Morgunblaðið - 28.11.1991, Side 12

Morgunblaðið - 28.11.1991, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 Jói og dofrastrákurinn Bókmenntir Eðvarð Ingólfsson Margrét E. Jónsdóttir: Tröllið hans Jóa. Teikningar: Anna V. Gunnars- dóttir. Selfjall 1991. Það leynir sér ekki í bókum Margrétar E. Jónsdóttur að hún er mikill vinur dýra og þekkir mjög vel til þeirra. Hún hefur skrifað þrjár dýrasögur fyrir börn og í nýj- ustu bók sinni, Tröllinu hans Jóa, láta þau allnokkuð að sér kveða þó að ekki séu þau í aðalhlutverki að þessu sinni. Aðalpersóna sögunnar, Jóhann- es, er með „dýradellu”. Hann á páfagauka, hamstra og gullfiska. Hann lætur ekki þar við sitja held- ur tekur einnig að sér gamlan og lúinn fresskött og dofrastrákinn Skrögg sem er hálfgert furðudýr. Margvísleg vandkvæði fylgja þessu dýrahaldi og Jóhannes nýtur ekki skilnings margra í þeim efnum. Margrét vakti vonir þegar hún kvaddi sér fyrst hljóðs á ritvellinum fyrir nokkrum árum - og þær hafa Margrét E. Jónsdóttir ekki brugðist. Tröllið hans Jóa er besta bók hennar til þessa og skip- ar sér í flokk með vönduðum og skemmtilegum ævintýrabókum. Þar hjálpast margt að: Sagan er lipur- GLÆSILEGT JÓLAHLAÐBORÐ Á GÓÐU VERÐI Nú, þegar jólin eru í nánd, færist jólastemmningin yfir Skrúð. Þar ergestum og gangandi boðið upp á stórglæsilegt jólahlaðborð, heitt og kalt, á hagstæðu verði. Jólahlaðborð ið er á boðstólum í hádeginu frá kl. 12-14 á 1.590 kr. og á kvöldin frá kl. 18-22 á 2.100 kr. Að sjálfsögðu er jólaglögg svo alltaf til reiðu. Ath.: Við bjóðum upp á jólaglögg og jólahlaðborð í einkasölum - fyrir starfsmannahópa og hvers konar jólagleðskap. Skrúðurkemuröllum íjólaskapið! lofargóðu! lega rituð og spinnur sig vel áfram. Hún er full af kímni, hraða og spennu. Flétturnar eru haganlega gerðar og lesandinn spyr sjálfan sig í sífellu: Hvað gerist næst? Lausn- irnar liggja síður en svo í augum uppi- Margrét er auk þessa afar lagin við að draga upp skýrar og einfald- ar myndir af því sem fyrir ber í náttúrunni' og lýsa næmleika barna fyrir henni. Þær lýsingar efla til- finningu ungra lesenda fyrir um- hverfi sínu og vekja þau til vitund- ar um að þau eru hluttakendur í stærra lífssamhengi en oft er lýst í bókum. Persónusköpunin er líka góð. Jóhannes sýnir á sér ýmsar hliðar; er snjall að bjarga sér út úr vand- ræðum með hnyttnum tilsvörum, greiðvikinn og ráðhollur. Skröggur er líka eftirminnileg og skemmtileg persóna þó að í sumu minni hann á ýmis furðudýr sem maður hefur kynnst í þekktum bókum og kvik- myndum. Hann er dreginn ljósum dráttum - einfaldur og góðlegur - svo að við fyrstu kynni fer manni ósjálfrátt að þykja vænt um hann. Hann lendir í margs konar vanda á hálum brautum mannfélagsins og er háður hjálpsemi Jóhannesar. Boðskapur sögunnar er fallegur. Samúðin er öll með lítilmagnanum. Aumkunarverðar aðstæður kattar- ins og Skröggs eru séðar í ljósi mannlegs veruleika. Og hér, eins og svo oft í raunveruleikanum, eru það börnin sem eru næmust á hveij- ir eru hjálpar þurfi en fullorðna fólkið heldur að sér höndum, vill firra sig öllum hugsanlegum vand- ræðum. Sagan um Tröllið hans Jóa er bók sem börn eiga eftir að taka fagnandi hendi. Hún á það skilið að eftir henni verði tekið í stór- streymi jólabóka. Bandalag há- skólamanna heldur ráð- stefnu um gæðamat BANDALAG háskólamanna efn- ir til ráðstefnu um gæðamat á sviði heilbrigðis- og menntamála næstkomandi föstudag, 29. nóv- ember, á Hótel Loftleiðum. Ráð- stefnan er haldin með stuðningi menntamálaráðuneytis og Iieil- brigðisráðuneytis og er undirbú- in í nánu samstarfi við starfsfólk þessara ráðuneyta. Með þessari ráðstefnu er stefnt að því að ná víðtækari samstöðu um aðferðir við gæðamat. Tveimur erlendum fyrirlesurum hefur verið boðið til ráðstefnunnar, en það eru Ulf Lundgren, forstöðu- maður sænsku skóiamálaskrifstof- unnar, og dr. Alison Kitson, for- stöðumaður gæðaeftirlitsdeildar í rannsóknar- og þróunarstofnun í hjúkrunarfræði í Oxford. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 með setningarávarpi formanns BHM, Heimis Pálssonar, en að því loknu verða fyrirlestrar á dagskrá. Eftir hádegi verður ráðstefnugestum skipt í átta hópa sem munu fjalla um einstaka þætti í skólakerfmu og heilbrigðiskerfinu. Þessir hópar munu skila niðurstöðu í lok ráð- stefnunnar. Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir og er ráðstefnugjald kr. 2000. Skráning fer fram á skrif- stofu BHM. (Fréttatilkynning) Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! ' Leiksmiðjufélagar spinna (myndin er tekin á æfingu), LEIKSPUNI Leiklist Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Leiksmiðja Reykjavíkur sýnir Kirsuberjaþjófinn á Galdraloft- inu. Leikstjórn: Árni Pétur Guð- jónsson og Sylvia Von Kospoth. Kirsubeijagarðurinn eftir Tsjekhov og Vinnukonurnar eftir Jean Genet eru verk höfunda sem við fyrstu sýn eiga kannski ekki samleið; annar er rússneskur og skrifaði á magnaðan hátt raun- sæisleikrit um lífsþreytt iðjuleysi betri borgara, upp úr aldamótun- um. Hinn er franskur tukthúslim- ur er skrifaði leikrit sem einna helst verða tengd við absúrdleik- húsið svokallaða, honum var ekk- ert afbrigðilegt óviðkomandi og verk hans mörgum mikil hneyksl- unarhella. Leiksmiðja Reykjavík- ur hefur sameinað þessa höfuhda í eitt verk: Kirsubeijaþjófinn. Textar úr báðum verkunum eru fengnir að láni og þeim raðað saman upp á nýtt. Leiksmiðjan ber nafn með rentu, aðstandendur leika sér með texta, hreyfingar, svipbrigði, raddir og smíða úr því líflega sýn- ingu við frumstæðar aðstæður á Galdraloftinu. Leiktextinn er í aukahlutverki í sýningunni þó vissulega myndi hann ákveðna heild þar sem sögurnar tvær úr Kirsubeijagarðinum og Vinnu- konunum renna saman, þráðurinn úr fyrrnefnda verkinu er meira ráðandi. Sömu leikarar leika að sönnu alltaf sömu persónur en þrátt fyrir það er það leikathöfn- in, dramað, sem skiptir mestu máli. Enda er það ekki ósjaldan sem leikurinn er í andstöðu við textann sem fluttur er, vinnur líkt og á móti honum þannig að merk- ingin splundrast og úr verður eitt- hvað nýtt. Það er sífellt verið að spinna í þessari sýningu og það er gerð tilraun til þess að kafa og komast að því hvað leiklist sé, því þetta er hrátt leikhús. Það er verið að leika vegna leiksins í sjálfu sér. Leikararnir, fjórtán talsins, eru flestir ungir að árum, ekki var um að ræða leikskrá þannig að nöfn þeirra verða ekki talin upp. Þeir léku mismikið en þeir sem léku og fluttu texta voru allir hreint afbragð og uppfullir af mikilli ánægju í leik sínum. Kon- urnar voru einkum eftirminnileg- ar og tjáning þeirra sterk. Mikil alúð hefur verið lögð við allar hreyfingar enda þær í raun aðaltjáningarmiðill verksins. Þeg- ar hreyfingin og látbragðið vinna gegn textanum þá verður það merking hreyfingarinnar sem ræður en ekki textans, orðin þýða svo lítið ein og sér! Dansatriði voru skemmtileg og eitt bar af enda var það endurtekið þegar leikarar voru klappaðir fram. Það einkenndist af kynþokkafullum gáska sem túlkaður var í einföld- um en kraftmiklum hreyfíngum. Bók um Ladda eftir Þráin Bertelsson BÓKAFORLAGIÐ Líf og saga hefur gefið út bók um Ladda eftir Þráin Bertelsson. í kynningu útgefanda segir: „Fáir hafa kitlað hláturtaugar landsmanna jafn rækilega og þeir Þórhallur Sigurðsson og Þráinn Bertelsson. Þráinn með kvikmynd- um sínum og útvarpsþáttum og Laddi með því að bregða sér í allra kvikinda líki. Og nú hafa þeir sam- einað krafta sína og árangurinn er þessi bók sem án efa á eftir að koma mörgum til að hlæja. En þetta er líka bók sem án efa á eftir að koma mörgum á óvart. Þráinn skrifar um Ladda með þúsund andlitin á einlægan og Þráinn Bertelsson og Þórhallur Sigurðsson. opinskáan hátt og lesendur frá að kynnast Þórhalli Sigurðssyni, rnanninum á bak við öll gervin.” Bókin er 205 blaðsíður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.