Morgunblaðið - 23.06.1991, Page 30

Morgunblaðið - 23.06.1991, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAB/SIVIAsuiInudagur 23. JÚNÍ 1991 ATVINNIIA UGL YSINGAR Sunnuhlíð Hjúkrunarheimili aldraöra í Kópavogi Starfskraft vantar í eldhús til afleysinga. Upplýsingar í síma 604167, Sigurgeir. Lausar stöður hjá Siglingamálastofnun ríkisins 1. Staða skipaskoðunarmanns Staða skipaskoðunarmanns hjá Siglinga- málastofnun ríkisins er laus til umsóknar. Starfið felst að verulegu leyti í eftirliti öryggis- búnaðar flutninga- og fiskiskipa. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið farmannaprófi og hafi skipstjórnarréttindi. Þekking á norð- urlandamáli og ensku nauðsynleg. Allar nán- ari upplýsingar um starfið veitir Páll Guð- mundsson, deildarstjóri eftirlitsdeildar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgöngu- ráðuneytinu eða Siglingamálastofnun fyrir 12. júlí 1991. 2. Staða rafmangstæknifræðings Staða rafmagnstæknifræðings hjá Siglinga- málastofnun ríkisns er laus til umsóknar. Æskileg er reynsla og þekking á rafbúnaði skipa svo og kunnátta í Norðurlandamáli og ensku nauðsynleg. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Páll Hjartarson, deildar- stjóri tæknideildar. 'Jmsóknir, ásamt upplýsingum um aidur, menntun og fyrri störf, sendist samgöngu- ráðuneytinu eða Siglingamálastofun fyrir 19. júlí 1991. Viltu uppskera í sam- ræmi við afköst? Óskum eftir að ráða nokkra snjalla sölu- menn/-konur til þess að selja góðar og sér- stakar vörur. Ýmsir möguieikar eru í boði, s.s. dagvinna, kvöldvinna eða helgarvinna, símasala eða sölukynningar, aðaistarf eða aukastarf. Við leitum að hressu fólki hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu sem vill breyta til eða auka tekjur sínar og hefur áhuga og dugnað til að starfa að nokkru leyti sjálfstætt en þó í skemmtilegum og jákvæðum hópi. Ef þú hefur náð 25 ára aldri, hefur fágaða framkomu, reynslu í sölumennsku og áhuga á að kynna þér málið frekar, hringdu þá til okkar í dag, mánudag eða þriðjudag, milli kl. 9 og 13 í síma 67 68 69. Alþjóða verslunarfélagið hf. Ertu kennari með metnað? Geturðu hugsað þér að vinna við aðstæður sem eru e.t.v. allt aðrar en Kennaraháskólinn bjó þig undir að starfa við - í umhverfi þar sem nemendurnir eru ekki 600 heldur rétt rúmlega 60 - þar sem ekki er aðeins einn árgangur í bekk heldur a.m.k. tveir - þar sem ekki er búið að hugsa allt fyrir þig heldur færðu að reyna á skipulagshæfileika þína, sköpunargáfu og getu til að takast á við hin fjölbreyttustu kennslustörf? Ef svo er þá höfum við í Flateyrarskóla þörf fyrir þig! Hafðu samþand við Hinrik, formann skóla- nefndar, í síma 94-7828 (vs) og 94-7728 (hs) eða Vigfús, skólastjóra, í síma 94-7670 (vs) og 94-7814 (hs). Grunnskólinn á Flateyri. Ritari/ aðstoðarmaður Fjármálafyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða ritara/aðstoðarmann forstöðumanna. Starfið sem er mjög fjölbreytt, felst m.a. í umsjón með skrifstofu, greiðslu reikninga, gagnavinnslu, undirbúningi funda og nám- skeiða, umsjón með prentun og rekstrarvör- um, umsjón með vélum og tækjum og um- sjón með skjala- og bókasafni. Einnig mun viðkomandi annast tilfallandi ritarastörf, móttöku viðskiptavina og símavörslu fyrir forstöðumenn. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi stúd- entspróf, víðtæka reynslu af ritarastörfum og þægilega framkomu. Æskilegt er að umsækjendur séu á aldrinum 30-40 ára. Umsóknarfrestur er til og með 28. júní nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Alleysmga- og radntngaþjonusla Lidsauki hf. W Framtíðarvinna Sigurplast hf. óskar eftir starfsfólki til verk- smiðjustarfa. Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum og er vinnutíminn frá kl. 7.30 á mánudagsmorgni og til kl. 15.30 á föstudögum. Vinsamlega hafið samband við Magnús Ólafs- son, verkstjóra, í síma 688590 milli kl. 14 og 17. Sigurplast, plastverksmiðja. Kennarar Garðaskóla vantar bekkjarkennara í 7. bekk. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 657694 og yfirkennari í síma 74056. Skólafulltrúi Garðabæjar. SJÓNVARPIÐ Starf umsjónar- manns Textavarps er laust til umsóknar Um er að ræða nýtt starf sem tengist opnun Textavarps næsta haust. Umsjónarmaðurinn mun leiða kynningu og þróun þjónustunnar. Einnig mun hann hafa forgöngu um uppbygg- ingu, áferð og framboð efnis Textavarpsins. Umsækjendur skulu hafa góða almenna menntun, ríkt frumkvæði, hæfileika til að vinna sjálfstætt, þekkingu og reynslu á töivu- sviði, góða tungumálakunnáttu og góða sam- starfshæfileika. Umsóknum sé skilað til Sjónvarpsins á eyðu- blöðum sem þar fást, fyrir 3. júlí 1991, en ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 1991. Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmda- stjóri Sjónvarpsins, eða starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins í síma 693900. RÍKISÚTVARPIÐ POídsiIiks KRÓKHÁLSI 6 Prentari Plastos hf óskar að ráða vanan prentara til starfa í plastdúkaprentun. Umsækjandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Eymars- son, verkstjóri milli kl. 13 og 15 í síma 671900. Garðabær - síma- þjónusta - kaffistofa Áhaldahús Garðabæjar óskar eftir að ráða starfsmann til afgreiðslu- og símaþjónustu auk aðstoðar í kaffistofu. Laun skv. samning- um Starfsmannafélags Garðabæjar. Upplýsingar um starfið veitir bæjarverkstjóri í síma 53611. Bæjarverkfræðingur. *sZ_ -rý SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Ixis-S REYKJAVlK Lausar stöður Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík auglýsir eftirtaldar stöður við nýtt sambýli fyrir ungt fólk, sem tekur til starfa í haust, lausar til umsóknar: 1. Deildarþroskaþjálfa til að leiðbeina og aðstoða íbúana. Hann þyrfti auk þess að geta tekið að sér stjórnunar- og skipu- lagsstörf og leyst af forstöðumann í sum- arfríum. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf um mánaðamótin júlí-ágúst. 2. Þroskaþjálfa til að leiðbeina og aðstoða íbúana. 3. Meðferðarfulltrúa í fullt starf og hluta- stöður. Reynsla og menntun á sviði uppeldis- og sálfræði eða skyldra greina er æskileg. Upplýsingar veitirforstöðumaður, Júlíus Hall- dórsson, í síma 621388 (skrifstofa) eða 620083 (heima). Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu svæðisstjórnar. Umsóknir berist fyrir 5. júlí. Svæðisstjórn málefna fatlaðra, Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Frá Fræðslu- skrifstofu Suðurlands Lausar kennarastöður við grunnskóla í Suðurlandsum- dæmi. Umsóknarfestur til 7. júlí. Barnaskólann Vestmannaeyjum, meðal kennslugreina, smíðar, tónmennt, íþróttir og almenn kennsla. Hamarsskóla Vestmannaeyjum, meðal kennslugreina sérkennsla, myndmennt, tón- mennt, raungreinar. Grunnskólana á Selfossi, meðal kennslu- greina kennsla yngri barna, kennsla í 7. bekk, stærðfræði, eðlisfræði, líffræði, sérkennsla, íþróttir, myndmennt, handmennt, tónmennt. Grunnskóla Fljótshli'ðarhrepps. Grunnskólana á Hvolsvelli, meðal kennslu- greina handmennt, íþróttir, kennslayngri barna. Grunnskólann á Stokkseyri. Reykholtsskóla. Fræðslustjóri. - vaktavinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.