Morgunblaðið - 09.08.1991, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.08.1991, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 Minninff: Steinn Stefáns- son - skólastjóri Fæddur 11. júlí 1908 Dáinn 1. ágúst 1991 Það er einkennilegt með dauð- ann, að hann kemur svo oft á óvart. Þessi atburður sem er öldungis viss. Jafnvel þótt til eyrna berist andláts- fegn manns á níræðisaldri og mað- ur viti að heilsu hans hafi hrakað, hrekkur maður við og verður orð- fall. Ekki hvað síst verða viðbrögð- in þannig þegar um er að ræða góðan vin og langvarandi kynni og mann sem eignast hefur digran sjóð í minningunni. Þannig urðu viðbrögð mín, er mér barst til eyma andlát Steins Stefánssonar fyrrum skólastjóra á Seyðisfirði. Mig setti hljóðan. Þetta er sennilega vegna þess að maður- inn er svo lifandi í huga manns og dauði hans því svo fjarlægur þar. Svo er um Stein Stefánsson í huga mínum. Hann er einn þeirra manna sem ég hef kynnst og verður mér ljóslifandi fyrir hugskotsjónum svo lengi sem mér gefst líf og ræna. Við áttum samleið og samvinnu á þriðja tug ára. Ég var skólanefnd- arformaður allan þann tíma og hann var organleikari í kirkju minni 12 ár af þeim tíma og söngstjóri kirkjukórsins. Samskipti okkar voru því ærin. Þau samskipti voru yfir- leitt með ágætum, þótt ekki værum við ætíð sammála um alla hluti. Við fundum jafnan leið til lausnar og nánari skilnings á viðhorfum. Hann var maður einlægur og hrein- skiptinn. Steinn Stefánsson var fæddur að Reynivöllum í Suðursveit og voru foreldrar hans Stefán Jónsson hreppstjóri og bóndi á Sævarhólum í Suðursveit og kona hans Kristín Eyjólfsdóttir hreppstjóra á Reyni- völlum. Steinn lauk kennaraprófí frá Kennaraháskólanum 1931. Gerðist hann þá kennari við Barnaskólann á Seyðisfírði og varð skólastjóri við sama skóla 1946 og síðar gagn- fræðaskólann. Steinn kvæntist árið 1937 Arnþrúði Ingólfsdóttur, mætri konu, sem studdi hann í starfí og skóp með honum hlýtt og gott menningarheimili. Hún lést árið 1964 og varð Steini mikill harm- dauði svo og vandamönnum öllum og fjölda vina þeirra hjóna. Þau hjónin eignuðust 5 böm. Eru þau talin í aldursröð: Séra Heimir, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, Iðunn og Kristín rithöfundar, Ingólfur kennari og Stefán læknir. Steinn var mjög nýtur starfsmað- ur að hverju sem hann gekk. Sam- viskusamur með afbrigðum, vand- aður maður til orðs og æðis og hafði þann metnað að leysa hvert mál af alúð. Hann var sífellt að afla sér aukinnar þekkingar í skóla- málum og tónmennt, sem var hans eftirlætisiðja. Honum var kappsmál að iðka tónlist, æfa sig á orgelið og sækja til þess námskeið, æfa söngkóra sem hann stjómaði ára- tugum saman, blandaða kóra og barnakóra. Auk skyldukennslu í bóklegum greinum kenndi hann söng í bamaskólanum og tók að kenna börnunum blokkflautuleik. Þetta holla uppeldisstarf hans tel ég alveg ómetanlegt og ég held hann hafí unnið það mest sem þegn- skylduvinnu þ.e. án nokkurs endur- gjalds nema ánægjunnar og vitund- ar þess að hann væri að vinna þarft verk. Auk þess fékkst hann nokkuð við tónsmíðar og hygg ég að nokk- uð af lögum hans muni lifa hann lengi. Steinn var ágætur kennari og hef ég fyrir því orð margra nem- enda hans. Skólastjórn fór honum vel úr hendi. Hann stjómaði með festu, hélt aga án hörku, leiðbeindi af þrautseigju. Auk aðalstarfsins og þegnskaparvinnu að söngmálum tók hann þátt í margvíslegum fé- lagsmálum. Tímafrekast hefur eflaust verið að hann átti sæti í bæjarstjórn Seyðisfjarðar um ára- raðir og þar af leiðandi í ýmsum nefndum, sem eflaust hefur rænt hann margri tómstund. Það verk sem mun þó trúlega halda nafni Steins lengst á lofti er mikið ritverk um sögu skólans á Seyðisfírði frá fyrstu tíð og því sem næst til vorra daga. Þessu fróðlega ritverki um merkan þátt í sögu Seyðisfjarðar tókst Steini að ljúka áður en heilsu hans tók að hraka. Ég stend í mikilli þakkarskuld við Stein, bæði vegna samstarfs í skólanum og kirkjunni. Þessvegna rita ég þessi fátæklegu kveðjuorð. Ég kenndi hjá honum alla tíð með- an við áttum samleið á Seyðisfírði. Við byijuðum skólastarfíð morgun hvern með söng og bæn og okkur kom saman um að blessun hafí fylgt þessum sið okkar. Ég er þakklátast- ur er ég Steini fyrir samstarfíð í kirkjunni. Ég held ég geti talið á fingrum annarrar handar þau skipti sem hann gat ekki sest að orgelinu við guðsþjónustu. Fyrir þetta ómetanlega starf í þágu kirkjunnar hlaut hann sama sem engin laun miðað við þann tíma og ástundun sem hann lagði af mörkum. Söfnuðurinn var fátækur. Steinn skildi það. Vann eins og áður segir af þegnskap og ást á A ■P11" r-L\LBO0 k \ ($ö 1 ELGARTILBOÐ HÚSASMIÐJUNNAR föstudag 9. ágúst og laugardag 10. ágúst Tilboðsverð Áður Bosch borvél 8.950 10.530 Leður smíðasvunta ... 2.296 2.870 Handsög 417 490 Garðúðari 1.297 1.729 Slönguupphengi 237 338 Malarskófla 1.283 1.604 Opið laugardag frá kl. 9:00-13:00 HÚSASMIÐJAN Skúluvogi 16 Slmi 68 77 10 viðfangsefninu. Þegar ég lít til baka finn ég að ég á ekki nema hugljúf- ar minningar um Stein og öll okkar samskipti. Seyðisijarðarsöfnuður og við prestarnir sem hann hefur aðstoðað í starfi eigum honum mikl- ar þakkir að gjalda. Að leiðarlokum koma mér í hug orð úr einni dæmi- sögu Jesú: „Gott þú góði og trúi þjónn." Með þau orð í huga kveð ég góðan vin og blessa minningu hans. Börnum hans og öðrum vand- amönnum votta ég einlæga samúð og bið þeim blessunar með kærri kveðju frá mér og mínum. Erlendur Sigmundsson Tengdafaðir minn, Steinn Jósúa Stefánsson, er borinn til moldar í dag. Hann varð bráðkvaddur 1. ágúst 1991, 83 ára að aldri. Þá var hann að búa sig undir sjúkrahúsvist því slæmska hijáði hann m.a. í fæti. En fyrst vildi hann afgreiða öll mál í sínum banka því ekkert vildi hann láta standa upp á sig í þessu lífí. Að loknu verki gekk hann út úr bankanum við hlið sambýlis- konu sinnar og þá kom kallið. Steinn Jósúa fæddist 11. júlí 1908 í Suðursveit í Austur-Skafta- fellssýslu. Þar var faðir hans, Stef- án Jónsson, lengst af bóndi á Kálfa- felli, smiður og hreppstjóri, kvæntur Kristínu Eyjólfsdóttur. Fimm börn þeirra hjóna komust á legg. Systk- ini Steins sem lifa hann öll eru: Eyjólfur, áður bóndi á Kálfafelli og vegaverkstjóri, Regína húsfreyja á Höfn í Homafírði, Magnea hús- freyja á Höfn og Guðný húsfreyja og talsímakona á Akranesi og í Reykjavík. Steinn ólst upp við öll almenn bústörf í Suðursveit. Kálfafell var menningarheimili að fornum og nýjum hætti. Fornar sögur og nýjar frásagnir voru lesnar vetrarlangt á vökunni. Húslestrar fóru fram á helgum dögum og passíusálmamir vom lesnir daglega á föstunni. Húsmóðirin hafði gengið í Kvenna- skólann og einnig aflað sér tón- menntunar. Orgelharmóníum var á heimilinu, á það lærðu börnin og umhverfís það safnaðist fjölskyldan og söng. Steinn var bókhneigður í æsku og hugði fljótlega á skólagöngu umfram það sem J)á stóð börnum almennt til boða. Arin 1926-27 var hann í unglingaskóla hjá Sigurði Thorlacius á Djúpavogi. Árin 1927-29 var hann farkenn- ari í Suðursveit. Eftir það hleypti hann heimdraganum að fullu og settist í Kennaraskólann í Reykja- vík og lauk þaðan kennaraprófi 1931. Að loknu kennaraprófi réð Steinn sig til kennslu á Seyðisfirði og þar átti hans starfsvettvangur eftir að verða. Hann varð síðar skólastjori barnaskólans, unglingaskólans og iðnskólans og vann að uppbyggingu þessara fræðslustofnana. Hann var frumkvöðull í tónlistarmálum, var kirkjuorganisti og stjórnaði kirkju- kórnum, barnakór og samkórnum Bjarma. Hann lét félagsmál til sín taka, sat í bæjarstjóm í 16 ár og var varaþingmaður. LP þakrennur I o Þola allar veðurbreytingar LP þakrennukerfið frá okkur er samansett úr galvanhúðuðu stáli, varið plasti. Styrkurinn í stálinu, endingin í plastinu. Leitið upplýsinga BLIKKSMIÐJAN TÆKNIDEILD SMIÐSHÖFÐA 9 112 REVKJAVlK SlMI: 91 -685699 Um þetta allt saman var Steinn ákaflega áhugasamur, aflaði sér frekari menntunar og skrifaði greinar í blöð og tímarit. Á Seyðisfírði kynntist Steinn konuefni sínu Amþrúði Ingólfsdótt- ur, dóttur hjónanna Ingólfs Hrólfs- sonar og Guðrúnar Eiríksdóttur. Þau gengu í hjónaband 17. maí 1937 og festu nokkm síðar kaup á litlu timburhúsi, Tungu. Steinn og Arnþrúður eignuðust fimm börn. Þau eru: Heimir, f. 1937, sóknarprestur og þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum, kvæntur Dóru Erlu Þórhallsdóttur; Iðunn, f. 1940, rithöfundur í Reykjavík, gift Birni Friðfínnssyni, Kristín, f. 1946, rit- höfundur á Akranesi, gift Jóni Hálf- danarsyni; Ingólfur, f. 1951, fram- haldsskólakennari og tónlistarmað- ur í Reykjavík, og Stefán f. 1958, heilsugæslulæknir í Búðardal, kvæntur Bimu Eriingsdóttur. Bamabörn Steins og Arnþrúðar em orðin tólf að tölu og barna- bamabörnin fjögur. Tunga var bömunum kært æsku- heimili. Þar ríkti menningarbragur, og eins og á Kálfafelli forðum stóð þar orgel sem frændur og vinir söfnuðust um. Arnþrúður var greind og skemmtileg kona, sem var manni sínum stoð og stytta í öllu því sem hann tók sér fyrir hend- ur. Arnþrúður lést langt um aldur fram 1964 og varð það Steini og ijölskyldunni þungt áfall. Yngstu synirnir voru á barnsaldri og yngri dóttirin innan við tvítugt. Steinn bognaði en brotnaði ekki. Hann réð til sín ráðskonur og hélt sitt heim- ili. Þótt hann gæfi sig minna að félagsmálum en áður, gekk hann hart fram í baráttunni fyrir bættu og auknu skólahaldi á Seyðisfirði. Steinn kvæntist öðru sinni árið 1970 Ingu Jóhannesdóttur en þau skildu eftir stutta sambúð. Árið 1975 lét Steinn af störfum og fluttist til Reykjavíkur. Seyðfirð- ingar héldu honum kveðjuhóf. Árið 1980 hlaut hann Riddarakross Fálkaorðunnar fyrir störf sín. Eftir að Steinn flutti suður skrif- aði hann Skólasögu Seyðisfjarðar sem Seyðisíjarðarkaupstaður gaf út 1989. Hann fágaði sönglög þau sem hann hafði samið um ævina og nokkur lög nánustu ættmenna og vann að útgáfu þeirra í tveimur heftum: „12 sönglög“ útgefíð af Seyðisijarðarkirkju 1976 og „íjöl- skyldusöngvar", útgefið í Reykjavík 1988. Ég kynntist Steini þegar ég gekk að eiga dóttur hans árið 1972. Hann var alltaf aufúsugestur á heimili okkar hvort sem var í Þýska- landi eða seinna upp á Akranesi. Hann lék fyrir börnin á píanó og sagði þeim til á hljóðfæri. Hann spilaði við þau og var þeim félagi. Þótt Steini þætti oft horfa illa í heimsmálunum og vildi ræða ýmsan vanda í þungri alvöru var hann fljót- ur að taka undir gamanmál og sjá spaugilegu hliðamar á sér og mann- lífinu. Alltaf var hann opinn fyrir nýjungnm og aldrei lagði hann nein- um illt til. Niðri í bílskúr er enn gamla orf- ið og ljárinn frá Seyðisfirði sem hann tók með sér eina ferðina þeg- ar garðurinn var kominn í óhirðu. Aldrei varð úr að við gengjum með

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.