Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 9 Góð ávöxtun í október Raunávöxtun fyrir október var sem hér segir: Kjarabréf. .8,2% Markbréf. 8,6% . Tekjubréf. .8,1% Skyndibréf. .6,4% <22? X < > X c- 5 VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF > HAFNARSTRÆTI, S. (91) 28566 - KRINGLUNNI, (91) 689700 - AKUREYRI, S. (96)11100 256 Grátóna myndlesari fyrir IBM samhæfðar tölvur 39.900,- Umboósmenn um land allt. MTÆKNIVAL Skeifan 17-128 Reykjavik - Sími 91-681665 - Fax 91-680664 I skugga „fortíðarvandans": frá ráðherraskiptum í fjár- málaráðuneytinu 1991. Yfirdrætti breytt íer- lendar skuldir! Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, sagði í viðtali við Morgunblað- ið síðastliðinn laugardag, að takmarka yrði yfirdrátt ríkissjóðs í Seðlabankanum, það eð hann væri „upphafið að erlendri lántöku”. Sex og hálfs milljarðs yfirdrátt- ur ríkissjóðs hjá bankanum í lok nóvem- ber á næstliðnu ári var „færður niður að núlli um síðustu áramót með erlendri lántöku”. Staksteinar staldra við forystu- grein Alþýðublaðsins í gær, sem skrifuð er utan um þetta Morgunblaðsviðtal. 11.000 m.kr. yfirdráttur Alþýðublaðið segir i forystugrein: „Um síðustu mánaða- inót var yfirdráttur ríkis- sjóðs hjá Scðlabankanum rúmlega 11 milljarðar króna. I fréttum hefur komið fram, að það sem af er þessum mánuði hef- ur upphæðin sveiflast nokkuð upp og niður en til jafnaðar ekki farið neðar en nemur um- ræddum 11 milljörðum. Vaxtagreiðslur ríkissjóðs vegna þessa yfirdráttar nema nú rúmlega miRj- arði ki'óna á árinu. For- ráðamenn Seðlabankans hafa lýst því yfir, að þess- um mikla yfirdrætti verði seimilega mætt með erlendum lántökum. Yfirdrátturinn endur- speglar uppsafnaðan vanda ríkissjóðs frá því fyrir áramót en gefur ennfremur mynd af halla ríkissjóðs í dag. Staða ríkissjóð á aðalreikningi Seðlabankans um síðustu áramót var 8 milljörðum verri en hún var á sama tima í fyrra. Um mánaða- mótin október/nóvember á síðast ári nam yfir- drátturinn rúmlega 3 milljörðum króna en fór síðan í 6,5 milljarða i lok nóvember. Yfirdráttur- iim var færður niður að núlli um síðustu áramót með erlendri lántöku. Ríkissjóður hefur heim- ild í aukafjái'lögum til að taka erlend lán til að koma yfirdrættinum nið- ur um þessi áramót” Forsenda stöð- ugleika í verð- lags-oggeng- ismálum Síðan segir Alþýðu- blaðið: „Þórður Friðjónsson, forsljóri Þjóðhagsstofn- unar, segir í viðtali við Morgunblaðið sl. laugar- dag, að mikilvægt sé að aðgangur ríkissjóð að lánsfé í Seðlabakanum verði takmarkaður, þar sem yfirdráttur ríkis- sjóðs sé upphafið að er- lendri lántöku. Þórður segir í viðtali við blaðið, að þetta beri að gera með því að afneina í áföngum aðgang ríkissjóðs að sjálfvirkri. Iántöku eða yfirdrætti lyá bankanuin. Orðrétt segir Þórður í viðtalinu: „Ein af mikil- vægustu forsendum stöð- ugleika í verðlags- og gengismálum er aðhalds- söm stefna í ríkisfjármál- um og hófsemi varðandi erlendar lántökur sem ríkissjóður stendur á bak við. Það er afar mikil- vægt að verulega sé dregið úr halla ríkissjóðs á næstunni til að veija þau markmið sem menn vilja stefna að." Alþýðublaðið tekur undir orð forstjóra Þjóð- hagsstofnunar. Eitt mik- ilvægasta markmið nú- verandi ríkisstjórnar er að koma böndum á sjálf- virkni í ríkisútgjöldum og leggja grunn að betra og heilbrigðara atvinnu- lífi, svo hagvöxtur megi aukast í landinu.” Pólitísk spill- ing eða heil- brigður rammi um at- vinnulífið Enn segir Alþýðublað- ið: „Þetta tvennt gerir ríkisstjórnin bezt með því að sýna fullt aðhald í rík- isútgjöldum, svo sem með meiri hagræðingu i ríkisrekstri og sölu ríkis- fyrirtækja en einnig með því að skapa atvinnulif- inu sem bezt rekstarskil- yrði. Ríkisstjórn Daviðs Oddssonar hefur þegai- skorið upp lierör gegn sjóðakerfinu með aðhaldi á Byggðastofnun og nið- urlagningu Fram- kvæmdasjóðs. Þetta em rétt skref. En ríkisstjóra- in á mikið tímamótaverk fyrir höndum: Að losa undirstöðuatvinnugrein- amar úr klóm ríkisvalds- ins, minnka í áföngum ríkisstyrki og hið póli- tíska og glórulausa lánsfé úr ríkisbönkunum og leggja þaimig drög að heilbrigðri samkeppni og efla eigin ábyrgð fyr- irtækja. Kvótakerfið, sem komið er út á glæp- samlegar liliðarbrautir, þarf að stokka upp og innleiða sölu á veiðiheim- ildum eða annað viðlíka kerfi sem gerir allri út- gerð jafnhátt undir höfði í stað þess að hampa sægreifum. Kjami markmiða núverandi rík- isstjómar Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks er að eyða pólitískri spill- ingu i atvinnugreinum, stokka þjóðlífið upp á nýtt og gera leikreglum- ar jafnar og saimgjamar. Til þess þarf sterka for- ystu, því engir sérhags- munahópar eða forrétt- indaklíkur munu afsala sér forskoti sínu á aðra. Og til þess þarf ríkis- stjórnin einnig kjark að takast á við sjálfa sig: Byija á sjálfri sér, eins og yfirdráttur ríkissjóðs hjá Seðlabankanum sýnir óg samiar að full þörf er á.” Þannig keinst Alþýðu- blaðið, málgagu Alþýðu- flokksins, sem stóð bæði að síðustu og núverandi ríkisstjóm, að orði i for- ystugrein í gær. Dogný Leifsdóttir viðskiþtofræðingur HVER VILL EKKI 20% RAU NÁVÖXTU N ? • ■■: Elvar Guðjónsson viðskifitafræðingur Hafsteinn G. Einarsson viðskiptafræðingur Ef þú kaupir hlutabréf fyrir u.þ.b. 100.000* kr. átt þú möguleika á því að lækka tekjuskattinn hjá þér um u.þ.b. 40.000* kr. Ef miðað er við að hvorki sé greiddur út arður né að raunhækkun verði á hlutabréfum yfir tveggja ára tímabil þýðir skattafslátt- urinn einn og sér rúmlega 20% raunávöxtun. Leitaðu til ráðgjafa okkar í hluta- bréfum í síma 689080. *ofangreindar tölur tvöfaldast ef um hjón er að ræða KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, stmi 689080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.