Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2J NÓVEMBER 1991 Tvö lítil lóð á vo g áhugaleiklistar eftírHelga Seljan og Jónas Arnason Þegar gluggað er í fjárlaga- frumvarp á haustdægrum fer þeim sem á þingi hafa setið svo að þeir rýna fyrst í þær tölur er áhuga- svið þeirra snerta öðru fremur - snertu og snerta enn. Meðal þess sem undirritaðir fyrrum þingsetar líta einna fyrst á varðar framlög hins opinbera til þess blómlega menningarstarfs, sem unnið er af áhugaleikfélögum um land allt. Þetta stafar af hvoru tveggja, þátttöku beggja í þessu starfí á árum áður, aukin heldur sem ann- ar hefur ófá leikverk lagt til þessa starfs og þar ofan í kaupið áttu báðir því láni að fagna fyrr á árum að mega vera í forystu fyrir sam- tökum áhugaleikfélaga og kynnast innviðum starfsins frá flestum hliðum. A síðustu árum hefur aukinni grósku í þessari listgrein svo ótal- margra verið mætt /nyndarlega af íjárveitingavaldinu, enda til ágæt löggjöf um stuðning hins opinbera sem við báðir komum allnokkuð að á sinni tíð. Þó má segja að enn hefði þurft betur að gera, en í mörg hom er að líta og áhugaleikarar ekki þeir iðnustu við að hetja út fjármuni, en því fúsari að leggja mikið af mörkum sjálfir. En nú gefur á að líta og hlýtur hér að vera um að ræða meiriháttar misgáning því ekki verður trúað að um ásetnings- „Það er gott að geta sér orðstír úti í veröldinni, en mikilvægara er að rækta garðinn sinn heima - þann menning- argarð, þar sem rósir áhugaleiklistarinnar blómstra hvað bezt.” synd sé að ræða, þó víða sé borið niður á sláttuvelli frumvarpsins. Hins vegar þykjumst við a.m.k. báðir þekkja það vel til mennta- málaráðherrans núverandi að þetta muni ekki endurspegla hans innsta vilja og því skal engu öðru trúað en á þessu fáist hin ágæt- asta leiðrétting áður en lög verða úr frumvarpi. A.m.k. skal því í einlægni trúað að áherzlur í menningarmálum verði ekki þær sem tölur frumvarpsins nú sýna um áhugaleiklistina. I stað tæpra 13,6 milljóna í fyrra til hinnar al- mennu áhugaleiklistar er talan í frumvarpi nú 12 milljónir og til Bandalags ísl. leikfélaga koma nú 2,5 milljónir í stað rúmlega þriggja milljóna í fýrra. Þessar tölur nú eru greinilega ekki byggðar á þýðingu þessa starfs, þær byggja heldur ekki á blómlegum bakgrunni mætra verka um margra ára skeið, þar sem viðurkennt er að mjög vel hafí til tekist. Undirritaðir urðu þess aðnjótandi sem stjómarmenn bandalagsins á þeirri tíð að fá til Helgi Seljan starfa þar hinn færasta fram- kvæmdastjóra, Helgu Hjörvar, síð- ar kom þar Sigrún Valbergsdóttir að verkum góðum og síðan Kol- brún Halldórsdóttir og þær stöllur, hún og Vilborg Valgarðsdóttir hafa haldi merkinu hátt á lofti áfram. A þessum árum hafa leikfélög áhugaleikfólks ekki einungis aukið starfsemi sína, heldur miklu frem- ur bætt hana og nýtt fjárhagslega möguleika til hins ýtrasta í þá veru að sýna vandaðri verk með æ meiri tækni á öllum sviðum, metnaðarfyllri og betri sýningar hafa sprottið upp af elju ótalins §ölda. Islenzk leikritun hefur átt örugga hauka í horni þar sem áhugaleikfélögin eru, sjálfsprottin verk hafa orðið til. Gróskan er ótrúlega mikil miðað við það hve þó lítið fjármagn hefur farið til þessa ef samanburður er gerður við ýmislegt annað, ef samanburð- urinn miðar við þann menningar- lega ávinning sem af slíku starfi fjöldans fæst. Hér er einnig um ótvíræðan þátt jákvæðrar byggðastefnu að tefla, byggðarlögin fá lyftingu, alls staðar er að verki verið, öll sveitin er með og lifnar við og sjálfar leiksýningarnar með þátt- töku svo margra eru sem skær ljós í skammdeginu. það má með fullum rétti segja að hér sé að finna vaxtarbroddinn i íslenzkri menningu. Þetta má auðveldlega rökstyðja, því hvar annars staðar hefur aukning menningarefnis orðið meiri á liðnum árum en ein- mitt í áhugaleiklistinni og skal þá í engu gleymt góðum verkum á ýmsum öðrum sviðum. En minnugt skyldi fólk þess og ekki sízt það fólk sem með fjárveit- ingavald fer að þjóð á enga menn- ingu, ef ekki er til alþýðumenning, þar sem fólk er hvoru tveggja í hlutverki þátttakandans sem njót- andans. Islenzk menning er í eðli sínu alþýðumenning. Þar hefur akurinn verið plægður fýrir at- , vinnumennskuna. Utlendingar sem hingað koma undrast þessa grósku, þetta líf í áhugaleiklist- | inni. Og þeir gera meira, þeir dást einnig að vel unnum verkum, dást að hinni miklu og virku þátttöku |) fjöldans og segja hispurslaust að sú þjóð sé ekki á flæðiskeri menn- ingar stödd sem svo myndarlega ^ sinni þessari merku Iistgrein. Það væri því sorgleg niðurstaða ef við kynnum sjálf ekki að meta að verð- leikum þessa heimalist okkar og færum að draga úr fjárhagslegum stuðningi við starfsemina, stuðn- ingi sem er í senn aflvaki og viður- kenning. Menning okkar - þjóðmenning er viðkvæm og margs þarf að gæta. Erlend áhrif, mörg ágæt en önnur spillandi, koma þar til. Ef viðleitni einstaklinganna til andófs er ekki metin - andófs gegn því sem miður er - þá er hætt við að hin spillandi áhrif fái greiðari framrás. Það er gott að j geta sér orðstír út í veröldinni, en mikilvægara er að rækta garðinn sinn heima - þann menningar- } garð, þar sem rósir áhugaleiklist- arinnar blómstra hvað bezt. Við beinum því þeirri frómu en } eindregnu áskorun til vinar okkar í ráðuneyti menntamála svo og til annarra er að málum mega koma að taka myndarlega á við af- greiðslu fjárlaga þegar að áhuga- leiklistinni kemur, hvort sem er í traustri yfirstjóm þeirra mála eða viðurkenningunni til þeirra, sem eija úti á akrinum. Helgi Seljan er upplýsingafulltrúi Oryrkjabandalags Islands. Jónas Árnason er rithöfundur. EVRÓPSKT EFNAHAGSSVÆÐI: VEGABREF / INN I 21. OLDINA Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisróbherra boðar til almennra borgarafunda um EES- samninginn sem hér segir: Húsavík, laugardaginn 2. nóvember kl. 1 1 :00 í Félagsheimilinu. Dalvík , laugardaginn 2. nóvember kl. 16:00 í félagsheimilinu Víkurröst. Fáskrúðsfirö i, mánudaginn 4. nóvember kl. 20:30 í félagsheimilinu Skrúði. Akranesi, joriðjudaginn 5. nóvember kl. 20:30 í Fjölbraufaskóla Vesturlands. Aö loknu inngangserindi svarar ráðherrann spurningum fundarmanna. Fundarstjóri: Þröstur Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.