Morgunblaðið - 23.06.1991, Page 19
[ f:iMQHGtiNei^ÐIÐ 3UNNUDAQUR. 23/ JiÚJSÍ)lí»91
8 ri9
Víða í Suður-Varanger eru minnis-
merki um sovéska hermenn, sem
dóu ó þessum slóðum í stríðinu. Þó
voru þúsundir sovéskra stríðsfanga
fluttar í fangabúðir í Suður Varan-
ger og margir þessara fanga óttu
ekki afturkvaemt úr fangelsum nas-
istanna, eins og sjó mó ó órituninni
ó myndinni.
Murmansk
0 10 20 50 100 km
i__I__I—________I________________I
Inari
FINN-
LAND
Ivalo
MINNKSHKRKE OVKR SOVJKTISKE KRIGSFANGBR
Etter at Tyskland angrep Sovjetunionen sommcren 1941, fcom det
i tiden »om íulgte tusenvis av savjotiske lcrigafamjer til S«sr-
Varanger, Dot bie opprettet en rekfce fangeloirer rundt om i
komtaunen.
Fangene ble satt til befestningsarbeider, veiorbeid, lautt— o<j
lossearbeid o.a.
Forbaldene de Xevet under var priraitive og behandlingen brutal
Mange fant derfor sin grav under oppholdet i S0r-Varanyer. ved
flere av leirone var dot egne fangegravsteder.
Elvenes var det 2 fangeleirer for russere. I den ene satt o
de norske lœrerfangene under oppholdet i 1942.
Ved dotte raonuJBent 1S fangegravatedet for leirene pS Elvenes.
alt ble oa, 300 graviagt ber. Etter krigen bie de dpde flyttet
tii den sovjetiske krigskirkegáráen p& Tjdtta i Nordland.
Era 1945 og frera til 1970-árene kora en ved flere anledninger
tilfeldig over ukjonte fangegraver. Biant annet ble ðet ved
gravearbeid av Varanger Kraftlag ved Elvenes grensestasjon
funnet ca. 200 sovjetiske krigsfanger i 1958. Disse ble ogs&
overflyttet til Tjdtta.
Fortsatt ligger nok navnlpse krigsfanger i ukjente graver i S«
Varanger.
haldsnámi og fara til starfa í norð-
urhéruðunum. Þá eru barnabætur
hærri í N-Noregi, en annars staðar
í landinu. Lítið gagn er þó af þessu
ef enga vinnu er að hafa.
Andstaða í N-Noregi
gegn EB-aðild
Staður eins og Kirkenes i Norð-
ur-Noregi hefur átt undir högg að
sækja á síðustu árum eins og svo
margir aðrir bæir á þessum slóð-
um. Stærsti vinnuveitandinn á
staðnum er Syd Varenger AS,
námafélag í eigu norska ríkisins,
sem unnið hefur járnblendi og
meðal annars selt til Járnblendi-
verksmiðjunnar á Grundartanga.
Nú eru blikur á lofti í rekstri þessa
stóra vinnuveitanda í 10 þúsund
manna samfélagi. Mest unnu um
eitt þúsund manns hjá fyrirtækinu,
en nú eru starfsmennirnir um 750.
Fyrirtækið, sem rekur mestu
járnnámur V-Evrópu, hefur verið
rekið með verulegu tapi síðustu
ár og auk þess verður stöðugt
erfiðara að ná málmgrýtinu án
þess að leggja í mikinn tilkostnað.
Akvörðun hefur verið tekin um að
draga enn saman seglin á næstu
árum og árið 1997 verði starfs-
mennirnir 250 talsins. Á næstu
árum er ætlunin að bæta hráefnið
frá fyrirtækinu, þó magnið minnki
verulega.
Alger óvissa ríkir um hvað þá
tekur við. Mjög er horft til tölvu-
vinnslu á vegum hins opinberra og
að þar gæti jafnvel verið um 150
störf að ræða. Þá horfa menn
vonaraugum til endurbóta á verk-
smiðjum i rússnesku borginni
Nikkel skammt frá landamærun-
um. Reiknað er með að finnska
fyrirtækið Auto Compu taki að sér
að endurnýja tækjabúnað þar, en
Elkem í Noregi sjái um mengunar-
varnir, nokkuð sem til skamms
tíma fannst ekki í rússneskum
orðabókum. Samtals er talið að
þarna sé um 5 milljarða króna
verkefni að ræða, en þó aðeins um
vinnu til skamms tíma. Fyrirtækið
Kimek í Kirkenes sinnir margvís-
legum verkefnum fyrir rússneska
togaraflotann og á fleiri sviðum
vonast menn eftir verkefnum frá
Sovétríkjunum.
Kirkenes byggir afkomu sína á
námuvinnslu og ýmiss konar þjón-
ustu, meðal annars við sjávarút-
veg. Þar hafa menn því fundið
fyrir samdrætti í fiskveiðum í Bar-
entshafi. Að sögn Josteins Jakobs-
ens, ritstjóra í Kirkenes, er mikil
andstaða gegn aðild Norðmanna
að EB í Norður-Noregi. Hann sagði
að íbúum norðursvæðanna fyndist
nógu slæmt þegar afkastamikil
skip frá Suður-Noregi hirtu það
litla sem fengist af fiski. Strand-
floti sjávarþorpanna í Finnmörku
ætti litla möguleika í slíkri sam-
keppni og fiskurinn næði sjaldnast
að ganga inn á grunnið. Ef skip
frá öðrum Evrópulöndum ættu nú
að bætast við yrði veiðunum sjálf-
hætt. Aflabrögð hefðu heldur lag-
ast í ár, en strangir kvótar settu
mönnum skorður.
Stríðið er fólki
enn í fersku minni
Hvar sem ekið er um í nágrenni
Kirkeness má sjá minjar frá seinni
heimsstyijöldinni. Sundur ryðgaðir
prammar eru í flæðarmálinu, fall-
byssupallar standa víða enn,
grunnar útsýnispalla eru algeng
sjón, margvíslegar minjar frá Þjóð-
veijunum eru í nágrenni flugvallar-
ins, skotfæri og byssur eru um
allt og hefur jafnvel kveðið svo
rammt að þessu að ekki hefur ver-
ið hægt að byggja á sumum stöð-
um vegna voppa í jörðu. Það er
eins og menn hafi hreinlega hlaup-
ið frá öllu saman þegar Rússarnir
nálguðust.
Vorið 1941 hugðust Þjóðveijar
ráðast inn í Rússland í norðri og
taka hina mikilvægu hafnarborg
Murmansk. Sveitir Rauða hersins
veittu mikla mótspyrnu og her-
mennirnir biðu gráir fyrir járnum
augliti til auglitis í þijú ár við ána
Litza 100 kílómetrum austan við
Kirkenes. Um 70 þúsund þýskir
hermenn voru í sveitum nasista í
S-Varanger. Mikil sókn Rússa í
október 1944 hrakti Þjóðveija á
flótta. 25. október tóku sveitir
Sovétmanna Kirkenes. Stórt minn-
ismerki er um þessa atburði í Kir-
kenes og víða er að fínna grafir
sovéskra hermanna á þessum slóð-
um.
Þjóðveijar gengu fram af mikilli
hörku í Suður-Varanger og
brenndu eða sprengdu nánast öll
hús í Kirkenes, aðeins sex hús
stóðu að stríðinu loknu. íbúarnir
höfðu ekki í nein hús að venda og
komu sér fyrir eins vel og framast
var kostur í námagöngum í Björn-
vatn, skammt frá Kirkenes. Sumir
reistu sér kofa í göngunum, aðrir
tjölduðu yfír sig og sína. Sjúkra-
skýli var byggt í göngunum og þar
fæddust 10 Norðmenn meðan á
stríðinu stóð. í þvergöngum var
innréttað fjós, hesthús og fjárhús.
Þarna lifðu um 3.500 manns mán-
uðum saman.
í þessu sérstæða samfélagi
stóðu Norðmennirnir saman sem
einn maður ákveðnir í að fara
hvergi. Þjóðveijar hótuðu að
sprengja munna ganganna og
skipuðu fólkinu að halda suður á
bóginn. Þeir höfðu ekki látið verða
af slíkum grimmdaraðgerðum er
Rússarnir létu til skarar skríða og
frelsuðu fólkið. Þeirra er því
minnst með þakklæti fyrir fram-
gönguna í stríðinu.
Tortryggni í samskiptum
Að stríðinu loknu og á árum
kalda stríðsins breyttust mjög öll
samskipti við Sovétmenn. Þar til
aðeins fyrir tveimur árum var land-
amæravarsla mjög ströng og al-
menningur fékk ekki að fara yfir
landamærin til Sovétríkjanna.
Breyting hefur orðið á þessu síð-
ustu ár og nú eru skipulagðar skoð-
unarferðir til Murmansk og reynd-
ar víðs vegar um Sovétríkin.
Stranglega er þó fylgst með því
að fólk fái ekki að skoða hernaðar-
lega mikilvæg svæði á Kolaskag-
anum. Veruleg tortryggni einkenn-
ir samskiptin þó þau hafi aukist
jafnt og þétt hin síðari ár.
Vissara er að hafa tímann fyrir
sér ef fólk ætlar frá Kirkenes yfír
til Sovétríkjanna. Blaðamaður
reyndi að fá vegabréfsáritun hjá
sovéska sendiráðinu í Reykjavík,
en daginn fyrir upphaf ferðar var
honum sagt að það tæki lengri tíma
en eina viku að að ganga frá slík-
um pappírum og fékkst því ekki
áritun. Ýmsir möguleikar munu
þó vera í þessum efnum. Þannig
frétti blaðamaður að í Kirkenes
væri hreinlega hægt að kaupa árit-
un. Ef ferðamaður hefði nægan
tíma tæki þijár vikur og lítinn eða
engan pening að fá áritun, þijá
daga og 3 þúsund krónur eða hálf-
an dag og 16 þúsund krónur að
verða sér úti um nauðsynlega
pappíra.
Með auknum löndunum rússn-
eskra togara í Vadsö og Vardö og
viðgerðum í Kirkenes hefur sjó-
mönnum sem ráfa um göturnar
fjölgað. Svipað og í Reykjavík og
á Akureyri eru þeir ólmir í að að
kaupa gamlar Lödur og varahluti
í bíla. Einnig sækjast þeir mjög
eftir gallabuxum og öðrum vest-
rænum fatnaði. Á móti bjóða þeir
margvíslega rússneska vöru til
sölu og þá mjög oft varning tengd-
an Rauða hernum. Sem dæmi má
nefna að maður nokkur keypti leð-
urstígvél og loðhúfu á 500 krónur
íslenskar. I raun eru það ótrúle-
gustu hlutir sem eru falir fyrir
gjaldeyri.
í Vadsö er talsvert um að rússn-
eskir ferðamenn komi á farþega-
skipi til að skoða og skemmta sér
yfir helgi. Einkum eru þetta betri
borgarar frá Murmansk og ná-
grenni. í fyrra gerðist það að ung
stúlka úr þessum hópi var tekin
af lögreglu er hún vildi selja heima-
mönnum blíðu sína. Gjaldið sem
hún setti upp fyrir greiðann var
eitt kíló af kaffi.
í fyrrasumar gerðist það einnig, •
að norskur maður var að renna
fyrir lax í Grense Jakobselv er
rússneskur landamæravörður birt-
ist á bakkanum hinum megin og
sagði að hann hefði verið með
færið Rússlands megin við miðju
árinnar. Norðmaðurinn hélt nú
ekki og stóð svo í stappi nokkra
stund, fullyrðing á móti fullyrð-
ingu. Norðmaðurinn gaf sig hvergi
þó Rússinn miðaði að honum byssu
og reyndi Norðmaðurinn að flýja.
Rússinn hélt á eftir honum yfir ána
og skaut að Norðmanninum, sem
sakaði ekki. Atvik þetta þótti engu
að síður mjög alvarlegt þar sem
skothylkið úr byssu Sovétmannsins
fannst á norsku landi. Enn er ekki
vitað hvor mannanna hafði rétt
fyrir sér varðandi veiðiskapinn.
Önnur saga frá sömu slóðum,
en talsvert eldri. Börn og ungling-
ar frá húsunum í Grense Jakobselv
fóru mjög oft á sumrin í útilegur
á bökkum árinnar. Iðulega gerðist
það þá á síðkvöldum að rússneskir
landamæraverðir kæmu yfír ána
og þyðu ýmsan varning í skiptum
fyrir hluti úr farangri krakkanna.
Þarna við ána gerðist það einnig
fyrir nokkrum árum, að norskur
veiðimaður festi uppáhaldsspúninn
sinn í trjágrein á hinum bakkanum.
Hann lét sig hafa það að fara yfir
ána til Rússlands og hélt að hann
hefði komist óséður til baka aftur.
Þegar hann kastaði spúninum síð-
an aftur sigri hrósandi birtist bros-
andi andlit rússnesks landamæra-
varðar í runnanum hinum megin.
Mennirnir tóku tal saman, mest
megnis með höndunum og lát-
bragði, rúlluðu sér vindling úr tó-
baki Norðmannsins og skildu síðan
í bróðerni.