Morgunblaðið - 11.10.1991, Page 50

Morgunblaðið - 11.10.1991, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Skyttumar þrjár Alfreð, Sigurðurog Kristján byrjaðirað hrella markverði Morgunblaðið/IIAX Alfreð Gíslason er sloppinn úr gæslu. Hann skoraði tíu mörk gegn Víkingum. SKYTTURIMAR þrjár - Sigurður Sveinsson, Alfreð Gílason og Kristján Arason, sem eru komnir frá Spáni, hafa styllt fallbyssur sínar og eru í hópi markahæstu leikmanna í 1. deildarkeppninni íhandknatt- leik. Alfreð Gíslason skoraði tíu mörk fyrir KA í sínum fyrsta leik - gegn Víkingum. Sigurður Sveinsson hefur skorað fjórtán mörk í tveimur leikjum og Kristján Markahæstu menn Þeir leikmenn sem hafa skorað mest í 1. deildarkeppninni í handknattleik, eru: Birgir Sigurðsson, Víkingi.......17/8 Karl Karlsson, Fram..............14 Gústaf Bjarnason, Selfossi.......14/8 Sigurður Sveinsson, Selfossi.....14/3 Einar G. Sigurðsson, Selfossi....13 Hans Guðmundsson, FH.............13/3 Kristján Arason, FH..............11/1 Páll Olafsson, Haukum............11/3 Alfreð Gislason, KA..............10 Gunnar Beinteinsson, FH..........10 Michal Tonar, HK.................10 Guðmundur Pálmason, UBK..........10/1 Petr Baumrik, Haukum.............10/2 L- Halldór Ingólfasson, Haukum.....10/2 Guðmundur Albertsson, Gróttu.....10/5 KNATTSPYRNA / ÞYSKALAND Lerby tekur við Bayem Jupp Heynckes, þjálfari Bayern Miinchen, hefur verið rekinn frá félaginu eftir slakt gengi liðsins í þýsku úrvalsdeildinni. Daninn Sör- en Lerby var ráðinn þjálfari liðsins í hans stað. „Þetta er eitt leiðinleg- asta verkefni sem ég hef staðið í,” sagði Uli Höness, framkvæmda- stjóri Bayern, sem hefur fram að ' þessu staðið með heynches gegnum súrt og sætt. Bayern er þekktasta lið Þýska- lands og hefur unnið meistaratitil- inn oftast allra liða, alls 12 sinnum. Forráðamenn liðsins sætta sig því ekki við slakt gengi liðsins, sem hefur ekki byijað eins illa í sjö ár. Heynckes, sem er 46 ára, hefur þjálfað Bayem síðustu fjögur árin og stýrt liðinu til sigurs í deildinni bæði 1989 og 1990. Liðið olli hings vegar vonbrigðum á síðasta keppn- istímabili og það hefur gert það sem af er. Samningur hans var til ársins 1993. Sören Lerby, sem lék með Bay- ern Munchen í þrjú ár; 1984 -1986, hefur nú þegar tekið við stjórninni og er með samning út þetta keppn- istímabil. „Ég átti þijú góð ár hér í Múnchen sem leikmaður og það var því erfitt að hafna þessu til- boði,” sagði Lerby. „Ef ég hefði hafnaði þjálfarastöðunni gæti það þýtt endalok fyrir mig í knattspyrn- unni.” Lerby fær 1,2 millj. ísl. kr. í laun á mánuði og í bónus á hann að fá 3,5 millj. kr. ef Bayern verði meist- ari eða bikarmeistari. Aðeins hætti upphæð fær hann ef UEFA-bikar- inn kemur til félagsins. „Þetta er KNATTSPYRNA / VIÐURKENNINGAR Arason ellefu. Sigurður hefur skor- að átta af mörkum sínum úr víta- köstum, en Kristján eitt. Birgir Sigurðsson, línumaðurinn knái úr Víkingi, er markahæstur með 17 mörk, en hann hefur skorað átta mörk úr vítaköstum. Birgir skoraði sex mörk úr vítaköstum þegar hann skoraði tólf mörk gegn KA. Sá leikmaður sem er langskytta framtíðarinnar er án efa Karl Karls- son hjá Fram, sem hefur skorað fjórtán mörk I tveimur leikjum. Karl var útnefndur besti ungi leik- maðurinn í 1. deild sl. keppnistíma- bil. Tékkinn Michael Tonar, sem leik- ur með HK, skoraði tíu mörk í sín- um fyrsta leik, eins og Alfreð. Landi hans Petr Baumruk hjá Haukum hefur skorað tíu mörk í tveimur leikjum með Haukum. Bergsveinn hefur varið mest Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður FH-liðsins, hefur varið mest, eða 28/2 skot í tveimur Ieikj- um. Sovétmaðurinn Alexander Re- vine hjá Gróttu kemur næstur á blaði, með 26/1 skot og Einar Þor- varðarson, Selfossi, hefur varið 21 skot. Reynir Þ. Reynisson hjá Víkingi hefur aftur á móti varið 19/2 skot í einum leik, en Brynjar Kvaran hjá Stjömunni hefur varið 19/1 í tveim- ur leikjum. Sören Lerby mikil áhætta hjá okkur. Lerby hefur enga reynslu sem þjálfari, en éh hef trú á því að hann komi með nýtt blóð til okkar,” sagði Höness. Háttvísir knattspyrnumenn verdlaunaðir Knattspyrnusamband íslands og Visa ísland gengust fyrir átaki varðandi háttvísi í knattspyrnu á nýliðnu keppnistímabili. í gær voru veittar viðurkenningar fyrir 13.-18. umferð í 1. deild, 2. deild og 1. deild kvenna. FH var prúðasta lið Samskipadeildar, Þór Akureyri prúðasta lið 2. deildar og Breiðablik prúðasta lið 1. deildar kvenna. Á myndinni eru frá vinstri: Eggert Magnússon, formaður KSÍ; Marteinn Geirsson Fylki, prúðasti þjálfari 2. deildar; Lúðvík S. Georgsson frá knattspyrnudeild KR; Gunnar Skúlason KR, prúðasti leikmaður 1. deildar; Þórir Jónsson, formaður knattspymudeildar FH; Ólafur Kristjánsson, fyrirliði FH; Ólafur .Jóhannesson, þjálfari FH á tímabilinu; Jóhannes Jóhannesson frá knattspyrnudeild Þórs; Sigrún Óttarsdóttir, fyrirliði 1. deildarliðs kvenna hjá UBK; Árni Guðrrjundssoni ^ormnður jínatljspymudeildar UBKj^Hn^lfJur lngóIfsson -ÍA, prúðasti leikmaður 2. deildar og Þórihir Jónsson frá Viga íriandi._ STAÐAN Fj. leikja U J T Mörk Stig FH 2 2 0 0 53: 34 4 VIKINGUR 2 2 0 0 53: 43 4 SELFOSS 2 1 1 0 56: 48 3 STJARNAN 2 1 1 0 45: 39 3 FRAM 2 1 1 0 45: 44 3 HK 1 1 0 0 31: 20 2 HAUKAR 2 0 1 1 47: 55 1 KA 1. O 0 1 26: 27 0 ÍBV 1 0 0 1 20: 21 0 VALUR 1 0 0 1 24: 32 0 GRÓTTA 2 0 0 2 34: 51 0 UBK 2 0 0 2 29: 49 0 ÍH&mR FOLK ■ GUÐNI Bergsson hóf leik Tottenham gegn Swansea í deild- arbikarkeppninni á miðvikudaginn sem hægri bakvörður, en eftir að David Tuttle meiddist var Guðni færður í stöðu miðvarðar, þar sem hann vill helst leika. ■ TREVOR Francis, fram- kvæmdastjóri og leikmaður Sheffi- eld Wednesday, kom inn á sem varamaður gegn Leyton Orient í deildarbikarkeppninni og skoraði tvívegis í 4:1 sigri. Wednesday er handhafi bikarsins. ■ ALFRED Riedl, landsliðsþjálf- ari Austurríkis sagðist myndu bjóðast til að segja af sér, eftir að lið hans tapaði 0:3 á heimavelli fyr- ir Danmörku í Evrópukeppninni. Lið hans var afspyrnuslakt í leikn- um. ■ JOHN Aldridge gerði 15. mark sitt fýrir Tranmere Rovers í fyrra- kvöld er liðið sló Chelsea út úr deildarbikarkeppninni. Hann gerði markið úr víti og leikmenn 1. deild- arliðsins urðu ævareiðir yfír því hvernig hann fór að því — Aldridge hljóp að knettinum, en hægði svo verulega á sér til að koma mark- verðinum úr jafnvægi áður en hann skaut. ■ TERRY Yorath, landsliðsþjálf- ari Wales, hefur áhyggjur af því að tveir lykilmenn í liðinu eru á sjúkralista fyrir Evrópuleikinn gegn Þýskalandi næsta miðvikudag. Varnamennirnir Dave Phillips, Norwich og Mark Aizlewood, Bristol City eru meiddir, en þeir léku með liðinu er það vann Þýska- land 1:0 í fyrri leik liðanna í Card- iff í maí. „Þetta er mjög slæmt fyrir okkur. Mark hefur leikið mjög vel og er lykilmaður í vörninni,” sagði Yorath. ■ CARLO Mazzone -var í gær ráðinn þjálfari Cagliari í ítölsku knattspyrnunni. Cagliari er þriðja 1. deildarliðið á Italíu sem skiptir um þjálfara á innan við tveimur vikum. ■ IAN Wright, sóknarmaður Arsenal, gæti misst af leik Eng- lands og Tyrklands í næstu viku vegna ökklameiðsla. Wright, sem lék áður með Crystal Palace, hefur verið í miklu stuði hjá Arsenal og gert 6 mörk í síðustu fjórum leikjum liðsins. Félagi hans, Tony Adams, á einnig við meiðsli að stríða og ekki víst að hann geti leikið með gegn Tyrkjum. ■ RAYMOND Göthals, þjálfari Marseille, sem stýrði liðinu í úrslit í Evrópukeppninni á síðasta keppn- istímabili, sagði í gær að hann ætl- aði að hætta eftir þetta keppnis- tímabil. Hann er sjötugur og hefur verið tæknilegur ráðunautur Júgó- slavans Tomislav Ivic þjálfara liðs- ins í vetur._____________1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.