Morgunblaðið - 16.07.1991, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPrizMVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991
Hlutverk verktaka í
i imh vei 'fismáli un erað
koma með úrlausnir
- segir Peter Galliford, forseti Samtaka evrópskra verktakasambanda
Iðnaöur
ÁRSFUNDUR Samtaka evrópskra verktakasambanda, FIEC, (Fédér-
ation de l’Industrie de la Construction) verður haldinn hér á landi
næsta vor. Þá komna hingað til lands fulltrúar evrópsku verktakasm-
bandanna sem eiga aðild að FIEC, auk gesta frá systursamtökum í
öðrum heimsálfum. Búist er við 400 til 500 gestum á fundinn. Undir-
búningur er hafinn fyrir nokkru og hefur Verktakasamband Islands
veg og vanda af fundinum. Einn liður undirbúningsins er heimsókn
forseta FIEC hingað til lands nú í vikunni. Hann heitir Peter Galli-
ford, Breti sem rekur eigið verktakafyrirtæki, Galliford plc, með
höfuðstöðvar í Leicestershire. Galliford ræddi hér við fulltrúa
íslenskra stjórnvalda, auk þess sem hann heimsótti Blönduvirkjun
og ræddi við íslenskra verktaka. Morgunblaðið ræddi við Galliford
á meðan hann var hér og var athyglinni einkum beint að þróun mála
í Evrópu og að aðalþema næsta ársfundar: Umhverfismálunum.
Morgunblaðið/ÞJ
FORSETINN — Peter Galliford frá Samtökum evrópskra
verktakasambanda, t.h., ásamt Éric Lepage framkvæmdastjóra sam-
takanna, en þeir voru hér á ferð í vikunni og ræddu meðal annars
við umhverfisráðherra og fleiri fulltrúa íslenskra stjórnvalda og kynntu
þeim málefni sem verða til umræðu á ársfundi FIEC 1992, en hann
verður haldinn í Reykjavík næsta vor.
Galliford var fyrst spurður hver
konar samtök FIEC væru. „Þau eru
samtök verktakasambanda í EB-
löndunum tólf og EFTA-löndunum
sex. Markmið þess er að vera í for-
svari fyrir hagsmuni greinarinnar,
sér í lagi gagnvart stofnunum Evr-
ópubandalagsins í Brussel, en einn-
ig að kynna málstað okkar fyrir
almenningi.
FIEC eru yfir 80 ára gömul sam-
tök og í mörg ár hafa öll EB- og
EFTA löndin átt aðild að samtökun-
um. Við greinum ekki á milli þess-
ara landa, heldur reynum við að
gæta hagsmuna þeirra allra. Nú
gerum við ráð fyrir að veita nokkr-
um Austur-Evrópuríkjum aðild,
líklega á næstu tveimur árum, Ung-
veijalandi, Tékkóslóvakíu og Pói-
landi, samtökin munu þá spanna
yfir stærstan hluta Evrópu."
Ættum ekki aðeins að Iíta
á A-Evrópu sem
viðbótarmarkað
Hann var spurður hvaða þýðingu
aðild þessara ríkja hefði fyrir sam-
• tökin. „Mín skoðun er sú, að
Vestur-Evrópubúar ættu að sýna
þá ábyrgð að aðstoða Austur-Evr-
ópuríkin að taka upp markaðsbú-
skap og lýðræðislega stjórnarhætti.
Við ættum ekki aðeins að líta á
þessi lönd sem viðbótarmarkað til
að hagnýta okkur. Hlutverk FIEC,
sem er fulltrúi atvinnugreinar, ætti
að vera að hjálpa greininni í þessum
ríkjum að stofna og skipuleggja
sambærileg samtök til að gæta
hagsmuna félaga sinna.“
Galliford sagði verktakaiðnaðinn
í Austur-Evrópu á engan hátt vera
í sambærilegri stöðu og í vestur-
hluta álfunnar. Fyrirtækin hafi ver-
ið í ríkiseign, fjármögnuð af ríkinu
og hagkvæmni þeirra, á vestrænan
mælikvarða, sé afar lítil. Því sé þar
firna mikið verk að vinna, sérstak-
lega á sviði lagna og samgangna.
Hann sagði að það mundi þó taka
mjög langan tíma fyrir austurevr-
ópsku ríkin að ná þeim vestrænu,
ekki síst þegar haft sé í huga, að
á meðan þau séu að vinna sig upp,
verði vesturhlutinn áfram í framför.
Hætta á að EB þróist í
Evrópuvirki
Galliford var spurður hvert hann
telji að þróunin í Evrópu stefni nú.
„Ég held að enn sé mikil hætta á
að innan bæði Evrópuráðsins og
Evrópuþingsins vilji menn tak-
marka Evrópubandalagið við ríkin
tólf sem þegar eru í því og á þann
hátt þróasþí átt til eins konar Evr-
ópuvirkis. Ég óttast að þeir vilji að
ríkin verði ekki fleiri um langt ára-
bil og vilji koma í veg fyrir aðild
annarra ríkja. Þetta tel ég vera
óheppilegt. Mín skoðun er sú, að
Evrópubandalagið eigi að stækka
svo fljótt sem önnur ríki óska eftir
aðild að því og að við eigum að
veija mun stærri hluta tekna okkar
til aðstoðar í Austur-Evrópu fremur
en að koma upp miklu skrifræði í
Brussel."
Galliford sagði mikið vera í húfi
hvað verktaka varðar. „í Vestur-
Evrópu stendur verktakaiðnaðurinn
fyrir um tíunda hluta landsfram-
leiðslu og í flestum löndunum er
um tíundi hluti vinnuaflsins við
þessa grein. Þar er þetta stærsta
einstaka atvinnugreinin."
Hlutverk verktaka að koma
með úrlausnir
Meginþema ársfundarins hér
næsta ár verða umhverfísmál og
umhverfisvernd, en hugsanlega
verður einnig rætt um málefni smá-
þjóða og samskipti Evrópu og Norð-
ur Ameríku.
Galliford var beðinn að segja frá
hlutverki verktaka í umhverfis-
vernd. „Hlutverk okkar í þeim mál-
um er að koma með úrlausnir. Það
sem verktakaiðnaðurinn getur gert
til að bæta umhverfíð er til dæmis
að leysa mengunarvandamál, það
eru aðeins verktakarnir sem geta
sett upp hreinsunarstöðvarnar, til
dæmis til að hreinsa útblástur frá
orkuverum, hreinsa vatn, olíumeng-
un með ströndunum, allt þetta eru
verkefni verktakaiðnaðarins."
Hann sagði verktaka nú búa yfir
mikilli reynslu á þessu sviði, sér-
staklega vesturevrópska verktaka.
„Nú er spurningin um það, hve
miklu fé stjórnvöld eru reiðubúin
til að veija til þessara verkefna og
einnig um að ýta undir jákvæð við-
horf almennings til umhverfis-
verndarverkefna. Að lokum er það
jú almenningur sem borgar kostn-
aðinn og enginn annar, vegna þess
að stjórnvöld ráða ekki yfir neinu
eigin fé, heldur peningum skatt-
greiðenda. Hreinsun umhverfisins
veltur því á endanum á því hve
mikið almenningur vill borga fyrir
hana.“
90% verkefna unnin af
heimamönnum
íslensk verktakafyrirtæki eru
ekki stór á alþjóðlegan mælikvarða
og Galliford var spurður hvaða
möguleika þau ættu í samkeppn-
inni, til dæmis ef samningar takast
um Evrópska efnahagssvæðið, eða
ef til þess kæmi að Island yrði ein-
hvern tíma aðili að EB. Hann sagði
að ef raunverulegur opinn markað-
ur verði að veruleika, en það tæki
mörg, mörg ár áður en það gerð-
ist, ættu íslensk fyrirtæki fræðilega
möguleika á að starfa hvar sem er
í Evrópu.
„Þó ber að muna, að af öllum
verktakaframkvæmdum eru
80-90% unnar af heimamönnum,
þannig að hinn sameiginlegi Evr-
ópumarkaður er aðeins líklegur til
að hafa áhrif á um 10% af verktaka-
framkvæmdum, aðallega hin stóru
og áberandi verkefni. Vissulega
munu fyrirtæki starfa í öðrum lönd-
um, en það verður aðeins mjög lítill
hluti heildarframkvæmdanna.
Ef við tölum um þann mögu-
leika, að ísland gerist aðili að EB
og meðtaki reglur bandalagsins, þá
er ekki mikilvægasta atriðið hvort
íslensk fyrirtæki geti aflað sér verk-
efna í Évrópu eða evrópsk á ís-
landi, hitt er mikilvægara að EB
hefur sett víðtækar reglur sem hafa
áhrif á það hvernig verkefnin eru
unnin. Það eru reglur um ráðningu
starfsfólks, reglur um staðla á
mörgum sviðum, til dæmis staðlaða
verksamninga, samræming ábyrgð-
ar og skaðabótaskyldu og ákveðin
þróun er í átt til samræmingar laga-
legra atriða varðandi framkyæmdir.
Ef Islendingar varða aðilar að sam-
eiginlega markaðnum hafa allar
þessar reglur áhrif á íslensk verk-
takafyrirtæki og starfsemi þeirra
hér á íslandi. Þið gætuð ekki hald-
ið áfram verktakastarfseminni á
sama hátt og gert hefur verið.“
Hann sagði að reglurnar mundu
hafa áhrif á alla daglega starfsemi
fyrirtækjanna. Til dæmis væru regl-
ur sem eru í undirbúningi um vinn-
utíma og mundu takmarka vinnu-
stundafjölda sem hver og einn má
vinna á degi hveijum, reglur um
öryggi og heilsuvernd kæmu sam-
hliða vinnutímareglunum. „Allt
þetta hefði áhrif hér, jafnvel á verk-
taka sem aðeins er með fimm
manns í vinnu. Meðal annars af
þessum sökum hef ég persónulega
áhyggjur af því viðmóti Evrópu-
bandalagsins, sem lýsir sér þannig:
Við erum klúbbur, ef þið viljið vera
með verðið þið að samþykkja regl-
urnar okkar. ísland er svo frábrugð-
ið, Svíþjóð og Sviss eru svo frá-
brugðin. Mér finnst að EB eigi að
segja: Við viljum vera stærra
bandalag, hvað getum við gert til
að fá ykkur með í bandalagið, en
viðurkenna um leið að þið eruð
mjög frábrugðin?"
ísland eðlilegur
fundarstaður
FIEC er þegar vettvangur
víðtækara Evrópusamstarfs heldur
en innan EB, Galliford var spurður
um samstarf við aðra heimshluta
eins og Ameríku. Hann sagði að
nú þegar væri samstarf mikið milli
verktakasambanda í Vestur-Evrópu
og Norður Ameríku, ekki síst á
sviði umhverfismála. Á síðustu
árum hefði FIEC beint mestri orku
sinni að undirbúningi sameiginlega
markaðarins í Evrópu, sem koma á
til framkvæmda á næsta ári. Nú
þætti vera kominn tími til að beina
auknum kröftum að alþjóðlegu
samstarfi. Það væri því á vissan
hátt táknrænt að ísland, mitt á
milli Evrópu og Ameríku, varð fyr-
ir valinu sem fundarstaður næsta
ársfundar.
„Ég held að við eigum eftir að
sjá meira og meira samstarf í vark-
takastarfsemi milli Norður Ameríku
og Evrópu á komandi árum. ísland
er ákjósanlegur staður til að ræða
slík málefni og það munum við
gera á fundinum hér að ári,“ sagði
Peter Galliford.
Vertu í beinu sambandi við Þjónustusímann
og bú veist alltaf hvar bú stendur
—
imit rmr r irtor n tf 111 iiii in i u mmm 111 iiiimi iiniiiíiiisii m