Morgunblaðið - 16.07.1991, Qupperneq 9
;9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991
fire$fone
Opna Firestone
golfmótið,
Strandavelli, Hellu, fer fram sunnudaginn
21. júlí. Skráning fer fram laugardaginn
20. júlí frá kl. 13-20 í síma 98-78208.
Golfklúbburinn Hellu
B ílamarkaburinn
v/Reykjanesbraut
Smiðjuveg 46e,
Kóp. Sími:
671800
Saab 900i '87, 4 dyra, 5 gíra, ek. 49 þ. km.
V.920 þús.
Cherokee Laredo '87, brúnsans, sjálfsk.,
ek. 79 þ. km, sóllúga, álfelgur, rafm. í rúðum
o.fl. V. 1790 þús.
Peugeot 309 GL Profil '88, 5 dyra, ek^43
þ. km. V. 590 þús.
Fágætur eðalvagn: Chevrolet Caprice
Glassic '75, 8 cyl., sjálfsk. Allur nýyfirfarinn.
„Ný skoðaður". V. 265 þús.
Toyota Double Cab m/húsi '90, diesel, ek.
16 þ. km. V. 1800 þús.
Suzuki Swift GTi 16 v: ’88, ek. 27 þ. km.
Sem nýr. V. 720 þús.
MMC Galant GLSi 4x4 ’90, 5 g., ek 22
þ. km. V. 1480 þús.
Toyota Corolla Touring 4x4 ’89, 5 g., ek.
48 þ. km. V. 1150 þús.
Toyota Corolla STD '89, beinsk., ek. 40 þ.
km. V. 660 þús.
Toyota Corolla Liftback XL ’88, 5 g., ek.
78 þ. km. V. 760 þús.
Alfa Romeo 33 (1.5) ’86, 5 dyra, beinsk.,
ek. 7Q þ. km. V. 395 þús.
Range Rover 4 dyra 84, sjálfsk., ek. 86 þús.
Dodge Shadow '88, sjálfsk., ek. 11 þ. km.
Sem nýr. V. 1100 þús.
Ford Bronco II XL ’88, ek. aðeins 32 þ. km.
V. 1700 þús.
Honda Civic Sedan '88, beinsk. ek. 55. þ.
km. V. 790 þús.
Saab 900 turbo 16 v., '86. Einn m/öllu. Ek.
52 þ. km., V. 995 þús.
M Benz 190 '85, m/öllu, ek. 118 þ. km. V.
1250 þús.
MMC Colt EXE '87, reyklaus, ek. 43 þ. km.
V. 580 þús.
Nissan Pathfinder V6 ’91, sjálfsk., ek. 18
þ. km. V. 2150 þús.
Chevrolet Blazer S-10 Sport ’88. Einn
m/öllu, 4,3 I vél. V. 1980 þús.
Bílaskipti oft möguleg
i &
€
&
m u
Spor í
K n
*
RETTA
ÁTT
NÝTT
JALLATTE
ÖRYGGISSKÓRNIR
FRÁ DYNJANDA
Skeifan 3h-Sfmi 812670
Kreppa og
kjarasamningar
Tillögur Hafrannsóknarstofnunar um
frekari samdrátt í þorskafla varpa nú
skugga á efnahagsframvinduna hér á
landi næstu misseri. Þessi ótíðindi úr
efnahagslífinu hafa orðið Þjóðviljanum
og Degi á Akureyri tilefni til hugleiðinga
um stöðu kjarasamninga með haustinu.
Bæði blöðin vitna í forystugreinum sínum
til orða Ásmundar Stefánssonar hér í
Morgunblaðinu um að þótt veruleg
vandamál séu á ferðinni, sé krafan um
kjarabætur mjög sterk hjá félagsmönnum
innan Alþýðusambandsins og í þröngri
stöðu efnahagsmála hljóti að verða að
leggja áherslu á breytta tekjuskiptingu.
Fjárfest í þjóð-
arsátt
I forystugrein Þjódvilj-
ans frá sl. laugardegi
segir m.a. að verulegnr
árangur liafi náðst í tíð
fyrrverandi ríkisstjórmu-
í hagstjóm og lækkun
verðbólgu og ástæðan sé
fyrst og fremst þjóðar-
sáttin.:
„ Með samningunum
var launafólk að Qárfesta
í nýjum áviimingi sem
stöðugleiki og fallandi
verðbólga myndi gefa.
Verið var að skapa ný
skilyrði til að sækja auk-
inn kaupmátt síðar. Þetta
hefur aldrci farið á milli
mála og var mikilvæg-
asta röksemd samtaka
launafólks fyrir því að
beita sér fyrir sanming-
um af þessu tagi.
Oflugustu atvbuiu-
greinamar hafa haft góð
skilyrði til að búa sig
undir að auka kaupmátt-
imi að nýju, enda hefur
hlutfall launa í rekstrar-
kostnaði víða lækkað til
muna. Mörg fyrirtæki,
m.a. í sjávarútvegi, skil-
uðu góðri afkomu á sl.
ári og hið sama á við um
ýmis stórfyrirtæki á
þjónustusviðinu.
Forystumenn stjórnar-
flokkanna hafa á liinn
bógimi verið iðnir við að
halda fram þeirri skoðun
að allt sé í kalda koli.
Vissulega hefði rikis-
stjómin þurft að láta sig
vanda þeirra grema sem
nú eiga í erfiðleikum ein-
hverju skipta, en hún
hefur eins og kunnugt
er ákveðið að láta eins
og henni komi málefni
þeirra lítið eða ekki við.
Að því leyti sem hún
skiptir sér af nýjasta til-
tækinu þegar hún setti
„kunnáttumeim" í að
dcila út lánum til fisk-
eldisfyrirtækja sem ríkið
á sjálft i gegn um sjóðina
sem hafa lánað þeim
hingað til.
Asmundur Stefánsson,
forseti Alþýðusambands-
ins, hefur sagt að verka-
lýðshreyfingin muni
krefjast aukins kaup-
máttar í næstu samning-
um og muni samningar
við ríkjandi skilyrði þá
snúast um breytta tekju-
skiptingu. Þetta er eðli-
legt og sjálfsagt ems og
á stendur. Verði farið
eftir tillögum fiskifræð-
inga um vemlega minni
fiskveiðar á næsta ári,
þýðir það að sjálfsögðu
lakari afkomu sjávarút-
vegsins, þannig að launa-
fólk sækir ekki aukiim
kaupmátt. í auknar tekjur
greinarimiai', nema verð-
lag erlendis fari hækk-
andi.“
Stærsti vand-
inn
Og Þjóðviljimi segir
emifremur: Enda þótt
reynslan hafi keimt að
aðstæður verkalýðssam-
takanna til að bæta
lífskjörin ráðast mjög oft
af ytri skilyrðum þjóðar-
búsins er fráleitt að
rcikna nú með því að
Iaunafólk, sem þegar
hefur lagt atvimiulífinu
mjög mikið til með þjóð-
arsáttarsamningunum,
gangi ekki eftir auknum
kaupmætti. Og þá er rétt
að hafa í huga að tekju-
skiptingin eins og hún
hefur verið er ekkert
óumbreytanlegt lögmál.
Við þá samninga sem
framundan eru verður
stefna ríkisstjómariimar
stíerri vandi fyrir verka-
lýðshreyfinguna að
glíma við en ytri skilyrði
þjóðarbúsins, enda þótt
útlitið í þeim efnum hafi
versnað við skýrslu Haf-
rannsóknastofnunar um
ástand nytjastofna..."
Miklar vænt-
ingar
Við svipaðan tón kveð-
ur í Degi á Akureyri en
í blaðinu segir m.a. í for-
ystugrein sl. föstudag:
„ Ahrif þjóðarsáttar-
samningaima létu heldur
ekki á sér standa. Á
síðastliðnu vori, rúmu ári
eftir undirritun þeirra,
var verðbólgan komin i
eins stafs tölu í fyrsta
skipti í áratugi. Rekstur
margra fyrirtækja sýndi
einnig umtalsverðan bata
þegar uppgjör fyrir árið
1990 lágu fyrir. Þami
reksti’arbata má • að
miklu leyti rekja til kja-
rasamningamia en einnig
þess að liorfið var frá
þeii-ri hávaxtastefnu,
sem fylgt var á áiunum
1987 og 1988 og merg-
saug mörg fyrirtæki er
byggja urðu rekstur sinn
að miklu leyti á lánsfjár-
magni.
Ljóst var að launþegar
riðu ekki feitum fáki frá
þessum kjarasamning-
um. En fólk var almennt
tilbúið til þess að leggja
nokkuð á sig í von um
bætta stöðu þjóðarbúsins
og að slíkt skapaði
grundvöll fyrir raunliæfa
aukningu kaupmáttar i
næstu kjarasamningum.
Litlar líkur eru liins veg-
ar til þess að orðið verði
við væntingum launa-
mamia að þessu sinni.“
Harðnandi
átök
Dagur vitnar til orða
Ásmundar Stefánssonar
sem getið er hér i upp-
hafi en segir síðan: „I
skýrslu Hafrannsókna-
stofnunar er að fhma
ástæður til svartsýni.
Lækkandi verðlag á sjáv-
arafurðum á erlendum
mörkuðum vekur heldur
ekki neinar bjartsýnis-
vonir. Vandi i rikisfjár-
málum þjóðarinnar hefur
verið viðvarandi um
nokkurt skeið og spum-
ing um hversu langt er
unnt að ganga til þess
að skerða velferðarþjón-
ustuna. Núverandi ríkis-
stjóm hefur einnig valið
þaiui kost að víkja af
vegi lækkandi vaxta og
hjöðnunar verðbólgu.
Vitað er að ýmsu má
hagræða í íslensku at-
vinnulífi. Þar er sjávarút-
vegurimi ekki undan skil-
inn. I stað þess að stuðla
að þeirri hagræðingu,
sem nauðsynleg er i ljósi
miimkandi sjávarafla og
verðfalls sjávarafurða,
hyggjast ráðamenn þjóð-
arinnar hreinsa til í at-
vinnulífinu með gjald-
þrotum og margvíslegum
fylgifiskum þeirra, sem
oftast bitna verst á hin-
um vinnandi einstakling-
um. Verkafólki fhinst nú
sem það hafi verið svikið
og það hafi borið álögur
kaupmáttarrýrnunar til
ehiskis. Því má búast við
harðnandi átökum á
vinnumarkaði ineð
haustinu.“
SPARISKÍRTEINI HJÁyVÍ B
Mikið öryggi
og há ávöxtun
Raunávöxtun spariskírteina ríkissjóðs er þessa dagana
hærri en oftast áður. Ávöxtun nýrra ílokka spari-
skírteina er 7,9-8,1% og ávöxtun eldri flokka 8,25-
8,35%. Spariskírteini eru auk þess ríkistr)'ggð og þess
vegna mjög örugg fjárfesting.
Ráðgjafar VIB gefa frekari upplýsingar um ávöxtun
sparifjár og veita persónulega þjónustu við val á
verðbréfum.
Verið velkomin í VIB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.