Morgunblaðið - 16.07.1991, Síða 37

Morgunblaðið - 16.07.1991, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991 37 EYÐNI Smitaðist hjá tannlækninum Tuttugu og þriggja ára ára gom- ul bandarísk stúlka, Kimberly Bergalis, búsett í Flórida liggur nú fyrir dauðanum. Hún er með eyðni á svo háu stigi, að hún vegur að- eins 33 kg og er svo máttfarin að hún getur hvorki nærst hjálparlaust eða skrifað nafnið sitt. Kimberly smitaðist með töluvert óvenjulegum hætti. Hún fór til tannlæknis og þar var gerð á henni töluverð að- gerð. Enginn veit enn hvernig það mátti gerast, en þar smitaðist Kim- berly. Það kom ekkert annað til greina og fór því síður á milli mála er uppvíst varð að tannlæknirinn David Acer var haldinn eyðni og fjórir aðrir sjúklinga hans smituðust af sjúkdómnum jafn skyndilega og óvænt og Kimberly. Það var árið 1989 að Kimberly kenndi sér krankleika og var hún send í alls konar rannsóknir. Engum datt eyðni í hug, hún var í engum áhættuhóp og hafði ekkert af sér gert að hún taldi sem gæti hafa smitað hana. Þegar heilsu hennar hrakaði jafnt 'og þétt var hún próf- uð vegna eyðni, meira til þess að hafa gert það og viti menn, hún reyndist vera komin með eyðni á lokastig. Eftir mikið japl, jaml og fuður var tannlæknirinn talinn eini aðilinn sem hefði getað smitað' hana, annað hvoit hafi orðið blóð- blöndun meðan á aðgerðinni stóð, eða að hann hafi notað smitaða nál við deyfingu. Tannlæknirinn David Móðir og systir Kimberlys eru hjá henni öllum stundum, en eins og sjá má á myndinni er stúlkan fársjúk. Acer var hneigður til beggja kynja í kynferðismálum og hann vissi þegar árið 1987 að hann væri hald- inn eyðni. Ekki fór hann hátt með það, heldur hélt áfram að sinna viðskiptavinum sínum sínum með þeim afleiðingum að fjórir þeirra að minnsta kosti eru nú haldnir sjúkdómnum. Flest bendir til þess að heilbrigðisyfirvöld í Flórída hafi einnig vitað um sjúkdóm Acers, en ekkert aðhafst þar sem ólíklegt þótti að hann gæti gert nokkurn usla þótt hann héldi áfram að vinna fyrir lifibrauði sínu. Annað hefur komið á daginn og læknar telja að Kimberly eigi aðeins fáar vikur eft- ir ólifaðar, auk þess sem fjórir aðr- ir sjúklingar eru smitaðir og fleiri eru í rannsókn. Alls voru viðskipta- vinir Acers 2.000 talsins. Fjölskylda Kimberlys íhugar nú lögsókn á hendur heilbrigðisyfir- valda í Fiorida fyrir að stöðva ekki starfsemi Acers þar eð vitneskja um sjúkdóm hans lá fyrir. VESTMANNAEYJAR Götugrill um allan bæinn Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Eftir að hafa raðað í sig grilluðu pylsunum fengu krakkarnir sleikjó og kók. blöðruni, fánum og öðru skrauti sem fínna má, lokað er fyrir umferð, grill- in færð út á götu ásamt borðum, stólum og tilheyrandi og síðan grilla íbúarnir í sanieiningu kvöldverðinn. Eftir að borðhaldi er lokið er tekið til við leiki með börnunum en þegar síga fer á kvöldið er gítarinn dreginn Yfirgrillararnir voru flestir karlmenn. Fremstir á myndinni eru fram, lagið tekið og sungið fram Maggi í Dölum og Eggert tengdasonur hans við grillið. eftir nóttu. Grímur Götugrill nefnast grillveislur sem íbúar gatna í Eyjum hafa efnt til undanfarin sumur. Ibúar við ein- stakar götur taka sig þá til á góðvið- riskvöldi og grilla í sameiningu úti á götu ög síðan er slegið á létta strengi fram eftir nóttu. Götugrillin hófust fyrir nokkrum árum og hafa breiðst út um hverfin eins og eldur í sinu. Er nú svo kom- ið að götugrill er haldið við flestar götur bæjarins einhverntímann að sumrinu. Gatan er þá skreytt með -í X--.I ]J PHILIPS Whirlpool ÞURRKARI Á EINSTÖKU VERÐI VERÐ KR. 31.400.- OQSX' • Rafknúin tímastilling, allt að 120 mínútur • 2 hitastig 1000/2000 Wött • Tekur4,5 kg. af þvotti • Hægri eða vinstri opnun á hurð • Mál: HxBxD 85x59,6x53 Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 ',isatKKÍKgujH Hard Rock nautalundir m/bakaóri kartöflu, smjöri, frönskum kartöflum, salati m/dressing, heitri sveppasósu og fullt af Hard Rock kærleik HARD ROCIi CAFE - SÍMI 689888 Ritstjómarsíminn er 69 11 OO GARDEUR-femme SEIDENSTICKER DIV LOKAÐ I DAG ÚTSALAN HEFST Á MORGUN 17 JULI Othrntv HF fataverslun, Skerjabraut 1 v/Nesveg, Seltjarnarnesi CLAUDIA r ACOB-BLUSEN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.