Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 10. ÁGÚST 1991 Litháen: Vopnasjóður til eflingar varna Moskvu. Reuter. LITHÁAR tilkynntu í gær að þeir hefðu stofnað „vopnasjóð" sem í ætti að safna vopnum, skotfærum og sprengiefnum sem svo yrðu notuð til að styrkja varnir á landamærum lýðveldisins. Ákvörðun þessi fylgir í kjölfar árásar á litháíska landamærastöð þar sem sjö verðir voru drepnir. Tilkynningin var birt í dagblöðum í Vilníus, höfuðborg Litháens, og þykir hún endurspegla auknar áhyggjur Litháa af því hvernig skuli haldið áfram í átt til sjálfstæðis en þeir ákváðu að segja skilið við Sov- étríkin fyrir 18 mánuðum. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, og aðrir stjórnmálaleið- togar hafa gefið í skyn að hugsan- lega þurfi að grípa til vopna til að sjálfstæði náist. Hingað til hefur rík áhersla verið lögð á að viðskiln- aðurinn við Sovétríkin fari friðsam- lega fram. í vopnasjóðinn á að leggja öll löglega skráð vopn í lýðveldinu „til að bregðast við aðgerðum OMON- sveitanna og annarra kúgunarafla," eins og sagði í tilkynningunni, og hafa Litháar einnig verið hvattir til að afhenda ólögleg vopn. Flestir Litháar eru þeirrar skoð- unar að OMON, sem eru sérstakar ■ MAGDEBURG - Gerd Brunn- er, aðstoðarforsætisráðherra í Sachsen-Anhalt, sagði af sér í gær eftir að á hann sannaðist að hann hafði starfað fyrir austur- þýsku öryggislögregluna, Stasi, frá því á námsárum sínum á sjötta áratugnum þar til Stasi var leyst upp árið 1989. Þá viðurkenndi háttsettur lögreglumaður í Berlín að hafa njósnað fyrir leyniþjónustu austur-þýska hersins frá 1968 þar til seint á níunda áratugnum. Hann veitti yfírvöldum í Austur-Berlín upplýsingar um stefnu lögreglunn- ar í Vestur-Berlín og rannsóknir mála sem hún hafði með höndum. Fyrir þetta fékk hann greiddar um 3,5 milljónir ÍSK. hersveitir sovéska innanríkisráðu- neytisins, beri ábyrgð á dauða land- amæravarðanna sjö sem drepnir voru 31. júlí sl. Innanríkisráðuneyt- ið og sovéska öryggislögreglan (KGB) neita að hafa átt aðild að morðunum. Morðið á Bakhtiar: Reuter * I minningu fallinna flóttamanna Þýsk ungmenni hirða hér lít- inn garð við minnisvarða, sem reistur hefur verið þeim, sem létu lífið er þeir voru að reyna að flýja frá Austur- til Vest- ur-Berlínar. í forgrunni sjást steinar, sem í hafa verið höggvin nöfn látinna flótta- manna, en á veggnum í bak- sýn stendur hve mörgum austur-þýskir landamæra- verðir urðu að bana árlega þau ár sem Berlínarmúrinn stóð. 15. ágúst verða þijátíu ár liðinn frá því að múrinn var reistur. Lögreg’lan gerir dauða- leit að þremur mönnum París. Reuter. FRONSK lögregla leitar nú þriggja manna, sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Shapour Bakhtiar, fyrrum forsætisráðherra Ir- ans, og ritara hans. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að gefa morðingjunum færi á Bakhtiar. Meðal mannanna þriggja er þrít- ugur maður, sem lögregla nefnir „Boyerhamadi." Hann hafði um- sjón með landi Bakhtiars í íran. Lögregla telur að morðingjamir hafí komist inn í hús Bakhtiars í Suresnes vegna þess að þeir voru í fylgd hans. Mennimir þrír komu að húsi Bakhtiars á mánudagskvöld. Lög- regla skoðaði skilríki þeirra og leit- aði á þeim. Bakhtiar hafði búist við þeim. Lögreglan í Frakklandi liggur nú undir ámæli vegna þess að henni tókst ekki að koma í veg fyrir morðið á Bakhtiar aðstoðar- manni hans. Enn fremur þykir gagnrýni vert lík þeirra lágu í blóði sínu í 36 klukkustundir áður en lögreglan fann þau. Sennilegt þykir að morðingjam- ir hafi á þessum tíma fengið nægi- legt forskot á lögreglu til að kom- ast undan. Tólf sérþjálfaðir lög- regluþjónar stóðu vörð um húsið undir forystu sonar Bakhtiars, Guy Bakhtiars yfirlögregluþjóns. Stjórnarandstöðuflokkur gaul- lista (RPR) hefur skorað á stjóm sósíalista að veita rækilegar skýr- ingar á því hvers vegna Bakhtiar, sem talinn var í stöðugri lífshættu, var „leyft að deyja.“ Irönsk stjórnvöld lýstu í gær yfir því að þau hefðu engan þátt átt í banatilræðinu. Hins vegar mætti ekki útiloka að hér væru andstæð öfl írönsku stjómarand- stöðunnar að gera upp sakirnar. Ónafngreindur maður hringdi á fimmtudag í alþjóðlega fréttastofu í París og sagði að tilræðismenn- irnir hefðu farið til Belgíu. „Nú hefur verið gengið frá Bak- htiar,“ sagði maðurinn. „Við erum í Brússel." Hann bætti við að fleiri morð yrðu framin. Abolhassan Bani-Sadr, annar háttsettur ír- anskur útlagi í París, hefur lýst yfír því að hann óttaðist um líf sitt og teldi að sveit íranskra morð- ingja biði færis á sér í París. Bandaríkin: Metsölubók um sjáifsvíg1 New York. Reuter. Tyrkland: BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times sagði á fimmtu- dag frá því að bókin Endanleg lausn („Final Exit“) væri söluhæst allra leiðbeiningabóka í Bandaríkjunum. I bókinni er þeim sem haldnir eru banvænum sjúkdómum veittar ráðleggingar um hvern- ig fari best á því að fremja sjálfsvíg. Kúrdískir mannr æningj ar sleppa Þjóðverjum úr haldi Ankara. Reuter. TIU þýskum ferðamönnum, sem rænt var af kúrdískum skærulið- um um síðustu helgi, hefur verið sleppt úr haldi. Skýrði talsmaður þýska sendiráðsins í Ankara frá að þeir væru við góða heilsu en uppgefnir. Þjóðverjar segjast enga samninga hafa gert við mannræningjana. Tyrkneska innanríkisráðuneytið sagði að á fimmtudagskvöld hefðu skæruliðamir sleppt Þjóðveijunum tíu við fáfarinn þjóðveg í austur- hluta Tyrklands og vísað þeim á yfírgefið hús þar sem þeir höfðust við næturlangt. í gær hefðu þeir svo gengið að næsta vegi og tekið rútu til bæjarins Tatvan. Ekki hef- ur tekist að hafa upp á mannræn- ingjunum enn en þeirra er mikið leitað. Talsmaður Þjóðfrelsisfylkingar Kúrda (ERNK), sem er talin tengj- ast hinum marxíska Verkamanna- flokki Kúrda (PKK), sagði í gær að hópur innan fylkingarinnnar hefði framkvæmt mannránið upp á eigin spýtur. Tyrkir hafa á undanförnum dög- um haldið uppi loftárásum á bæki- stöðvar PKK í írak. Jalal Tala- bani, einn helsti leiðtogi Kúrda, kom til Ankara, höfuðborgar Tyrk- lands, i gær. Hann vildi ekki tjá sig við fréttamenri um þessar árás- ir Tyrkja en gagnrýndi PKK. „Það er hvergi pláss fyrir hryðjuverka- menn innan hreyfingar Kúrda,“ sagði Talabani við Anatolian-írétt- astofuna. Mohsen Dizay, aðstoðar- maður Mazoud Barzani, leiðtoga Lýðræðisflokks Kúrda, átti í gær viðræður við Kaya Toperi, tals- mann Tyrklandsforseta. Dizay sagðist hafa farið þess á leit við Tyrki að þeir létu af sprengjuárás- unum þar sem óbreyttir borgarar væru meðal fallinna. í blaðinu segir að bókin, sem skrifuð er af Briton Derek, muni tróna efst á metsölulista þess yfir bækur af þessari tegund sem birt- ast mun þann 15. ágúst. Undirtit- ill bókarinnar er „Hagnýtar ráð- leggingar um hvernig á að bjarga sér sjálfur og hvemig hinir deyj- andi geta stytt sér aldur.“ Gefnar eru ráðleggingar um hvernig stytta megi sér aldur með svefnp- illum, plastpokum og sjálfsvelti. í grein blaðsins kemur fram að bókin sé mikið auglýst og að panta megi hana í gegnum síma. Auk þess er sagt að margir sérfræðing- ar telji að bókin geti orkað tvímæl- is, þar sem hætta væri á því að hún yrði misnotuð af þunglyndis- sjúklingum eða einhveijum sem nýta myndi sér upplýsingarnar til að fremja morð. Bóksalar tjáðu blaðinu að marg- ir keyptu bókina af hreinni for- vitni. Þá er því haldið fram að velgengni bókarinnar eigi rót sína að rekja til „mikillar óánægju með heilbrigðiskerfið fyrir að láta dauðvona sjúklinga þjást.“ Réttarhöldum frestað í nauðgun- armáli Williams Kennedys Smiths Washington. Frá fvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TALIÐ er að um 500 blaðamenn, innlendir og erlendir, hafi þyrpst til Palm Beach í Flórida í síðustu viku til að fylgjast með réttarhöldum i „nauðgunarmáli aldarinnar" eins og það hefur verið nefnt. Ákærði er systursonur Edwards M. Kennedys öldungardeildarþingmanns. Réttarhöldin áttu að hefjast 5. ágúst en þeim hefur verið frestað um skeið vegna þess að dómarinn taldi vafasamt að kviðdómur gæti fellt réttlátan dóm sem stendur sökum æsifregna fjölmiðla. Einnig hafa komið fram nýjar ásakanir á hendur ákærða um nauðganir. Nauðgunin, sem hér um ræðir, á Henni segist svo frá að hún hafí að hafa gerst síðla kvölds á föstu- daginn langa á þessu ári. Lækna- neminn William Kennedy Smith var þá í heimsókn hjá Edward frænda sínum í bústað Kennedy-fjölskyld- unnar í West Palm Beach þar sem auðkýfingar sækjast eftir að njóta sólar á Atlantshafsströnd Flórida. Konan, sem kærði nauðgunina, er 29 ára gömul, móðir ungrar stúlku. hitt William Kennedy á öldurhúsi í Palm Beach sem heitir „Au Bar“. Hann hafí boðið henni að koma og skoða ættaróðal Kennedy-fjölskyld- unnar og hafí hún þekkst boðið. En er þangað kom hafi pilturinn ráðist á sig o g nauðgað sér á strönd- inni við bústaðinn. Fyrr um kvöldið hafði það gerst að Edward Kennedy hafði hringt til frænda síns og stungið upp á því að þeir hittust til bjórdrykkju fyrir svefninn. William tók boðinu og mæltu þeir sér mót á umræddum bar. Nýjar ásakanir bætast við Það er talin almenn og sjálfsögð regla í Flórida að birta ekki nöfn kvenna sem kæra nauðgun. í þessu tilfelli var hún þó brotin. Æsi- fregnablöð í New York og víðar í Bandaríkjunum birtu nafn stúlk- urnnar sem kærði nauðgunina en þó þótti mörgum mælirinn fullur er virðulegt dagblað eins og New York Times birti nafn konunnar á áberandi hátt. Fyrir nokkrum dögum tilkynnti saksóknari að hann hefði fengið vitneskju um að þtjár stúlkur til viðbótar væru reiðubúnar að bera fyrir rétti að . William Smith Kennedy hefði beitt þær kynferðis- legu ofbeldi. Engin þessara ásakana hefur komið fram í dagsljósið fyrr og eru skiptar skoðanir um hvort þær muni eiga við rök að styðjast. Stúlkurnar segjast hafa talið að það væri vonlítið að kæra vegna þess að engin vitni hafi verið að verknað- inum. Þar að auki væri Kennedy- fjölskyldan svo áhrifamikil á þess- um slóðum að það væri vafasamt hvort það hefði nokkuð upp á sig að kæra. Það fer ekki á milli mála að nýju ásakanirnar hafa aukið áhuga al-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.