Morgunblaðið - 10.08.1991, Side 31

Morgunblaðið - 10.08.1991, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 31 fclk i fréttum Pétur Hallgrímsson spilar á flygilinn góða. SKEMMTANALÍFIÐ Fjör á Borginni Ástrós og Helena sýna „Frjósemidansinn" en gestir fylgjast með af áhuga. Isumar hefur skemmtanalíf í Reykjavík verið fjölskrúðugt enda fer krám og skemmtistöðum ört fjölgandi og þá sérstaklega í Miðbænum. Það virðist þó ekki hafa komið niður á gömlum og grónum stöðum á sama svæði og er Borgin dæmi um slíkt en hún er nú einn af vinsælustu skemmti- stöðum höfuðborgarinnar Föstudaginn 26. júlí leit blaða- maður Morgunblaðsins inn á Borgina og ríkti þar glaumur og gleði að venju. Tilkynnt hafði ver- ið að dansararnir Ástrós og He- lena myndu sýna frumsamið dans- atriði sem nefndist „Fijósemi- dansinn.“ Von bráðar birtust þær á dansgólfínu og sýndu dansinn sem vakti óskipta athygli gesta og var dönsurunum vel fagnað að honum loknum. Síðan hófst almennur dans í húsinu og reyndu þá ýmsir, með misjöfnum árangri þó, að tileinka sér dansspor þeirra Ástrósar og Helenu. Margir kusu þó að taka ekki þátt í dansinum heldur fóru inn í svonefndan Skuggasal. Þar er oft spiluð lif- andi tónlist og að þessu sinni hafði einn gesturinn snarað sér að forláta flygli sem þarna var og farið að spila af fingrum fram. Þarna var kominn Pétur Hallgr- ímsson, fyrrum gítarleikari hljóm- sveitarinnar X-ins, og fékk hann góðar viðtökur hjá öðrum gestum sem sungu með af lífi og sál. Dansgólfið var ekki lengi að fyllast eftir dansatriðið, 1 Það er engu líkara en Connery ætli að gleypa Moore með húð og hári. Sean Connery og Roger Moore glaðir á góðri stund í Monte Carlo. MONTE CARLO Banvænn koss? eir Roger Moore og Sean Conn- ery eiga það sameiginlegt að hafa verið í hlutverki njósnarans James Bonds á hvíta tjaldinu. Aðdá- endur Bond myndanna bera þær oft saman og eru skiptar skoðanir um það hvaða leikari hefur staðið sig best í hlutverki hins breska njósnara. Moore og Connery hafa' aldrei tekið þátt í slíkum mannjöfn- uði enda eru þeir góðir kunningjar. Kempurnar hittast regiulega í tenn- isklúbbi í Monte Carlos þar sem þeir ræða um liðna tíma og keppa í tennis. Ýmsum brá þó í brún þeg- ar fundum þeirra bar saman fyrir skömmu. Sáu menn ekki betur en að Connery væri í óða önn að gæða sér á nefi Moores en sem betur fer var aðeins um vel útilátinn koss að ræða. Leikararnir bregða ævinlega á leik þegar þeir hittast og taka þá upp á ýmsum hrekkjabrögðum. Rod Stewart á tónleikum. ROD STEWART Þarf að spara röddina Isumar hefur söngvarinn Rod Stewart verið á hljómleikaferða- lagi um Evrópu og komið víða við. Góð aðsókn hefur verið að hljóm- leikum hans hingað til en þrátt fyr- ir það hafa margir aðdáendur kapp- ans orðið fyrir miklum vonbrigðum með hann. Ástæðan er sú að rödd Stewarts er farin að gefa sig og þolir ekki til lengdar hið mikla álag sem fylgir söngnum. Líkamlegt ásigkomulag söngvarans er ekki heldur með besta móti og herma fregnir að hann sé allt að því ör- magna eftir hveija tónleika. Það bætir þó nokkuð úr skák að áhorf- endur þekkja flest laganna á tón- leikunum og syngja með fullum hálsi. Ef svo væri ekki er hætt við að hin þekkta poppstjarna yrði púuð niður á hverjum tónleikunum á eft- ir öðrum. í blaðaviðtali sagði Rod Stewart að í sumar hefði hann sungið á tónleikum sem um milljón manns hefði sótt og hann vildi ekki bregð- ast aðdáendum sínum með því að aflýsa fleiri tónleikum en hann hef- ur nú þegar gert. Stewart segir þó að hann muni taka sér langt hlé frá tónleikahaldi eftir þetta ferðalag og spara röddina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.