Morgunblaðið - 11.10.1991, Side 2

Morgunblaðið - 11.10.1991, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 Leikritið Þétting eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í gær. Að sýningu lokinni var höfundurinn kallaður fram og fögnuðu frumsýningargestir honum með lófataki. Til hægri við Sveinbjörn á myndinni eru þeir Ögmundur Þór Jóhannesson, sem annast lýsingu, Stefán S. Stefánsson, höfundur tónlistar ásamt Sveinbirni, Jón Þórisson, sem sér um leikmynd og búninga og Hallm- ar Sigurðsson, leikstjóri. Forsætisráðherra um fargjaldamál SAS: Gagnrýni ekki samgönguráð- herra fyrir ákvörðun hans Hefði átt að gæta hagsmuna neytenda, segir Jón Baldvin Forsætisráðherra í stefnuræðu á Alþingi; Gerðir verði skyn- samlegir samningar sem tryggi kaupmátt DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi. Forsætisráðherra sagði meðal annars í ræðu sinni að áríðandi væri að nota þá möguleika, sem aukinn stöðugleiki og lækk- andi verðbólga veittu, „og að samið verði skynsamlega um kaup og kjör í komandi kjarasamningum, innan þeirra marka, sem erfiðar aðstæður leyfa”. Hann sagði að með þeim hætti yrði velferðin tryggð í sessi og skapaður grundvöllur fyrir framfarasókn í framtíðinni. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segist ekki gagnrýna sam- gönguráðherra fyrir þá ákvörð- un að hafna umsókn SAS-flugfé- lagsins um 6 nátta fargjald til Norðurlanda á sama verði og Flugleiðir bjóða 3ja nátta og 4 daga helgarferðir. Forsætisráð- herra sagði að hann hefði þó ekki kynnt sér málið rækilega. „Þarna verða menn að stíga var- lega til jarðar. Mitt álit er að slík afskipti hins opinbera eru vandmeðfarin, því minni sem þau eru því betra,” sagði Davíð. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra sagði það sitt álit að í þessu máli hefði fyrst og fremst átt að gæta hagsmuna neytenda. „Samgönguráðherra taldi sig hafa rök fyrir því að þessi undirboð SAS væri óeðlileg samkeppni og því vildi hann ekki leyfa það,” sagði Davíð. „Neytendur á íslandi gjalda þess að við erum í litlu þjóðfélagi með miklar einokunartilhneigingar. Það vantar samkeppni. Ég hefði talið rétt að gæta fyrst og fremst hags- muna neytenda en vek athygli á að ef tekst að ná samningum um Evrópskt efnahagssvæði, erum við þar að opna fyrir gjörbreytta sam- keppnismöguleika. Það er ekki ein- hliða, því það er mat okkar að flug- rekstraraðilar hér geti nýtt sér þá sér til ávinnings. Þetta á alla vega að þýða að samkeppnin tryggi neyt- endum lægra verð vegna ferðalaga og sem eru sambærileg við það sem þegnar grannþjóða okkar búa við,” sagði Jón Baldvin. I stefnu og starfsáætlun ríkis- stjómarinnar segir að hún vilji stuðla að greiðum flugsamgöngum Davíð sagði að eftir væri að ganga frá þessu með formiegum hætti en gengið væri út frá að breytingin tæki gildi um áramót þegar Öryggis- málanefnd verður lögð niður. „For- sætisráðuneytið er lítið mannað og eins og þróun mála hefur verið er nauðsynlegt að það hafi yfir sérfræð- ingi í þessum málum að ráða,” sagði innanlands og gæta fyllstu hag- kvæmni í skipulagi flugmála. „Löggjöf og reglugerðir um áætlun- ar-, leigu og fraktflug verða teknar til endurskoðunar. Reynt verður að tryggja í senn eðlilega samkeppni í flugrekstri og halda uppi sem bestri þjónustu við almenning og atvinnulíf.” Davíð. í stéfnuyfirlýsíngu ríkisstjómar- innar kemur fram að starf sérstaks efnahagsráðunauts ríkisstjórnarinn- ar verður lagt niður en efnahags- ráðgjöf Þjóðhagsstofnunar nánar tengd forsætisráðuneytinu. Sam- komulag er um þetta á milli stjómar- flokkanna en aftur á móti er ekkert Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stefnuræðuna að ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að að- stoða atvinnulífið í erfiðleikum þess. „Ég er sannfærður um að hún er fyrsta ríkisstjórnin á íslandi, sem gerir það ekki,” sagði Steingrímur. Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins sagði að Island væri að dragast aftur úr öðrum þjóðum. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé bara vegna þess að við eigum svona vonda stjómmálamenn. Að hluta til er það af því að atvinnuh'f okkar er ein- hæft og sveiflukennt og hvílir á veikum gmnni, en að öðra leyti er það vegna þess að úrelt viðhorf og úrelt kerfi einokunar, forréttinda og pólitískrar fyrirgreiðslu er ráð- andi of víða í íslenzku þjóðfélagi,” sagði hann og tók sem dæmi að landbúnaðarstefnan hefði leitt til hæsta matvælaverðs í heimi á ís- landi. Ólafur Ragnar Grímsson formað- ur Alþýðubandalagsins gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega fyr- ir að hafa ekki staðið við loforð um skattalækkanir, heldur slægi hann út hlutfall ríkisútgjalda í þjóðarbú- skapnum og setti íslandsmet í skattbyrði. „Jafnvel Morgunblaðið getur ekki annað en sagt þjóðinni frá því að á næsta ári verði opinber minnst á stöðu alþjóðaráðgjafa í stefnuáætluninni. Davíð sagði að þetta væri fyrst og fremst mál for- sætisráðuneytisins og ekki væri venja að fjalla um einstakar stöður af þessu tagi í stefnuskrá ríkisstjórn- ar. Davíð sagði aðspurður að alþjóða- deild í forsætisráðuneytinu rækist ekki á starfssvið utanríkisráðuneytis- ins. „Það er ljóst að forsætisráðu- neytið þarf eðli máls vegna að hafa aðstöðu til að hafa ráðgjöf nálægt sér. Það er mikið um alþjóðlega fundi og þátttaka forsætisráðherra fyrr og síðar í mótun utanríkisstefnu hefur alla jafna verið mikil,” sagði hann. gjöld verkamannafjölskyldunnar aukin sem nemur hálfum mánaðar- launum,” sagði Ólafur Ragnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem talaði fyrir Kvennalistann, sagði að ríkisstjórnin hefði varpað vandan- um af ríkissjóði og yfir á barnafjöl- skyldur. „Éngar tekjur af fjár- magnsskatti era sjáanlegar... ekk- ert hátekjuskattþrep, ekki hærri virðisaukaskattur á' lúxusvörur, ekkert, sem orða mætti við rétt- læti,” sagði hún. Ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi í gær lista yfir stjórnarfrumvörp, 168 talsins, sem ríkisstjórnin hyggst flytja á yfirstandandi lög- gjafarþingi. Sjá stefnuræðu forsætisráð- herra á bls. 26, 27 og 29. 63 milljóna hagnaður Flugleiða HAGNAÐUR af reglulegri starf- semi Flugleiða var rúmlega 63,2 milljónir króna fyrstu sjö mánuði ársins. Á sama tima í fyrra var hann 12,9 milljónir miðað við verðlag þessa árs. Með reglulegri starfsemi er átt við rekstrar- afkomu að viðbættum fjármuna- tekjum og gjöldum. I frétt frá Flugleiðum segir, að heildarhagnaður félagsins fýrstu sjö mánuði ársins 1991 hafi verið 61,5 millj., en var á sama tímabili í fýrra 347,4 millj. á verðlagi þessa árs. Munurinn sem þama komi fram sé vegna hagnaðar sem varð af sölu flugvéla í fyrra. Söluhagnaður fyrstu sjö mánuði þessa árs hafi verið óverulegur. Fram kemur að þó að afkoma af reglulegri starfsemi sé betri en í fyrra hafi rekstraráætlun fyrir tímabilið ekki staðist. Gert var ráð fyrir að í ár yrðu fluttir 466 þúsund farþegar með félaginu á tímabilinu janúar til júlí en í raun urðu þeir 424 þúsund. Rekstrartekjur urðu því lægri en félagið gerði ráð fyrir en þó um 5,7% hærri en fyrstu sjö mánuði ársins 1990 á sambærilegu verðlagi. Eáðgjafi í alþjóðamálum til starfa í forsætisráðuneytinu DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að ákvörðun hafi verið tekin um að setja upp alþjóðadeild innan forsætisráðuneytisins og að starfs- maður Oryggismálanefndar verði forstöðumaður hennar og ráðgjafi ráðherra í alþjóðamálum. Segir hann að forsætisráðherra hafi fyrr og síðar tekið mikinn þátt í mótun utanríkisstefnunnar á hveijum tíma. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að þetta hafi verið gert án samráðs við sig en hann hafi heyrt um það í fréttum. Vildi hann að öðru leyti ekkert tjá sig um málið. Karpov og ívantsjúk unnu báðir __________Skák_____________ Margeir Pétursson NÆSTSÍÐASTA umferðin á Heimsbikarmóti Flugleiða í gær- kvöldi bauð upp á sviptingar í skákunum átta. Efstu menn höfðu báðir hvítt og unnu ör- ugga sigra. Karpov vann Ehlvest og ívantsjúk vann Andersson, sem á hér eitt sitt slakasta mót um árabil. Jóhann Hjartarson tefldi frísklega gegn Lajos Port- isch og komst með peði meira út 1 endatafl, sem ekki var þó hægt að vinna gegn öruggri vörn. Þá gerðust það í barátt- unni um 3. sæti að Júgóslavamir Nikolic og Ljubojevic unnu báðir og deila því með sér. Það var annars fátt um óvænt úrslit í gærkvöldi,- þeir, sem teflt hafa vel á mótinu bættu stöðu sína, en aðrir féllu niður í enn dýpri öldudal. Þrír neðstu menn töpuðu allir. Gúlko brenndi sig enn einu sinni á því að reyna frumleg til- þrif, eftir aðeins 20 leiki var hann kominn með tapað tafl gegn Ni- kolic og mátti gefast upp eftir 27. Andersson er heillum horfinn og fann sig aldrei í skákinni við ívant- sjúk, sem tefldi af öryggi. Frá þvl Jan Timman hóf komur sínar hing- að til lands árið 1972 hafa íslensk- ir skákáhugamenn aldrei séð hann tefla jafn illa og nú. .Hann reyndi vafasama byijun gegn Khalifman, en sá aldrei til sólar og tapaði í 28 leikjum. Viðureign þeirra Ljubojevic og Seirawans var mjög mikilvæg fyrir baráttuna um þriðja sætið. Þeir hafa reyndar báðir teflt mjög vel á raótinu, en í gær byggði JúgósJav- inn upp góða stöðu með hvítu sem hann bætti jafnt og þétt í tíma- hraki andstæðingsins. Staðan fyrir síðustu umferð: 1—2. Karpov og ívantsjúk 10 v. 3—4. Ljubojevic og Nikolic 8V2 v. 5. Khalifman 8 v. 6-7. Seirawan og Ehlvest Vh v. 8. Speelman 7 v. 9-10. Beljavskí og Portisch 6V2 v. 11. Jóhann 6 v. 12. Salov 5'/2v. og biðskák 13. Chandler 5 v. og biðskák 14—15. Timman og Andersson 5 v. 16. Gúlko 4V2 v. Karpov virðist nú hafa náð sér fyllilega eftir tapið fyrir Ljubojevic. Hann vann Ehlvest af sama örygg- inu og hann sýndi af sér í upphafi mótsins. Karpov beitti sama af- brigði gegn Grúnfeldsvörn Ehlvests og • hann notaði með góðum ár- angri í síðasta heimsmeistara- einvígi við Kasparov. í þessu af- brigði þykir traustast á svart að stefna strax að drottningaupp- skiptum en Eistinn valdi þá óvenju- legu áætlun að fara með drottning- arriddara sinn upp á a4. Þetta gafst ekki sérlega vel og eftir 20 leiki var staðan orðin öliu betri á Karpov. Ehlvest fann þá ekki önn- ur ráð til að ná mótspili en að veikja kóngsstöðu sína með f7-f5, en það bætti sízt úr skák. í tíma- hraki fór hann síðan með drottning- una úr vörninni og lék sig í mát: Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Jan Ehlvest Griinfeldsvörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - d5 4. cxd5 — Rxd5 5. e4 — Rxc3 6. bxc3 — Bg7 7. Be3 — c5 8. Dd2 - 0-0 9. Rf3 - Rd7 10. Bd3 - Rb6 11. h3 r- Ra4 12. Hcl.- He8 13. Bh6! - Bh8 14. Bc4 - e6 15. 0-0 - Da5 16. Bb3 - b5 17. Hfel - Bb7 18. Df4! - Hac8 19. Bxa4 — bxa4 20. h4 — Dc7 21. De3 - Da5 22. Bf4 - f5 23. ejcfö — cxd4 24. cxd4 — Dxf5 25. Re5 - Bd5 26. a3 - Bg7 27. f3 - Df8 28. Hc5 - De7 29. Bg5 - Db7 30. Hecl - Hxc5 31. Hxc5 - Db3 32. Hc3 - Dbl-i- 33. Kh2 - Bf8? 34. Rg4 - Bd6+ 35. Bf4 - Be7 36. Hc7 - Db3 37. De5 - h5 38. Rf6+ og Ehlvest gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.