Morgunblaðið - 02.10.1991, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991
Island komið með góða forystu í sínum riðli á heimsmeistaramótinu í brids:
Er hreinleg’a orðlaus yfir
velgengninni það sem af er
~ segir Björn Eysteinsson, fyrirliði íslenska liðsins
Frá Guðmundi Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins í Yokohama.
ISLENSKA landsliðið vann þrjá sigra í gær á heimsmeistaramótinu
í brids í Japan og er á góðri leið með að tryggja sér sæti í átta liða
úrslitum mótsins þótt riðlakeppnin sé enn ekki hálfnuð. íslenska
landsliðið leiðir sinn riðil og munar 23 stigum, eða nærri heilum leik,
á Islandi og Bretum sem eru í 2. sæti. Þá eru nú 40 stig niður í 5.
sætið, en fjögur efstu liðin í riðlinum komast áfram í mótinu.
íslenska landsliðið í brids, sem nú keppir í Japan. Frá vinstri: Örn
Arnþórsson, Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Jón Baid-
ursson og Aðálsteinn Jörgensen, Björn Eysteinsson, fyrirliði og
Guðlaugur R. Jóhannsson sitja fyrir framan.
Vestur Norður Austur Suður
Þorákur Balski Guðm. Brown
„Ég er hreinlega orðlaus yfir hvað
hefur gengið vel. En liðið hefur
verið að spila sinn besta brids,“
sagði Björn Eysteinsson fyrirliði
íslenska liðsins eftir 6. umferðina í
gærkvöldi. Þá höfðu íslendingar
unnið Venezúela 25-3, en fyrir leik-
inn voru Venezúelamenn í öðru
sæti í riðlinum.
Bjöm sagði að mörg liðanna
hefðu greinilega verið ryðguð fyrstu
tvo dagana, þó sérstaklega þann
fyrsta, og Island hefði þá fengið
mun fleiri stig en markið hefði fyrir-
fram verið sett á. „Það er greinilegt
að undirbúningur okkar hefur skil-
að sér vel,“ sagði Björn. íslending-
amir komu til Japan, fyrst liða, til
að venjast tímamuninum vel, og
einnig spiluðu þeir tvo æfingaleiki
eftir komuna til að ná úr sér hrollin-
um, eins og liðsmennirnir orðuðu
það.
Þegar Björn var spurður hvort
honum fyndist spilamennskan á
mótinu almennt lakari en hann
hafði búist við, sagði hann að það
væri erfitt að meta. „Því er þó ekki
að leyna, að margir af þessum er-
lendu stórspilurum, sem maður hef-
ur heyrt af og lesið um, eru ekkert
betri en íslensku landsliðsmennirn-
ir. Það er ljóst, að bestu spilarar
okkar hafa yfir mjög góðum brids
að ráða; þetta er spurning um að
nýta þá hæfileika sem í þeim búa
sem best,“ sagði Bjöm.
Fyrsti sigur gærdagsins var á
Ástralíumönnum, sem hafa oft spil-
að á mótum sem þessum. Aðal-
steinn Jörgensen og Jón Baldursson
tóku reyndustu spilara Ástrala, þá
Paul Marston og Paul Lavings,
hreinlega í kennslustund og Ástral-
arnir voru heldur niðurdregnir að
leik loknum. Þetta er eitt besta blað
sem við höfum átt í háa herrans
tíð,“ sagði Jón eftir leikinn. Guð-
mundur Páll Arnarson og Þorlákur
Jónsson voru hins vegar daufir í
dálkinn þegar þeir komu út úr spila-
salnum og töldu leikinn tapaðan.
Það hýrnaði þó yfir þeim þegar leið
á samanburðinn við Jón og Aðal-
stein og í ljós kom, að þeirra fram-
lag nægði til af vinna leikinn 24-6.
„Þú sérð að það hefur verið erfitt
að spila með spilin ykkar. Og þið
spiluðuðu rriiklu betur en þeir,“
sagði Jón hughreystandi við Guð-
mund Pál.
ísland græddi 16 keppnisstig á
þessu spili:
Norður
♦ 109543
♦ K6532
♦ 8
Vestur *D3 Austur
♦ 82 ♦ KG7
♦ G104 ♦ Á87
♦ G965 ♦ KD743
♦ Á1096 Suður ♦ 84
♦ ÁD6
♦ D9
♦ Á102
♦ KG752
Vestur Norður Austur Suður
Marston Aðalst. Lavings Jón
— — 1 tígull 1 grand
2 tíglar 4 tíglar dobl 4 spaðar
Fjórir tíglar Aðalsteins báðu Jón
að velja geim í hálit og Jón valdi
spaðann. Vestur spilaði úr tígli sem
Jón drap með ás. Hann spilaði laufi
á drottningu sem hélt, og hjarta á
drottniríguna sem einnig hélt slag.
Síðan spilaði hann laufkóng sem
vestur drap með ás.
Vestur spilaði tígli, sem Jón
trompaði í blindum. Hann spilaði
hjarta á gosa vesturs, sem enn spil-
aði tígli sem Jón varð að trompa.
Nú svínaði hann spaðadrottningu
og trompaði lítið lauf í blindum og
austur yfirtrompaði með gosa. Nú
var sama hveiju austur spilaði og
raunar prufaði hann hjartaásinn,
sem Jón trompaði heima. Þegar
báðir fylgdu í trompásinn gat Jón
lagt upp.
Við hitt borðið voru Ástralirnir
alveg úti að aka:
— — 1 tígull dobl
2 tíglar dobl 3 tíglar 3 grönd
pass 4 tíglar pass 5 lauf
dobl pass pass pass
Norður ætlað að koma sömu
skilaboðum áleiðis og Aðalsteinn
áður með 4 tíglum en staðan var
greinilega loðin. Þorlákur bætti
gráu ofan á svart með því að dobla
5 lauf og fékk 800, þegar spilið fór
fjóra niður.
Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn
Arnþórsson komu inn fyrir Guð-
mund og Þorlák gegn Japönum í
5. umferð. í japanska liðinu spilar
eina konan í opna flokki mótsins,
en einnig er keppt í sérstökum
kvennaflokki. íslenska liðið komst
lítið áleiðist með Japana og leikur-
inn var fremur bragðdaufur, vannst
samt sem áður 17-13.
í þriðja leiknum spilaði ísland við
Venezuela eins og áður sagði, og
Guðmundur og Þorákur skiptu aftur
við Guðlaug og Örn. Jón og Aðal-
steinn áttu í nokkrum erfiðleikum
við sitt borð, og þótt blaðið þeirra
væri þokkalegt voru þeir ekki sér-
lega ánægðir.
Guðmundur og Þorlákur spiluðu
við gamalreynda spilara, þá Alberto
Calvo og Alberto Dhers, en Calvo
er í utanríkisþjónustu Venezúela og
hefur meðal annars verið sendiherra
í Japan. Guðmundur og Þorlákur
áttu nú svipaðan leik og Jón og
Aðalsteinn höfðu átt gegn Áströl-
um. Meðal annars komu 34 keppn-
isstig samtals í tveimur síðustu spil-
unum. Eftir að liðið hafði borið
saman blöðin sín og í ljós kom að
leikurinn hafði unnist 25-3, nýtti
Jon sér nýfengna kunnáttu sína í
japönskum kurteisisvenjum og
hneigði sig djúpt fyrir Guðmundi.
Guðmundur átti mestan heiður-
inn af sveiflunni í þessu spili.
Norður
♦ Á2
♦ 96
♦ K98753
♦ 732
Vestur Austur
♦ K10987654 ♦ DG3
♦ 105 ♦ ÁK8
♦ 10 ♦ ÁD42
+ KG Suður +ÁD10
♦ -
♦ DG7432
♦ G6
♦ 98654
Islenska esperantósambandið:
Vona að húsnæðið
efli starf esperantista
- segir Hallgrímur Sæmundsson
ISLENSKA esperantósambandið eignaðist fyrir skömmu sitt
fyrsta húsnæði, að Skólavörðustíg 6b í Reykjavík. Þar með hafa
esperantistar hér á landi fengið aðstöðu til námskeiðahalds og
funda. Hallgrímur Sæmundsson, formaður esperantósambands-
ins, sagði í samtali við Morgunblaðið að húsnæðiskaupin hefðu
tekist með samstilltu átaki félagsmanna og vonandi yrði nú unnt
að kynna betur og efla starfsemi sambandsins.
Esperantó er alþjóðlegt tungu-
mál, en höfundur þess var pólski
augpilæknirinn Zamenhof. Árið
1887 kynnti hann tungumálið,
sem sótti orðaforða sinn til fjöl-
margra tungumála, en hefur síðan
þróast sem bókmennta- og sam-
skiptamál. Fyrsta íslenska
kennslubókin í esperantó, eftir
Þorstein Þorsteinsson, kom út
árið 1909. „Starfsemi íslenskra
esperantista hefur verið óslitin hér
á landi síðan og árið 1944 var
stofnað esperantistafélagið Aur-
oro í Reykjavík," sagði Hallgrím-
ur. „Félagar í því eru um 60, en
á landinu öllu eru um 100 esper-
antistar.“
Hallgrímur sagði að veikasti
hlekkurinn í starfseminni hér á
landi hefði verið að kynna starfíð
og ná þannig til fleira fólks en
félagsmanna. „Esperantó hefur
að vísu verið kennt sem valgrein
I menntaskólunum við Hamrahlíð,
á Laugarvatni og á Akureyri, þeg-
ar næg þátttaka hefur fengist.
Auk þess höfum við haldið nám-
skeið. Nýja húsnæðið gerir okkur
kleift að vinna frekar að slíkum
kynningum. Við söfnuðum lengi
í hússjóð og félagsmenn lögðu
mikið af mörkum. Einn þeirra,
Vilhjálmur Sveinsson, lagði til
dæmis fram 500 þúsund krónur.“
Islenska esperantósambandið
Morgunblaðið/Sverrir
Hallgrímur Sæmundsson, formaður íslenska esperantósambands-
ins, skráir bókasafn sambandsins í nýju húsnæði þess að Skóla-
vörðustíg 6b.
er aðili að Alþjóðlega esperantó-
sambandinu, sem er með aðsetur
í Hollandi. „Stærsti atburðurinn í
sögu íslensku hreyfíngarinnar var
þegar við sáum um alþjóðaþing
esperantista árið 1977 með um
eitt þúsund erlendum gestum,"
sagði Hallgrímur. „Þá komu gest-
ir frá tíu löndum í heimsókn til
okkaí í sumar. Esperantó hefur
aldrei verið alþjóðlegra samskipt-
amál en einmitt nú, því félög hafa
sprottið upp í ýmsum Afríkulönd-
um undanfarna áratugi og víða í
Asíu er öflug starfsemi esperant-
ista, til dæmis í Japan og Kína.
Um heim allan kemur út ótrúleg-
ur ljöldi rita á esperantó og ís-
lenska sambandið á ágætt bóka-
safn.“
Skrifstofa íslenska esperantó-
sambandsins að Skólavörðustíg
6b er opin frá kl. 16-18 virka
daga og frá kl. 10-12 á laugardög-
um.
Við borð Aðalsteins og Jóns opn-
aði suður á veikum tveimur í hjarta
og Jón stökk í 3 spaða. Aðalsteinn
spurði þá um ása og sagði sex grönd
til að vernda gafflana sína í laufi
og tígli fyrir útspili. Suður spilaði
út laufí og þegar Jón lagði spilin
sín niður sagði hann vonsvikinn:
„Ekki bjóst ég við að verða blindur
í þessu spili!“ Hann var þó ekki
blindur lengi því Aðalsteinn lagði
fljótlega niður spilin sín og tók 12
slagi.
Við hitt borðið gekk meira á:
Vestur Nordur Austur Suður
Dhers Þorlákur Calvo Guðmun-
d.
— — — 3 hjörtu
3 spaðar 4 hjörtu 4 grönd 5 tíglari
Pass Pass 7 grönd Pass
Pass dobl
Calvo og Dhers spila lítið saman
og Guðmundur ákvað að nýta sér
það. 4 grönd voru ásaspurning en
bridspör segja á mismunandi hátt
frá fjölda ása ef andstæðingarnir
koma inn á. Það kom í ljós, að
Calvo og Dhers voru ekki sammála.
Dhers taldi sig neita ás með passinu
en Calvo hélt að það lofaði einum
ás og fór alla leið í alslemmu sem
Þorlákur tók feginn á móti.
Staðan í riðli íslands er þessi
eftir 6 umferðir: ísland 224,25,
Bretland 101, Venezúela 94,
Bandaríkin 92,5, Argentína 82,75,
Egyptaland 79,25, Japan 66, Ástr-
alía 60,25. í hinum riðlinum leiðir
Brasilía en Pólland, Bandaríkin B
og Svíþjóð fylgja fast á eftir.
í dag spilar ísland við Egypta í
7. leik. Að honum loknum hefia
þjóðirnar aðra umferð en ekki verð-
ur ljóst fyrr en þá hveija aðra Is-
lendingar kljást við í dag.
■ ÍSLAND kemur á óvart í
Bermúdakeppninni, sagði aðalfyrir-
sögnin í mótsblaði heimsmeistara-
mótsins á þriðjudaginn. „Þessir
menn kunna ekkert í brids, fyrst
þeir segja þetta,“ sagði Björn Ey-
steinsson fyrirliði íslenska landsliðs-
ins hneykslaður.
H SEKTIN sem ísland fékk fýrir
að fara fram yfír tímann í leiknum
gegn Argentínu á mánudag reynd-
ist einungis vera 0,75 stig í stað
1,5 stiga eins og fyrst var talið.
Þegar keppnisstjóri las lengra kom
í ljós, að sektin deilist á bæði lið,
ef hvorugu er greinilega um að
kenna.
■ ÍSLENSKA liðið setti sér stiga-
markmið fyrir hvern dag riðla-
keppninnar. Fyrsta daginn ásettu
spilararnir sér að fá 40 stig og 50
st.ig annan daginn. Raunin varð
hins vegar 68,2 stig fyrsta daginn
og 76 stig annan daginn.
■ TVÖ kjördæmafélög innan
Samstöðu, sem beitir sér gegn
aðild íslands að EES og EB, voru
stofnuð um helgina. Kjördæmafé-
lag fyrir Austurland var stofnað
á fundi á Egilsstöðum. Þar fluttu
ávörp Jónas Pétursson, Kristjana
Bergsdóttir, Kristín Einarsdóttir
og Helgi Seljan. Á fundinum voru
kosin í aðal- og varastjórn kjör-
dæmisfélagsins Björn Vigfússon,
Helgi Omar Bragason, Hrafn-
kell A. Jónsson, Kristjana
Bergsdóttir, Magna Gunnars-
dóttir og Salome Guðmunds-
dóttir. Kjördæmafélag Norður-
lands vestra var stofnað á fundi
á Sauðárkróki. Þar fluttu ávörp
Gunnar Oddsson, Þórey Helga-
dóttir, Konráð Gíslason, Matthías
Bjömsson, Hörður Ingimundar-
son, Bjami Einarsson og Jóhannes
R. Snorrason. í stjórn kjördæma-
félagsins vom kosin Gunnar
Oddsson, Matthias Björnsson,
Þórey Helgadóttir og Alfur Ket-
ilsson og Sigtryggur Björnsson
til vara. Kjördæmafélögin munu
m.a. standa fyrir fundum í kjördæ-
munum og halda utan um undir-
skriftasöfnun í sínu kjördæmi
gegn aðild íslands að EES og EB.
Félög Samstöðu verða stofnuð í
öðrum kjördæmum á næstunni.
(Fréttatilkynning)
Gódan daginn!