Morgunblaðið - 21.08.1991, Síða 19

Morgunblaðið - 21.08.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 19 Neyðamefnd áttmenn- inganna verður skammlíf — segir Vladimír Búkovskíj RÚSSNESKI rithöfundurinn Vladimír Búkovskíj telur að harðlínu- kommúnistarnir, sem steyptu Míkhaíl Gorbatsjov, muni aðeins halda velli í nokkrar vikur. Hann kveðst hafa búist við því um nokkurt skeið að afturhaldsöfl sölsuðu undir sig völd í Sovétríkj- unum. Hann hafi því skipulagt neðanjarðarhreyfingu í Sovétríkj- unum til þess að koma upplýsingum út úr landinu. „Ég bjóst við meira ofbeldi í upphafi," sagði Búkovskíj í sím- tali frá bústað sínum í Cambridge á Englandi. „Það voru mikil mistök af hálfu valdaræningjanna að láta ekki þegar til skarar skríða gegn andstæðingum sínum, þótt að sjálfsögðu harmi ég ekki þau mis- tök. Þeir hefðu þurft að handtaka alla leiðtoga andstöðunnar hefðu þeir ætlað að ná árangri." Neyðarnefndin skilur ekki þjóðina Búkovskíj sagði að herinn væri byrjaður að gliðna í sundur og herstjórnin væri í miklum vand- ræðum: „Neyðarnefnd áttmenn- inganna verður skammlíf. Hún mun falla eftir nokkrar vikur.“ Þegar Morgunblaðið talaði við Búkovskíj síðdegis í gær var ums- átur neyðarnefndarinnar um Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og stuðningsmenn hans í þjóðþinginu hafið. Búkovskíj kvaðst ekki vera viss um það hvort neyðarnefndin myndi láta til skarar skríða: „Þeir höfðu ekki hugrekki til þess í upp- hafi. Hafa þeir hugrekki til þess nú?“ spurði hann. Búkovskíj vísaði til þess að Gorbatsjov hefði verið í sumarfríi á Krímskaga þegar valdaránið var gert: „Jeltsín var ekki heldur í Moskvu, ég bendi á það. En þeir snertu ekki hár á höfði hans og hann sneri strax til baka og'hóf andóf. En ef til kast- anna kemur eiga þeir ekki eftir að hika við að ráða niðurlögum Jeltsíns. Og þá verður þeim alveg sama þótt vestrænar kvikmynda- vélar fylgist með.“ Búkovskíj er þeirrar hyggju að neyðarnefndin viti ekki hvað hún er að gera. „Þeir þekkja ekki sitt eigið land,“ sagði hann um átt- menningana í nefndinni. „Herinn á eftir að snúast á sveif með fólk- inu. Leyniþjónustan KGB verður trú herstjórninni. En KGB kemst ekki í hálfkvisti herinn og á ekki möguleika gegn honum.“ Hann sagði að Vladimír Kijútsjkov, yfir- maður KGB, Dmitrí Yazov varnar- málaráðherra og Borís Púgó inn- anríkisráðherra hefðu tögl og hagldir í neyðarnefndinni og bætti við að Gennadíj Janajev, sem sett- ur var forseti Sovétríkjanna í krafti nefndarinnar, væri aðeins strengjabrúða í höndum þein-a. Sagt hefur verið að valdaræn- ingjamir hafi látið til skarar skríða á elleftu stundu. í gær átti að undirrita sambandssáttmála þar sem flytja átti vald frá miðstjórn- inni í Moskvu til Sovétlýðveldanna og hugðist Gorbatsjov koma aftur til Moskvu til þess. Segja ýmsir fréttaskýrendur að andstæðingar Gorbatsjovs á hægri vængnum hefðu aldrei getað snúið klukkunni við eftir undirritun samningsins og því hafi aðfaranótt mánudags verið valin til hallarbyltingar. Búkovskíj er á öðru máli: „End- anleg drög sambandssáttmálans voru sýnu frekar miðstjórninni í hag, en lýðveldunum. Eina ástæð- an fyrir því að þeir völdu þennan tíma var að þeir vildu ná Gorbatsj- ov áður en hann kæmi til Moskvu.“ Búkovskíj hefur sína skýringu á því að neyðarnefndin skýrði valdaskiptin með því að Gorbatsjov þjáðist af ofþreytu: „Þeir eru að vonast til þess að hann gangi í lið með þeim. Fyrst þeir notuðu heilsu Gorbatsjovs sem átyllu geta þeir sagt að hann hafi náð sér ef hann kemur inn í stjórnina." Búkovskíj Rússneski rithöfundurinn Vlad- imír Búkovskíj. taldi ekki útilokað að Gorbatsjov léti undan „til þess að bjarga eig- in skinni.“ Hefur eigin neðanjarðarhreyfingu Búkovskíj kvaðst lengi hafa búist við að eitthvað þessu líkt myndi gerast í Sovétríkjunum. „Fyrir tveimur árum hóf ég undir- búning undir nýja ógnarstjórn,“ sagði Búkovskíj. Hann kvaðst hafa lagt fé í þjálfun ungra manna í Sovétríkjunum í að lifa af undir harðstjórn og látið kenna þeim að nota frumstæðar leiðir á borð við handsnúnar prentvélar til að miðla upplýsingum þegar yfirvöld hafa lokað símkerfum og öðrum og nútímalegri samskiptaleiðum. „Þegar herlög voru sett í Póllandi var landinu lokað. Ég bjóst við því að hið sama myndi gerast í Sov- étríkjunum ef valdarán yrði fram- ið,“ sagði Búkovskíj. „Tilgangur- inn með þessu er að koma upplýs- ingum um fólk, sem er myrt eða varpað í fangelsi í lokuðu landi, til fjölmiðla erlendis. Þetta bar árangur gegn kúgunarstjórn Brez- hnevs og getur komið sér vel aft- ur.“ Búkovskíj sagði að Sovétríkin væru enn opin, enn væri hægt að hringja þangað og ræða við fólk, og yfirvöld virtust ekki byrjuð að handtaka fólk: „En komi til þess að landinu verði lokað geta mínir menn umsvifalaust byijað að miðla upplýsingum til Vesturlanda og milli andófsmanna í Sovétríkjun- um.“ Búkovskíj var andófsmaður í Sovétríkjunum og var bæði settur í fangabúðir og lagður á geð- veikrahæli þegar verið var að reyna að þagga niður i honum. Árið 1976 var hann fluttur úr landi í skiptum fyrir Luis Coraval, leið- toga kommúnistaflokks Chile. Eft- ir að Búkovskíj kom til Vestur- landa hélt hann áfram að gagn- rýna Kremlveija. „Ég er enn að beijast við sömu ófreskjunna og ég hef átt í höggi við alla mína ævi,“ sagði Búkovskíj að lokum. Reuter Sovéskur skriðdreki tekur sér stöðu við hótel Úkraínu í Moskvu, andspænis þinghúsi Rússlands á mánudag, skömmu eftir að skýrt var frá falli Gorbatsjovs. á lögum og reglu, að binda enda á blóðsúthellingar, að lýsa yfir mis- kunnarlausu stríði á hendur glæpa- heiminum og uppræta skammarleg- ar tilskipanir sem eru þjóðfélagi okkar til vansa og auðmýkja íbúa Sovétríkjanna. Við munum hreinsa götur borg- anna af glæpsamlegu athæfi og binda endi á harðstjórn þeirra sem láta greipar sópa um eigur fólksins. Við beinum þeim tilmælum til verkamanna, bænda, verkalýðs- hreyfinga og allra íbúa Sovétríkj- anna að endurreisa aga og skipulag í verkamannastéttinni svo takast megi á sem stystum tíma að auka gæði og magn framleiðslunnar og stefna þróuninni þ.a.l. í rétta átt á árangursríkan hátt. Líf okkar og framtíð barna- og barnabarna og örlög fóstuijarðar- innar eiga allt sitt undir þessu kom- ið. Við erum friðelskandi þjóð og munum standa af staðfestu við all- ar skuldbindingar sem við höfum ráðist í. Að hafast ekkert að nú á þessum örlagatímum jafngildir því taka á sig ábyrgð á sorglegum og óút- reiknanlegum afleiðingunum. Sérhver sem ber hag ættjarðar- innar fyrir bijósti, og vill þrífast og vinna þar sem ró og trúnaður ríkir, sem sættir sig ekki við áfram- haldandi þjóðernisátök, og sem vill að ættjörðin verði sjálfstæð og hag- sæld ríki í framtíðinni verður að taka einu réttu ákvörðuninna. Við skírskotum til allra sannra föðurlandsvina og biðjum fólk að binda enda á þá upplausnartíma sem nú ríkja. Við förum þess á leit við allra íbúa Sovétríkjanna að þeir horfist í augu við þær skyldur sem þeir hafa að gegna við ættjörðina og veita neyðarnefndinni óskoraðan stuðning í tilraunum hennar til að leiða þjóðina út úr erfiðleikunum. Máiefnalegum tillögum frá al- menningi og stjórnmálahreyfing- um, verkalýðssamtökum og borgur- um mun verða tekið með þakklæti og litið á þær sem viljayfirlýsingu til að taka virkan þátt i reisa ætt- jörðina úr rústum og að treysta á ný þau aldagömlu vináttubönd sem sameina bræðraþjóðir í eina sam- henta fjölskyldu. Neyðarnefnd Sovétríkjanna, 18. ágúst 1991. Yfirlýsing um neyðarástand Sovéska fréttastofan TASS birti texta ávarps neyðarnefndarinnar í heild sinni þar sem neyðarástandi var lýst yfir og fer hann hér á eftir: Forysta Sovétríkjanna lýsti í dag [mánudag] yfir neyðarástandi í hlutum landsins, að lög og stjórnar- skrá ríkjasambandsins væru í gildi um landið allt og að skipuð hefði verið nefnd til að stjórna þjóðinni meðan neyðarástand varir... - í ljósi þess að [Míkhaíl] Gorb- atsjov getur ekki gegnt skyldum forseta Sovétríkjanna hefur for- setavald ríkjasambandsins verið flutt í hendur Gennadíjs Janajevs varaforseta samkvæmt grein 7 í stjórnarskrá Sovétríkjanna, lið 127; - með það fyrir augum að binda enda á hinn mikla og víðfeðma vanda, pólitískar deilur og þjóðern- iseijur, ringulreið og stjórnleysi, sem stefna í hættu lífi og öryggi borgara Sovétríkjanna og fullveldi þeirra, stöðugleika landsvæða, frelsi og sjálfstæði; - í framhaldi af niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um að viðhalda sambandi Sovétlýðveld- anna og með hagsmuni allra þjóðar- brota í landinu og sovésku þjóðar- innar að leiðarljósi hefur forystan ákveðið: I fyrsta lagi, í samræmi við grein 3, lið 127, í stjórnarskrá Sovétríkj- anna og grein 2 í lögum Sovétríkj- anna um neyðarástandsreglur og vegna krafna fólksins um að gripið verði til afgerandi aðgerða til að koma í veg fyrir hörmulegt þjóðfé- lagshrun og tii að tryggja lög og reglu, að lýsa yfir neyðarástandi í sumum hlutum Sovétríkjanna í sex mánuði frá klukkan fjögur fyrir hádegi að Moskvutíma, 19. ágúst, 1991. í öðru lagi, að tryggja það að stjórnarskrá Sovétríkjanna og lög hafi skilyrðislausan forgang um öll Sovétríkin. í þriðja lagi, að skipa nefnd ríkis- ins til þess að stjórna landinu í neyðarástandinu og stýra neyðar- ástandsstjórninni í reynd með þess- um mönnum: O.D. Baklanov, fyrsta aðstoðarformanni varnarráðs Sov- étríkjanna, V.A. Kijútskov, yfir- manni KBB, V.S. Pavlov, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, B.K. Pugo, innanríkisráðherra Sovétríkjanna, V.A. Starodúbtsév, formanni bæn- dasambands Sovétríkjanna, A.I. Tísjakov, forseta Sambands ríkis- fyrirtækja og iðn-, framkvæmda-, flutnings- og samskiptastofnana Sovétríkjanna, D.T. Jazov, varnar- málaráðherra Sovétríkjanna og G.I. Janajev, settum forseta Sovétríkj- anna. í fjórða lagi, að taka af öll tví- mæli um að öllum valda- og stjórn- unarstofnunum, embættismönnum og borgurum hvai-vetna í Sovétríkj- unum er lögboðið að framfylgja í einu og öllu ákvörðunum neyðar- nefndarinnar. Yfirlýsing forystu Sovétríkjanna var undirrituð af Janajev, Pavlov ogBaklanov. í fyrstu tilskipun neyðarnefndar- innar sagði m.a. að nefndin hefði ákveðið að „allar valda- og stjórn- unarstofnanir í Sovétríkjunum, samtök og lýðveldi, landsvæði, hér- uð, borgir, sýslur, þorp og nýbyggð- ir skuli tryggja að farið verði í einu og öllu eftir neyðarástandsreglu- gerðum til að framfylgja sovéskum lögum um neyðarástand og að ákvarðanir neyðarnefndarinnar verði skilyrðislaust virtar. Þá er farið mörgum orðum um fyrirkomulag stjórnsýslu og starf- semi ýmisskonar í Sovétríkjunum á meðan neyðarástandið ríkir. Meðal annars er kveðið á um að ef ein- hver stjórnunaraðili breytir gegn reglugerðunum verði hann þegar í stað leystur frá störfum og sóttur til saka. Einnig eru fyrirmæli til hersins þar sem tíundað er hvernig bregðast eigi við undir ýmsum kringumstæðum. Einnig er þeim tilmælum beint til valda- og stjórn- unarstofnana að skipuleggja starf- semi sína betur og efla efnahagslíf landsins á alla lund. Þá segir í yfirlýsingu frá Gennadíj Janajev, sem beindi orðum sínum til erlendra þjóðhöfðingja og framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, þar sem sagt er að Mík- haíl Gorbatsjov hafi verið leystur frá embætti sínu sem forseti, að samkvæmt fyrirmælum forystu Sovétríkjanna lýsti hann yfir neyðarástandi í landinu í sex mán- uði frá 19. ágúst 1991. „Öll völd í landinu eru i hendi neyðarnefndar- innar á þessu tímabili."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.