Morgunblaðið - 16.07.1991, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.07.1991, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hrúturinn þarf að hafa allan vara á í viðskiptum í dag. Hann ætti að forðast óþarfa eyðslu og hvers konar ráðstafanir sem hafa áhættu í för með sér. Naut (20. apríl - 20. maí) Nautið gleymir að gera eitt- hvað. Það verður að skerpa minni sitt á smáatriðin, sem aðrir ætlast til að það muni, og sýna tillitssemi. Tvíburar (21. mai - 20. júní) Tvíburinn gæti gengið fram af nánum ættingja eða vini með beiðni eða uppástungu. Hann ætti að gefa öðrum rúm til að hugsa sitt ráð. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Krabbinn leggur aukalega að sér í vinnuni og sker upp sam- kvæmt því. Hann tekur þátt í skapandi hópstarfi í frítíma sínum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) ‘gff Ljóninu leiðist afskaplega að vinna heimilisstörfin núna jafn- vel þótt það hafi litlar skyldur á þeim vettvangi. Það langar til að fara í ævintýraferð og ætti endilcga að drífa sig. Meyja (23. ágúst - 22. september) $£ Smámunirnir stressa meyjuna í dag og dómgreind hennar gæti brostið. Henni líður best á heimavettvangi þar sem hún endurnýjar orkuna og nær átt- um. (23. sept. - 22. október) Vogin á í erfiðleikum með að ieysa fjárhagslegt vandamál í dag. Hún verður að takamarka eyðslu sína mjög verulega. Henni lætur vel að vinna með öðrum og heimsækir vin sem býr í fjarlægð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Sporðdrekinn er óánægður með með ráðleggingu sem hann fær í dag. Aðeins frumkvæði hans sjálfs og kraftur megna að fleyta honum fram á við. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) $) Bogmaðurinn tekur sjálfan sig til skoðunar fyrri hluta dags- ins. Hann gerir ferðaáætlun og er þá reiðubúinn að leyfa öðr- um að heyra hvað hann er að hugsa. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin er ekki allskostar ánægð með félagslegt um- hverfi sitt í dag. Það gengur ekki beinlínis illa hjá henni, en ekki vel heldur. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðb, Vatnsberinn á ekki auðvelt með að ganga frá lausum endum í dag. Hann ætti að fylgja maka sínum á mannamót í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Fiskurinn ætti að huga vel að kostnaðarhliðinni þegar hann skipuleggur skemmtiferð. Vel- gengni hans veldur því að taka verður tillit til þess sem hann segir. Honum er óhætt að stefna á toppinn. Stjörnusþána á aó lesa sem dægradvöt. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI FERDINAND SMAFOLK Nú, ég er greinilega ekki læknir. En ég skai veðja hverju sem er, að það er snúnings- hnappurinn. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þú ert gjafari í fyrsta spili í síðari hálfleik. Það er enginn á hættu og þú passar að sjálfsögðu í upphafi með 6 flata punkta: Norður ♦ G94 V763 ♦ D109 + K854 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 4 hjörtu 4 spaðar ? Hefurðu eitthvað til málanna að leggja nú? Fáir myndu láta sig dreyma um frjálsa sögn á þessa hunda, en Pólveijinn Martens, sá marg- reyndi snillingur, skellti sér í 5 hjörtu í leiknum við Breta á EM. Og komst upp með það: Norður ♦ G94 V 763 ♦ D109 + K854 Vestur ............. ♦ G73 + G97 Suður 43 V ÁK98542 ♦ Á86 *D2 Vestur Norður Austur Suður Forrester Martens Robson Szym. Pass Pass 4 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu Dobl Pass 5 spaðar Allir pass Útspil: hjartaþristur. Forrester trompaði hjarta- kónginn, tók þrisvar spaða og lét laufgosann rúlla yfír á drottningu suðurs. Szy- manowski skilaði laufí til baka, nían og kóngurinn. Forrester gat fríað slag á hjarta, en komst ekki hjá því að spila á tígulkóng- inn síðar og gefa þar tvo slagi. Einn niður og 11 IMPar til Pól- veija, sem unnu leikinn 22-8. Sem var eina alvarlega tap Breta á mótinu. Vel á minnst. Fimm hjörtu fara aðeins 2 niður. Austur 4 102 VDG10 ♦ K542 4Á1063 Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðamótinu í Hamborg í Þýskalandi sem nú stendur yfir kom þessi staða upp í viðureign þeirra Curt Hansen (2.600), Dan- mörku, sem hafði hvítt og átti leik, og Alexander Khalifman (2.630), frá Leningrad, sem nú teflir fyrir Þýskaland og er fluttur til Frankfurt. 31. Rf4! - exf4, 32. Dxg4, (Mát- hótun hvfts kostar svart nú drottn- inguna) 32. — Dxf5, 33. Dxf5+ - Kh8, 34. Dh5+ - Kg7, 35. gxf4, og Hansen vann auðveld- lega. Staðan eftir 9 umferðir var þessi: 1. Jusupov Vh v. og bið- skák, 2. Curt Hansen 7 v. 3. Wahls 6>/2 v. 4. Piket 6 v. 5.-7. Kindermann, Lobron og Múller 5 v. 8.-9. Khalifman og Pia Craml- ing 4 v. og biðskák o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.