála eru næsta viðkvæm
s.s. fyrirvara Svisslendinga vegna
erlends vinnuafls og fjármálastarf-
semi. Það er hins vegar ljóst að tækn-
ileg atriði hvort sem þau varða út-
blástur bíla, snefilefni i varalit eða
aðlögunartíma einhverra kantóna í
Sviss vegna fjölskyldna farandverka-
fólks verða ekki leyst á ráðherra-
fundum, Það vekur þeBB Vegita Ultdr-
un að þau mál skuli vera á dagskrá
á fundi sem ætlað var að bijóta nið-
ur stóru þröskuldana.
Lausn á síðustu stundu
Sameiginiegi ráðherrafundurinn
var haldinn í tengslum við ráðherra-
fund EB í Lúxemborg. Það tafði fyr-
ir á fundinum að þessa daga voru
starfsmenn framkvæmdastjórnar EB
í verkfalli til að mótmæla fyrirhugað-
ir kjaraskerðingu. Evrópubandalagið
taldi sig þess vegna skorta að ýmsu
leyti forsendur til að meta hugmynd-
ir EFTA á fundinum þar sem viðeig-
andi_ sérfræðingar væru ekki til stað-
ar. í upphafi fundarins hittust ráð-
herrarnir ásamt samningamönnum
og embættisliði á 100 manna fundi
þar sem hvor aðili fyrir sig gerði
grein fyrir afstöðu sinni. Þá strax,
var ljóst að mikið bæri í milli og
þess .vegna var ákveðið að setja á
fót vinnuhópa til að fjalla annars
vegar um fisk og hins vegar um þró-
unarsjóð. Jafnhliða hófu forsetar
EFTA ráðsins og ráðherraráðs EB
þreifingar með fulltrúum fram-
kvæmdastjornarinnar til _að leita
mögulegra málamiðlana. Á meðan
biðu fundarmenn ýmist í fundarsöl-
um eða ráfuðu um ganga. Að loknum
þriggja klukkustunda óformlegum
þreifingum komu ráðherrar hvors
bandalags fyrir sig saman til að
meta árangurinn sem var næsta rýr.
Á þessu stigi voru flestir þeirrar
skoðunar að fundurinn væri farinn
út um þúfur. Á EFTA-fundinum
kröfðust Norðmenn þess að öllum
yrði vísað á dyr nema ráðhemim og
aðalsamningamönnum. Hvað fram
fór eftir það á að vera leyndarmál
en Norðmenn kynntu þá fyrir öðrum
EFTA-ríkjum hugmyndir sínar um
mögulegan samningsgrundvöll í
físki. Otti við leka og fjölmiðlafár
heimafyrir var ástæða þess að þeir
fóru fram á að fundarseta yrði tak-
mörkuð. Eftir lokaða fundinn fóru
ráðherramir til sameiginlegs kvöld-
verðar með EB ráðherrum þar sem
þeir sátu einir að borðum í lokuðum
sal. Dræm þátttaka EB ráðherra á
þessum fundum vakti athygli en ein-
ungis tveir þeirra sátu kvöldverðinn
annars mættu þar aðstoðarráðherra
eða fulltrúar ráðherra. Sama gildir
í rauninni um fundina fyrr um dag-
inn. EB ráðherrar voru ýmist farnir
eða voru uppteknir við önnur mál-
efni. Lokaður fundur ráðherranna
stóð frá því klukkan hálf tíu um
kvöldið til tvö um nóttina og þann
tíma bárust engar fréttir af fundin-
um. Um tvöleytið birtust ráðherrarn-
ir eða fulltrúar þeirra brosmildir og
saddir, EES var í höfn, pólitísk lausn
var fundinn á öllum helstu ágrein-
ingsefnunum. Utanríkisráðherra
Lúxemborgar sagði að fundurinn
hefði sannað að EES stæði fyllilega
fyrir sínu.
Ekkert hafði verið sett sameigin-
lega á blað á fundinum, hver ráð-
herra bar sína kompu þar sem hann
hafði skrifað það sem hann taldi
skipta máli. Þremur sólarhringum
síðar telja margir þeirra embættis-
manna sem fengu það hlutverk að
vinna úr fundinum að útilokað sé að
allir séu að tala um sama fundinUi
Súmir fuliyrða jafnvel að líkast sé
þvi að BUtttií* ráðhefrana hafi verið á
annarri piánetu. Sennilega er ekki
um annað að ræða en að standa fast
á sínu og bíða átekta,