Morgunblaðið - 02.10.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.10.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991 17 Selásskóli við Selásbraut Tvær nýjar viðbyggingar við grunnskóla teknar í notkun: Nær milljarði varið árlega í uppbyggingu grunnskóla NÝJAR viðbyggingar við Selás- skóla og Grandaskóla í Reykjavík voru teknar í notkun er kennsla hófst fyrir skömmu. Byggingu Grandaskóla er þar með lokið og þörf fyrir grunnskólarými vegna nýbygginga í Vesturbæ að fullu svarað. Einn áfanga á eftir að reisa við Selásskóla og er áætlað að honum verði lokið innan tveggja ára. Að sögn Arna Sigfús- sonar, formanns skólamálaráðs Reykjavíkur, verður á næstunni nær milljarði króna varið árlega í uppbyggingu grunnskóla. I Selásskóla við Selásbraut eru 350 börn á aldrinum sex til tólf ára en kennarar eru 20 talsins. Fyrsti áfangi skólans var tekinn í notkun haustið 1986 og annar áfangi ári síðar. Þriðji áfangi skólans, sem nú er verið að taka í notkun, er 803 fer- metrar að stærð en heildarflatarmál skólans er tæplega 2600 fermetrar. í nýju viðbyggingunni er stjórnunar- deild skólans auk heilsugæslu, tveggja almennra kennslustofa og raungreinastofu. Fyrirhugað er að ijórða áfanga Selásskóla verði lokið innan tveggja ára en þar er gert ráð fyrir sam- komu- og félagsrými ásamt sameig- inlegum inngangi í þá áfanga sem fyrir eru. Um þessar mundir er unn- ið að hönnun þess rýmis ásamt sér- byggðu íþróttahúsi sem tekið verður í notkun á næsta ári. Fyrsti áfangi Grandaskóla við Keilugranda var tekinn í notkun haustið 1986 en annar áfangi haust- ið 1989. Nú eru í skólanum 460 börn á aldrinum sex til tólf ára en kennarar eru 30 talsins. Þriðji áfangi skólans og jafnframt sá síðasti, sem nú hefur verið tekinn í notkun, rýmir aðalinnkomu í fyrri áfanga skólans auk stjórnunardeild- ar, bókasafns og heilsugæslu. Þá eru í tengibyggingu stofur fyrir raun- greinar og tölvukennslu. Nýja við- byggingin er 855 fermetrar að stærð en heildarflatarmál skólans er rúm- lega 2200 fermetrar. Morgunblaðið/Sverrir Kristín H. Tryggvadóttir, skólastjóri í Selásskóla, og Anna Guðrún Jósefsdóttir, aðstoðarskólastjóri, sýna Arna Sigfússyni, formanni skólarnálaráðs Reykjavíkur, og Ragnari Júlíussyni, forstöðumanni kennslumáladeildar Skólaskrifstofu Reykjavíkur, nýju viðbygging- una. Tölvukennsla í Grandaskóla fer fram í nýju viðbyggingunni. Fjárhagsáætlanir við verklok skólanna stóðust allar. „Afangarnir við Grandaskóla og Selásskóla sem nú er verið að taka í notkun eru aðeins h'till hluti þeirra miklu framkvæmda sem unnið er að við uppbyggingu skólamála hér í borg,“ sagði Árni Sigfússon, í sam- tali við Morgunblaðið. „Á næstunni mun fara nær milljarður á hverju ári í uppbyggingu grunnskóla borgar- innar. Við stefnum að því að upp- bygging skólanna taki mið af fjölgun íbúa í hverfum þannig að taka megi í notkun fyrsta áfanga þegar komin er kjarnabyggð í hvert hverfi og þró- unin í áfangabyggingu verði hröð eftir það,“ sagði Arni. HEIMILIS- PÍANO Ö£LA 1 IIMr^T A AÐEINS kr. 139.000 stgr. VIÐURKENND AF FAGMÖNNUM INNIFALIÐ: TVÆR STILLINGAR mm EGILSSTOÐUM SIMI 9712020 Heilsugæslustöðin Efra-Breiðholti Nýr heimilislæknir Ólafur Stefánsson, læknir, sérgrein: heimilis- lækningar, hefur tekið til starfa á Heilsugæslu- stöðinni Hraunbergi 6, Reykjavík. Skráning fer fram á stöðinni. Upplýsingar í síma 670200 kl. 08.00-17.00. AKVEÐNIÞJA LFUN Námskeið í sjálfsstyrkingu fyrir karl- menn þar sem k^nndar eru og æfðar aðferðir til að ná árangri í samskiptum. Upplýsingar um helgar og öll kvöld ísíma 93-71520 Ásþór Ragnarsson, sálfræöingur Stýrimannaskólinn * í Reykjavík 100 ára Háttðardagskrá /augardag7?m 5. október 1991 Kl. 12.00 Eldri og yngri nemendur skólans koma í skólann, þar sem haldinn verður stuttur fund- ur í hátíðarsal. Kl. 12.45 Gengið frá Stýrimannaskólanum til fundarins í Borgarleikhúsinu. Kl. 13.00 Lúðrasveitin Svanur leikur við Borgarleikhúsið. Kl. 13.30 Hátíðarfundur í Borgarleikhúsinu. Kl. 19.00 Hátíðarkvöldverður og dansleikur í íþróttahús- inu v/Digranesveg í Kópavogi. Af mælishátíðin er að sjálfsögðu opin og ætluð öllum fyrrverandi og núverandi nemendum skólans og mökum þeirra. Pöntun og sala aðgöngumiða á afmælishófið í íþróttahúsi Digranesskóla fer fram hjá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands í Borgartúni 18, sími 91-629933. Það er peningur í Egils gleri! Allar glerflöskur frá Ölgerðinni eru margnota með 10 króna skilagjaldi. Ekki henda verðmœtum, hafðu tómt Egils gler meðferðis þegar þú endurnýjar Egils birgðirnar í næstu verslunar- eða sjoppuferð. Það er drjúgur peningurl Aftur og aftur og aftur!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.