Morgunblaðið - 02.11.1991, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991
11
SYEITASÆLA OG
JÓLAINNKAUP
í SKOTLANDI
— fimm daga ferb^
33.990,-*
Loch Achray hótelið stendur í draumfögru og
hlýlegu umhverfi við rætur hins tignarlega Ben
Venue fjalls í hjarta Skotlands. Hótelið er
skemmtilega í sveit sett, umkringt óspilltum
skógi á bökkum Achray stöðuvatnsins. Allt I
kring eru víðar lendur, ótal skógarstígar og
þægilegar gönguleiðir meðfram vatninu.
Skammt er til hinnar sögufrægu Edinborgar,
sem býður upp á stórgott tækifæri til að versla
fyrir jólin.
Innifalið í ferðinni er:
• Flug báðar leiðir milli Keflavíkur og Glasgow
með Flugleiðum.
• Flugvallarskattur.
• Gisting í fjórar nætur á Loch Achray hótelinu.
• Hlý og notaleg svefnherbergi með sérbaði.
• Akstur.
• Skoðunarferðir á hverjum degi, auk
verslunarferða.
• Skemmtisigling.
• Ríkulegur morgunverður hvern dag.
• Þríréttaðar kvöldmáltíðir að eigin vali.
Fjall 1980-1982.
Guðmundsson á þekktri mynd sinni.
En hér er einfaldlega um aðra tíma
að ræða og tilgangurinn að baki allt
annar, því að í hvorugu fyrra tilvik-
inu voru menn að vekja athygli á
sjálfum sér og ögra fólki.
Það er alveg rétt sem fram kemur
í viðtölum, að í myndum Sigurðar
kemur fram rík ljóðræn kennd og
þær hafa einnig yfirbragð kímni og
vökudrauma úti í náttúrunni.
Þá tel ég vísun Aðalsteins Ingólfs-
sonar í viðtali við Sigurð til afa hans
Árna Þórarinssonar og ljóðskáldsins
Sigurðar Sigurðssonar frá Arnar-
holti, og frænda hans Guðmundar
dúllara, mjög rökrétta, því að hér
kemur fram auðsær skyldleiki. Ekki
væri heldur rétt að gleyma föður
hans, Guðmundi Árnasyni innramm-
ara, þeim snjalla hugmyndafræðingi,
heimspekingi, lífslistamanni og sögu-
manni.
Þannig er það styrkur Sigurðar,
að hann hrærir ýmsu úr eigin lífi og
fortíð við myndheim sinn, alveg
ósjálfrátt og rökrétt, en gerist ekki
ósjálfstætt verkfæri hugmynda ann-
arra listamanna, svo sem oft kemur
fyrir í núlistum.
Hann hefur þannig í engu glatað
barninu í sjálfum sér né tengslum
við uppruna sinn, þrátt fyrir langa
búsetu erlendis og þrátt fyrir að í
raun réttri teljist hann jafn mikið
liollenskur listamaður og íslenskur
með tilliti til skólunar hans og vistar
í Amsterdam.
Á sýningunni sjáum við þróun list-
ar Sigurðar allan áttunda áratuginn
er hann vann mestmegnis í ljósmynd-
um, en einnig eina höggmynd, „Hið
mikla Ijóð”, sem er gert 1981, og
boðar nýja tíma í list hans. Einnig
er ein ný ljósmynd frá 1991, sem
getur enn boðað stefnubreytingu, því
að hugmyndafræðilega listin er kom-
in aftur í endurnýjaðri mynd og listp-
áfar ásamt handbendum þeirra, leið-
itömum listsögufræðingunum, eru
sem óðast að reyna að ýta málverk-
inu út í kuldann enn á ný, eftir að
það hefur verið blóðmjólkað sem
markaðslist á níunda áratugnum.
Á ljósan hátt má þannig rekja
þróunarferil Sigurðar allan áratug-
inn og fram kemur hve hnitmiðaðri
myndverk hans verða eftir því sem
á hann líður, og hve faglega hlið
vinnubragðanna verður um leið ná-
kvæmari og útfærslan persónulegri
og hnitmiðaðri.
Slá má því föstu, að Sigurður
hafi verið svo lánsamur að finna réttu
hliðina á listgáfu sinni í upphafi fer-
ils síns og um leið verið á réttum
stað á réttum tíma.
— Þetta er í heild sinni mikil og
markverð sýning, er ber vott um
miklar andlegar víddir og frjótt hug-
arflug. Meginveigur hennar er hinn
ljóðræni undirtónn og strákslega
kímni, sem er í bland við dulrömm
náttúrumögn.
Dulramma náttúrumagn
_________Myndlist_______________
Bragi Ásgeirsson
Sýning Listasafns íslands í þrem
sölum safnsins á verkum Sigurðar
Guðmundssonar í Amsterdam hefur
nú staðið yfir í nokkrar vikur og lýk-
ur 17. nóvember.
Sigurður Guðmundsson er vel
kynntur á íslandi, þótt ekki hafi
hann verið auglýstur í sama mæli
og t.d. Erró, og það eru ekki mörg
ár síðan hann átti nokkrar myndir á
sýningu 10 íslendinga, sem haslað
hafa sér völl erlendis, að Kjarvals-
stöðum í tiiefni Listahátíðar. Nokkr-
ar þeirra mynda eru einnig á sýning-
unni í Listasafninu, auk þess sem
maður hefur séð ýmsar áður bæði í
listtímaritum og á sýningum hér
heima. En hvað þá hlið snertir, er
snýr að almenningi, mun hann ekki
mjög þekktur, frekar en obbinn af
íslenskum núlistamönnum, jafnvel
þótt þeir búi hér heima og sýni reglu-
lega.
Það mun þannig fyrst og fremst
vera til að kynna almenningi list Sig-
urðar, að stofnað er til þessarar sýn-
ingar og um leið var sett upp sýning
á höggmyndum hans og nokkrum
grafík-myndum í Listhúsinu Nýhöfn
ásamt því, að afhjúpað var rýmisverk
eftir hann við Gerðuberg. En þetta
hefur nú allt verið vel tíundað hér í
blaðinu áður, svo að hér verður ein-
ungis fjallað um sýninguna á lista-
safninu, sem er þemasýning og hefur
fengið heitið „Natúra rómantíka”.
Það er víst óhætt að segja, að
varla hefur verið betur staðið að
neinni sýningu á Listasafni Islands
frá upphafi, því að um leið og hún
var opnuð, kom út ein veglegasta
bók, sem sést hefur um íslenskan
myndlistarmann, og sem mjög er í
stíl við hið besta sem gerist erlendis.
En það er raunar ekki listasafnið,
sem stendur að útgáfu þeirrar bók-
ar, heldur er hún samvinnuverkefni
Máls og menningar og hollensks út-
gáfufyrirtækis. Eru ekki tök á því
að víkja nema rétt að bókinni í þess-
ari ritsmíð og nota eitthvað í henni
sém heimild, en það er auðvitað á
dagskrá að ijalla um hana sérsrak-
lega.
En satt að segja markar þessi
bók, sem jafnframt er viðamikið
kynningarrit um Iistamanninn, og
sýningarskrá okkur tímamót og eftir
slíkum vinnubrögðum hefur maður
beðið lengi.
Á þennan hátt eru myndlistar-
menn markaðssettir úti í hinum stóra
heimi, vel að merkja.
Þá skal þess getið, að þetta er
farandsýning, sem sett verður upp í
Malmö, listasafninu í Pori í Finn-
landi og Kunstnerenes Hus í Osló,
og verður hver sýning með sérstöku
yfirbragði. Þannig má segja að skipu-
lagið á bak við þessa sýningu er svo
sem best þekkist, og ekki anað að
neinu eins og landans er háttur, held-
ur hugsað langt fram í tímann.
Að baki allra athafnanna standa
auðvitað hollenskir umboðsmenn og
listsögufræðingar gráir fyrir járnum,
ef svo má að orði komast, en það
er nú einmitt tímanna tákn og fátt
við því að segja.
Það er fyrst og fremst sá þáttur
í listsköpun Sigurðar, sem kenndur
er við hugmyndafræðistefnu áttunda
áratugarins, sem kynntur er í lista-
safninu og eru þetta nær eingöngu
ljósmyndir. Á þeim árum beindist
rannsóknin fyrst og fremst að sjálf-
inu, og þá öðru fremur hinu ytra
sjálfi, og hafa áhangendur þessara
viðhorfa stundum verið skilgreindir
sem „ég” kynslóðin og tímabilið einn-
ig nefnt tímabil „narcissismans” í
listum. Listamenn tóku ljósmyndir
af sjálfum sér og frömdu ýmsa gjöm-
inga og kom þá fram hugtakið Conc-
ept Art, sem er samheiti yfir ýmsar
listastefnur, svo sem þegar almennir
hlutir verða að viðfangsefni (Objekt
Kunst), hlutkennd ljóðlist, eða þegar
hið ljóðræna í áþreifanlegum hlutum
er dregið fram (Konkret Poesie) og
sviðsettir atburðir, iðulega óundir-
búnir, þar sem ýmsum listformum
er blandað saman (Happening).
Það er hugmyndin í sjálfum hlut-
unum og einnig hin formræna rök-
ræða, sem skiptir máli, svo og fijóvg-
un hlutarins, þannig að úr verður
listaverk. Á þann hátt er hægt að
Feröaáætlun:
1. dagur
Brottför frá Keflavíkurflugvelli til Glasgow.
Þaðan flytur rúta farþegana til Loch Achray
hótelsins.
2. dagur
Ferð til Inversnaid, en þangað liggur leiðin um
fögur héruð til hins nafntogaða Lomond vatns.
Farið verður í siglingu á vatninu, en seinni hluta
dagsins varið í verslunarborginni Glasgow.
3. dagur
Dagsferð til höfuðborgar Skotlands, þeirrar
sögufrægu Edinborgar. Þar gefst kostur á að
skoða sig um eða versla að vild.
4. dagur
Um morguninn verður ekið um hálöndin
Sigurður við eitt verka sinna.
taka hversdagslega tilbúna hluti úr
umhverfinu og umskapa í listaverk
(Ready Made), jafnvel hlandskál,
eins og Duchamp gerði á sínum tíma.
Það var annars hinn þekkti amer-
íski núlistamaður Sol Lewitt, sem
bjó til hugtakið Concept Art árið
1966 og notaði það upprunalega í
sambandi við naumhyggjustefnuna.
Margt í hugmyndafræðilegri list
áttunda áratugarins byggðist ein-
göngu á hinni sjónrænu hugmynd í
sjálfri sér og fyrri hugmyndir og
tæknibrögð voru úthrópuð og útskúf-
uð af mörgum áhangendum stefn-
unnar. Fyrirgangurinn var mikill og
lengi vel var málverkið með 'öllu
útskúfað, sem væri það pestin sjálf.
Þannig sáust t.d. ótrúlega lélegar
ljósmyndir á sýningum, þar sem ein-
ungis var stílað á hugmyndina, og
oft bæði ómerkilega sem andlausa
hugdettu listamannsins. Tilgangur-
inn virtist beinlínis vera að taka
vondar ljósmyndir, og svo virtist sem
sumir skömmuðust sín jafnvel, ef
myndirnar voru vel teknar og útfærð-
ar.
Þetta tímabil stóð í áratug og end-
aði með ósköpum, því að söfn og
sýningarsalir tæmdust svo til af fólki,
vegna þess að ofstækið var svo fyrir-
ferðarmikið, að það skyggði á fram-
úrskarandi listamenn og annað sem
mjög vel var gert.
Ég minnist þess, að ég sá glæsi
lega sýningu á mjög vel gerðum ljós-
myndum á Boymans van Beuningen-
safninu í Rotterdam á miðjum
áttunda áratugnum og var það í
fyrsta sinn sem ég stóð augliti til
auglitis við ijómann í hollenskri hug-
myndafræðilist, sem breytti um
margt íyrri skoðunum mínum.
Þetta tel ég þýðingarmikið að komi
fram, því að ég tel styrk mynda Sig-
urðar Guðmundssonar mikið til felast
í jafnvægi á milli snjallrar hugmynd-
ar og útfærslu hennar og eru t.d.
sumar ljósmyndirnar frammúrskar-
andi vel gerðar og útfærðar. Hér
hlýtur hann að hafa mjög góða
tækni- og fagmenn að styðjast við,
og svo myndast hann mjögvel, er það
sem á fagmáli nefnist fótógen.
Og eins og áþreifanlegir „Ready
Made” hlutir Duchamps voru útfærð-
ir áratugum á undan blómaskeiði
hugmyndafræðilegu listarinnar, tóku
ýmsir ljósmyndarar myndir í anda
hennar löngu áður. Þannig tók hinn
óviðjafnanlegi Jaques Henri Lartigue
mynd af konu sinni Bibi Messager
sitjandi á klósettskál árið 1920, ára-
tugum áður en Frank Zappa varð
heimsfrægur fyrir sjálfsmynd sína á
veggspjaldi, þar sem hann er að
hægja sér og Sigurður tók svo upp
í annarri mynd. Þetta kemur fram í
bók Lartigue, „Augnablik lífs míns”
(Instants de ma vie) í útgáfu Chéne-
forlagsins í París 1970, og í sömu
bók er maður, sem virðist vera að
falla fram fyrir sig eins og Sigurður
og staldrað við í Crieff, þar sem er elsta
bruqghús í Skotlandi. Síðari hluta dagsins
verður eytt f Stirling, gamalgróinni borg þar
sem margt er að sjá og þægilegt að versla.
5. dagur
Ekið til Glasgow og flug þaðan til Keflavíkur.
Brottfö r/heimkoma:
. 12. nóvember -16. nóvember
10. desember -14. desember
FERDASKRIFSTOFA
ÍSLANDS
Söluaðili: Ferðaskrifstofa Islands • Skógarhlfð 18
101 Reykjavik • slmi 91-2 58 55
* Miðað við gengi 01.08. 1991