Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 31 Minning: Jóhann K. Kristjáns- son - Siglufirði og Daddi áttu einn son, Jóhannes Má, f. 26. ágúst 1978 en fyrir átti Jórunn 3 dætur, sem nutu góðs af hlýju Dadda. Fjórir yngstu synir Jórunnar og Jóns fæddust allir á Blómsturvöll- um. Árið 1946 fluttist fjölskyldan frá Blómsturvöllum til Reykjavíkur er Jón hóf þar störf, bjó fjölskyldan þá á Kleppsvegi. í Grindavík hafði Jón gert út ásamt Sverri, mági Jórunnar mb. Áfram. Leiðir skildu við flutninginn til Reykjavíkur. Nokkrum árum síðar hóf Jón út- gerð bátsins að nýju og þá frá Reykjavík við annan mann. Jón fórst við annan mann þann 22. október 1954 á mb. Áfram á Faxa- flóa, þá var Dagbjartur aðeins 9 ára. Árið 1956 fluttist Jórunn aft- ur til Grindavíkur en Valur hafði hafið búskap í Reykjavík og Guð- mundur og Halldór voru á sjó frá Grindavík og því betra fyrir ekkj- una að vera nærri sonunum tveim- ur. Kristín móðir Jórunnar lést síð- an 1958 á 93. aldursári. Á þessum árum vann Jórunn ýmis tilfallandi störf til að sjá sér og sínum fyrir farborða. Þá var lítið spurt að því hvert kaupið væri eða hversu erfið vinnan væri. Engri vinnu var hafn- að heldur allt þegið sem létt gat undir með heimilisrekstrinum og vinnutíminn oft langur við bág- bornar aðstæður á nútíma mæli- kvarða. Þessi störf vann hún allt til ársins 1968 að hún hóf sambúð með Júlíusi Jónssyni bifreiðastjóra, f. 19. júlí 1907, d. 28. janúar 1986. Bjó hún þá á Klapparstíg 3 í Kefla- vík þar til í september 1990 að hún fluttist að dvalarheimili aldr- aðra Víðihlíð í Grindavík. Þau sam- búðarár sem hún og Júlli áttu voru þessi áhyggjulausu ævikvöld sem alla dreymir um. Þau undu vel sín- um hag og voru vel samrýmd í athöfnum. Mikið var gert af því að ferðast innanlands og einnig einstaka sinnum utanlands. Þetta var eitthvað sem ekkjan í Grinda- vík hefur eflaust aldrei látið sig dreyma um. Það var ávallt gott að heim- sækja þau á Klapparstíginn. Amma alltaf bakandi og pijón- andi, enda er það svo að öll börn- in, barnabörnin og þeirra börn hafa notið hlýju frá ömmu á hönd- um og fótum í formi ullarvettlinga og sokka og mun svo vera eitthvað áfram. Einkennismerki ömmu var dugnaðurinn og lítillætið. „Hvað er þetta, vertu ekki að hafa fyrir kellingunni,” sagði hún ef einhver ætlaði að hella upp á fyrir hana þar sem hún kom. En hver sem heimsótti hana mátti búast við því að dregið yrði fram mikið veislu- borð og ef einhver reyndi að segja að nóg væri komið var svarað: „Hvað þetta eru nú bara nokkrar druslur sem ég átti inn í skáp.” Það var líka svo að nú í sláturtíð- inni var henni mikið farið að langa til að taka til hendinni. Er Halldór sonur hennar heimsótti hana þann 22. október sl. fékk hann að heyra að hún ætlaði að fara í sláturgerð daginn eftir. En því miður komst hún ekki í það, hjartað gaf sig áður en sá dagur rann upp. Jórunn var mjög trúuð kona og var fyrir löngu búin að sætta sig við að maðurinn með ljáinn heimsækti sig. Iiún var vel undir það búin. Enda höfðu margir ástvinamissar styrkt hana og þroskað í gegnum lífið. Þetta hefur verið erfitt ár í fjöl- skyldu okkar. Við höfum á því misst þijú ástkær skyldmenni. Eitt eigum við þó alltaf eftir og það eru minningarnar. Við þær skulum við ylja okkur á komandi árum og minnast góðra ættingja sem allir reyndust okkur vel og gáfu okkur mikið hver á sinn hátt. Ég og fjöl- skylda mín vottum allri fjölskyld- unni okkar dýpstu samúð, megi guð styrkja okkur öll og blessa. Við vitum að amma er hjá honum til að halda blessunarhendi yfir okkur, til þess að geta haldið áfram að hugsa vel um okkur öll eins og hún ávallt gerði. Geymum öll í hjarta okkar hennar góðu minn- ingu og sona hennar. Sveinn Guðmundsson Fæddur 4. september 1910 Dáinn 23. október 1991 Hann afi okkar er dáinn, hann afi sem alltaf var svo stór hluti af lífi okkar. Hann afi sem var okkur alltaf svo góður og kenndi okkur svo margt. Ekki er það ætlun okkar hér að greina frá lífshlaupi afa en okkur langar að minnast hans eins og hann er og verður alltaf í okkar huga. Afi okkar er fæddur á Siglufirði en ólst upp frá unga aldri hjá móð- ursystur sinni í Skagafirðinum. Hann hafði ætíð mikinn áhuga á hestum og starfaði meðal annars við tamningar á yngri árum. Hann flutti til Siglufjarðar og starfaði hjá Rafveitu Siglufjarðar í um 40 ár og þar af verkstjóri til margra ára. Afi og amma, María Benedikts- dóttir, hófu búskap á Siglufirði 1947 og eignuðust þau tvö börn, Sigurbjörn og Jóhönnu Björgu. Fyr- ir átti amma eina dóttur, Unu, sem afi gekk í föðurstað og aldrei mun- um við eftir öðru en að hún væri eitt barnið hans afa. Una er gift Einari Einarssyni og eiga þau þijú börn, Maríu Mörtu, Kristínu og Jón Ásgeir. Sigurbjörn er giftur Ásu Jónsdóttur og eiga þau einnig þijú börn, Maríu Elínu, Jón Heimi og Jóhann Má. Yngst er svo mamma okkar, Jóhanna, sem gift er Guð- mundi H. Hagalín og synirnir eru fímm, Jóhann, Egill Rúnar, Hjört- ur, Helgi Pétur og Grétar. Barna- barnabörnin þeirra ömmu og afa eru nú orðin 11. Þegar litið er til baka er erfitt að gera upp á milli allra þeirra góðu stunda er við áttum hjá afa og ömmu á Siglufirði. Og ekki fer minna fyrir minningunum úr Haga- nesi II í Fljótum, ættarsetrinu henn- ar ömmu og systkina hennar, en þar áttum við hamingjuríkar stund- ir við leik og störf. í Miklavatn lagði afi oft mörg net, sem vitjað var um eldsnemma á morgnana. Litlir drengir máttu ekki missa af svo stórum stundum og hætt er við að peysa hafi snúið öfugt endrum og sinnum þegar pottormarnir hálfsofandi þeyttust í fötin kl. sex á morgnanna til að fara með afa að vitja um. Þá voru líka veiðistengurnar teknar með og Minning: í dag verður til moldar borinn elskulegur tengdafaðir minn Berg- ur Þórmundarson, mjólkurfræðing- ur. Hann lézt á Sjúkrahúsi Suður- lands að morgni 27. október síðastl- iðinn, á 76. afmælisdegi sínum, eft- ir tiltölulega stutta sjúkrahúslegu. Bergur fæddist að Langholti í Bæjarsveit, Borgarfirði þann _ 27. október 1915, sonur hjónanna Ólaf- ar Helgu Guðbrandsdóttur, hús- freyju og Þórmundar Vigfússonar, búfræðings og bónda í Langholti og síðar í Bæ. Hann ólst upp í stór- um systkynahópi, var tíundi af þrettán systkynum og hefur því sennilega oft verið þröngt í búi þó svo að alltaf hafi tekist að metta alla munna á heimilinu að hans sögn. Var því snemma farið út á vinnumarkaðinn til þess að létta á heimilinu. Auk þess, með harðfylgi jók hann við venjubundið barna- skólanám og settist á skólabekk í Laugaskóla í Þingeyjasýslu og það- an átti hann margar góðar minning- ar. Bergur stundaði ýmis störf fyrst um sinn, en vorið 1942 fluttist hann að Selfossi og hóf störf hjá Mjólkur- búi Flóamanna. Vann hann þar sleitulaust þar til hann var orðinn „löggilt gamalmenni” eins og hann óþijótandi var þolinmæðin hans afa þegar greiða þurfti úr flækjum eða losa spúninn þegar hann sat fastur á botninum, þegar við drógum ekki nógu hratt inn línuna. Afi brosti þá að öllu saman og sagði að óþarfi væri nú að veiða alit landið. Áfi var bjargvætturinn sem leysti öll vand- amál í þessum veiðitúrum og þegar enginn fiskur fékkst hughreysti hann okkur og sagði að það gengi bara betur næst. En oft var veiðin mikil og fiskur- inn stór og þóttust þá litlir pollar miklir menn þegar þeir roguðust með veiðina heim í Haganes til ömmu, því auðvitað þui-ftu þeir að bera veiðina. Þá tók við vinnan, því gera þurfti að og undirbúa fyrir pottinn eða fletja fyrir reykingu og hengja svo upp í reykingakofann. Og mikill var spenningurinn þegar fiskurinn var tilbúinn, því að reykti fiskurinn hans afa var hreinasta sælgæti. En veiðiskapurinn var ekki það eina sem var heillandi við Haganes- ið. Kvöldin voru ógleymanleg er við áttum þar með afa og ömmu, ekki síst þegartók að skyggja, þá kynnti amma kolavélina og svo var spilað við ljósin frá olíulömpunum. Það var einmitt mikið áhugamál hjá afa að spila á spil og aldrei var langt í spilastokkinn hvar sem hann var og margar ógleymanlegar stundir áttum við þar sem spilin áttu í hlut. Þar lærðum við það að vinna var ekki alltaf aðalatriðið, heldur það að vera með og hafa gaman af. Þegar afi var 57 ára varð hann fyrir slysi sem setti mark á hann alla tíð eftir það, en aldrei heyrðist kvörtun eða kvein frá afa. Hann tók öllu með þvílíku jafnaðargeði að undrun sætti. Eitt merki sem hann bar eftir þetta slys var það að ann- ar fótur hans varð styttri en hinn og af því leiddi að hann gekk örlít- ið haltur. Því var það að þegar við fengum að fara með afa að versla, sem ekki var svo sjaldan, reyndum við oft að herma eftir honum Okkur er sagt af áhorfendum að þessu uppátæki, að það hafi verið stór- kostleg sjón, að sjá afa ganga eftir götunni með barnabörnin, stundum 3 eða 4 á eftir sér í halarófu og öll reyndu þau að ganga eins og afi. En auðvitað vissi hann af þessu sjálfur orðaði það. Að vinna í 43 ár hjá MBF sýnir hversu traustur og vandaður starfskraftur Bergur var. Bergur Þórmundarson kvæntist 8. febrúar 1945 eftirlifandi konu sinni Auði Siguijónsdóttur frá Arn- heiðarstöðum í Fljótsdal. Varð þeim 6 barna auðið, en Bergur átti einn son fyrir. Allt dugmikið mannkosta- fólk eins og það á kyn til. Mikið yndi hafði Bergur af börn- um, enda áttu barnabörnin öruggt skjól í faðmi afa. Ógleymanlegar eru þær stundir þegar hann fékk allan hópinn til sín. Sérstaklega era gamlársdagarnir minnisstæðir. Allt klárt. fyrir krakkana, skotpallur fyr- ir flugeldana, teppisrenningur á stéttinni svo að enginn renni til á hálkunni og meiddi sig. Hugsað fyrir öllu. Á dögum sem þessum naut hann sín. Ég kynntist tengdaföður mínum fyrir tæpum 24 árum, er ég fór að venja komur mínar á heimili þeirra hjóna Bergs og Auðar á Austurvegi 51, sem í daglegu tali er kallað Bær. Var mér strax tekið sem ein- um af hópnum. Það var mér, stráknum, ómetanlegt. Var Bergur upp frá því mér sem faðir, og áttum og skemmti sér hið besta. Allt tekur enda og barnæskan líka, en alltaf var jafngott að koam til afa og ömmu. Þegar ungir menn komu til Sigluljarðar, búnir að ráða sig á skip í sumarafleysingar, stóð heimili afa og ömmu opið sem okk- ar annað heimili, amma þvoði af okkur og hugsaði um okkur eins og börnin sín og afi, sem þá var hættur að vinna sökum aldurs, keypti inn svo dóttursynirnir hefðu nú nóg að borða meðan stoppað var í landi. Já, einmitt svona var alltaf hjá afa og ömmu, alltaf ást og inni- leiki. Við gætum haldið áfram svona endalaust, en einhvers staðar verð- ur að stoppa. Afi unni okkur mikið, það fundum við í öllu hans atlæti þó hann væri ekki maður margra orða. Og þær tilfinningar sem við berum til hans komast aldrei full- komlega til skila með orðum einum. Elsku amma, guð geymi þig og leiði um ókomin ár. Jóhann og Egill Rúnar Jóhann Kristinn Kristjánsson verkstjóri andaðist í Sjúkrahúsi Si- glufjarðar 23. október sl. og verður útför hans gerð frá Siglufjarðar- kirkju í dag 2. nóvember. Foreldrar Jóhanns vora Björg Þorbergsdóttir og Kristján Björnsson. Hann ólst upp hjá Jóhönnu Þorbergsdóttur móðursystur sinni og manni henn- ar, Helga Helgasyni, sem bjuggu á Hringveri í Skagafirði. Jóhann ólst upp við öll venjuleg sveitastörf og man ég eftir því að móðir mín sagði mér að þau hefðu verið samtímis á Hólum í Hjaltadal þar sem hann var við tamningar. Á þessum árum var Jóhann vinnu- maður á ýmsum bæjum í Skaga- firði. Átti Jóhann þá mjög góða hesta enda viðurkenndur hesta- og tamningamaður. Jóhann flyst til Siglufjarðar 1933 og vinnur hann þá alla venjulega verkamannavinnu. Hann hefur störf hjá Rafveitu Siglufjarðar um 1940 og er fastráð- inn verkstjóri hjá rafveitunni 1944, þegar byijað er á byggingu Skeiðs- fossvirkjunar. Hann tók þátt í að leggja há- spennukerfið á Siglufirði ásamt því breyta öllu dreifikerfi Rafveitu Siglufjarðar úr loftlínum í jarð- strengi. Jóhann gerþekkti því allar götulagnir og kom sú vitneskja hans oft að góðum notum þegar um viðgerðir í götum var að ræða. Einnig var það mikils virði þegar dreifikerfi rafveitunnar var kortlagt að geta stuðst við þekkingu hans. Jóhann vann með fimm rafveitu- stjórum og með undirrituðum í 15 ár. Jóhann slasaðist mikið árið við inargar ánægjulegar samveru- stundir. Hann hafði skemmtilegan frásagnarstíl, hæfilega blandaðan lúmsku hæglátu spaugi, eiginleika sem afkomendur hans hafa fengið í arf. Bergur hafði alltaf sínar ákveðnu skoðanir á málum hins líðandi dags, hvort sem var innanlands mál eða málefni alheimsins. Hann aðhylltist snemma stefnu Alþýðuflokksins um jafnrétti og bræðralag og var trúr þeirri skoðun alla tíð, þó svo honum fyndist þeir vera farnir að fara svo- lítið fijálslega með hana undanfarin misseri. 1967, þegar hann varð undir þung- um stafla af spónaplötum á verk- stæði rafveitunnar. Var hann lengi frá vinnu og gekk undir margar erfiðar skurðaðgerðir, sýndi hann fádæma hörku og dugnað á þessu tímabili, en til vinnu kom hann aft- ur og hætti ekki fyrr en fullum starfsaldri var náð. Á þessu erfíða tímabili kom í ljós hvað Jóhann átti einstaklega rólega skaphöfn og dáðist ég að honum fyrir hvað hann tók þessum erfið- leikum með mikilli karlmennsku. Jóhann hóf sambúð með Maríu Benediktsdóttur árið 1947, ættaðri úr Þingeyjarsýslu, eignuðust þau tvö börn Jóhönnu, og Sigurbjörn. María átti dóttur áður, Unu Ás- geirsdóttur. Þau era öll gift og barnabörnin eru orðin 11 og barna- barnabörnin einnig 11. Jóhanni var mjög umhugað um fjölskylduna og gekk hann Unu í föðurstað og voru bamabörnin hans mesta yndi. María og Jóhann gerðu upp íbúð- arhúsið í Haganesi í Fljótum þar sem fjölskyldan átti athvarf og stundaði Jóhann gjarna veiði í , Miklavatni á sumrin og naut ver-J unnar þar mikið. Ég minnist hans með miklu þakk- læti fyrir þann tíma sem við unnum saman, hann var duglegur, sam- viskusamur og trúr starfsmaður og hafði sem verkstjóri rafveitunnar oft mikil mannaforáð. Hann hafði sérstakt lag á með sínu rólega fasi að ná miklum árangri við oft erfíð- ar aðstæður. Að leiðarlokum vil ég þakka sam- starf sem aldrei bar skugg á, og votta Maríu og börnunum og fjöl- skyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sverrir Sveinsson Mikið yndi hafði hann af góðri tónlist og þá sérstaklega söng, enda var hann félagi í Kirkjukór Selfoss og einnig Karlakór Selfoss á árum áður. Sérstaklega hafði hann dá- læti á góðum bassasöngvurum og karlakórum. Bergur var óskaplega hjálpsamur maður og fóram við krakkarnir ekki varhluta af því þegar við vorum að basla við að koma okkur þaki yfir höfuðið. Taldi hann þeim stund- um vel varið sem eytt var við hús- byggingarnar. Eg veit að ég mæli fyrir munn okkar tengdabarnanna er ég segi að við munum alla tíð sakna okkar elskulega tengdaföður sem veitti okkur svo mikið með sinni já- kvæðni, hjálp og hlýju. Ég votta Auði tengdamóður minni, mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja hana í þessari miklu raun. Blessuð sé minning Bergs Þórmundarsonar. Smári Kristjánsson ERFISDRYKKJUR í þægilegum og rúmgóðum salar- kynnum okkar. Álfheimum 74, sími 686220 Bergur Þórmundarson mjólkurfræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.