Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 * Ast er... 7-/5 ... að eiga hana út af fyrir sig. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved c 1991 LosAngelesTimesSyndicate Ef konan þín skilur þig ekki, skaltu reyna að tala við hana ófullur. T Nýstárleg tilraun til þess að drepa íslenska tungu Nýlega er upp komin allskonar málstytting í dagblöðum, í nú nefndu tilfelli í Morgunblaðinu. Ver- ið er að tala um listamenn. Þar stendur: „Ekki fór á milli”, að leik- konan kunni sitt fag. Kallað var að fara á milli, þegar hey var reitt heim á hestum milli engja og bæj- ar. Þarna í umræddri grein, hefði átt að standa: Ekki fór á milli mála, að leikkonan kunni sitt fag. Verið getur hér um að ræða að orðið „mála” hafi týnst úr setningunni, og þar hafi átt að standa „á milli mála”. En þetta nýja orðalag minnir einkennilega mikið á þær málstytt- ingar sem nú vaða sífellt uppi. Dæmi er „tökur” þar sem ætti að standa kvikmyndatökur. Þessar tök- Nú sem fyrr er í fullu gildi mál- tækið „sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér”. Að láta sem við heyrum ekki eða sjáum ekki hvað er að gerast í okkar landi er leið okkar til falls. Það er mörgum of tamt að hvískra og pískra um það að betra væri að hitt eða þetta væri svona eða hinsegin og að við ættum ekki að láta bjóða okkur þetta eða hitt o.s.frv. Við sláum á íærið, hristum höfuðið ogtökum svo málin til umræðu næst þegar við hittumst. Af mörgu er að taka, í þetta sinn ætlar undirrituð að minn- ast á verslunarhætti okkar. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Fréttir bár- ust okkur frá írlandi svohljóðandi: íslendingar bjarga verslun október- mánaðar í nefndri borg. Fleiri borg- ir og önnur lönd eru líka vel sótt ur gætu þá alveg eins þýtt ljósmynd- atökur. En hálfa orðið „tökur” þarf að hafa með sér annað orð, til þess að það skiljist. „Tökur” eitt og sér getur ekki komið í staðinn fyrir samsett orð. „Tökur” getur þá alveg eins þýtt innantökur, úrtökur eða aftökur. Þó að textinn sem stendur með „tökur” eigi að skýra hvers konar tökur þetta eru, þá réttlætir það ekki svona orðalag. í sömu grein er talað um hin „gullnu blik”. Er ekki í raun og veru átt við „hin gullnu augnablik”? Blik getur ekki komið í staðinn fyrir augnablik. Hægt er að tala um blik sólar og blik í augum. Augnablik, gullið eða ekki gullið, þýðir ekki sama og blik. Útvarp og sjónvarp eru ágæt orð. af okkur. Fyrir þá sem ekki vita þá er októbermánuður með erfíð- ustu mánuðum íslenskrar verslun- arþjónustu. Furðu sætir að þekkt íslensk fyrirtæki, sem mörg byggja afkomu sína hér á landi, bjóða eða styrkja starfsfólk sitt til farar á erlenda grund til þess að versla. Stutt er í kinnroðann þegar fjöllum gengur hærra að starfsmaður þjóð- arinnar með sæti í ríkisstjórn skipu- leggi slíka ferð fyrir stuðningsmenn sína. Þvílík hneisa svo ekki sé meira sagt. Kaupmannasamtök, hvað eruð þið að gera í málinu? íslendingar, verum vakandi yfir framtíð okkar og þeirra sem erfa skulu landið. Stoppum óráðsíuna strax, komum í veg fyrir fallið. Asdís Bernburg En „varp” forskeytislaust er ekki það sama. Varp er æðavarp eða kríuvarp. Ef hvoru tveggja er á ein- um bæ, væri hægt að tala um „vörp- in”. Fræðsluvarp er nú margsta- glað. Hveijir eru varpfuglarnir? Fræðsluútvarp eða fræðslusjónvaip er skiljanlegt mál. Vörpin, geta ver- ið: skóvörp, frumvörp, ávörp engu síður en útvörp og sjónvörp. En fyrst og fremst æðavarp og kríu- varp. Það þýðir fuglavarp. Ekki er von á góðu með íslenskt mál, þegar hálfyrði eiga að gilda sem heil orð og forskeytislaust orð það sama eins og það þýddi með forskeyti. í þættinum íslenskt mál 26. okt- óber segir umsjónarmaður, Gísli Jónsson, að fyrir stuttu hafi verið sagt frá því að Einar Oddur Krist- jánsson hefði verið „myrkur í máli”. í ljós kom við lestur fréttarinnar að hann hafði einmitt verið „ómyrk- ur í máli” þ.e.a.s. talað skýrt og tæpitungulaust. Þetta er mjög ljóst dæmi um þá hættu sem íslenskan er í ef tekið er upp á því að sleppa forskeyti og eins gagnvart hálfyrð- um. Rósa B. Blöndals ------*-*-*--- Einokun og einkasala í blaðinu 30. þessa mánaðar þar sem sagt er frá morgunverðar- fundi Verslunarráðs að nauðsyn- legt sé „að afnema ríkisverndaða einokun á útflutningi” og þá m.a. að breyta „þeirri einokun sem Síld- arútvegsnefnd hefði samkvæmt lögum”. í íslensku máli eru tvö hugtök um það sem víða kallast monop- ol. Annað er einkasala og hitt er einokun og á það við þegar því er haldið fram að einkasöluaðstaða sé ok. Líklegt er að Rússum hafi þótt Síldarútvegsnefnd hafa okað sig með einkasöluaðstöðu sinni en illa trúi ég því að þeir ráði viðhorf- um ræðumanna á fundi Verslunar- ráðs. Mér þykir líklegra að blaða- manni eða ræðumönnum hafi skjö- plast í orðavali og minni því á að einkasala er hlutlaust orð í þessu efni. Björn S. Stefánsson Agætu íslendingar HOGNI HREKKVISI /,/Vt'A ás kEV/?A I GBSN AIeð haxim ? HAhJbi LENTI í ArLOGUAí Vlp SlCÖNk.4' i- i \ Tlij L. i Mf tl H'l'i Yíkveiji skrifar Móðurmálið hefur verið nokkuð í sviðsljósinu á haustdögum, þótt það hafi horfið að undanfömu í skuggann fyrir umræðunni um gífurlegan halla ríkissjóðs og ann- ari efnahagslegri óáran, að ekki sé talað um Evrópska efnahagssvæð- ið. Segja má, að kveikjan hafi verið sú hugmynd kennslumálanefndar Háskólans að láta stúdenta sækja íslenzkunámskeið sökum slakrar kunnáttu, og þá sérstaklega í staf- setningu. Flesta rak í rogastanz við þessi tíðindi. Stúdentar, sem innrit- ast í Háskólann, hafa verið á skóla- bekk í 14 ár og það er meira en lítið að í skólakerfinu, ef þeir geta ekki ritað móðurmálið og tjáð hugs- anir sínar skammlaust. Ráðamenn þjóðarinnar lýsa ást sinni á tungu feðranna á há- tíðastundum og segja þá réttilega, að það sé menningararfur tungunn- ar, sem geri okkur að sérstakri þjóð, glatisþ tungan glatást sjálfstæðið. ... ,?Æ. . 4 í daglegu skólastarfi hefur það aft- ur á móti gerzt, að stöðugt hefur verið að draga úr mikilvægi ís- lenzkukennslunnar. Nemendur fá víðast hvar aðeins 4 stundir á viku í móðurmálskennslu, en fyrir nokkr- um árum var kennslan 6 stundir. Þessa hlýtur að sjá stað í kunnáttu nemenda. Minni áherzla er lögð á réttritun en áður og glögglega má sjá áhuga skólayfirvalda á henni af því, að vægi réttritunar á sam- ræmdum prófum í íslenzku er nú aðeins 10% en var 20% fyrir nokkr- um árum. Af þessu má ráða, að móðurmálið hefur smátt og smátt orðið að vikja fyrir öðru í skólunum. xxx Rétt tjáning er lykillinn að ölltim samskiptum manna í millum. Þess vegna er mikilvægt, að allir hafi full tök á móðurmálinu. Án þess er td. ekki hægt að læra er- lend tungumál svo vel sé. Kennsla í málfræði qe gn/ndyajlaratriði,- en því miður hefur hún verið á undan- haldi um langt skeið. Sem betur fer hefur þess orðið vart að undan- förnu, að bæði kennarar og nem- endur hafi meiri áhuga en áður á málfræði, enda þjálfun í röklegri hugsun. Yíkverji hefur heyrt það úr röð- um skólamanna, að umræðan uin móðurmálið fyrr í haust hafi verið hvetjandi fyrir nemendur og kennara. Þeir geri sér betur grein fyrir því en áður, hvílíkur þröskuld- ur það er að hafa ekki tök á tung- unni, ekki sízt ef stefnt er að lang- skólanámi. Menntamálaráðherra á að grípa tækifærið og leiða íslenzk- una á ný til öndvegis í skólakerf- inu. Þar á hann að taka höndum saman við samtök móðurmálskenn- ara í grunn- og framhaldsskólum, en ýta til hliðar þeim kerfiskörlum, sem líta á tungu Snorra sem undir- ! málsgrein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.