Morgunblaðið - 10.08.1991, Side 28

Morgunblaðið - 10.08.1991, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 + ÓLAFUR E. B. ÞÓRARINSSON frá Sanddalstungu, lést í Landspítalanum 4. ágúst. Jarðarförin ferfram frá kapellunni í Fossvogi 14. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Olga Þórarinsdóttir. Eiginkona mín, ÁSDÍS KRISTINSDÓTTIR, Hamraborg 26, Kópávogi, andaðist á heimili sínu þann 7. ágúst. Árni Jóhannesson. + Móðir okkar, ELÍSABET ALBERTSDÓTTIR frá Hesteyri, Bræðraborgarstig 24a, andaðist í Hafnarbúðum 8. ágúst. Sigurjón Ingi Hilaríusson, Hans Hilaríusson. + Bróðir okkar, GUÐMUNDUR KRISTINN GUÐMUNDSSON, áðurtil heimilis á Suðurgötu 36, Keflavík, lést á dvalarheimilinu Garðvangi, Garði, 30. júlí. Jarðarförin hefur farið fram. Kristín Guðmundsdóttir, Júlia Guðmundsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Dagbjartur Geir Guðmundsson, Jón Guðmundsson. + Sambýlismaður minn, JÓN STEFÁNSSON frá Skagaströnd, Blikahólum 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Ingibjörg Axelsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HENDRIK RASMUS, Hlíðarvegi 62A, Kópavogi, lést þann 4. ágúst síðastliðinn. ðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. kum auðsýnda samúð. Hrefna Þórarinsdóttir, Margrét Heinreksdóttir, Hugó Rasmus, María Játvarðardóttir, Tómas Rasmus, Hlíf Erlingsdóttir, Steinunn Rasmus, Jón Árni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför JÓHÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Brekkustíg 12, Reykjavík. Dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir sencjum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ÓLAFAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Gunnarsdóttir, Margeir Sigurðsson. Minning: Jónasína Þ. Sigurðar- dóttir — Hrauni Fædd 28. maí 1903 Dáin 5. ágúst 1991 Svæfillinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín en aðra breið þú ofan á mig er mér þá værðin rósamlig. (Sig. Jónsson) Þessi bæn er ein af kvöldbænun- um henpar ömmu sem hún las oft með okkur og signdi okkur svo á eftir. Með þessari bæn viljum við senda henni kveðju okkar og þökk fyrir allar góðu stundirnar. Jónasína amma var fædd í Hrauni í Aðaldal 28. maí 1903 og bjó þar alla sína tíð. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Jónasson og Krist- ín Þorgrímsdóttir. Amma átti þijú systkini, Sólveigu sem dó á barns- aldri, Pétur sem bjó í Hrauni en dó 1935, og Hólmgrím bónda í Ystu-Vík sem lést fyrir 4 árum. 27. júlí árið 1929 giftist amma Kjartani Sigtryggssyni frá Jarls- stöðum. Börn þeirra eru Hólmgrím- ur, fæddur 29. mars 1932, kvæntur Kristbjörgu Steingrímsdóttur og eiga þau tvær dætur; Kristín, fædd 21. febrúar 1940, giftTrausta Jóns- syni og eiga þau tvö börn. Langömmubörnin eru orðin fimm. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. (Vald. Briem.) Vissulega höfum við systurnar margs að minnast og margt að þakka ömmu frá bernskudögum okkar heima í Hrauni. Þær eru svo ótalmargar minning- arnar sem sækja á hugann, — minn- ingar um löngu liðna daga sem þó virðast svo skammt undan í hug- skotinu. Með ömmu fórum við í ótal leið- angra, — suma raunverulega, — vestur í Fjósstíg, upp á Hundshaus, suður á Hellur eða Kerlingarkofa, út að Baklæk eða upp í Lindarhol- ur. Stundum byggðum við hús eða rétt úr steinvölum, tíndum blóm eða ber eða leituðum að hreiðrum. Allir þessir staðir voru ömmu kærir, tengdir bernskuleikjum hennar og margar sögur sagði hún okkur um þá. Aðrir leiðangrar voru óraunver- ulegri í okkar huga, það voru leiðan- grar aftur í tímann til bernskudaga ömmu, í sögunum hennar urðu þeir sveipaðir ævintýraljóma og aldrei þreyttumst við á að hlusta á frá- sögn hennar af fyrstu kaupstaðar- ferðinni, — það var nú meira ævin- týrið. Þær voru líka ófáar stundirnar sem við sátum uppi hjá ömmu og afa og stríddum vð heklunál, pijóna eða saumuðum út. Amma sá líka oft til þess að brúðurnar okkar færu ekki í jólaköttinn. Bókahillurn- ar voru líka freistandi og ávallt hvatti amma okkur til 1 estrar, enda bera margar bækurnar þess merki að hafa verið mikið lesnar. Kakóið hennar ömmu og rúsínu- lummurnar eða nýsteiktu kleinum- ar brögðuðust dásamlega og tengj- ast í minningunni sérstökum ann- ríkisdögum á heimiiinu. Daginn áður en hún dó, bauð hún í kaffi, en afsakaði það að hún hefði ekki hitað kakó, það væri bara mjólk og kaffí. Amma hafði mjög gaman af því að taka á móti gestum. Oft var þröngt setið í litlu stofunni og glatt á hjalla, enda lögðu margir leið sína til hennar og þáðu kaffí. Samband- ið við bræðrabörn hennar og fjöl- skyldur þeirra var mjög náið og naut hún innilega þeirra samfunda. Hún fylgdist vel með hópnum og gladdist yfír hveijum nýjum ein- staklingi sem í hann bættist. Síðastliðið vor varð henni þáð sérstakt gleðiefni þegar stór hluti af afkomendum Hólmgríms, eða „bróður“ eins og hún kallaði hann oft, birtist á hlaðinu hjá henni. Börnin okkar urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að vera samvistum við „ömmu lang“ um lengri eða skemmri tíma og sóttust eftir því að fara upp til hennar, hlusta á sögur, skoða myndir eða kíkja í dótakassann í gömlu saumavélinni sem hefur að geyma sýnishorn af leikföngum nokkurra kynslóða. Fyrir tæpum tveimur árum héld- um við jólin heima í Hrauni með litla hópinn okkar og fundum að amma gladdist innilega yfír að njóta jólanna með langömmubörnunum. Á jóladag komu líka Stína og fjöl- skylda og þá hafði amma allan hópinn sinn hjá sér. Amma og afi voru mjög samhent í öllu og alltaf fannst okkur að þau væru jafn ástfangin eins og þau væru nýtrúlofuð. Þau áttu hlýlegt heimili þar sem alltaf var gott að koma. Ámma hafð yndi af blómum og oft var blómskrúðið mikið í stof- unni hennar. Hún átti líka fallegan garð sem henni þótti vænt um og síðast í sumar greip hún til hrífunn- ar til að raka þegar afí hafði slegið garðinn. Einn af þeim stöðum sem amma hafði mestar mætur á voru hólm- arnir í tjörninni og var það lengi venja að á afmælisdegi hennar var farið út í hólmana til að leita eggja og tína hvönn og hófsóleyjar. Síð- astliðið vor voru henni færðar hóf- sóleyjar úr hólmunum á afmæl- isdaginn. Betri gjöf gat hún varla hugsað sér. Hún gladdist líka alltaf yfír fyrstu beijum sumarsins og nokkrum dögum áður en hún dó voru henni færð fyrstu bláberin úr hrauninu.' Það er svo margt sem hægt væri að telja upp og sjóður minning- anna er okkur dýrmætur. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við ömmu í öll þessi ár. Langömmubörnin þakka líka „ömmu lang“ allar ljúfu stund- irnar. Við biðjum góðan guð að styrkja afa í sorg hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Adda Heiða og Harpa Okkur systkinin langar í örfáum orðum að minnast ömmu, Jónasínu Sigurðardóttur, sem lést á heimili sínu 5. ágúst sl. Hún elsku amma er dáin, amma sem alltaf var svo gott að heim- sækja. Þó að ferðirnar í sveitina hefðu mátt vera fleiri, fannst ömmu alltaf yndislegt að fá fjölskylduna til sín og ekki síst eftir að yngsta langömmubarnið fæddist, hún Kara Rún, sem var augasteinninn hennar „ömmu-lang“. En amma fékk ekki að vera nálægt henni lengi, því elsk- uleg amma kvaddi þennan heim þegar sú litla var 8 mánaða. En við systkinin viljum kveðja ömmu og þakka henni fyrir allar þær stundir sem við áttum með henni heima í sveitinni. Elsku afí, mamma og frændi, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Kjartan og Björk + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, HELGU GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Sólgötu 5, ísafirði. Geir Guðbrandsson, Sigrún Bergsdóttir, Lars Frank Jörgensen, Þorsteinn Geirsson, Halldór Geirsson, Jónína Karvelsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Marsellíus Sveinbjörnsson og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURJÓNS JÓNSSONAR bónda, Smjördölum, Sandvíkurhreppi. Stefán Sigurjónsson, Svanbjörg Gísladóttir, Eiríkur Sigurjónsson, Guðbjörg Hulda Albertsdóttir, Jón Kristinn Sigurjónsson, Kristín Alda Albertsdóttir, Grétar Sigurjónsson, Margrét Sigurjónsdóttir og barnabörn. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt ér með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.