Morgunblaðið - 04.09.1991, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991
Franski kommúnistar:
Reuter
Barist fyrir takmörkun byssueignar
Ástralskir mótmælendur ganga í átt að þingi Nýja Suður-Wales í Sydney og krefjast þess að mönnum
verði bannað að eiga hálfsjálfvirka riffla. Mótmæli þessi fylgja í kjölfarið á fjöldamorði, sem framið var
á verslunartorgi í Sydney í síðasta mánuði. Þá myrti óður byssumaður átta manns.
Heitar umræður í
miðstjóm flokksins
París. Reuter.
auðvaldssinna sem leiðir hörg-
ultíma, atvinnuleysi, félagslegt
ranglæti og veikleika yfir þjóðina,"
sagði Lajoine. „Flokkurinn neitar
að gefast upp fyrir auðvaldinu."
Umbótasinnar í miðstjórninni,
sem eru í minnihluta, voru óánægð-
ir með umræðurnar. „I skýrslunni
kemur ekkert nýtt fram,“ staðhæfði
Charles Fiterman, sem á sæti í
miðstjórninni. Umbótasinnarnir
sögðu að þeir hefðu ekki gert sér
vonir um að merkjanlegar breyting-
ar yrðu gerðar á stefnu flokksins á
fundinum, sem búist er við að standi
í tvo til þijá daga. Fiterman sagði
að hann myndi kreijast þess að
meirihluti miðstjórnarinnar segði
af sér. í síðustu viku sagði hann
að flokkurinn ætti á hættu að
hverfa alveg ef hann gerði ekki
róttækar breytingar á stefnu sinni.
HARÐAR deilur áttu sér stað í gær á meðal umbótasinna og harðlín-
umanna í miðstjórn franska kommúnistaflokksins (PCF) á sérstökum
fundi sem haldinn var í höfuðstöðvum flokksins til að ræða hrun
kommúnismans í Sovétríkjunum.
Leiðtogi flokksins, hinn gamal-
reyndi Georges Marchais, lýsti yfir
þeim ásetningi sínum að halda
áfram á sömu braut og hingað til.
„Ég hef aldrei verið meiri kommún-
isti en nú og ég held að landið þarfn-
ist kommúnistaflokks.“
Hann sagði einnig að helstu mis-
tök flokksins hefðu verið að fylgja
stefnu sovéska kommúnistaflokks-
ins of náið. En hann sagði að horf-
ið hefði verið frá því fyrir sextán
árum. „Við gerðum mistök, en við
sáum að okkur,“ sagði hann.
Harðlínumaðurinn Andre Lajoine
flutti ítarlega skýrslu á fundinum.
Hann vísaði á bug allri gagnrýni á
flokkinn og aftók að sérstöku neyð-
arráði yrði komið á fót, eins og
kröfur höfðu verið gerðar um. „Þró-
unin í Sovétríkjunum ... stangast á
engan hátt á við það sem flokkur
okkar stendur fyrir né markmið
okkar,“ sagði hann. Síðan kvað
hann uppúr með það að ef eitthvað
ætti að breytast, ætti það að vera
Frakkland, ekki kommúnistaflokk-
urinn.
„Ekkert er mikilvægara en að
beijast gegn stefnu sjórnvalda og
Sovétríkin:
Efnahagsbandalag með
Austur-E vr ópuríkj um?
Moskvu. Reuter.
Leiðrétting
í frétt um veitingu bjartsýnis-
verðlauna Brestes í blaðinu í gær
var sagt frá listaverkasýningu sem
Asbæk-galleríið efnir til í tengslum
við afhendingu verðlaunanna. Sagt
var að þar yrðu sýnd verk þriggja
íslenskra listamanna en þeir munu
vera trjórir. Helgi Gíslason mynd-
höggvari, sem hlýtur Broste-verð-
launin í ár, mun eiga nokkur verk
þar auk þeirra þriggja sem nefndir
voru í fréttinni.
ÞÝSK stjórnvöld ítrekuðu í gær
kröfu sína um að Sovétmenn
framseldu Erich Honecker, fyrr-
um leiðtoga Austur-Þýskalands,
sem dvelst nú í Sovétríkjunum.
Sovétríkin:
Sendiherra
kvaddur
frá Svíþjóð
Stokkhólmi. Reuter.
SOVÉSKI sendiherrann í Sví-
þjóð, Nikolaj Uspenskíj, hefur
verið kallaður heim til Moskvu
til skrafs og ráðagerða.
Ummæli Uspenskíjs meðan á
valdaráninu stóð hafa þótt vera
valdaræningjunum hliðholl. Síðar
sagði hann að hann hefði hlotið
villandi upplýsingar um atburðina
í Moskvu.
Að sögn talsmanns í sovéska
sendiráðinu í Stokkhólmi fékk
Uspenskíj senda heimkvaðningu frá
Moskvu í gærmorgun og hann flaug
þangað samstundis. Uspenskíj varð
sendiherra í Svíþjóð á síðasta ári.
„Við fengum ekki að vita um
ástæður heimkvaðningarinnar, en
allir í sendiráðinu vona að hann
muni snúa til baka,“ sagði blaðafull-
trúi sendiráðsins, Alexej Grúshkó.
LEIÐTOGAR rússneska lýðveld-
isins kynntu í gær hugmyndir
um að stofnað verði efnahags-
bandalag fullvalda ríkja, sem
næði til sovéskra lýðvelda og
Austur-Evrópulanda.
Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
sagði á fundi sovéska fulltrúaþings-
ins að leiðtogar flestra lýðveldanna
Klaus Blech, sendiherra Þýska-
lands í Moskvu, gekk á fund Vlad-
ímírs Petrovskíjs, aðstoðarutanrík-
isráðherra Sovétríkjanna, og árétt-
aði kröfuna. Talsrhaður þýska
sendiráðsins, Enno Barker, sagði
að viðbrögð Petrovskíjs „lofuðu því
miður ekki góðu“ og bætti við:
„Hann sagði aðeins að þeir myndu
kanna málið.“
Honecker er 79 ára að aldri, var
við völd í Austur-Þýskalandi þegar
Berlínarmúrinn var reistur árið
1961 en hrökklaðist frá i lýðræðis-
byltingunni 1989 sem varð til þess
að múrinn hrundi. Hann á yfir sér
réttarhöld í sameinuðu Þýskalandi
vegna meintrar spillingar og fyrir-
mæla um að skotið yrði á fólk sem
reyndi að flýja yfir til Vestur-
Þýskalands. Hartnær 200 manns
voru skotnir til bana við landamæri
þýsku ríkjanna á valdatíma hans.
Sovétmenn fluttu Honecker leyn-
ilega til Moskvu í mars sl. er þýsk
yfirvöld bjuggu sig undir að hand-
taka hann og sækja til saka. Hann
gekkst undir skurðaðgerð í Sovét-
ríkjunum og talið er að hann dvelj-
ist á hersjúkrahúsi skammt frá
Moskvu.
Enno Barker sagði að með því
að flytja Honecker frá Þýskalandi
hefðu Sovétmenn brotið samning,
sem þeir gerðu við Þjóðveija um
brottflutning sovéskra hermanna
frá austurhluta Þýskalands, þar
sem í honum væri ákvæði um að
þeir virtu þýsk lög.
fimmtán, sem hafa tilheyrt Sov-
étríkjunum, væru reiðubúnir að
undirrita efnahagssamning til að
koma í veg fyrir efnahagslegt hrun
í lýðveldunum á meðan samið yrði
um framtíð Sovétríkjanna.
ívan Sílajev, forsætisráðherra
Rússlands, gekk jafnvel lengra og
lagði til að stofnað yrði efnahags-
bandalag sem næði frá Balkan-
skaga til Kyrrahafsins. Sílajev er
formaður nefndar sem var falið að
annast stjóm efnahagsmála í Sov-
étríkjunum til bráðabirgða eftir
misheppnað valdarán sovéskra
harðlínumanna fyrir tveimur vikum.
„Við ættum ekki að takmarka
okkur við sjö, níu eða fimmtán lýð-
veldi,“ sagði Sílajev á fulltrúaþing-
inu. „Það er engin ástæða til að
útiloka þann möguleika að önnur
lönd, svo sem Búlgaría, Pólland og
Tékkóslóvakía, hafi áhuga á slíku
efnahagsbandalagi.“
Sílajev viðurkenndi þó að slíkar
hugmyndir kynnu að mæta and-
stöðu. Nokkur sovétlýðveldi vilja
sjálfstætt efnahagskerfi og eigið
myntkerfi. Þá hafa Austur-Evrópu-
ríki beint sjónum sínum til Vestur-
SOVÉSKIR kommúnistar sögðu
í gær að flokkur þeirra sætti
ólöglegum ofsóknum og vöruðu
við því að tillögur um umfangs-
miklar breytingar á stjórnskipan
Sovétríkjanna, sem lagðar hafa
verið fyrir fulltrúaþing landsins,
yrðu til þess að ganga af sovéska
ríkinu dauðu.
Sagnfræðingurinn Roj Medvedev
sagði á fulltrúaþinginu, æðstu lög-
gjafarsamkundu Sovétríkjanna, að
stjórnvöld hefðu beitt sömu kúgun-
araðferðum og tíðkuðust áður í
landinu með því að banna starfsemi
landa og einkum Evrópubandalags-
ins hvað efnahagssamvinnu varðar
en ekki til Sovétríkjanna.
kommúnistaflokksins í síðustu viku
og gera eignir hans upptækar.
Medvedev sætti sjálfur ofsóknum
sovéska kommúnistaflokksins áður
en Míkhaíl Gorbatsjov komst til
valda.
Alexander Zhuravljov, þingmað-
ur frá Hvíta-Rússlandi, lýsti því
yfir að hann myndi hvergi hvika frá
hugsjónum kommúnismans og
hvatti þingið til að samþykkja ekki
tillögumar um breytingar á stjóm-
skipan Sovétríkjanna. Hann sagði
að tillögurnar væru dauðadómur
yfir sovéska ríkinu.
Forseti sænska herráðins:
Sovésk ógnun enn fyrir hendi
OWE Wiktorin, herráðsforseti í Svíþjóð, segir að valdaránið
misheppnaða í Sovétríkjunum kunni að breyta varnarforsendum
á Eystrasalti þegar fram líður en Svíum standi þó enn veruleg
ógn af Sovétrílgunum.
Wiktorin segir í samtali við
Svenska Dagbladet að öðlist
Eystrasaltsríkin þijú sjálfstæði
mynduðu þau frá hernaðarlegu
sjónarmiði séð hlutlaust belti milli
Sovétríkjanna og Svíþjóðar. Yrði
sovéski flotinn neyddur til að yfír-
gefa flotastöðvar við Eystrasalt
minnkuðu möguleikar risaveldis-
ins á leynilegum kafbátaferðum
við strendur Svíþjóðar.
Wiktorin segir að á þessu stigi
sé framtíð sovéskra varnarmála
óljós og sömuleiðis liggi ekki fyrir
hvernig öryggismálum Eystra-
saltsríkjanna verður háttað. Úr-
slitum muni ráða hvort og hversu
margar flotastöðvar ríkjasam-
bandið fær að starfrækja í ríkjun-
um þremur og hvort þar verði
áfram sovéskar herstöðvar. Frá
sænsku vamarsjónarmiði hafí
sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna
engar breytingar í för með 'Sér
verði flotastöðvum Sovétríkjanna
þar ekki lokað.
„Verði Sovétmenn að kalla her-
sveitir sínar frá Eystrasaltsríkjun-
um og loka flotastöðvum sínum
þar vitum við ekki hver hættan
verður fyrr en fyrir liggur hvert
þær sveitir og sá floti fer. Þá fyrst
getum við metið hvaða hemaðar-
legu afleiðingar það hefur fyrir
okkur. Ég er bjartsýnn á að sjálf-
stæði Eystrasaltsríkjanna verði
okkur hagstætt og þau myndi
hlutlaust belti með svipuðum
hætti og myndast hefur í Mið-Evr-
ópu eftir að völd kommúnista liðu
Owe Wiktorin
undir lok í Póllandi, Tékkóslóvak-
íu og Ungveijalandi," segir Wikt-
orin í viðtalinu við Svenska
Dagbladet.
Sovétríkin og Þýskaland:
Krafan um framsal
Honeckers ítrekuð
Moskvu. Reuter.
Kommúnistar mót-
mæla „ofsóknum“
Moskvu. Reuter.