Morgunblaðið - 02.10.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 02.10.1991, Síða 4
Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Vænn fengur úr sjó Grundarfirði. Gísli Kristjánsson og Lárus Guðmundsson komu fyrir skömmu að landi með tvær lúður, u.þ.b. 100 kg hvor. Báðar lúðurnar fengu þeir á sama staðnum. Gísli var skipstjóri í ferðinni. Hann gjörþekkir öll fiskimið þar í nágrenninu en var þögull sem gröfín þegar hann var spurður um veiðistaðinn og hafði til öryggis fyrirskipað að miðinn með lórantölunum skyldi rifinn. Á myndinni sjást lúðurnar tvær ásamt föngurum þeirra. T.v. við þær er Lárus Guðmundsson og Gísli Kristj- ánsson hægra megin. Með þeim á myndinni eru þrír verðandi sjó- menn þeir Bjöm Þór, Tómas Logi og Friðþjófur. - Hallgrímur. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991 Búsljóri þrotabús HÖ krefst riftunar samning'a Ekki lengur hægt að bíða með sölu eigna þrotabúsins í SKÝRSLU sem Jóhann H. Níelsson hrl., bústjóri þrotabús Hraðfrysti- húss Ólafsvíkur hf., lagði fram á skiptafundi í búinu á mánudag er sagt að hann muni krefjast riftunar á nokkrum samningum sem forráð- amenn hússins gerðu fyrir gjaldþrotið. Er hér um að ræða riftun á sölu Garðars II. SH-164 til Utgerðarfélags Tungufells, riftun á sölu hlutabréfa í Varakolli hf. og riftun á ráðstöfun á skuldabréfi frá Sölum- iðstöð hraðfrystihúsanna til Lóndranga hf. Þá kemur einnig fram í skýrslu bústjóra að ekki verði lengur beðið með að halda nauðungarupp- boð á fasteignum þrotabúsins og hefur bæjarfógetanum í Olafsvík borist beiðni um það. Eins og fram hefur komið í fréttum var það skoðun Landsbankans, að- alkröfuhafa í þrotabúið, að ýmsar athafnir forráðamanna frystihússins fyrir gjaldþrot kynnu að bijóta í bága við hagsmuna-og hlutafjárlög. Fyrir utan söluna á Varakolli hf. og úrsögn frystihússins úr SH var þar aðallega um að ræða sölu á skipunum Tungu- felli og Tindafelli og yfirtaka Útgerð- arfélags Tungufells hf. á eigum Björns & Einars sf. en meðal eigna þeirra var Garðar II. Hefur bæjarfóg- etinn á Ólafsvík nú skotið málum þessum til rannsóknar hjá Rannsókn- arlögreglu ríksins. Bústjórinn hefur ráðið Þorvald Þorsteinsson endurskoðanda við End- urskoðunarmiðstöðina N. Mancher tii að fara yfír bókhald Hraðfrystihúss Ólafsvíkur og er honum falið að kanna viðskipti félagsins við Lóndr- anga hf., Útgerðarfélagið Tungufell, Varakoll, Fiski- og sfldarmjölverk- smiðjuna hf. og Sjóbúðir hf. Skýrsla Þorvaldar mun síðan send Rannsókn- arlögreglu ríkisins. í skýrslu sinni gerir bústjóri grein fyrir riftunarmálum þeim sem hann fer fram á. Kemur þar m.a. fram hvað varðar sölu hlutabréfa í Vara- kolli hf. að upphaflega átti Hrað- frystihús Ólafsvíkur 45% hlutafjár en með kaupsamningi dagsettum 15. júní eignaðist húsið 45% í viðbót eða hlut Hauks Sigtryggssonar og Stein- unnar Þorsteinsdóttur. Sama dag selur hraðfrystihúsið svo Útgerðarfé- lagi Tungufells allan sinn hlut eða 90% hlutafjár, þ.e. kaupandi yfirtekur kaupsamning frá Hauki og Stein- unni, en hin 45% eru seld á sama nafnverði en með lakari kjörum. Helsta eign Varakolls er vélskipið Gunnar Bjarnason SH-25. í skýrsl- unni segir: „Má því segja að þau fjög- ur skip sem hér hafa komið við sögu hafi beint eða óbeint færst úr eignar- haldi Hraðfrystihúss Ólafsvíkur til Útgerðarfélags Tungufells á stuttum tíma.“ Hvað varðar riftun á ráðstöfun á skuldabréfi frá SH til Lóndranga hf. eru málavextir þeir að haustið 1987 keyptu Ólafur Gunnarsson og fjöl- skylda hans 52% hlutafjár í hrað- frystihúsinu. Þetta var gert þannig að Ólafur keypti hlutafé Lóndranga hf. sem var í eigu hraðfrystihússins á 8 milljónir króna. Með í kaupunum fylgdi gamalt frystihús sem kallast Hólavellir. Síðan keyptu Lóndrangar 52% hlut í hraðfrystihúsinu. Þá leigðu Lóndrangar Hólavelli til hraðfrysti- hússins. Hefur leigusamningur ekki fundist en leigan fyrir 1990 var reikn- uð 6,8 milljónir króna. Síðar ákváðu forráðamenn hraðfrystihússins að ganga úr SH og fá greitt stofnsjóðs- framlag sitt, alls 22,6 milljónir króna að frádregnum viðskiptaskuldum. Þessi upphæð var borguð á þremur veðskuldabréfum. Þessi skuldabréf voru afhent Lóndröngum sem greiðsla á húsaleigu sem var að hluta talin gjaldfallin og að hluta greidd fyrirfram. Skuldabréfin voru affölluð um 30%. „Forráðamenn Lóndranga hf. segjast hafa notað skuldabréfín til að greiða fyrri eigendum hluta- bréfa í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur hf. kaupverð þeirra og segjast aðspurðir ekki hafa undir höndum neina pen- inga til þess að endurgreiða andvirði skuldabréfanna," segir í skýrslunni. Bústjóri telur að þarna bijóti í bága við gjaldþrotalög og leggur til mál- sókn til riftunar á ráðstöfun skulda- bréfanna. Útvarp Reylgavík hf. kaupir Aðalstöðina HLUTAFÉLAGIÐ Útvarp Reykjavík hf. hefur keypt Aðalstöðina í Reykjavík og tók við rekstri hennar í gær. Það er Baldvin Jónsson, fyrrverandi markaðsstjóri Stöðvar 2, og fjölskylda hans sem standa að hlutafélaginu. Hlutafé hins nýja félags er 500 þúsund krónur. Nafn nýju stöðvarinnar er Útvarp Reykjavík-Aðalstöðin. Fyrri eigandi Aðal- stöðvarinnar var Arnól hf. Að sögn Baldvins verður frétta- stofu ekki haldið úti fyrst um' sinn. Til að byija með yrði áfram sent út allan sólarhringinn en félagið hefði þó Iíklega ekki burði til að senda út nema frá klukkan sjö á morgnana til miðnættis á virkum dögum í fram- tíðinni. Jafnframt mun útsendingar- svæðið verða bundið við Snæfells- nes, um allt Reykjanessvæðið, og austur til Víkur í Mýrdal. Áður sendi Aðalstöðin út til Akureyrar en þær útsendingar leggjast af. Baldvin hefur starfað í eitt ár hjá Stöð 2, en áður var hann auglýsinga- stjóri Morgunblaðsins. Hann sagði að þetta hefði borið mjög brátt að og ekki verið ljóst fyrr en á mánu- dag að hans tilboði hefði verið tekið í útvarpstöðina. Sama kvöld hefði hann sagt starfi sínu lausu á Stöð 2 og uppsögnin tekið gildi í gær. „Ég hafði mikinn áhuga á að kynnast Ijósvakamiðlunum og svo bauðst mér að kaupa þessa útvarpsstöð." Baldvin sagði að eðli málsins sam- kvæmt yrðu einhveijar breytingar gerðar á útvarpsstöðinni. „Mér finnst þróunin í íslensku ljósvaka- miðlunum á þessum fyrstu fimm árum hafa verið afskaplega döpur og hræðilegt að horfa til þess að einkaframtakið skuli ekki sýna meira frumkvæði í útvarpsrekstri en það hefur gert. Ég vil að þetta verði gott íslenskt útvarp og mun ieggja mikla áherslu á allt sem íslenskt er,“ sagði Baldvin. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG:Mjög hvöss norðan- og norðaustan átt. Slydda eða rigning um allt norðanvert landið en skúrir syðra. Hiti 1-4 stig norðantil en allt að 8 stig suðaustanlands. HORFUR Á FÖSTUDAG: Minnkandi norðan- og norðvestan átt, fyrst vestantil, éljagangur á Norður- og Austurlandi en léttskýjað sunnanlands og vestan. Heldur kólnandi og víða næturfrost. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN. Heiðskírt Lettskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r ■* * * * * * * Snjókoma f‘Þ 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur [~<^ Þrumuveður ^ ______ Olafur H. Kjartansson skipaður bæjarfógeti FORSETI íslands hefur að tillögu dómsmálaráðherra skipað Ólaf Helga Kjartansson skattstjóra til að vera sýslumaður í ísafjarðar- sýslu og bæjarfógeti á ísafirði í stað Péturs Kr. Hafstein, sem i gær tók við embætti dómara við Hæstarétt íslands. Ólafur Helgi Kjartansson er 38 ára, fæddur í Reykjavík 2. september 1953, sonur Ágústu Skúladóttur og Kjartans P. Ólafssonar vélfræðings. Hann lauk lagaprófí frá Háskóla. íslands 1978 og réðst að því loknu sem dómarafulltrúi til Sýslumanns- ins í Árnessýslu og bæjarfógetans á Selfossi. Þar starfaði Ólafur Helgi til 1984 er hann tók við embætti skattstjóra á ísafirði. Því embætti gegnir hann til 15. þessa mánaðar er hann tekur við hinu nýja. Ólafur Helgi Kjartansson er kvæntur Þórdísi Jónsdóttur, og eiga þau tvær dætur. Ólafur Helgi Kjartansson VEÐURHORFUR í DAG, 2. OKTÓBER YFIRLIT: Skammt norður af Hornbjargi er 998 mb smálægð sem hreyfist lítið í bili, en yfir Grænlandi er dálítil hæð. Langt suðvestur í hafi er ört vaxandi iægð á norðausturleiö með stefnu á milli Is- lands og Færeyja. SPÁ Austlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi. Rigning á Suðaust- ur- og Austurlandi en skúrir í öðrum landshlutum, sizt á Vestur- landi. Ört vaxandi vindur suðaustanlands undir kvöld. Hiti á bilinu 4-8 stig. / r / / / / Heimild: Vefturslola íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) / DAG kl. 12.00 Vfl / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 7 skýjað Reykjavík 8 alskýjað Bergen 6 rigning Helsinkí 14 léttskýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Narssarssuaq vantar Nuuk 0 skýjað Osló 12 hálfskýjað Stokkhólmur 11 skýjað Þórshöfn 7 skúr Algarve 22 heiðskírt Amsterdam 13 rigning Barcelona 22 léttskýjað Berlín 15 léttskýjað Chicago 8 aiskýjað Feneyjar 21 þokumóða Frankfurt 15 skýjað Glasgow 10 skúr Hamborg 12 alskýjað London 16 léttskýjað Los Angeles 19 heiðskírt Lúxemborg 12 skýjað Madrid 20 léttskýjað Malaga vantar Mallorca vantar Montreal vantar NewYork 15 skýjað Orlando 23 alskýjað París 14 alskýjað Madeira 23 hálfskýjað Róm 24 skýjað Vín 18 skúr Washlngton 16 þokumóða Winnipeg 8 alskýjað VEÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.