Morgunblaðið - 11.10.1991, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C/D
231. tbl. 79. árg._________________________________FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Hermaður úr júgóslavneska sambandshernum á tali við liðsmann króatísku þjóðvarðliðasveitanna við
herstöð sambandshersins í Zagreb í gær. Króatísku sveitirnar afléttu í gær umsátri um herstöðvar
sambandshersins í lýðveldinu og hafnbanni Júgóslavíuhers gegn Króatiu var aflétt.
Armenar þjóðnýta
sovésk hergögn
Baku. Reuter.
ÞING Azerbajdzhan samþykkti í gær að þjóðnýta hergögn Rauða hers-
ins sem væru staðsett í lýðveldinu til þess að sjá nýjum lýðveldisher
fyrir vopnum. Hótuðu þingmenn að reisa vegtálma til þess að koma í
veg fyrir að stjórnin í Kreml léti flytja vopnin á brott.
Jafnframt samþykkti þingið í
Bakú að leysa 140.000 Azera undan
herskyldu í Sovéthernum og kallaði
þá til þjónustu í lýðveldishernum
nýja. Einnig var skorað á azerska
foringja í Rauða hemum að ganga
til liðs við nýjan lýðveldisher Az-
erbajdzhans.
Talið er að ákvörðun azerska
þingsins verði til þess að auka
spennu milli í samskiptum við Arm-
eníu. í íjögur ár hafa lýðveldin tvö
tekist á með vopnum um yfirráð
yfir Nagorno-Karabakh, sjálfs-
stjórnarhéraði byggt Armenum inn-
an Azerbajdzhan, og hafa um 800
manns fallið í þessum átökum.
Hermt er að þingið í Bakú hafi
sett yfirstjórn nýs lýðveldishers og
borgaralegra varnarsveita undir
stjóm Ajaz Mútalíbovs forseta.
Þingfundurinn var lokaður og ein-
stökum atriðum samþykktarinnar
haldið leyndum en hermt er að
ákveðið hafi verið að stefna sveitum
nýja lýðveldishersins að armensku
landamærunum og til annarra
hugsanlegra átakasvæða.
Samkomulag forseta Serbíu og Króatíu á sáttafundi EB í Haag:
Sambandsherínn fari frá
Króatíu innan mánaðar
Azerbajdzhan er fyrsta lýðveldið
sem rís gegn einingu Rauða hersins
með þessum hætti og töldu stjórn-
málaskýrendur að ákvörðunin gæti
orðið öðrum lýðveldum til eftir-
breytni.
Rækjusala Færeyinga:
„Þjóðernið”
breytist ekki
við pillun
Kaupmannahöfn. Frá fréttaritara Morg-
unblaðsins, N.J. Bruun.
FÆREYINGAR hafa selt löndum
Evrópubandalagsins (EB) kana-
díska og sovéska rækju fyrir um
hálfan inilljarð kr. undir því yf-
irskini að hún væri færeysk. Þeir
greiddu því engan toll af henni
en á kanadískri og sovéskri rækju
er allt að 18% tollur. Er þetta nið-
urstaða rannsóknarnefndar, sem
EB sendi til Þórshafnar tii að
kanna hvernig á því stæði, að
rækjuútflutningur Færeyinga var
nokkrum þúsundum tonna meiri
en þeirra eigin afii.
Leivur Gregersen, tollstjóri í Þórs-
höfn, segir rétt vera, að mistök hafí
átt sér stað en neitar því, að um sé
að ræða vísvitandi svindl. Segir hann
ástæðuna vera flóknar tollareglur og
nefnir sem dæmi, að rækjan sé fær-
eysk ef hún er veidd af færeysku
skipi, jafnvel þótt á kanadískum mið-
Forsetamir heita að leysa deilur Serba og Króata með pólitísku samkomulagi á sama tíma
Haag, Moskvu, Zagreb. Reuter.
FORSETAR Króatíu og Serbíu, Franjo Tudjman og Slobodan Mi-
losevic, og fulltrúar júgóslavnesku sambandssljórnarinnar, sam-
þykktu á sáttafundi með fulltrúum Evrópubandalagsins (EB) í
Haag í Hollandi í gær, að sambandsher Júgóslavíu yrði á brott
frá Króatíu innan mánaðar, að því er Hans van den Broek, utan-
ríkisráðherra Hollands, tilkynnti í gærkvöldi.
Jafnframt hétu forsetarnir því
að reyna að leysa deilur sínar með
pólitísku samkomulagi innan mán-
aðar og á niðurstöðum þeirra til-
Jeltsín snýr
úr sumarleyfí
Moskvu. Reuter.
TALSMAÐUR Borís Jeltsíns
Rússlandsforseta vísaði því á bug
í gær að forsetinn ætti við veik-
indi að stríða og TASS-frétta-
stofan sagði að hann hefði snúið
til Moskvu í gærkvöldi eftir hálfs
mánaðar leyfi við Svartahaf.
Hreyfíng komst á fjármálamark-
aði i gær vegna orðróms um að
Jeltsín væri veikur, en í fjarveru
hans hófst valdabarátta innan
rússneska stjórnkerfisins sem sagt
er stjórnlaust fyrir vikið. Þá er sov-
étherinn sagður í upplausn vegna
valdabaráttu.
Sjá „Upplausn og valdabarátta
innan hersins” á bis. 24.
rauna myndi EB taka ákvörðun
um hugsanlega viðurkenningu
þeiira lýðvelda júgóslavneska
ríkjasambandsins sem vildu öðlast
sjálfstæði.
Tudjman og Milosevic sögðu að
samkomulagið sem náðst hefði á
sáttafundinum í Haag ætti að geta
gengið eftir en gert væri ráð fyrir
að framlengja mætti frest til að
flytja sambandsherinn frá Króatíu
og ljúka pólitísku samkomulagi
um deilur Serba og Króata um
mánuð til viðbótar.
Fulltrúar EB sem fylgjast með
framgangi vopnahlés, sem sam-
komulag varð um á þriðjudags-
kvöld, skýrðu frá því í gærkvöldi
að króatískar sveitir hefðu létt
umsátri um herbúðir júgóslav-
neska sambandshersins í Króatíu
og sambandsherinn væri byijaður
að aflétta hafnbanni í lýðveldinu.
Með þessu jukust á ný vonir um
að síðasta vopnahléssamkomulag-
ið, hið áttunda í röðinni, yrði var-
anlegt.
Fyrr um daginn kom til harðra
átaka milli sambandshersins og
króatískra sveita með þeim afleið-
ingum að fulltrúar EB settu stríð-
andi fylkingum úrslitakosti en þá
höfðu þær virt vopnahléssam-
komulagið að vettugi í tvo daga.
Að minnsta kosti níu féllu og 32
slösuðust vegna bardaga í gær-
morgun í borginni Vukovar.
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti
blandaði sér í gær í deilurnar í
Júgóslavíu með því að bjóða for-
setum -Serbíu og Króatíu til friðar-
viðræðna í Moskvu. Vladímír Tú-
markínm, talsmaður Sovétforset-
ans, gaf ekki til kynna hvort Tudj-
man og Milosevic hefðu þegið boð
Gorbatsjovs.
um sé. Ahöfnin verður hins vegar
að vera færeysk að þremur fjórðu
en Gregersen segir, að á því hafi að
vísu verið nokkur misbrestur.
Um sovésku rækjuna sagði Greg-
ersen, að Færeyingar hefðu haft þær
upplýsingar frá Danmörku, að rækj-
an skipti um „þjóðerni” við að vera
pilluð, þ.e.a.s. að sovésk rækja yrði
færeysk eftir meðferðina. Fulltrúar
EB vilja þó ekki við þetta kannast,
segja að sovésk rækja sé sovésk og
því verði að greiða af henni toll.
Bush fær
líkan af skipi
Kólumbusar
Á næsta ári verður þess minnst
að 500 ár verða liðin frá siglingu
Kristófers Kólumbusar til Amer-
íku en Spánveijar og ítalir munu
minnast þess með ýmsu móti. í
gær gengu fulltrúar þessara
þjóða á fund George Bush
Bandaríkjaforseta og afhentu
honum líkan af Sankti Maríu,
skipi Kólumbusar, við athöfn í
Hvíta húsinu í Washington. Til
vinstri er spænskur aðmíráll sem
er sagður vera afkomandi Kól-
umbusar og heitir Cristobal Col-
on.
Reuter