Morgunblaðið - 11.10.1991, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991
41-
var að læra af ýmsar góðar venjur.
Brynjólfur kom til Reykjavíkur
haustið 1941 og hóf nám í laga-
deild Háskólans, en stúdentspróf
tók hann þá um vorið. Á Akureyri
hafði hann stundaði íþróttir með
skólafélögum sínum og var þegar
kominn í röð bestu hiaupara iands-
ins. Brynjólfur þurfti nú að velja
sér íþróttafélaga til að keppa með
og svo vildi til að í KR störfuðu
þá allmargir hæfileikamenn, sem
unnu af kappi við að efla félagið
á þessu sviði. Fremstir í þessum
flokki voru þeir Benedikt Jakobs-
son, vel menntaður íþróttakennari,
og Jóhann Bernharð, sem var m.a.
íjölfróður í íþróttasögu og hafði
kynnt sér sérstaklega lög þau og
reglur, sem fremstu íþróttaþjóðir
störfuðu eftir við framkvæmd
íþróttamóta. Brynjólfur ákvað að
ganga til liðs við þessa menn og
varð fljótt einn af forustumönnum
fijálsíþróttadeildarinnar. Einnig
gerðist hann meðritstjóri Jóhanns
að árbók íþróttamanna, sem kom
út í fyrsta skipti 1943 og hafði
þegar í stað mikil áhrif til eflingar
áhuga ungmenna fyrir íþróttum.
Sama árið var lögð nú hlaupabraut
á Melavellinum undir leiðsögn
Benedikts og var Brynjólfur einnig
þátttakandi í þeim framkvæmdum,
sem gerbreyttu aðstöðunni til
mótahalds í höfuðborginni. Þannig
rak hver atburðurinn annan til
hagsbóta fyrir íþróttirnar. Þegar
ég mætti til að taka þátt í vetra-
ræfingunum, þrekþjálfuninni, hjá
Benedikt snemma árs 1944, mundi
Brynjólfur eftir langa stráknum
að austan og bauð mér í hópinn
sem æfði með honum í útiæfingum
um vorið. Þessu héldum við áfram
í nokkur ár og störfuðum jafnframt
í nefndinni sem annaðist undirbún-
ing móta og samskipti við önnur
félög, en þau samskipti voru mik-
il, mörg mót haldin og fundir til
að samstilla kraftana. Brynjólfur
dró sig í hlé frá íþróttakeppni að
mestu leyti haustið 1946. Lokapróf
í lögum var framundan og jafn-
framt hafði hann kynnst ungri og
fallegri stúlku, Helgu Sigurðar-
dóttur, sem átti hug hans allan.
Þau giftu sig árið 1947, sama árið
og hann lauk prófi í lögfræði.
Margs er að minnast frá þessum
árum með Brynjólfi og öðrum
ágætum mönnum sem þátt tóku í
fijálsíþróttastarfseminni þegar
<.hún blómstraði hvað mest. Brynj-
ólfur var einn þeirra sem best vann
að þessu og hafði gott lag á að
laða unglinga að íþróttum. Hann
var talsverður skapmaður, en
félagar hans litu ekki á þann eigin-
leika sem galla því sigrar á íþrótta-
velii vinnast ekki án skapfestu.
Þótt leiðir skildu höfðum við
Brynjólfur jafnan nokkurt sam-
band. Hann var ætíð brosmildur
þegar gamla félaga bar að garði
og tilbúinn að ræða málin hvort
sem þau tengdust íþróttum eða
öðru sem ofarlega var á baugi.
Hans er því saknað af gömlum
vinum. Ég þakka ævilanga vináttu.
Helgu, börnunum og afkomend-
um öðrum sendum við Ragnheiður
innilegar samúðarkveðjur.
Páll Halldórsson
Kær íþróttafélagi og vinur,
Brynjólfur Ingólfsson, fyrrverandi
ráðuneytisstjóri, lést í Reykjavík
3. október sl. Brynjólfur var Áust-
firðingur, fæddur að Vakursstöð-
um í Vopnafirði 10. maí 1920.
Fjölskylda Brynjólfs flutti til Seyð-
isfjarðar þar sem hann átti sín
góðu æskuár. Brynjólfur stundaði
nám við Menntaskólann á Akur-
eyri og varð stúdent 1941 og átti
því 50 ára stúdentsafmæli á sl.
vori. Hann lajgði stund á lögfræði
við Háskóla Islands og lauk prófi
1947.
Brynjólfur Ingólfsson hóf störf
í samgönguráðuneytinu 1. júlí
1947 sem fulltrúi. Hann var ráðu-
neytisstjóri þess í 21 ár uns hann
lét af störfum að eigin ósk 1.
mars 1973 vegna heilsubrests.
Þeir sem kynntust störfum Brynj-
ólfs í stjórnarráðinu eru sammála
um að þar hafi farið frábær emb-
ættismaður. Um það efast ekki sá
sem þessar línur skrifar, þó að
kynni okkar hafi verið á öðrum
vettvangi. Eitt merkasta verk hans
í samgönguráðuneytinu var stjórn
hans á samvinnu og síðan samein-
ingu Flugfélags íslands og Loft-
leiða. Þar komu vel í ljós hæfileik-
ar hans og lagni í því erfiða og
viðkvæma máli.
Brynjólfur var einn af frum-
kvöðlum Fijálsíþróttasambands ís-
lands og átti stóran þátt í góðum
undirbúningi að stofnun þess
ásamt mörgum öðrum góðum
mönnum. Á vettvangi fijálsíþrótta
hófust kynni okkar og samvinna.
Mér er það enn í fersku minni hve
það gladdi mig þegar Brynjólfur
kom að máli við mig og spurði
hvort ég væri fáanlegur til að taka
sæti í stjórn Fijálsíþróttasambands
íslands undir hans fprystu haustið
1954. Það var mikil gæfa og lær-
dómur að fá að starfa með Brynj-
ólfi, slík var þekking hans og
áhugi. Sá áhugi var ávallt til stað-
ar löngu eftir að hann lét af störf-
um sem formaður 1960. Alltaf var
jafn skemmtilegt og fróðlegt að
hitta Biynjólf á vellinum og taka
hann tali. Áður en Brynjólfur hóf
félagsmálastörf á vettvangi íþrótt-
anna var hann einn af bestu sprett-
hlaupurum landsins.
Ekki get ég stillt mig um að
geta ánægjulegra stunda árin sem
við Brynjólfur áttum saman í
Garðabæ. Skemmtilegar göngu-
ferðir um þann fallega bæ, kaffi-
spjall að þeim loknum og samstarf-
ið í Rotaryklúbbnum. Alltaf fór
maður ánægður og fróðari af fund-
um með þessum ágæta vini og
samstarfsmanni.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund er mér efst í huga þakklæti
fyrir að hafa fengið að kynnast
Brynjólfi. Við hjónin sendum Helgu
Sigurðardóttur, eiginkonu Biynj-
ólfs, bömum þeirra og íjölskyldum
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð veri minning Brynjólfs
Ingólfssonar.
Örn Eiðsson
Guðnmndur Vilbergs-
son - Kveðjuorð
Guðmundur Vilbergsson, starfs-
maður á tæknideild Borgarspítal-
ans, andaðist á heimili sínu 25. sept-
ember sl., 66 ára að aldri.
Guðmundur hafði átt við erfið
veikindi að stríða síðustu mánuðina
en vann sitt starf svo lengi sem
þrekið leyfði. Þó vitað væri að
hveiju stefndi kom kallið að óvör-
um. Hann kaus að vera á heimili
sínu í faðmi fjölskyldunnar er loka-
stundin nálgaðist og lýsir það best
æðruleysi hans og rósemi. Það var
ekki hans vani að kvarta þó sárþjáð-
ur væri.
Ég kynntist Guðmundi fýrst árið
1948 að mig minnir. Það var á
þeim árunum, sem jassinn var í
hávegum hafður hér á landi sem
annars staðar í heiminum. Guð-
mundur hafði þá þegar haslað sér
völl sem einn allra besti jassleikari
þessa lands. Trompetinn var hans
aðalhljóðfæri og að auki spilaði
hann á harmoniku. Þá var KK-sext-
ettinn ein af vinsælustu hljómsveit-
um landsins og Guðmundur varð
sjálfkjörinn í þá hljómsveit. Spilaði
hann með þeirri hljómsveit í allmörg
ár á hinum ýmsu danshúsum
Reykjavíkur, en einnig spilaði Guð-
mundur með hljómsveit Aage Lor-
ange. Mér eru einnig minnisstæðir
jasstónleikar, sem þá voru tíðir hér
á höfuðborgarsvæðinu. Einnig voru
,jam-sessionirnar” svonefndu
haldnar reglulega hér í Reykjavík,
einkum í gömlu Breiðfírðingabúð í
bakhúsi við Skólavörðustíginn. Þar
komu allir bestu jassleikarar lands-
ins saman reglulega og spiluðu af
fingrum fram helstu gullkorn jass-
ins án nokkurs undirbúnings. Þarna
naut Guðmundur sín og spilaði ljúfa
tóna á trompettinn sinn svo undir
tók í Þingholtunum. Ég fékk mikinn
áhuga á þessu hljóðfæri og varð
mér úti um trompet. Gerðist svo
djarfur að hringja í „meistarann”
og spyija hvort hægt væri að fá
kennslu hjá honum. Var það auð-
sótt mál og man ég alltaf enn þann
dag í dag hversu vel hann tók mér,
er ég kom til hans í fyrsta sinn á
Njálsgötuna. Síðan skildu leiðir og
Guðmundur flutti aftur til Flateyrar
með ljölskyldu sinni, þar sem hann
starfaði næstu árin í vélsmiðju föð-
ur síns. Fyrir um 10 árum bar fund-
um okkar aftur saman, er Guð-
mundur hóf störf á tæknideild
Borgarspítalans, þar sem hann
vann upp frá því og til dauðadags.
Guðmundur sá um viðgerðir og við-
hald á hinum ýmsu tækjum spítal-
ans og var það einróma álit allra
hér á Borgarspítalanum að það
starf hafi hann unnið af stakri
prýði, enda var Guðmundur með
afbrigðum hagleikinn. Hef ég fyrir
satt að með starfi sínu hafi hann
sparað spítalanum mikla fjármuni,
sem annars hefðu farið í kaup á
nýjum tækjum. Slíkum starfskrafti
sem Guðmundur var hefði mátt
umbuna betur en gert var.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Guðmundi fyrir tryggð og góða vin-
áttu og sendi eiginkonu hans, böm-
um og öðrum ættingjum innilegustu
samúðarkveðjur.
Daniel Guðnason
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐIMI GESTSSON,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 1 2. október
kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á minningarsjóð Krist-
jáns Ingibergssonar.
Vigdís Pálsdóttir,
Sveinn Guðnason, Guðbjörg Sigurjónsdóttir,
Elín Guðnadóttir, Ellert Skúlason,
Ingunn Guðnadóttir, Bjarni Jónsson,
Gestur Guðnason, Oddrún Guðsveinsdóttir,
Pálma Guðnadóttir, Eiríkur Ragnarsson,
Kristín Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t Móðir okkar.
KRISTÍN í. KRISTINSDÓTTIR
frá Bæ, Höfðaströnd,
andaðist á sjúkrahúsi Sauðárkróks 9. þ.m. Börnin.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ELFAR SKAPHÉÐINSSON,
Bústaðavegi 73,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 14.
október kl. 13.30.
Ása Katrín Skarphéðinsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURJÓN JÓNSSON,
Vestmannaeyjum
(Sjonni frá Engey),
andaðist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja aðfararnótt 8. október.
Jarðarförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardag-
inn 12. október kl. 14.00.
Sigríður Harpa Sigurjónsdóttir, Héðinn Konráðsson,
Ragnar Sigurjónsson, r
Hrönn Sigurjónsdóttir, Gestur Páll Gunnbjörnsson,
Sigurjón Sigurjónsson, Erna Ólöf Óladóttir,
Bylgja Sigurjónsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SÉRA BJARNI SIGURÐSSON
frá Mosfelli,
verður jarðsunginn frá Mosfellskirkju laugardaginn 12. október
kl. 14.00.
Aðalbjörg Sigríður Guðmundsdóttir,
Þórunn Bjarnadóttir, Ýr Þórðardóttir,
Bjarki Bjarnason, Þóra Sigurþórsdóttir,
Sif Bjarnadóttir, Ib Dan Petersen
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa-
langamma,
AÐALHEIÐUR I. JÓNSDÓTTIR
frá Morastöðum, Kjós,
Hjarðarhaga 60,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 14. október
kl. 15.00.
Bergmann Gunnarsson,
Jón Gunnarsson,
Stella Gunnarsdóttir,
Björg Gunnarsdóttir,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Gróa Gunnarsdóttir,
Ragnar Gunnarsson,
Sveinn Gunnarsson,
Sigrtður Gunnarsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir,
Hallbera Gunnarsdóttir,
Sigþrúður Jóhannesdóttir,
Guðmundur Valdimarsson,
Bjarni Gunnarsson,
Ragnar Halldórsson,
Hetga D. Sæmundsdóttir,
Hólmfríður Freysteinsdóttir,
Þorsteinn Gíslason,
Pétur H.R. Sigurðsson,
Kristinn Skúlason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall móð-
ur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SÓLBORGAR GUNNARSDÓTTUR
frá Reyðarfirði.
Ingi S. Erlendsson, Rannveig Gísladóttir,
ErlendurÁ. Erlendsson, Vilborg Nikulásdóttir,
Gunnar Þorkelsson, Erna Grétarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
ÞÓRHEIÐAR G. SUMARLIÐADÓTTUR,
Sunnubraut 22,
Kópavogi.
Starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans þökkum við sér-
staka alúð og umhyggjul
Björg Guðmundsdóttir,
Ólafur Sveinsson.