Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.10.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 15 ITC - sjálfsupp- bygging og auk- ið sjálfstraust eftir Gunnhildi i Arnardóttur ITC (International Training in Communication) veitir þjálfun í almennum félagsmálum, ræðu- mennsku, fundarsköpum, fundar- stjórn, stjórnun og skipulagningu. Örvar forystuhæfileika, byggir upp sjálfstraust og fleira sem lýtur að auknu sjálfsöryggi og uppbygg- ingu einstaklingsins. Nú er hefðbundið vetrarstarf ITC að hefjast af fullum krafti. Meðal nýjunga sem ITC-samtökin munu standa fyrir í vetur eru ræðunámskeið þar sem fólki gefst kostur á að kynnast grundvallar- atriðum mælskulistarinnar. Nám- skeið þessi hefjast í október og eru öllum opin. ITC-félagar munu leiðbeina á námskeiðunum og veita hveijum og einum þátttak- • anda persónulegar leiðbeiningar. ITC eru þjálfunarsamtök, en starfa ekki að góðgerðarmálum og sjóðir samtakanna eru ein- göngu ætlaðir til reksturs þeirra. Starfið fer þannig fram að mest eru 30 manns saman í deild sem eru staðsettar víða um land. Hver deild heldur síðan fundi tvisvar í mánuði og eru þeir oftast tilkynnt- ir í dagbókum blaðanna. Bæði karlar og konur geta gerst aðilar og ITC tekur við öllum ein- staklingum sem hafa áhuga á að Gunnhildur Arnardóttir „Meðal nýjunga sem ITC-samtökin munu standa fyrir í vetur eru ræðunámskeið þar sem fólki gefst kostur á að kynnast grundvallar- atriðum mælskulistar- innar.” ganga í samtökin án tillits til skoð- ana eða uppruna. Höfundur er einn af blaðafulltrúum ITC. Sigurður Helgason „Fræðslustarf Hjarta- verndar beinist að mik- ilvægi hollrar fæðu og hófsemi í matarvenjum, þýðingu líkams- áreynslu og gegn skað- semi reykinga og of- neyslu mettaðrar fitu.” forvarnarstarfi í framtíðinni. Fræðslustarf Hjartaverndar bein- ist að mikilvægi hollrar fæðu og hófsemi í matarvenjum, þýðingu líkamsáreynslu og gegn skaðsemi reykinga og ofneyslu mettaðrar fitu. Verkefni blasa alls staðar við og gætum við íslendingar lagt mikilvægan skerf af mörkum. Skulu hér nokkur dæmi tekin: 1. Við gætum orðið fyrsta þjóðin í heiminum þar sem gerð verður heildarskoðun á kólesteroli og blóðþrýstingi allra landsmanna á ekki löngu tímabili. Jafnframt færi fram könnun á mataræði, líkamshreyfingum og reyking- um og yrðu allar upplýsingar síðan tölvuunnar. 2. Mikill áhugi er fyrir að kanna til hlítar hvort kransæðasjúk- dómar fylgi ættum. Ekkert land býður upp á jafn marga mögu- leika að kanna einmitt þennan þátt og mætti þá hugsa sér að gera ráðstafanir í tíma fyrir þennan áhættuhóp. 3. Umfangsmikil könnun á matar- æði íslendinga gæti varpað ljósi á hollustu ýmissa fæðutegunda svo sem fisks, lýsis og lamba- kjöts. Á síðasta ári fór fram slík könnun á mataræði 1.240 íslendinga á vegum Manneldis- ráðs, en niðurstöður munu veita margvíslegar upplýsingar. Hér mætti halda lengi áfram og veit ég að við höfum á að skipa úrvals hjartalæknum og mjög fjöl- hæfum vísindamönnum. Vanda- málið er að allar rannsóknir kosti peninga. Ég vil því skora á alla lands- menn að stuðla að áframhaldandi sigri okkar á þessum skæðasta sjúkdómier heijar á hinn vestræna heim í dag með því að kaupa happ- drættismiða hjá Hjartavemd, en þá stuðlar þú að enn glæsilegri árangri í framtíðinni. Höfundur er útgáfu- og félagsmdlastjóri Hjartaverndar og formaður Landssamtaka hja rtasjúklinga. 3. Eftirlit með hjartasjúkum og byggingu hælis eða endurhæf- ingarstöðvar fyrir þá. 4. Ráðgjöf til almennings um for- varnir. Komið var á fót sérstakri rann- sóknarstöð 1967 og hafin hóprann- sókn sem staðið hefur síðan. Niður- stöður á margvíslegum rannsókn- um á þeirra vegum vekja verulega athygli á alþjóðlegum vettvangi. Dr. Nikulás Sigfússon, gagnmerk- ur vísindamaður, hefur veitt Rann- sóknarstöð Hjartaverndar forstöðu frá upphafi með miklum ágætum. Safnað hefur verið saman stór- merkum efniviði, sem hlýtur að verða mikilvaágur grunnur að' öllu Kristín Arngrímsdóttir Sýnir hjá Sævari Karli KRISTIN Arngrímsdóttir opnar myndlistarsýningu í Gallerí Sæv- ars Karls, Bankastræti 9, föstu- daginn 11. október. Kristín er fædd 5. júní 1953 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og útSk'rifaðist 1985. Myndirnar á sýningunni eru unnar með bambuspenna og tússi. Kristín hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningu í bókasafni Mos- fellsbæjar. Sýningin stendur til 8. nóvember og er opin á verslunartíma frá kl. 9-18 og 10-16 á laugardögum. epol MINNIRÁSÝNINGU ÁVERKUM DÖNSKU ARKITEKTANNA RUDTHYGESEN V?*c.) JOHNNYS0RENSEN í FAXAFENI7, REYKJAVIK. SÝNINGIN EROPIN VIRKA DAGA FRÁ KL. 9.00-18.00 LAUGARDAGA FRÁ KL. 10.00-14.00 SUNNUDAGA FRÁ KL. 14.00-17.00 HÖNNUN OG UPPSETNING SÝNINGAR HALLGRÍMURINGÓLFSSON FHI. Blaóió sem þú vakrnr viö! ífoáb© vivq NOVILOH Q Nýir litir, ný mynstur. 2m, 3m og 4m breidd. Má leggja laust. Verð sem gerir utsölu óþarfa. Ekjaran Gólfbúnaður • SÍÐUMÚLA 14 • SÍMI (91) 813022 •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.