Morgunblaðið - 02.10.1991, Síða 28

Morgunblaðið - 02.10.1991, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1991 Að lifa aftur og aft- ur - eða að eilífu „Mikael“ - eða Jesús Kristur eftír ísak Harðarson Hugmyndir „nýaldarsinna" um að „þú lifir aftur og aftur“, „Mika- el, vitsmunaveru á öðru tilverustigi ^sem fræðir mannkynið um tilgang lífsins“ . . . svo og skrif ýmissa kristinna manna gegn þessum sam- tökum og hugmyndum hafa tekið nokkurt rúm í fjölmiðlum á undan- förnum mánuðum. Ef gaumgæfa ætti hugmyndir og viðhorf hvors hópsins um sig á nákvæman og röklega fullnægjandi hátt, og bera þau síðan saman til að reyna að sjá hugsanleg tengsl þeirra og líkindi, og jafnvel til að ákvarða hvor væru sannari og manninum þroskavæn- legri, þyrfti mikið prentrými sem ekki er til staðar í dagblaði, og því skal þess ekki freistað hér. Slík við- leitni væri líka sjálfsagt til lítils; röksemdir og almenn skynsemi ' duga sjaldnast til að fólk skipti um trú, því „sæll er hver í sinni trú“ og vill sjálfsagt vera svo áfram, hvort sem um er að ræða kristna menn, múslima, nýaldarsinna eða aðra — ef annað kemur ekki til. Ýmislegt er það þó sem sker dýpra í augun en annað í „málflutn- ingi“ nýaldarsinna, og sem þörf er á að upplýsa um, ef menn eiga ekki í sífellu að tala hver framhjá öðrum. T.d. vilja nýaldarsinnar taka það skýrt fram að þeir boði ekkiný trú- J»arbrögð. Ég staðhæfi hinsvegar að nýaldarsinnar lifa i trú í raun (reyndar missterkri eftir einstakl- ingum) og vil kalla „hugmyndir" þeirra trúarbrögð, hvort sem þeir vilja nefna sig nýtískulegri og „frjálslegri“ nöfnum en trúarhóp, eða ekki. Trú þeirra er reist á sam- blendingsgrunni mannhyggju (húmanisma) og fornra hugmynda komin frá Egyptum, Grikkjum, Ind- veijum og fleirum, að viðbættum seinni tíma „opinberunum" maddamanna Blavatsky, Bailey og annarra guðspekilegra „world serv- ers“, auk nýrra hugmynda um geiminn og hugsanlega háþroskaða íbúa hans sem ef til vill koma bráð- um og hjálpa okkur áleiðis til „meira ljóss" „súper-egósins“ sem ku búa innra með manninum. Allt er þetta kryddað skilyrðislausri trú á 20. aldar hugj.akið „innsæi mannsins", og yfir öllu gnæfir síðan hinn fijálsi maður og skal dýrkaður út yfir líf og dauða. Að vísu er ekki um eitt heildarkerfi hugmynda að ræða, heldur „veldu þá ávexti sem þér lít- ast fróðlegastir", en rauði þráðurinn er sá að maðurinn sé stöðugt að vaxa og þroskast, og endi sjálfsagt að lokum sem alupplýst og ódauðleg vera. Ef þessi ósannanlega (en þó oft rökrétta) lífsspeki flokkast ekki undir trúarbrögð, þá er ég sjimp- ansi. Önnur sjálfsblekking (og ekki veigaminni) sem blasir gjarnan við í blaðagreinum nýaldarsinna (t.d. í Velvakanda 25.8.), er sú hróplega mótsögn að „margir" þeirra „tilb- iðja Jesúm Krist" — án þess að trúa á hann! Áðurnefnd blaðagrein „stjórnar Nýaldarsamtakanna" ber með sér svo klofið og órökrétt við- horf til Jesú Krists að ekki þarf maður að vera heittrúaður eða víð- lesinn í Biblíunni til að trúa ekki sínum eigin augum. í greininni seg- ir m.a.: „Margir úr röðum nýaldar- fólks taka undir þá skoðun að al- mætti Guðs sé slíkt að hann hafi í aldanna rás sent okkur fleiri en einn meistara til þess að færa okk- ur nær upprunanum. Jesús Kristur var einn sh'kur og sem sh'kan til- biðja margir nýaldarsinnar Krist, en nýöld er ekki hollusta við einn meistara; hún er lærdómur frá mörgum meisturum í leit okkar að einingu við Guð.“ (Leturbreytingar mínar). Athugum þetta aðeins. Ef við lítum framhjá þeirri und- arlegu röksemd í upphafi tilvitnun- arinnar að Guð sé svo almáttugur að honum dugi ekki að senda ein- getinn son sinn (sem Jesús sjálfur kvaðst vera) til mannanna, heldur verði hann stöðugt að endurnýja og betrumbæta tengslin við menn með nýjum „meisturum", þá virðist hitt allavega standa eftir að „marg- ir nýaldarsinnar" telji Jesúm samt sem áður sendiboða frá Guði (en bara einn af mörgum). Við skulum í bili samþykkja það: Jesús er sem- sagt „meistari" kominn frá Guði til að „færa okkur nær“ honum. Ef nýaldarsinnar trúa því í raun ættu þeir að vera sjálfum sér samkvæm- ir og trúa og tileinka sér boðskap „meistara Jesú“ eins og „annarra meistara“. Raunin er hinsvegar sú að þeir virðast aðeins taka mark á Jesú, þegar það samræmist mann- dýrkunarmarkmiðum þeirra — sem merkir aftur að þeir taka ákaflega sjaldan mark á honum. T.d. er eins og þeir hafi aldrei opnað Nýja testa- mentið og séð hvað Jesús segir um sjálfan sig — um persónuna Jesúm Krist Mannsson og Guðsson. Ef þeir tækju mark á vitnisburði Jesú um sjálfan sig, myndu þeir hafa vara á sér og láta vera að jarma eins og sauðir um hollustu við „marga meistara" framan við úlfs- kjaftana sem leynast í rökkurdjúp- um manns og geims. Jesús heldur því nefnilega aldrei fram að hann sé aðeins einn af mörgum jafngildum meisturum, eða einn af mörgum vegum manna til föðurins — heldur alltaf hið gagn- stæða. Hann segir t.d. (leturbr. og aths. eru mínar): „Guð sendi ekki soninn (ekki „synina“ eða „meistar- ’trmr ísak Harðarson „ Jesús heldur því nefni- lega aldrei fram að hann sé aðeins einn af mörgum jafngildum meisturum, eða einn af mörgum vegum manna til föðurins — heldur alltaf hið gagnstæða.“ ana“) í heiminn til að dæma heim- inn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonar- inseina.“ (Hóh. 3.17,18). „Ég(ekki ,,við“) er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín (ekki „okk- ar“) kemur, ög þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir. En ég hef sagt við yður: Þér hafið séð mig og trú- ið þó ekki. Allt sem faðirinn gefur mér, mun koma til mfn, og þann sem kemur til mín, mun ég alls ekki brott reka. Ég er stiginn niður af himni, ekki til að gjöra vilja minn, heldur vilja þess, er sendi mig. En sá er vilji þess, sem sendi mig, aðég glati engu af öllu því, sem hann hefur gefið mér, hedlur reisi það upp á efsta degi. Því sá er vilji föð- ur míns, að hver sem sér soninn og trúir á hann, hafí eilíft líf, og ég mun reisa hann upp á efsta degi.“ (Jóh. 6.35-40). „Eger vegur- inn, sannleikunnn og líf/d. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig. Ef þér hafið þekkt mig, munið þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann. Ég og faðirinn erum eitt.“ (Jóh. 14.6,7 og 10.30). Og þennan sann- leika segir Jesús einnig á margvís- legan annan hátt eins og kunnugt er. Það virðist bara ekki vera kunn- ugt nýaldarsinnum. Nýaldarsinnar segja: „Nýöld er ekki hollusta við einn meistara; hún er lærdómur frá mörgum meistur- um í leit okkar að einingu við Guð.“ Jesús talar hinsvegar hvergi um þennan kvíslótta veg, heldur segir: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.“ Nýaldarsinnar segja: „Nýaldar- fólk á það sameiginlegt, að leit þess hefur Guð að leiðarljósi, þá oftar en ekki í gegnum Jesúm Krist." Það er undarlegt því jafn sjaldan og aldrei er minnst á Bibl- íuna eða aðrar bækur um Jesúm Krist í auglýsingum frá verslun ís- lenska nýaldarfólksins, og ekki í eitt einasta sinn hef ég séð auglýs- ingu frá nýaldarsinnum um sam- komur þar sem rækta á eininguna við föðurinn með þeirri „tækni“ sem Guðssonurinn eini hvatti okkur til að rækta: bæninni, en jafn oft og alltaf eru auglýst námskeið í ýmsu grufli í dulvitund mannsins og ná- kvæmlega sama dufli við ókunn andaölf og Gamla testamentið, trú- arrit Jesú Krists, skipar mönnum að varast eins oghinn vonda sjálfan! Nýaldarsinnar bjóða upp á ýmis konar „visku“ til þess að efla „þekk- ingu og þroska“ mannsins, líklega í því skyni að „færa hann nær upp- runanum" og stuðla að „einingu við Guð“. Jesús sagði hinsvegar: „Ég vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum, en opinberað það smælingjum ... Sannlega segi ég yður: Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki.“ (Matt. 11.25 og 18.3). Þótt nýaldarfólk haldi e.t.v'. að það „hafi Guð að leiðarljósi" og „leiti einingar við Guð“ er hinn Skipulögð stjóm fiskveiða næstu árin eftír Karl Ormsson Nú hefur verið sett á laggirnar nefnd sú sem ætlað er það hlutverk að móta fiskveiðistefnu okkar næstu árin. Þá er ekki úr vegi að gefa nánari gaum þeim röddum sem hafa verið einna háværastar um sölu kvóta og veiðileyfa. Ég er í flokki 60-70% þjóðarinnar er gæti hugsað sér sölu á veiðileyfum í ein- ^hverri mynd, a.m.k. vil ég, að ef ekki verði tekið upp veiðileyfa gjald verði alfarið bannað nú þegar að versla með kvóta á nokkurn máta, hvorki selja hann eða leigja, ekkert brask. I skoðanakönnun hefur komið fram að 66% þjóðarinnar vilja banna kvótasölu. Það kvótabrask sem tíðkast hefui' hér undanfarin ár er til skammar, það hefur skapast svo mikið ranglæti í kringum það að orð fá því ekki lýst. Kvótar eru keyptir frá heilu byggðarlögunum, ^sem hefur í för með sér atvinnu- leysi í stórum stíl. Fjölmiðlar eru fullir af auglýsingum eftir kvóta sem auðvitað lendir alltaf hjá þeim er mest hafa auraráðin. Mýmörg dæmi mætti nefna um kvótasölu og brask þar sem mönn- um hefur verið veittur kvóti en hafa ekki notað hann þannig að ,menn hafa fengið fé fyrir fisk sem þeir hafa aldrei veitt og eiga ekk- ert í. Jafnvel er dæmi um að menn hafa fengið kvóta út á bát sem leg- ið hefur á hafsbotni. Það væri efni í heila bók að skýra frá því braski og allskonar svínaríi sem hefur við- gengist í kringum sjávarútveginn síðustu árin þjóðinni til stórskamm- ar. Bátar og skip hafa verið lengd og stytt, skorið hefur verið framan af stefninu á þeim til að vera innan þeirra marka sem sett voru um lengd skipa. Bátar eru margmældir upp með allskonar kúnstum, gömlum smá- bátum er sökkt í hafið eða þeim brennt og í staðinn keypt stórglæsi- leg skip 10-20 sinnum stærri, allt í þeim tilgangi að leika á hið mein- gallaða kerfi. Þetta hlýtur sú nefnd sem starfar við að marka fiskveiði- stefnuna að taka til alvarlegrar íhugunar. Einnig ætti sú regla að vera ófrávíkjanleg, að Islendigar nýti einir þá fiskistofna og allar sjávarafurðir sem eru í kringum landið. Þegar verður að afturkalla allar undanþágur til útlendinga þótt í smáum stíl sé. Á sama hátt og við Islendingar viljum vera efnahags- og stjórnmál- alega sjálfstæð þjóð býst ég ekki við að Belgar og Færeyingar vilji fá hér undanþágu til fiskveiða á þeirri forsendu að þeir séu svo smáar og fátækar þjóðir eins og við heyrum oft fleygt. Lúðukvóti að verðmæti 40 milljónir gerir all- nokkuð meira en nokkrir laxar sem merktir hafa verið í íslenskum ám og veiðst hafa við Færeyjar, ef satt er, að tengsl hafi verið á milli samn- inga Færeyinga á fískveiðiheimild- um og banni við laxveiði við Færeyj- ar. Við verðum að koma okkar efna- hagsmálum sem fyrst í lag og þurf- um á öllum okkar fiski að halda. Þó að við viljum halda eðlilegu og vinsamlegu sambandi við allar þjóð- ir hefi ég megnustu skömm á því að við skulum alltaf haga okkur eins og milljónaþjóðir gera, við verðum að fara að sníða okkur stakk eftir vexti, við getum ekki haldið' stöðugt áfram að safna skuldum sem börnin okkar þurfa að borga í framtíðinni. Hvað varðar fiskveiðarnar er sýnilegt að Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra ætlar ekki að líða neinum fiskiðnaðarþjóðum að ríkis- styrkja í nokki'u formi sínar fisk- veiðar á kostnað markaða okkar og er það vel. Hjá honum hefur einmitt komið til álita að endur- skoða undanþágur á veiðum til ann- arra þjóða í okkar landhelgi, ég skora á hann að afnema þær ineð öllu. Ef smábátar okkar fengju þann afla sem Belgum og Færeyingum er færður á silfurfati væri það dá- lagleg búbót fyrir landsbyggðina og kæmi það þeim helst til góða sem eru um hinar dreifðu byggðir landsins og hafa ekki að neinu öðru að hverfa. Það er alveg víst að aldrei verður Karl Ormsson fundin upp betri byggðastefna en sú að smábátum í hinum dreifðu byggðum verði gefinn möguleiki á að fiska þannig að þeir geti sýnt hagnað og útvegað atvinnu miðað við stærð og afla. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast nokkrum ungmennum úr sjávar- plássi utan af landi sl. vor. Þaðan eru gerðar út 22 trillur sem fengu skammtaðan kvóta (1990) allt niður í nokkur kíló. Hefðu allar þessar trillur fengið nægilegt magn til að vera reknar með hagnaði hefði þetta skapað atvinnu fyrir 3-4 við hvern bát (með vinnslu á afla). Þau atvinnutækifæri jafnast næstum á við_ meðal stóriðju. 1 blaðinu Fiskifréttir 16. ágúst gefur að líta athgyglisverða grein eftir Örn Pálsson framkvæmda- stjóra Landssambands smábátaeig- enda. Þar leggur hann til að króka- veiðar verði gefnar fijálsar fyrir smábáta, ég vil ganga lengra, ég vil gefa allar línu- og handfæraveið- ar fijálsar, en takmarka í staðinn veiðar í veiðarfæri sem gefa lélegra hráefni. Ef smábátar upp að 9 brúttólestum teljast vera um þtjú þúsund (sem mun láta nærri) og allir fengju afla til að bera sig sæmi- lega (og það aflamagn væri til í þorskígildum) væri það atvinna á við fjórtán-sextán álver á stærð við Isal hvorki meira né minna (samkvæmý upplýsingum sem ég fékk hjá ísal vinna þar um 7-8 hundruð manns (færri á sumrin)). Auk þess mundi þessi atvinna dreif- ast jafnt um allt land. Nú skal ég viðurkenna að það ekki er sambærileg tekjuöflun fyrir þjóðarbúið, en atvinna yrði bæði jafnari og bærist þangað sem stór- iðja gæti ekki gefið atvinnu. í sama blaði 16. ágúst er smáfrétt sem lætur ekki mikið yfir sér, en er at- hyglisverð. Hún er um smábát frá Eyrarbakka, Stakkavíkin ÁR, sem hafði veitt fyrir 122 milljónir 1990 og allt á línu og uppistaðan í aflan- um var utankvótafiskur, keila og langa. Þetta sýnir að mögulegt er fyrir útjónasama menn að skapa verðmæti úr því sem áður þótti verðlaust. Fréttablað Morgunblaðsins „Úr verinu“ sagði nýlega frá svipuðu atviki. Þar var bátur frá Vest- mannaeyjum sem hafði verið á línu (útilegu) frá áramótum og fengið 15-20 tonn í túr sem gerði mjög góða útkomu fyrir skipshöfnina og aflinn var allur utankvótategundir. Það er athyglisvert að margar fiski- tegundir sem ættu að vera nýtan- legar og eru í talsverðum mæli hér við land eru ekki nefndar í Alþing- istíðindum 15. hefti 1991 þar sem allur útfluttur afli er talinn upp, (margt eigum við ólært). Höfundur er raftækja vörður, fyrrverandi sjómaður og áhugamaður um sjávarútveg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.