Morgunblaðið - 11.10.1991, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.10.1991, Qupperneq 19
MÓRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 19 ■ AÐALFUNDUR Öryrkja- bandalags íslands verður haldinn í dag, föstudag 11. október, og hefst kl. 16 í Borgartúni 6. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um ýmis brýn hagsmunamál samtakanna. Laugardaginn 12. okt. efna svo Gigtafélag íslands og Öryrkjabandalag íslands til ráð- stefnu um málefni gigtasjúkra og hefst hún kl. 9.15 á sama stað. Þar munu fjölmargir fyrirlesarar reifa málefnið hver frá sínu sjónarhomi. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki. ■ FÉLAGIÐ MÍR hefur um ára- bil staðið fýrir kvöldnámskeiðum í rússnesku fyrir almenning. Kennar- ar og leiðbeinendur hin síðari ár hafa verið Rússar með mikla reynslu í kennslu málsins erlendis. Dregist hefur að hefja rússnesku- námskáið MIR að þessu sinni vegna þess að seinkun varð á komu kenn- arans Andrei Samarévs hingað til landsins. En nk. laugardag 12. október kl. 14 verða námskeið vetr- arins kynnt á fundi í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, og jafnframt verða þátttakendur skráðir. Gert er ráð fyrir að kennt verði bæði í flokkum byijenda og framhalds- nema. Eins og áður verður þátttök- ugjald mjög í hóf stillt. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á kynn- ingarfundinn á laugardaginn ki. 14 á Vatnsstíg 10. ■ BJÖRGUNARSKÓLI Lands- bjargar, (Landsbjörg, nýstofnað landssamband björgunarsveita sem áður voru Landssamband Hjálparsveita skáta og Lands- samband flugbjörgunarsveita), heldur námstefnu fyrir leiðbeinend- ur í skyndihjálp dagana 12.-13. október nk. Tilgangurinn er að leið- beinendur hittist og ræði ýmis atr- iði skyndihjálparfræðslu fyrir björg- unarmenn sem og að leiðbeinendur haldi við og auki þekkingu sína. Á þessari námstefnu verða ýmsir fýr- irlestrar og má þar nefna Sorg og sogarviðbrögð, sem Sigfinnur Þor- leifsson sjúkrahússprestur flytur og Aðkoma á slysstað og björgun úr bílflökum, sem Þorgrímur Guð- mundsson lögregluvarðstjóri flyt- ur. Kynnt verður ný reglugerð um eiturefni. Þessi kynning verður á hendi Daníels Viðarssonar sem er forstöðumaður hjá Hollustuvernd ríkisins. Þá verður fjallað um vökvagjöf, en um þann þátt sér Sigríður Jakobsdóttir læknir. Einnig verður íyrirlestur um sjúkra- flug sem Jón Baldursson læknir flytur og Rafn Ragnarsson læknir verður með fyrirlestur um bruna og brunaslys. Námstefnan verður að þessu sinni haldin í Garðabæ og er stjórnandi hennar María Har- aldsdóttir yfirkennari skyndihjálp- ar og almannavarnasviðs björgun- arskólans. Þátttöku ber að tilkynna á skrifstofu Landsbjargar. Einar Aðalsteinsson ■ VETRARSTARF Guðspekifé- lagsins mun hefjast nú um helgina með opinberum fundi föstudaginn 11. október kl. 21.00 í húsi félags- ins, Ingólfsstræti 22. Meðal fyrir- lesara í vetur ná nefna Einar Aðal- steinsson, Guðrúnu Bergmann, Jón Arnalds, Guðlaug Bergmann, Kristján Fr. Guðmundsson, Gunnlaug Guðmundsson, Rögn- vald Finnbogason og Úlf Ragn- arsson. Sú nýbreytni verður í starf- seminni að á mánudaginn 14. októ- ber kl. 21.00 hefst nýtt 8 vikna námskeið í hugrækt fyrir byrjendur í umsjón Einars Aðalsteinssonar deildarforseta félagsins. Farið verð- ur í helstu atriði hugræktar og hugleiðslu. Fjórir gestafyrirlesarar munu fræða um sérstakar hliðar hugræktar og jóga á síðari hluta námskeiðsins. Námskeiðið er ætlað almenningi og aðgangur er ókeypis. ■ DÚETTINN Bandamenn spila fyrir dansi föstudags og laugar- dagskvöld í Garðakránni, Garða- torgi, Garðabæ. Dúettin skipa þeir Gunnar Jónsson á hljómborð og Ómar Hlynsson sem syngur og leikur á gítar. TZutancv Heílsuvörur nútímdfólks 10, 11 og 12 ára skólabarna í Reykjavík 11. október til 24. október 1991 UMFERÐ OG FÓLK TEIKNISAMKEPPNI Nýja Sendibílastöðin, í samvinnu við undirritaða aðila efnirtil Teiknisamkeppni meðal skólabarna í Reykjavík á aldrinum 10,11 og 12 ára. Viðfangsefnið er Umferð og fólk, séð með augum barnanna. Myndefnin verða 4, og tengjast árstíðunum, vetri, sumri, vori og hausti. 28 glæsileg verðlaun eru í boði, samtals að verðmæti kr. 175.640.00. Dómnefnd, skipuð fulltrúum undirritaðra aðila tekur til starfa að lokinni keppni. Verðlaunafhending fer fram með viðhöfn og verða úrslit keppninnar birt í Morgunblaðinu. Keppnisreglur: 1. Blaðstærð mynda má ekki vera minni en A-4. 2. Notið sterka og skíra liti. 3. Merkið myndir á bakhlið með: Nafni, aldri, heimili og síma. ATH. Ekki merkja myndir að framan. 4. Keppendur geta skilað inn fleiri en einni mynd. Myndum skal skila til: Nýja Sendibílastöðin Knarrarvogi 2 S. 685000 104 Reykjavík Skilafrestur er til 24. október. SAMTOK AHUGAFOLKS UM BÆTTA UMFERÐARMENNINGU ri UMFERÐAR RÁÐ Góða skemmtun og gangi ykkur vel. SÓUVHUG -Lælur hjólin snúast Skautar og þotur Fjallahjól og hlaupahjól CASIO. 20 aukaverðlaun CASIO FX-82 tölvurfrá FRÍSTUND í Kringlunni, hver að verðmæti kr. 1.990.00. Gangbrautir og endurskinsmerki 4 fyrstu verðlaun, vöruúttekt hjá ÚTILÍF og L.A.- GEAR í Glæsibæ, hver að verðmæti kr. 25.000.00. útiUf" l.r. seagj 4önnurverðlaun, HEXAGLOT tungumálatölvur frá FRÍSTUND í Kringlunni og I. GUÐMUNDSSYNI hver kr. 8.960.- 0exqqlot BOBnHHHHl mt mci«uiic Hjálmar og hjólabretti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.