Morgunblaðið - 02.11.1991, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.11.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 19 Ríó-tríóið: Gera plötu til ágóða fyrir landgræðslu RÍÓ-tríóið afhenti Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra 20.000 eintök af hljómplötunni Landið fýkur burt s.l. fimmtudag, en platan verður seld um allt land á næstunni til ágóða fyrir land- græðslu. Liðsmenn tríósins gefa vinnu sína við plötuna. Kaupþing fjármagnar útgáfuna og Lionsmenn munu sjá um sölu hljómplöt- unnar. Söluátak mun standa fram til 23. nóvember, meðal annars með aðstoð Rikisútvarpsins, sem senda mun út sérstaka þætti af þessu tilefni. Platan fer ekki í almenna sölu fyrr en að söluátak- inu loknu. Sveinn Runólfsson, landgræðsl- ustjóri, sagði á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni útgáfu hljómplötunnar, að gróður- og jarðvegseyðing varðaði þjóðina alla. „Það er því mikils um vert að sem flestir taki virkan þátt í landgræðslustörfum, bæði ungir sem aldnir. Þeir yngri til að kynn- ast vandamálunum, sem við er að etja, og við hinir eldri til að öðlast skilning og áhuga á að leysa vand- ann og leggja okkar af mörkum, hvort sem það er ijármagn eða aðgerðir til úrbóta,” sagði Sveinn. Hann sagði að landgræðslustarfið ætti meðbyr að fagna um þessar mundir og sagðist hvetja alla til að taka vel á móti sölufólki, sem myndi falbjóða plötuna. Helgi Pétursson, einn Ríó- manna, sagði að hugmyndin að titillagi hljómplötunnar, Landið fýkur burt, og texta þess, hefði Morgunblaðið/Árni Sæberg Ríó-menn ásamt landgræðslustjóra. Frá vinstri: Ágúst Atlason, Sveinn Runólfsson, Ólafur Þórðar- son, Gunnar Þórðarson, sem semur öll lögin á plötunni, og Helgi Pétursson. Jónas Friðrik Guðna- son, sem gerði textana, gat ekki verið viðstaddur. orðið til í samtali hljómsveitar- manna um málefni landgræðslu. Hann sagði að platan væri fyrst og fremst persónuleg kveðja Ríó- manna, sprottin úr þeirra eigin reynslu, því að þeir hefðu eins og aðrir landsmenn velt fyrir sér gróð- ur- og landeyðingu. Daníel Þórhallsson mælti fyrir munn Lions-hreyfingarinnar og sagði Lionsmennláta sig flest framfaramál einhveiju skipta. Hann sagði að til þess að komast yfir að ganga með hljómplötuna í öll hús hefðu Lionsmenn fengið 11 og 12 ára skólabörn til liðs við sig. Börnunum yrðu ekki greidd sölulaun, heldur yrði þeim næsta vor boðið í ferðalag austur í Gunn- arsholt, í höfuðstöðvar Land- græðslu ríkisins, og yrði þeim bæði sýnt örfoka land og svæði, þar sem tekizt hefði að snúa vörn í sókn. Landið fýkur burt er gefin út á hljómplötu, hljómdiski og hljóð- snældu. EPTA-tónleikar í Garðabæ SÍÐARI píanótónleikar Eddu Erlendsdóttur á vegum Evrópu- sambands píanókennara verða haldnir laugardaginn 2. nóvem- ber kl. 17.00 í Kirkjuhvoli í Garðabæ. Um síðustu helgi kom út geisla- diskur með leik Eddu, þar sem hún leikur eingöngu píanóverk eftir C.P.E. Bach, en þetta er fyrsti disk- urinn með verkum eftir þennan höfund leikinn á nútímapíanó. Á fyrir hluta tónleikanna leikur Edda tvær sónötur og fantasíu eft- ir C.P.E. Bach, en á þeim síðari tuttugu valsa op. 9a og sónötu í a-moll op. posth. 164 eftir Schubert. Edda Erlendsdóttir ■ AÐALFUNDUR Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða var haldinn í Vestmannaeyjum helgina 18.-20. október sl. í samtökunum eru sextán bæjar- og héraðsfrétta- blöð. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru þijú fræðsluerindi flutt á fundinum. Gestur Traustason frá Tölvustofunni fjallaði um tölvu- væðingu blaða með Macintosh, Sig- uijón Jóhannsson, útlitshönnuður og fjölmiðlakennari, flutti erindi um fyrstu dagblöðin á íslandi og gaf umsögn um bæjar- og héraðsfrétta- blöðin. Svohljóðandi ályktun var samþykkt samhljóða: „Áðalfundur Samtaka bæjar- og héraðsfrétta- blaða, haldinn í Vestmannaeyjum 18. til 20. október 1991, lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun fjár- málaráðherra, að segja upp því eina eintaki af hveiju aðildarblaði sam- takanna sem keypt var. Aðalfund- urinn hvetur stjórnvöld til að stíga skrefið til fulls, segja upp öllum fjölmiðlaáskriftum og afnema alla flokkspólitíska útgáfustyrki. Þar með sitja allir fjölmiðlar við sama borð. Aðalfundur Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða ítrekar, að blöð innan samtakanna vilja standa á eigin fótum, án ríkisstyrks. Engu að síður álítur fundurinn að hið opinbera mætti í mun ríkara mæli en gert er, nýta sér þá þjónustu sem blöðin bjóða upp á.” Ný stjórn var kjörin á aðalfundinum. I henni eiga sæti: Sigurður Sverrisson, Skagablaðinu, formaður, Fríða Proppé, Fjarðarpóstinum, ritari, Gísli Valtýsson, Fréttum, gjald- keri, ennfremur þeir Páll Ketils- son, Víkurfréttum og Sigurjón Sigurðsson, Bæjarins Besta, Isafirði. SPEHNANW! -efþú átl miða! Sjálfstceðisflokkurinn efnir til almenns stjórnmálafundar í Sjallanum á Akureyri sunnadaginn 3. nóvember kl. 15dX). Rceðurflytja Davíð Oddsson, forscetisráðherra, og Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra. Frjálsar umræður - fyrirsþumir. Allir velkomnir. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Halldór Blöndal Mest seldu rúmin í Bandaríkjunum. Flágæða dýnur í mörgum veróflokkum. Marco Opið virka daga frá kl. 10-18 Langholtsvegi 111. sími 680690. laugardaga frá kl. 10-14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.