Morgunblaðið - 10.08.1991, Page 17

Morgunblaðið - 10.08.1991, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 17 Morgunblaðið/Júlíus Inga María Friðriksdóttir, íbúi við Grundarás, stendur hér í garðinum sem grjóti rigndi yfir á fimmtudag vegna sprenginar í nágrenninu. Með henni á myndinni eru börn sem voru þar að leika sér þegar sprengingin varð. Þau eru Svala, Iris, Viktor og Ingi og í fangi Ingu Maríu er Katrín. Mesta mildi að ekki skyldi neitt koma fyrir börnin - segir íbúi við Grund- arás í Grafarvogi „OKKUR brá auðvitað mjög mikið þegar sprengingin heyrðist," segir Inga María Friðriksdóttir, íbúi við Grundarhús í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Börnin úr húsunum hér voru öll úti þegar þetta gerðist og það var mesta mildi að ekkert skyldi koma fyrir þau, því grjótið dreifðist yfir garðinn, þar sem þau voru að leika sér.“ Að sögn Ingu Maríu hafa verið stöð- ugar sprengingar á svæðinu frá morgni til kvölds að undanförnu. „Okkur skilst að það eigi alltaf að gefa viðvörunar- merki áður en sprengt er. Það var gef- ið viðvörunarmerki fyrst eftir að byijað var á framkvæmdunum, en frá því þá höfum við ekki heyrt þannig merki fyrr en nú í morgun, daginn eftir að þetta óhapp varð. Það er auðvitað betra að vita fyrirfram hvenær von á sprenging- unum,“ segir hún. Inga María segir að húsið sem hún býr í sé byggt á sömu klöpp og verið sé að sprengja í grunni íþróttahússins. „Það hefur allt skolfið hér síðan þessar framkvæmdir byijuðu og við höfum hreinlega beðið eftir að húsið klofnaði.“ Sprengingin í Grafarvogi: Vinnueftirlit hefur ekki heimilað fram- hald framkvæmda VINNUEFTIRLIT ríkisins er nú að kanna orsakir þess að grjóti rigndi yfir hús og garða í Húsahverfi í Grafarvogi á fimmtudag, þegar verið var að sprengja fyrir grunni íþrótta- húss og sundlaugar þar. Fram- kvæmdir voru í gær stöðvaðar og hefur framhald þeirra ekki verið heimilað enn. Jens Andr- ésson hjá Vinnueftirlitinu segir að að óhappið hafi sennilega orðið vegna þess, að ekki hafi verið byrgt nægilega yfir stað- inn þar sem sprengt var miðað við hvað hleðslan hafi verið öflug. Óhappið varð á sjöunda tíman- um á fimmtudag þar sem starfs- menn Hagvirkis voru að sprengja fyrir grunninun. Sprengingin or- sakaði grótflug og þeyttust stærstu hnullungarnir um 200 metra frá staðnum þar sem verið var að sprengja. Steinar féllu á hús við Grundarhús næst við grunninn, á húsagarð, bílastæði og knattspyrnuvöll. Eitthvert tjón varð á húsinu og nokkrum bílum og eru fulltrúar tryggingafélaga nú að meta það. Enginn slasaðist vegna gijótflugsins en á svæðinu voru mörg börn að leik. Starfsmenn Vinnueftirlits ríkis- ins stöðvuðu í gær framkvæmdir og framhald þeirra hefur ekki verið heimilað. Þeir eru nú að rannsaka orsakir óhappsins, þeir skoðuðu aðstæður í gær og vitna- leiðslur munu fara fram, væntan- Morgunblaðið/Júlíus Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins skoðuðu í gær aðstæður í grunn- inum í Húsahverfi þar sem sprenging orsakaði grjótflug á fimmtu- daginn, auk þess sem þeir ræddu við starfsmenn. Ibúðarhús við Grundarhús standa við grunninn þar sem sprenging- in varð og þeyttist gijót yfir þau og í garðinn milli þeirra. lega eftir helgi. Jens Andrésson hjá Vinnueftirlitinu sagði í sam- tali við Morgunbiaðið í gær, að helst væri talið að óhappið hefði orðið vegna þess að ekki hefði verið byrgt nægilega vel yfir holu, þar sem sprengiefninu hefði verið komið fyrir, miðað við hleðslu- magn þess. Hann segir að menn- irnir, sem við verkið unnu, hafi réttindi til að vinna við sprenging- ar og hafi því átt að vita hvernig með það ætti að fara. Jens segir að frá því hann hafi farið að vinna við rannsóknir á sprengingum á vegum Vinnueftir- litsins fyrir þremur árum hafi hann rannsakað 4 til 5 mál af þessu tagi. Notkun sprengiefnis í byggð hafi farið vaxandi á undan- förnum árum og stafi það líklega af því að það sé orðið bæði ódýr- ara og betra, þannig að auðveld- ara sé með það að fara. Hann segir að í gildi séu lög um með- ferð sprengiefnis og í dómsmála- ráðuneytinu sé verið að semja reglugerð þeim til fyllingar. ■ JAQUES MELOT sveppa- fræðíngur mun í dag, laugardag, aðstoða fólk við að greina sveppi sem það hefur tínt, segir í fréttatil- kynningu frá Náttúruverndarfélagi Suðvesturlands. Jaques verður hjá NVSV í Hafnarhúsinu að vestan- verðu frá kl. 17.00-19.00. hýtt símanúmer auglýsingadölg^^ ann HEIL EÐA HALF HAPPAÞRENNA hefur vinninginn ARGUS/S f A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.