Morgunblaðið - 18.08.1991, Page 12
I
KYNNI
KYNJANNA
Kirsten Kruch: Ef konan hefur áhuga finnast fleiri mynstur og þau
efu endurtekin oftar.
Magnús S. Magnússon: Við getum litið á þetta atferli sem ómál-
rænar setningar.
að rannsaka almennt fyrstu kynni
fólks og leitar að sérstökum teg-
undum af endurteknum tíma-
mynstrum, sem ég álít að séu sér-
staklega mikilvæg til að unnt sé
að finna reglu í atferli okkar. Við
erum mjög ómeðvituð um allt sem
við gerum og gildir það jafnt um
það að finna mynstur í eigin at-
ferli jafnt sem annarra. Gagnvart
þessu tungumáli, það er að segja
liinu ómálræna, erum við meira
eða minna mállaus.“
Magnús segir að það krefjist
gífurlegra útreikninga að finna
þessa tegund tímamynstra og hef-
ur hann þróað sérstök forrit til
þess að finna þau og greina.
„Draumurinn er að finna einhvers
konar atferlismálfræði, finna reglu
í því hvernig við höfum áhrif hvert
á annað með atferli okkar. Menn
hafa rannsakað þetta atferli hjá
dýrum, og hefur meðal annars sá
sem stjórnar rannsóknum Kirsten
rannsakað þetta atferli hjá mönn-
um.“
Falin myndavél
Kirsten byijaði að vinna eftir
aðferðum Magnúsar árið 1987 og
beindust rannsóknir hennar að því
að finna tímalega samhæfingu
atferlis þegar um fyrstu kynni
karls og konu er að ræða. „Um
hundrað pör tóku þátt í rannsókn-
inni,“ segir Kirsten. „Voru þetta
allt stúdentar, 84 pör sitt af hvoru
kyni og 12 pör af sama kyni.
Rannsóknin fór þannig fram í
stuttu máli, að par sem þekkti
ekki hvort annað, var beðið um
að dæma myndband og taka síðan
þátt í smákönnun. Voru þau leidd
inn í herbergi þar sem allt var til
reiðu, en síðan beðin um að bíða
aðeins meðan sá sem könnuninni
stjómaði skryppi aðeins fram. í
næsta herbergi sátu myndatöku-
menn sem síðan kvikmynduðu
parið í tíu mínútur í gegnum speg-
il á veggnum meðan þau biðu.
í þessari aðstöðu kemur ýmis-
legt fram, bæði eru þama pör sem
sýna hvort öðru áhuga og pör sem
sitja stíf allan tímann og skipta
sér ekki hvort af öðru.
Að þessum tíma liðnum fengu
þau spurningalista í hendumar,
þar sem þau voru til dæmis spurð
hvort þau vildu fara í bíó með hin-
um aðilanum, eða hvort þau
inundu vilja gefa honum eða henni
símanúmerið sitt, og gaf hvert
svar stig á bilinu frá einum og upp
í sjö. Síðan var samhengið milli
þess atferlis sem sást á myndband-
inu og svaranna við spurningunum
sem þau gáfu rannsakað.“
— Hvemig brást fólkið við þeg-
ar það uppgötvaði að það hafði
aðeins verið platað?
„Mjög vel,“ segir Kirsten, „auð-
vitað gat það neitað að vera með,
en allir hafa verið meira en fúsir
til að taka þátt í þessari rann-
sókn. Hins vegar fengum við leik-
ara til að koma fram á mynd-
bandi, sem með þeirra leyfi verður
sýnt fjölmiðlum. En þeir voru á
sama báti og hinir, vissu ekki bet-
ur en að þeir væru að bíða eftir
að sjá myndband sem þeir ættu
síðan að tjá sig um.“
Mögnuð spenna
Kirsten rannsakar hverja upp-
töku ótal sinnum og leitar í fyrsta
lagi að ákveðnu mynstri í þvf
hvernig parið hegðar sér innbyrð-
is, þ.e. gagnvart hvort öðm. Er
þá athugað hvort um sé að ræða
einhver tengsl sem endurtaka sig
og em ekki tilviljanakennd.
í öðru lagi leitar Kirsten að
ákveðinni samstillingu, lítur fram
hjá þvi hvernig parið gerir ákveðn-
ar hreyfingar, en einbeitir sér að
því hvenær það gerir þær.
Kirsten er nú með 45 þúsund
atburði á myndbandi sem eru
tímasettir nákvæmlega, eða um
1/25 úr sekúndu.
Hreyfingarnar sem fram koma
hjá fólkinu á þessum skamma tíma
em margvíslegar. Til dæmis fóta-
hreyfingar, höfuðhreyfingar,
handahreyfingar og staða hand-
leggja. Oft er það svo að í hvert
sinn sem maðurinn hreyfir sig
hreyfir konan sig líka eftir ákveð-
inn tíma, eða öfugt. Er þá á fag-
máli talað um tímalega samstill-
ingu. „Ef karlmaðurinn hallar sér
fram hreyfír konan sig ef til vill
ekkert fyrst í stað, en eftir fjórar
sekúndur gerir hún einhveija
hreyfingu, lagar hárið eða annað,
og síðan kannski aftur eftir 20
sekúndur. Slík mynstur finnum við
oft.“
Kirsten er nú með 68 myndbönd
af mismundandi atferli, en sjón
er sögu ríkari og sýnir hún okkur
fjórar upptökur af ungum pörum.
Horfum við einungis á atferli
þeirra en látum hljóð og samtöl
lönd og leið. Ekki þarf að taka
fram að unga parið er að sjá hvort
annað í fyrsta sinni.
Fyrsta parið, bæði ljóshærð og
lagleg, sitja í homsófanum bros-
andi og vinsamleg og á pilturinn
í mestu vandræðum með að fela
augljósa hrifningu sína á stúlk-
unni. Er íjóður í vöngum og á í
vandræðum með hendurnar á sér.
Hann lætur samt lítið fyrir sér
fara í fyrstu. Stúlkan er ákaflega
dömuleg en veit greinilega upp á
hár af áhuga piltsins. Hann skipt-
ir um stellingu, hún hreyfir hvorki
legg né lið en eftir nokkrar sek-
úndur lagar hún belti sitt. Þegar
yfir lýkur er hann farinn að sitja
nokkuð valdsmannlega í sófanum
og hún farin að tala ákaft með
höndunum. Yfír þessu pari er eitt-
hvað létt og skemmtilegt en áhorf-
andi skynjar þó vel spennuna sem
er á milli þeirra tveggja.
Hjá næsta pari verður spennan
bókstaflega mögnuð. í því tilviki
sem hinu fyrra eru bæði stúlkan
og pilturinn ákaflega aðlaðandi,
en hann virðist þó ekki sýna henni
hinn minnsta áhuga. Þau spjalla
að vísu saman en hann er kaldur
og rólegur, japlar á tyggigúmmí
og til að kóróna allt saman stend-
ur hann upp og færir sig þar með
langt frá stúlkunni. Hún kann
þessu illa, verður í fyrstu óörugg
með sig, en síðan hefjast hinir
ýmsu tilburðir af hennar hálfu.
Hún ýmist sækir á eða dregur sig
í hlé og brúkar hin ýmsu brögð.
Eitt skiptið er hann lítur undan
notar hún tækifærið og skiptir um
stellingu. Er hann lítur á hana
aftur hefur hún tekið hárið frá
andlitinu og situr ákaflega kven-
lega. Undir lokin hefur hún dregið
hann að sófanum aftur, svipur
hans hefur breyst og nú er það
hann sem sækir aðeins á brattann.
Hjá þriðja parinu myndast eng-
in spenna og minnir andrúmsloftið
á það sem fyrirfinnst á biðstofu
læknis á rigningardegi. Þau sýnast
bæði afskaplega gáfuð að sjá.'ef
marka má útlit og klæðaburð, en
það sém er eftirtektarvert er stell-
ingin sem þau sitja í. Hann situr
í döinustellingu og hún í dæmi-
gerðri karlastellingu. Þau hreyfa
sig lítið og mætti ætla af látbragð-
inu, sem er mjög af skornum
skammti, að þau ræddu um veð-
urfar eða myndvefnað.
Hjá fjórða parinu finnast fá
merki um mannlegar tilfinningar.
Ungi maðurinn gerir að vísu hinar
ýmsu tilraunir með því að skipta
um stellingar og skjóta að stúlk-
unni einni og einni setningu, en
daman situr teinrétt með bók í
hönd og hreyfir hvorki legg né lið.
Og þannig gengur það fyrir sig í
tíu mínútur. Það skemmtilegasta
er þó, að þegar spurningalisti var
síðan lagður fyrir þessa umræddu
dömu, hafði hún ekkert á móti því
að fara með piltinum í bíó.
Fallegur dans
Tvennt hefur komið Kirsten á
óvart eftir að hún fór að vinna
úr rannsóknum sínum. „Því hefur
verið haldið fram að samstilling
hreyfínga komi aðeins fyrir hjá
pörúm sem eru að daðra hvort við
annað,“ segir hún, „en það er ekki
rétt. Hún kemur einnig fyrir hjá
pörum af sama kyni og pörum sem
höfðu ekki áhuga hvort á öðru.
Einnig hefur verið sagt, að ef
pör eru hrifin hvort af öðru gerist
samstilling fyrr. Það er rangt, því
það er samhengi milli áhuga kon-
unnar og þess hversu flókin
mynstrin eru sem finnast. Ef kon-
an hefur áhuga finnast fleiri
mynstur og þau eru endurtekin
oftar. Um þetta er ekki að ræða
hjá karlinum. Skiptir engu máli
hvort hann hefur áhuga eða ekki,
allt sem kann að gerast þeirra á
milli ákvarðast af áhuga konunn-
ar.“
Þá vita menn það. Ef kona lítur
lengi í augu karlmanns er líklegt
að eitthvað búi undir og hjólin
fari að snúast, en karlmaður getur
aftur á móti mænt í augu kven-
manns allan guðslangan daginn
án þess að það beri nokkurn ár-
angur.
„Ef konan fer hins vegar að
laga hár sitt eða föt er möguleiki
á að hún hafi áhuga,“ segir Kirst-
en.
„Tíminn hefur allt að segja,“
segir Magnús, „og parið verður
að hreyfa sig á samhæfðan hátt.
Þetta getur verið eins og fallegur
dans. Oft stjórnar karlmaðurinn
dansinum og konan verður að
bregðast við á ákveðinn hátt til
að samræmi verði í hreyfingum
þeirra. Við getum litið á þetta at-
ferli sem ómálrænar setningar."
Myndbandið sem Kirsten notar
er tengt tölvu og oft fínnur tölvan
atferlismynstur sem sjást ekki með.
berum augum. „Um það bil 10 til
15 mismundandi atferli endurtaka
sig oft þrisvar til fjórum sinnum
innan tíu mínútna," segir Kirst-
en.„Ég get nefnt sem dæmi, að
hjá einu parinu fór konan ætíð
höndum gegnum hár sitt í hvert
sinn sem maðurinn hallaði sér aft-
ur á bak. Það endurtók sig þrisvar
sinnum á tíu mínútum!
Ég get líka nefnt það, að ef
konunni finnst karlmaðurinn vera
orðinn of öruggur með sig, oft
gefur hann þá öryggi sitt til kynna
með ákveðinni stellingu, þá hreyf-
ir konan sig ekki í 20 sekúndur,
en lagar síðan hár sitt eða föt að
þeim tíma liðnum. Eins og hún
hugsi með sér: hann er of öruggur
með sig en ég læt hann ekki sjá
að ég hafi séð það.
Þegar karlmaður setur hendur
á hnakka og hallar sér aftur á bak
sýnir það öryggi hans gagnvart
konunni, en þegar hún setur sig
í þessa sömu stellingu er það merki
um að karlmaðurinn sé ekki nógu
góður fyrir hana. Að hún geti
stjórnað honum að vild.“
— Eru hreyfíngar eitthvað frá-
brugðnar þegar um fólk af sama
kyni er að ræða?
„Þá eru mynstrin styttri og eru
endurtekin oftar. Hárhreyfingar
koma til að mynda oftar fyrir þeg-
ar um tvær konur eru að ræða.“
Atferli og einangrun
Þetta er í fyrsta sinn sem Kirst-
en Kruh ræðir opinberlega um
atferlisrannsóknir sínar, og hefur
hún í hyggju að birta niðurstöð-
umar fyrst meðal vísindamanna
áður en fjölmiðlar erlendis fá upp-
lýsingar. Vitað er að þýska press-
an hefur mikinn áhuga á vinnu
hennar og að sjónvarpsstöð muni
ef til vill gera mynd byggða á
rannsóknum hennar. Kirsten hefur
nú þegar haldið fyrirlestra og talað
um vinnu sína á ráðstefnum. Hún
hefur síðan í hyggju að skrifa bók
um það atferli sem hún hefur ver-
ið að rannsaka og á hún að vera
leikmönnum aðgengileg.
Franska sjónvarpið hefur nú
þegar rætt við Magnús um aðferð-
ir hans, og þess má geta að ís-
lenska tölvufyrirtækið „Fjarhönn-
un“ hefur þróað samtengda mynd-
banda- og tölvutækni í samráði
við Magnús, sem Sorbonne-
háskóli hefur í hyggju að kaupa.
En hver er tilgángurinn með
öllu saman og gætu þessar rann-
sóknir ef til vill breytt einhveiju
fyrir hinn venjulega mann?
„Tilgangurinn er sá að skilja
betur hvernig kynni fólks fara
fram og hversu atferlið skiptir
miklu máli í samskiptum fólks,“
segir Kirsten.
„Ef til vill er einnig hægt að
benda á ákveðna kórvillu í fari
einstaklingsins sem verður til þess
að hann einangrast,“ segir Magn-
ús. „Einmanaleiki er alls staðar
að verða mikið vandamál og það
er ólíklegasta fólk sem einangr-
ast. Það kom til dæmis fram í
franska sjónvarpinu ekki alls fyrir
löngu að hundrað þúsund kvenna
í París búa einar og eru alls ekki
ánægðar með það. Oft eru þetta
vel útlítandi konur og flestum
óskiljanlegt hvers vegna þær
kynnast engum.“
Kirsten upplýsir einnig að helm-
ingur allra íbúa í Miinchen séu
einhleypir og og gildir það jafnt
um konur sem karla.
„Atferli er ekki bara eitthvað,"
segir Magnús, „atferlið skiptir
meginmáli. Það er mjög mikilvægt
að rannsaka mannleg samskipti,
komast að því hvers vegna sumir
ná sambandi við fólk en aðrir ekki.
Og ég tel rannsóknir sem þessar
mikilvægar fyrir íslendinga sem
verða nú að byggja upp æ meiri
samvinnu við aðrar þjóðir."
Kirsten og Magnús eru undir
lokin spurð hvort þau sjálf séu
ekki farin að rannsaka hveija ein-
ustu hreyfíngu samferðamanna
sinna, og segja þau að svo hafí
að vísu verið fyrstu mánuðina. „Ég
fór að stúdera hið ólíklegast fólk,“
viðurkennir Kirsten og kímir, „en
það var aðeins í stuttan tíma. Hins
vegar fer maður að fylgjast meira
með sjálfum sér og að sjálfsögðu
hefur maður lært heilmikið um
sjálfan sig.“