Morgunblaðið - 18.08.1991, Page 19

Morgunblaðið - 18.08.1991, Page 19
MORGUNjBIiAÐip SGNNUDAGUR 18. AGUST dffúl 19 SOGULEG HEIMSOKN FYRIR HALFRI OLD CHURCHILL ÍREYKJA VÍK Churchill kveður 1 Reykjavik með V- merkinu og í baksýn má sjá Esjuna. HÁLF öld var liðin sl. miðvikudag frá því að Winston Church- ill sté á land í Reykjavík. Breskir forsætisráðherrann var þá að koma af leynilegum fundi með Franklin D. Roosvelt Banda- ríkjaforseta, þar sem þeir sömdu Atlantshafssáttmálann, sem markaði stefnubreytingu Bandaríkjamanna í síðari heims- styrjöldinni og er af mörgum talinn einn helsti vendipunkt- urinn í styrjöldinni. Það blés hins vegar ekki byrlega hjá Bandamönnum þeg- ar Churchill hafði hér viðkomu. Það var þó engan bilbug að finna á Churchill í Reykjavík, og hann kvaddi með sigurmerkinu fræga þegar hann sigldi út úr höfninni. í ræðu af svölum Alþingishússins sagði hánn að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu tekið að sér að bægja ófriðnum frá Islandi því ella hefðu aðrir orðið til þess. „Eftir að þeirri viðureign er lokið, sem nú stendur yfir munum við ásamt Bandaríkjamönnum sjá um, að Island fái sitt fullkomna frelsi. Við sækjum ykkur heim sem menningarþjóð, og það er takmark að menningarfortíð ykkar megi tengjast framtíðarmenningu ykkar sem fijálsrar þjóðar.“ Með nokkrum sanni má segja í þessum orðum Winst- on Churchills hafi verið innsigluð utanríkisstefna íslendinga frá þeirri stundu. Churchill um borð í orustuskipinu Prince ofWales, horfir inn Hvalfjörðinn. Churchill veifar til yfirmanna breska herliðsins og íslenskra ráðamanna á hafnarbakkanum í Breski forsætisráðherrann stígur á land í Reykjavík. Franklin Reykjavík. Delano Roosevelt, sonur Bandaríkjaforseta gengur niður land- ganginn að baki hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.