Morgunblaðið - 02.10.1991, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTOBER 1991
31
Jóhanna Björnsdóttir,
Syðra-Hóli - Minning
Fædd 25. mars 1891
Dáin 28. september 1991
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mía ferð.
Fauk í faranda skjól
fegin hvíldinni verð.
Guð minn gefðu þinn frið
gleddu og blessaðu þá
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(H. Andrésd.)
Þessar hendingar flugu um huga
minn þegar ég frétti andlát föður-
systur minnar, Jóhönnu Björnsdótt-
ur frá Syðra-Hóli, Jóu frænku, eins
og við kölluðum hana jafnan.
Lífshlaupið var orðið langt. Hún
varð 100 ára í vetur og var þá svo
frísk að hún sat afmælishóf sem
henni var haldið á dvalarheimili
aldraðra á Akureyri en þar hefur
hún búið um nokkurt skeið.
Jóhanna fæddist á Syðra-Hóli í
Austur-Húnavatnssýslu 25. mars
1891. Foreldrar hennar voru Björn
Magnússon bóndi á Syðra-Hóli og
kona hans María Ögmundsdóttir.
Björn var ættaður frá Holti á Ásum
en María frá Fjalli á Skaga. Önnur
börn þeirra hjóna sem upp komust
voru: Ólafur bóndi og sjómaður og
síðar smiður á Akureyri, ókvæntur,
Magnús bóndi og fræðimaður á
Syðra-Hóli, kvæntur Jóhönnu Al-
bertsdóttur, Lárus smiður á Akur-
eyri, ókvæntur, Ögmundur verka-
maður í Sandgerði, kvæntur Guð-
rúnu Oddsdóttur, Ragnheiður kenn-
ari og saumakona, ógift, og Mar-
grét, gift Sigurði Guðmundssyni
trésmið í Laufási á Skagaströnd.
Margrét er nú ein á lífi þeirra systk-
ina. Jóhanna var þriðja elst og var
yngri systkinum sínum sem önnur
móðir.
Jóhanna hóf ung störf heimafyr-
ir og var bæði verklagin og afkasta-
mikil hvort sem um var að ræða
útivinnu, eldhúsverk eða handa-
vinnu. Ekkert verk var.svo lítilfjör-
legt að hún vandaði ekki til þess.
Hún var eins og móðir hennar og
systur hannyrðakona mikil, smekk-
vís á liti og handbragðið fallegt.
En handavinna var unnin í stopulum
frístundum frá öðrum störfum.
Fyrst voru hin algengu sveitastörf
bæði heima og heiman. Síðar lærði
hún til garðyrkjustarfa og ferðaðist
um og leiðbeindi í þeim fræðum.
En lengst starfaði hún sem hjúkrun-
arkona við sjúkrahúsið á Blönduósi
og mest af þeim tíma með jiinum
mikilhæfa lækni Páli Kolka. Á þeim
árum voru húsakynni sjúkrahússins
heldur órífleg og þægindasnauð og
starfsfólk fátt. Jóhanna var eina
hjúkrunarkonan og vann því jafnan
langa vinnudaga. Frístundir voru
fáar og sumarfríin stutt. Þrátt fyrir
það hygg ég að henni hafi fundist
þessi ár góð og margir söknuðu
hennar þegar hún kvaddi sjúkrahú-
sið.
Alla tíð var kært með þeim systk-
inum öllum og studdu þau jafnan
hvert annað og önnuðust móður
sína sameiginlega og af mikilli ást-
úð. Á miðjum aldri stofnuðu þau
fjögur, Jóhanna, Ragnheiður, Lárus
og Ólafur, heimHi á Akureyri og
áttu þar saman mörg góð ár. I end-
urminningunni er sólskin og heið-
ríkja yfír heimsóknum á Eiðsvalla-
götu 18 til þeirra systkina. Gest-
risni þeirra, glaðlyndi og hlýtt við-
mót er ógleymanlegt. Og aldrei var
Jóna ánægðari en þegar þéttsetið
var við veisluborð hennar.
Ég á ljúfar minningar frá fyrstu
bernskuárum mínum þegar þau
systkinin bjuggu saman með ömmu
minni í Kollugerði næsta bæ við
Syðri-Hól. Ein slík er frá fallegum
voi'degi. Lítil telpa er á leið rnilli
bæja. Hún er ögn upp með sér af
því þetta er fyrsta sendiferðin sem
hún fer ein. Hún er með miða í
svuntuvasanum sem hún á að skila
til Óla frænda. Það er ekki löng
leið en samt fínnst henni þetta heil-
mikið ferðalag og svolítið ógnvekj-
andi þegar túninu sleppir. Ilún er
ekki há í loftinu og hrasar í blaútum
þúfum og finnst hún dálítið ein í
heiminum og langt heim að bænum
hennar ömmu. En Jóa frænka hefur
séð til hennar og kemur á móti
henni. Hlý hönd tekur um lítinn
blautan lófa og lítil telpa finnur
ástúðina og öryggið streyma til sín
og þær spjalla glaðlega saman
þennan spöl sem eftir er.
Þannig var Jóa frænka, ævinlega
tilbúin, hjálpfús og hlý og þess
nutum við frændfólk hennar fyrr
og síðar. Fyrir það sendi ég henni
kveðju og þakkir yfir móðuna miklu
og bið henni blessunar guðs.
María Magnúsdóttir
frá Syðra-Hóli.
Sigríður Guðmunds-
dóttir Rineer - Minning
Fædd 7. september 1923
Dáin 17. september 1991
Mig langar til að senda systur
minni, með örfáum orðum, hinztu
kveðju. Hún lézt 17. september sl.
á heimili sínu í Bandaríkjunum.
Sigríður Guðmundsdóttir Rineer,
var fædd 7. september 1923, dóttir
móður minnar, Markússínú S.
Markúsdóttur og fyrri manns henn-
ar Guðmundar Halldórssonar, en
hann lézt, er Sigga var aðeins nokk-
urra ára gömul. Þetta voru erfíðir
tímar, lífsbaráttan liörð og kynntist
hún snemma þeirri baráttu. Hún
ólst upp ein með móður sinni, þar
til mamma giftist Karli Guðmunds-
syni, 1930, en hann lézt fyrir fáum
árum. Þá eignaðist Sigga stjúpföð-
ur, sem tók henni alla tíð sem sinni
eigin dóttur. Þar sem Sigga var
átta árum eldri en ég, var hún allt-
af stóra systir er við ólumst upp
saman í gamla daga. Ég man allt-
af, að hún sagði stundum í gamni,
að hún ætti tvo hálfbræður, og það
væri sama sem einn heill. Svo kom
stríðið og tímarnir breyttust. Amer-
íka var og er mikið draumaland.
Þetta heillaði Siggu mikið og þang-
að fór hún 1947 að heimsækja
frænku sína, sem hafði gifst Banda-
ríkjamanni hérá íslandi 1945. Þetta
varð löng heimsókn, því hún kom
aldrei aftur til Islands, nema þrisv-
ar sinnum í stuttar heimsóknir. Hún
giftist 1948 Charles . Rineer, og
eignuðust þau fjögur börn Lindu,
Pamellu, Chuck og Charles jr.
Charles Rineer var sölumaður og á
tímabili ferðuðust þau öll saman
um Bandaríkin, er hann sinnti starfi
sínu sem sölumaður. Þetta var eng-
inn dans á rósum. Svo líða árin og
1964 skilja þau Sigga og Charles
eftir 16 ára hjónaband, og nú stend-
ur hún ein, langt frá öllum ættingj-
um með fjögur börn, en Sigga gafst
aldrei upp og aldrei kvartaði hún.
Hélt bara áfram við að ala upp sín
börn eftir því sem hún bezt gat,
og ég að minnsta kosti vissi ekki
fyrr en löngu seinna hve þetta var
erfitt hjá þeim. Ameríka var svo
miklu „lengra" í burtu í gamla daga.
Hún kaus þetta sem ung stúlka að
fara til Bandaríkjanna, hefði verið
betra að vera kyrr á Islandi? Það
er ekki hægt að svara því.
Við öll ættingjar hennar á Is-
landi sendum börnum og barna-
börnum hennar okkar innilegustu
samúðarkveðjur, sérstakar kveðjur
frá móður okkar, sem nú 87 ára
gömul þarf að kveðja einkadóttur
sína, í hinzta sinn. Ég bið góðan
Guð að fylgja henni á þeim ieiðum
sem hún nú hefur lagt út á.
Guðmundur R. Karlsson
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reylq'avík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar eru
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
Gullfallegur salur
til leigu
í Fossvoginum
hentugur fyrir erfidrykkjur.
• SEM-hópurinn.
Sími 67 74 70
Y0UR RIGHTS
AND DUTIES
AC0URSE
F0R F0REIGNERS
LIVING IN ICELAND
On Saturday the 5th of October the Icelandic Red Cross
will hold a course for foreigners living in Iceland. This
course will be in English, and is supposed to inform about
the Icelandic society, rights and duties of the inhabitants,
health and social security, customs etc. The course will
be bascd on a booklet in English, “Icelandic Law and
Icelandic Society", issued by the Ministry of Social
Affaires.
The coursc will take place at Þingholtsstræti 3,
Reykjavík, the 5th of October from 9.30 a.m. to 16 p.m.
Due to limited number of seats kindly contact us and
rcgistcr at the Icelandic Red Cross, Rauðarárstíg 18, tel.
(91 )-26722 before 17 p.m. Thursday the 3rd of October.
Please notice that no admission fee is charged.
RETTUR ÞINN
0G SKYLDUR
NAMSKEIÐ FYRIR
INNFLYTJENDUR UM
ÍSLENSKT MÓÐFÉLAG
Laugardaginn 5. október nk. heldur Rauði kross íslands
námskeið fyrir fólk af erlendunr uppruna sem hefur flust
til íslands. Námskeiðið verður haldið á ensku og er ætlað
að fræða um uppbyggingu þjóðfélagsins, réttindi og
skyldur þeirra sem hér búa, heilbrigðisþjónustu,
mcnningu og fleira. Bæklingur á ensku, sem
Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út verður lagður
til grundvallar námskciðinu.
Námskeiðið verður haldið að Þingholtsstræti 3,
Reykjavík og hefst kl. 9.30 árdegis og lýkur kl. 16
síðdegis. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður.
Vinsantlega tilkynnið þátttöku fyrir kl. 17 fimnrtudaginn
3. október hjá Rauða krossi íslands, Rauðarárstíg 18, í
síma 91-26722.
Vinsamlega athugið að aðgangur er ókeypis.
Rauði kross Islands
Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími: 91-26722