Morgunblaðið - 16.07.1991, Side 1

Morgunblaðið - 16.07.1991, Side 1
56 SIÐUR B 158. tbl. 79. árg.___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991_______________________________Prentsmiðja Morgnnblaðsins Sambandshermenn brjóta vopnahléið Zagreb. Reuter. KROATÍSKUR þjóðvarðliði lést er hermenn úr Júgóslavíuher skutu úr skriðdrekum á þorp í Króatíu í fyrrinótt að sögn innanríkisráð- herra Króatíu, Milans Brezaks. 20 friðargæslumenn á vegum Evrópu- bandalagsins (EB) fóru til Júgóslavíu í gær en neyðarfundur forsæt- isráðsins sem boðað hafði verið til í gær virtist ætla að fara út um þúfur vegna þess að þrjú lýðveldanna ætluðu ekki að senda fulltrúa á hann. Að sögn Brezaks, særðist annar þjóðvarðliði og 15 hús voru eyðilögð í handsprengju- og skotárásum í Kraljevcani, 50 km fyrir sunnan Zagreb. Farið var i árásarferðirnar frá þorpinu Jabukovac, sem aðal- lega er byggt Sérbum. Brezak sagði að sambandsher- Sovétmenn veiða við Grænland Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. ROYAL Greenland, sjávarút- vegsfyrirtæki grænlensku lands- stjórnarinnar, hefur samið við sovéskt útgerðarfyrirtæki um veiðar á þorski, grálúðu og karfa í grænlenskri lögsögu. Hefur samningurinn verið harðlega gagnrýndur i Grænlandi. Samið var við útgerðarfélagið Arkangelsk Trawler Fleet, dóttur- fyrirtæki Sevryba, einnar stærstu útgerðarsamsteypunnar í Sovétríkj- unum, og mega sovésku skipin veiða 10.000 tonn af þorski, 4.000 tonn af grálúðu, 5.000 tonn af karfa og 2.000 tonn af sólflúru. Fiskinum eiga þau að landa í Fredriksháb, Nuuk eða Narssaq á vesturströnd- inni. APK, samtök einkaaðila í tog- araútgerð, hafa mótmælt þessum samningum við Sovétmenn og sér- staklega hvað varðar grálúðuna, sem þau segja vera ofveidda nú þegar. Royal Greenland ætlar þó ekki að láta staðar numið við Sovét- mennina því að fyrirtækið á einnig í viðræðum um veiðar kanadísks skips á grænlensku miðunum. menn í Jabukovac hefðu neitað að draga sig í hlé og brotið vopnahlé sem gert var á svæðinu af ásettu ráði „því þeir vildu með slíkum ögrunum koma af stað þjóðernis- átökum“, sagði Brezak. Blað var brotið í sögu EB í gær þegar 20 manna nefnd var send til Júgóslavíu til að hafa eftirlit með vopnahléinu. Alls munu um 50 manns verða á vegum EB í Slóv- eníu og Króatíu í þijá mánuði til að byija með. Er EB talið taka nokkra áhættu en lætur um leið á það reyna hvort aðildarríkin geti staðið saman í utanríkismálum. Áætlanir um að halda neyðarfund til að afstýra borgarastríði í Júgó- slavíu virtust hins vegar ætla að fara út um þúfur í gær þegar full- trúar lýðveldisins Montenegro og sjálfsstjórnarhéraðanna Kosovo og Vojvodinu tilkynntu að þeir ætluðu ekki að sitja hann. Til fundarins var boðað á eynni Brioni til að freista þess að koma í veg fyrir átök milli Slóvena og sambandsher- manna og binda enda á deilur milli Serba og Króata. Keuter Frelsisgyðjan í fereykinu Frelsisgyðjan er komin á sinn gamla stað á Brandenborgarhliði í Berlín en síðustu 15 mánuðina hefur hún verið í viðgerð. Heldur hún nú aftur hátt á loft járnkrossinum og prússneska eminum, gömlu veldistáknunum, yfir sameinuðu Þýskalandi. Vildu sumir, að merkin yrðu fjarlægð en borgarstjórnin í Berlín og fræðimenn vísuðu því á bug. Sögðu þeir, að gömul mannvirki og minjar væru ekki til að bijóta, heidur til að fræðast af um söguna. Hlutleysið verði skil- greint á ný Stokkhólmi. Reuter. HÆTT er við, að Svíar verði að endurskilgreina hlutleysisstefnu sína áður en þeir gerast aðilar að Evrópubandalaginu (EB). Lét Martin Bangemann, varaforseti framkvæmdastjórnar EB, svo um mælt í Stokkhólmi í gær og sagði, að hann gæti ekki gert sér í hugarlund þá stöðu, að eitt aðild- arlanda EB neitaði að verja ann- að ef á það yrði ráðist. „Svíar geta Verið hlutlausir áfram, þeir verða bara skilgreina hlutleysið á annan hátt,“ sagði Bangemann, sem var gestur Fijáls- lynda flokksins á ráðstefnu um Evrópubandalagið, en Jacques Del- ors, forseti framkvæmdastjórnar- innar, og Ruud Lubbers, forsætis- ráðherra Hollands, hafa báðir dreg- ið í efa, að Svíar geti gengið í EB án breytinga á hlutleysisstefnunni. Joao De Deus Pinheiro, utanríkis- ráðherra Portúgals, sagði á ráð- stefnunni í Stokkhólmi, að Vestur- Evrópubandalagið, varnarsamtök Vestur-Evrópuríkja, myndi sjá um að samræma varnarstefnu EB og Atlantshafsbandalagsins en tók fram, að EB-ríkjunum væri ekki skylt að taka þátt í því, ekki enn að minnsta kosti. Þá sagði ráðherr- ann einnig, að Svíar gætu hugsan- lega orðið aðilar að EB þegar árið 1994. Leiðtogafundur sjö helstu iðnríkja heims: Ágreining’ur um efnahags- lega aðstoð við Sovétmenn London. Reuter. LEIÐTOGAFUNDUR sjö helstu iðnríkja heims hófst í London í gær og fór fyrsti dagurinn aðal- lega í umræður um alþjóðastjórn- Brottflutningi lokið Reuter Síðustu hermenn bandamanna fóru frá Norður-írak í gær og eins og sjá má var heldur létt yfir þessum Bandaríkjamönnum þegar þeir lögðu upp í fyrsta áfangann á leiðinni heim. Kúrdar, sem óttast hermenn Saddams, mótmæltu brottflutningnum en þeir verða þó ekki skildir eftir alveg varnarlausir því að vestræn ríki ætla að koma á fót' sérstöku herliði þeim til varnar með bækistöðvar í Tyrklandi. mál. Það eru þó efnahagsmálin, sem verða meginefni fundarins, einkum hugsanleg aðstoð við Sov- étmenn, en honum lýkur á morg- un með fundi frammámanna iðn- ríkjanna með Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna. Er veru- Iegur ágreiningur með forystu- inonnunum um fyrirkomulag að- stoðarinnar og vilja Bandarlkja- menn, Bretar, Kanadamenn og Japanir bíða eftir raunverulegum efnahagsaðgerðum Sovétmanna sjálfra en Þjóðverjar, Frakkar og ítalir hafa varað við, að Gor- batsjov fari bónleiður til búðar. Á fundinum í gær urðu leiðtogarn- ir sammála um,_að viðskiptaþvingun- um gagnvart írak yrði ekki afiétt fyrr en stjórnin í Bagdad hefði farið að öllum ályktunum Sameinuðu þjóðanna og ítrekuðu, að komið yrði í veg fyrir, að írakar kæmu sér upp kjarnavopnum. Kváðust Bretar reiðubúnir ásamt Frökkum og Bandaríkjamönnum að ráðast á írösk kjarnorkumannvirki ef nauðsyn krefði. Þá var það haft eftir bandar- ískum embættismönnum í London í gær, að líklega myndu þeir leið- togarnir, George Bush Bandaríkja- forseti og Míkhaíl GorbatsjoV, for- seti Sovétríkjanna, reka smiðshöggið á START-samninginn, samningana um fækkun langdrægra kjarna- vopna, á fundinum á miðvikudag og tilkynna jafnframt um næsta fund sinn í Moskvu í júh'lok eða ágústbyij- un. í dag og á morgun mun Lundúna- fundurinn aðallega snúast um efna- hagsástandið í Sovétríkjunum og hugsanlega efnahagsaðstoð við þau. I síðustu viku voru ríkisstjómum iðnríkjanna kynntar efnahagsáætl- anir sovésku stjórnarinnar en þær hafa valdið vonbrigðum og þykja ganga allt of skammt. Það, sem Sovétmönnum virðist standa til boða að sinni, er tæknileg aðstoð og aðild að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en ekki raunveruleg fjárhagsaðstoð. Banda- ríkjamenn, Bretar og Kanadamenn leggja áherslu á, að Sovétmenn verði fyrst að ráðast í róttækan uppskurð á efnahagskerfinu og Japanir gera það einnig að skilyrði, að þeir skili aftur fjórum eyjum, sem þeir tóku undir lok síðasta stríðs. Leiðtogar evrópsku meginlands- ríkjanna, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu, virðast hafa meiri áhyggjur en aðrir af efnahagsupplausninni í Sovétríkjunum og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, skoraði í gær á hina leiðtogana að láta Gorbatsjov ekki fara tómhentan heim, „Það em ekki okkar hagsmunir að sjá Sov- étríkin verða upplausninni að bráð,“ sagði Kohl og Francois Mitterrand, forseti Frakklands, tók í sama streng. Lagði hann til, að Evrópu- bankanum yrði gert kleift að lána miklu meira til Sovétmanna.' Þá sagði Giulio Andreotti, forsætisráð- herra Ítalíu, að yrði Sovétrikjunum og öðrum Austur-Evrópuríkjum ekki komið til hjálpar myndu brátt her- skarar uppflosnaðra íbúa þeirra knýja dyra á Vesturlöndum. Talið var í gær, að Gorbatsjov væri að endurskoða og breyta áætl- uninni, sem hann sendi leiðtogum iðnríkjanna í síðustu viku, með tilliti til þeirrar gagnrýni, sem hún hefur hlotið á Vesturlöndum. Þykir senni- legt, að hún verði nú meira í ætt við áætlun hagfræðingsins Grígoríjs Javlínskíjs og fræðimanna við Har- vard-háskóla í Bandaríkjunum. Sjá „Umbótaáætlun . . . “ á bls. 20. Júgóslavía: EB-aðild Svía:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.