Morgunblaðið - 04.09.1991, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. SBPTEMBER 1991
47
KNATTSPYRNA
„Gaman að enda með
sigurieik á Dönum“
- sagði Bo Johansson, landsliðsþjálfari, sem stjómar íslenska liðinu í síðasta sinn í kvöld
„VIÐförum óhræddir íþennan
leik. Við vitum að Danir eru
með mjög gott lið, en strákarn-
ir eru tilbúnir að leggja sig alla
frarn," sagði Bo Johansson,
landsliðsþjálfari, um leik ís-
lands og Danmerkur sem hefst
kl. 18.15 á Laugardalsvelli í
dag. Þetta verður jaf nf ramt
sfðasti leikur hans með
íslenska landsliðið.
Bo hefur fylgst með danska
landsliðinu í gegnum árin og
þekkir því nokkuð vel til þess. „Dan-
ir eru með öflugt lið og sem dæmi
um það hafa Svíar ekki unnið Dani
nema tvívegis í síðustu tíu lands-
leikjum þjóðanna. Þeir eru með
öfluga vörn þar sem Kent Nielsen,
Lars Olsen og John Sivebæk ráða
ríkjum. Þetta eru allt gamlreyndir
kappar. Á miðjunni og í framlínn-
unni tefla þeir fram ungum og efni-
legum strákum."
Bo sagðist hafa séð leiki Dana á
mótinu í Svíþjóð í júní. Þeir töpuðu
þá fyrir ítölum óverðskuldað eftir
framlengingu og léku við Svía um
3. sætið og töpuðu 4:0. „í þeim
leik var danska liðið áhugalaust og
hafði ekki að neinu að keppa og
gefur sá leikur ekki rétta mynd af
styrkleika liðsins. Það er mikið sem
býr í danska liðinu en það er ekki
ósigrandi," sagði Bo.
„Við munum leggja upp svipaða
leikaðferð og áður. Við veijumst
þegar andstæðingurinn hefur bolt-
ann og sækjum síðan hratt. Við
reynum að vinna boltann framar-
lega og byggja á skyndisóknum
enda erum við með mjög fljóta
framheija. Ég held að við séum
með góða miðju, leikmenn sem eru
baráttuglaðir."
Hann sagði að það væri slæmt
að Guðni Bergsson gæti ekki leikið
og það hafí verið erfítt að finna
leikmann í hans stað. „Við getum
þó vel við unað og vonandi smellur
Bo Johansson stjórnar stjómar
íslenska liðinu í síðasta sinn gegn
Dönum.
þetta saman hjá okkur. Ég vona
að við náum hagstæðum úrslitum
og ég veit að allir ætla að gera sitt
besta. Það væri gaman að enda
ferilinn sem landsliðsþjálfari ís-
lands með sigri á Dönum,“ sagði
Bo Johansson.
Líklegt byrjunariið
Bo Johannsson tilkynnir byijunarlið íslands eftir hádegi í dag. En
samkvæmt uppstillingu á æfíngu í gær má reikna með að liðið verði
þannig skipað:
Ólafur Gottskálksson verður í markinu. Valur Valsson aftasti maður
í vörn - „sweeper“. Atli Eðvaldsson verður fyrir fram hann sem
stoppari. Éinar Páll Tómasson hægri bakvörður og Sævar Jónsson
vinstri bakvörður. Á miðjunni leika Þorvaldur Örlygsson, Sigurður
Jónsson, Ólafur Þórðarson og Hlynur Stefánsson. Framheijar Eyjólf-
ur Sverrisson og Arnór Guðjohnsen.
Landsliðsþjálfari Dana í sjónvapsviðtali í gærkvöldi:
Ekki stórsigur -
aðeins 2-3 núll!
Richard Moller Nielsen, landsl-
iðsþjálfari Dana, sagði í við-
tali við danska sjónvarpið f gær-
kvöldi að Danir myndu ekki vinna
stórsigur yfír íslendingum í
Reykjavík. „Þetta verður aðeins
tvö til þijú núll sigur.“
Eichard Moller hefur valið lið
sitt sem leikur gegn íslendingum.
Troels Rasmussen frá AGF leikur
í markinu, en fyrir fram hann í
stöðu „sweeper" verður Lars
Olsen, Trabzonspor. Við hlið hans
leika Marc Rieper, AGF og Ken
Nielsen, Aston Villa.
Miðvallarspilarar verða John
Sivenæk, Mónakó, John Jensen,
Bröndby, Kim Christofte,
Bröndby, Per Frandsen, Lille og
Jakob Fris Hansen, Lille.
Framheijar verða þeir Frank
Pingel og Peter Möller, AB.
HG, Danmörku.
HANDKNATTLEIKUR
Leikið gegn Brasilíu
Heimsmeistarakeppni 21 árs landsliða hefst í Grikklandi í dag
ÚRSLIT
Evrópukeppni bikarhafa
Óðinsvé, Danmörku:
OB - Galway (írlandi)..............4:0
Sten Nedergaard (35.), Leon Hansen (51.),
Jacob Harder (81.), Jess Thorup (88.). 1.750
■OB vann samanlagt, 7:0, og mætir Ban-
ik Ostrava frá Tékkóslóvakíu í 1. umferð.
England
Leikir í 1. deild í gærkvöldi:
Everton - Norwich..................1:1
Ward (49.) - Phillips (84.). 19.197.
Leeds - Arsenal....................2:2
Strachan (66. - vítasp.), Chapman (86.) -
Smith 2 (20., 48.). 29.396.
Notts County - Sheff. Wed..........2:1
Johnson 2 (7. - vítasp., 85.) — Pearson
(25.). 12.297.
■David Hirst hjá Sheff. Wed. meiddist á
ökkla og var fluttur á sjúkrahús. „Stjórinn"
Trevor Francis tók stöðu hans.
Oldham - Coventry..................2:1
Adams (31.), Henry (63.) — Furlong (73.).
12.996.
Sheff. United - Chelsea............0:1
- Wise (56.). 17.400.
■Vinny Jones lék með Chelsea, fimm dög-
um eftir að félagið keypti hann frá Sheff.'
Utd. á 575 þús. pund.
Wimbledon - Man. Utd...............1:2
Fashanu (82.) - Blackmore (25.), Pallister
(43.). 13.824.
■Steve Bruce misnotaði vítaspymu fyrir
United á 88. mín. — skaut á þverslá.
2. DEILD:
Bamsley - Watford................0:3
Cambridge - Southend.............0:1
Ipswich - Swindon..........i......1:4
Portsmouth - Sunderland..........1:0
Tranmere - Charlton..............2:2
Wolves - Port Vale...............0:2
Heimsmeistarakeppni 21 ára
landsliða í handknattleik hefst
í Aþenu í Grikklandi í dag. íslenska
liðið, sem leikur í D-riðli, leikur þá
gegn Brasilíu og Sovétmenn mæta
Dönum í hinum leiknum í riðlinum.
Þijú efstu liðin í riðlinum komast
í milliriðil og leika þar gegn þremur
efstu liðunum í C-riðli: Svíþjóð,
S-Kórea, Þýskaland og Grikkland.
Aðrar þjóðir sem taka þátt í
heimsmeistarakeppninni, eru:
A-riðill: Júgóslavía, Kína, Rúmenía
og Tyrkland.
B-riðill: Spánn, Ungveijaland,
Frakkland og Egyptaland.
ÍHémR
FOLK
■ PAUL Walsh var í gær settur
á sölulista hjá Tottenham fyrir að
lemja Ray Clemence, fyrrverandi
markvörð liðsins. Walsh lék á
mánudaginn með varaliðinu og
Clemence skipti honum útaf og var
kappinn óhress með það og sló
markvörðinn fyrrverandi með fyrr-
greindum afleiðingum.
■ FRANK Rijkaard, leikmaður
AC Mílan á Ítalíu, hefur ákvefnd
að gefa kost á sér í hollenska lands-
liðið. Rijkaard iýsti því yfir fyrir
ári síðan að hann myndi ekki leika
oftar fyrir Holland, eða eftir að
hann var rekinn af leikvelli í leik
Hollands og Vestur-Þýskalands eft-
ir að hafa hrækt á Rudi Völler.
Holland leikur gegn Póllandi í
næstu viku og verður Rijkaard
væntalega í liði Hollands.
■ RUUD GuIIit, hollenski lands-
liðsmaðurinn hjá ÁC Mílan, vill að
leikmenn í ítölsku deildinni fari í
eins dags verkfall ef ólæti á áhorf-
endabekkjum, eins og voru í fyrstu
umferð, haldi áfram. Alls voru 48
knattspyrnubullur handteknar.-í
Tórínó og Verona í fyrstu umferð
á sunnudaginn eftir átök við
lögreglu.
■ RONNIE Whelan, fyririiði Li-
verpool, gekkst undir uppskurð á
hné á mánudag og verður frá
keppni í allt að tvo mánuði.
■ ERNESTO Paulo, sem stjórnar
brasilíska landsliðinu gegn Wales
í Cardiff í næstu viku, hefur kallað
á fimm leikmenn úr HM-Iiði Bras-
ilíu. Þá Romario, Careca, Mozer,
Ricardo Gomes og Jorginbo.
Hann hefur einnig valið Bebeto
sem stakk af frá landsliðinu í
keppninni um Suður-Ameríku bik-
arinn. Raulo segist ætla að stilla
þeim Careca, Romario og Bebeto
upp í fremstu víglínu.
■ MILAN Macala, þjálfari tékk-
neska landsliðsins, getur ekki stillt
upp sínu sterkasta liði gegn Frökk-
um í kvöld. Tékkar verða að vinna
til að eiga möguleika á að komast
í úrslitakeppni Evrópumótsins, en
vinni Frakkar hafa þeir þegar
tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.
Tékkar verða án Skuhravy, Ivan
Hasek og Miroslav Kadlec, sem
allir eru meiddir og Lubos Kubik
sem er í leikbanni. Macala
aldrei náð að tefla fram sínu sterk-
asta liði í Evrópukeppninni vegna
meiðsla leikmanna. Hann hefur
notað alls 37 leikmenn í síðustu 10
leikjum, þar af eru 21 sem leika
með erlendum liðum.
■ BERTI Vogts, landsliðsþjálfari
Þjóðverja, hefur valið Stefan
Kuntz, fyrirliða Kaisersiautern, í
landsliðshópinn sem mætir Eng-
lendingum í vináttuleik á Wem-
bley í næstu viku. Kuntz, sem er
28 ára og var valinn besti leikmað-
ur þýsku Bundesligunnar á síðasta
keppnistímabili, er eini nýliðinn í
þýska hópnum.
■ GRAHAM Taylor, landslið-
seinvaldur Englands, tilkynnti lifío
sem mætir Þjóðveijum á mánudag.
Hann valdi fimm nýliða í 22 manna
hópinn. Þeir eru: Paul Stewart
(Tottenham), Paul Merson (Arse-
nal), Keith Curle (Man. City),
David Burrows (Liverpool) og
Tony Daley (Aston Villa). Nokkrir
lykilmenn eru meiddir þ.á.m. John
Barnes, Mark Wright, Lee
Sharpe og Des Walker.
■ JEAN Sadoul, forseti frönsku
deildarinnar í næstum 25 ár, lést
um helgina. Hann var 79 ára.
■ XINMEI Sui, kínveski kúlu-
varparinn, sem sigraði á Heimsleik-
um stúdenta í Sheffield í Bretlandi
í júlí, féll á lyfjaprófi og verður
svipt gullverðlaununum og fer
líklega í keppnisbann. Hún hafði
notaði „anabolic" stera. Sui varpaði
kúlunni 19,94 metra á leikunum.
Svetlana Kriveleva frá Sovétríkj-
unum varð önnur með 19,62 metra
og fær hún því gullverðlaunin.