Morgunblaðið - 28.11.1991, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.11.1991, Qupperneq 18
18_______________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991_ I skjóli óvinsælla læknalauna Svavar Gestsson eftir Svavar Gestsson Markmið heilbrigðisþjónustunn- ar er góð heilsa. Því marki verður vitaskuld aldrei náð að fullu heldur verður stöðugt í gangi heilbrigðis- þjónusta af margvíslegu tagi. Sam- kvæmt íslenskum lögum eiga allir kost á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hveiju sinni. Ekki hafa í raun verið alvarlegar deilur um heilbrigðisþjónustuna né for- sendur hennar. Unnt er að sjá mismikla aukningu eftir ríkis- stjómum en í grundvallaratriðum hefur ekki verið ágreiningur um markmiðin. Það sést til dæmis vel á því, að lög um heilbrigðisþjón- ustu voru sett í tíð Magnúsar Kjartanssonar sem heilbrigðisráð- herra. Þau voru endurskoðuð í minni tíð og þannig samþykkt í lok þingsins 1983. Þau voru síðan gef- in út og undirrituð óbreytt af Matt- híasi Bjamasyni og lítið breytt í hans tíð. Guðmundur Bjarnason gerði ekki grundvallarbreytingar á lögunum og þau standa enn í dag. En nú eru settar fram spuming- ar um grundvallaratriði sem áður átti að vera samstaða um. Nú er vegið að rótum velferðarkerfisins. Nú er unnið að stórfelldum grund- vallarbreytingum. Það er ekki vegna þess að heilbrigðisráðherra sé ómenni. Það er vegna þess að hans sögn að það þarf að spara. En hann fer að mínu mati vitlaust að því. Hann átti að leggja skatta á hátekjumenn og ijármagnstekjur frekar en að leggja á sjúklinga- skatta. Hann starfar ekki eins og jafnaðarmaður. Hann starfar eins og heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Margrétar Thatchers við að koma á heilbrigðiskerfi á íslandi sem lí- kist því breska og bandaríska — sem eru dýrustu og verstu heil- brigðiskerfí í norðurhluta Evrópu og Ameríku. Það er sjálfsagt að spara í sjúkrahúsarekstri. En heilbrigðis- ráðherrann fer vitlaust að því. Hann sendir út einræðisfyrir- skipanir. Nú er allt í uppnámi á Borgarspítala, Landakotsspítala, Fæðingarheimili, Hafnarbúðum, á St. Jósepsspítala, á Patreksfírði, á Blönduósi og í Stykkishólmi. Þar á alls staðar að skera niður. Mín skoðun er sú að spamaðar- markmiðin náist ekki af því að það er vitlaust farið í verkið af hálfu ráðuneytisins. Mín spá er sú að í október 1992 þegar fjárlagafrum- varpið verður lagt fram muni koma í ljós að spamaðurinn hafi ekki náðst í gegn. Ástæða: Ófagleg vinnubrögð og einræðisstíll í stjómun. Tveir mælikvarðar En hvað er á ferðinni? Hver eru gæði heilbrigðisþjónustunnar? Hvernig nær hún markmiðum sín- um? Lítum á tölur. Barnadauði er einn mælikvarð- inn. Hvernig stöndum við okkur í alþjóðlegum samanburði? Samkvæmt heimildum frá UNICEF 1989 er barnadauði yngri barna en 5 áraí fimm löndum sem hér segir miðað við dauðsföll á hveijar 1000 fæðingar. Bandaríkin 13. Bretland 11. Þýskaland 10. Kanada 8. Japan 7. ísland 6. Annar algengur mælikvarði eru lífslíkur við fæðingu. í samanburði sömu landa er þessi mælikvarði sem hér segir: Japan 78 ár. ísland 77,5 ár. Kanada 77 ár. Bretland 76. Banda- ríkin 76. Þýskaland 75 ár. (Sama heimild.) Þannig verður ekki sagt að heil- brigðisþjónustan og lífskjörin al- mennt á íslandi hafi skilað lakari árangri að því er þetta varðar en í samanburðarlöndunum. En er ekki kostnaðurinn yfir- þyrmandi á Islandi? Það mætti ætla af langlokum heilbrigðisráð- herrans en svo er vissulega ekki. Verða nú rakin nokkur dæmi um kostnað og kostnaðarkerfí. Heilbrigðisútgjöld á mann eru hæst í Bandaríkjunum. Samkvæmt aljþóðlegum töflum sem ég hef aflað mér kemur fram að kostnaður á mann í heilbrigðis- þjónustunni — burtséð frá því hver greiðir kostnaðinn — er langhæst- ur í Bandaríkjunum. Bandaríkin 2.254 dollarar á mann. Kanada 1.683 dollarar á mann. Finnland 1.630 dollarar á mann. Svíþjóð 1.610 dollarar á mann. Noregur 1.547 dollarar á mann. ísland 1.446 dollarar á mann. Danmörk 1.395 dollarar á mann. Þýskaland 1.232 dollarar á mann. Japan 1.035 dollarar á mann. Bretland 836 dollarar á mann. Með því að setja útgjöldin á ís- landi á 100 verður samanburðurinn ennþá augljósari og er það gert hér á eftir: Bandaríkin 156 (það er 56% hærra en á íslandi.) Kanada 116. Finnland 113. Svíþjóð 111. Noregur 107. ísland 100. Danmörk 96. Þýskaland 85. Japan 72. Bret- land 58. Nú ber að taka fram að í þessum efnum verður að hafa margt í huga en þó sérstaklega laun starfs- manna sem eru æði mismunandi. Til dæmis eru þau lægri hér en á Norðurlöndunum. En þrátt fyrir allt: Heilbrigðisútgjöld á íslandi eru lág í heild miðað við þau lönd sem við yfirleitt berum okkur sam- an við og árangur heilbrigðisþjón- ustunnar er betri en víða annars staðar. Setjum svo að heilbrigðisútgjöld hér yrðu svipuð og í Bandaríkjun- um. Heildarútgjöld heilbrigðis- ráðuneytisins eru samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á næsta ári samtals 43 milljarðar króna. Lífey- ristryggingar og atvinnuleysis- tryggingar þar af eru um 16 millj- arðar króna. Heilbrigðismálin eru því um 26 milljarðar króna ef allt er talið. Ríkið borgar meginhluta heilbrigðisþjónustunnar á íslandi. Gert er ráð fyrir því að útgjöld til heilbrigðismála séu samtals um 8,5% af þjóðartekjum. Mismuninn á þeirri tölu og útgjöldum ríkisins borga einstaklingarnir beint; að öðru leyti í gegnum skattana sína. En segjum að kostnaðurinn við heilbrigðisþjónustuna væri svipað- ur og í Bandaríkjunum. Þá væri reikningur ríkisins ekki 26 millj- arðar króna heldur 40 milljarðar króna, 14 milljörðum króna hærri. Væri reikningurinn jafnhár og á hinum Norðurlöndum að meðaltali hljóðar hann upp á nærri 29 millj- arða — hækkar um 3 milljarða. Þessi grein er ekki skrifuð til þess að sanna að ekki eigi að spara í heilbrigðisþjónustunni en hún sýnir að bandaríska kerfíð er dýr- ara en heilbrigðiskerfíð á íslandi, þijú Norðurlandanna eru með hærri reikning fyrir heilbrigðis- þjónustu en við. Og ástæðan fyrir háurn reikningi í Bandaríkjunum er fyrst og fremst margföldun „Það hefur verið friður um heilbrigðisþjón- ustuna í meginatriðum. Nú er verið að slíta sundur friðinn.” þjónustunnar fyrir ákveðnar grein- ar þar sem spítalamir eru í grimmri samkeppni um ríku sjúklingana sín á milli en 20% Bandaríkjamanna njóta samt engrar heilsugæslu að neinu leyti. Frá sjúkrahúsum til sérfræðinga Og heilbrigðisráðherra er að spara að eigin sögn. Hann hefur ráðist að öllum þáttum. Hann hef- ur í fyrsta lagi lagt til atlögu við sjúkrahúsin. Það er hins vegar ljóst að þar mun ekki takast að spara af því að þjónustan sem verður skorin niður á einum stað flyst yfír á annan. Þjónustan sem verður felld niður á Landakoti flyst í Borg- arspítalann eða út á sérfræðingana og þar með til Tryggingastofnunar ríkisins. Kostnaðurinn flyst því frá sjúkrahúsum til sérfræðinga og frá sérfræðingum til Tryggingastofn- unar ríkisins. Frá lyfseðlum til lyfjakorta og uppbóta í annan stað hefur heilbrigðis- ráðherra lagt til atlögu við lyfin. I Þar er í raun lítið sparað heldur aðallega hækkuð útgjöld sjúkling- anna. Kostnaðarkerfí lyfíadeildar- innar hefur ekki mikið breýst. Heilbrigðisráðherra sýnir sparnað- artölur en hann segir ekki frá því að lyfíakort hafa margfaldast að fíölda til og í annan stað segir hann ekki frá því að sérstakar líf- eyrisuppbætur vegna lyfíakostnað- ar hafa margfaldast. Hann fullyrð- ir að kostnaður öryrkja hafi ekki aukist. Það hafí þvert á móti gerst að hann hafi lækkað. Það geta verið dæmi um það. I fyrsta lagi þegar sjúklingar fá lyfíakort sem þeir höfðu ekki áður. Og í öðru ( lagi þeir sem hafa sérstakar bætur almannatrygginga út á lyfíakostn- að og þeir eru fleiri nú en áður. ( Eftir standa þeir þúsundum saman sem ekki hafa getað fengið lyfía- kort af því að þeir þekkja ekki til ( eða af því að þeir kunna ekki á kerfíð eins og það heitir. Nýja fyr- irkomulagið býður upp á klíkuskap sem er hættulegt öllu velferðar- kerfi. Kostnaðurinn flyst frá lyf- seðlum til lyfíakorta og sérstakra uppbóta. kerfíð verður ekki einfalt gagnsætt og almennt heldur flókið og einstaklingsbundið. Lyfsala- gróðinn stendur óhaggaður. Skattur lagður á mæður og ungbörn í þriðja lagi verður hér bent á það að heilbrigðisráðherra ætlar að taka skatta af ungbarnaeftirliti og mæðravernd sem hefur aldrei ( verið gert á íslandi áður. Þessi nýi skattstofn — ungböm og mæður er talandi dæmi um þá staðreynd ^ að breytingamar á heilbrigðiskerf- inu nú em framkvæmdar af ítrasta tillitsleysi andspænis þeim sem síst ( skyldi. Alþýðubandalagið er fyrir sitt leyti tilbúið til þess að taka á vandamálum heilbrigðisþjón- ustunnar. Þá þarf að hafa í huga að það er langtímaverkefni. Þá þarf að hafa í huga forsendur um öryggi og jöfnuð og þá staðreynd að góð heilbrigðisþjónusta hér á landi er einn af homsteinum sjálf- stæðrar þjóðar — því ella fer fólk- ið úr landi. Og það þarf líka að muna að markaðslausnimar henta okkur ekki. Ef þær væru hér í framkvæmd eins og í Bandaríkjun- um eru afleiðingarnar í fyrsta lagi þær að kostnaðurinn er meiri, | reikningurinn væri 14 milljörðum hærri fyrir þjóðina og auk þess birtist í bandarísku heilbrigðiskerfi | sú staðreynd að 20% bandaríkja- manna hafa enga heilbrigðisþjón- ustu, alls enga. 4 I heilbrigðismálunum nú skerast því línur meginágreinings íslenskra stjórnmála. Og það er dapurlegt að Jafnaðarmannaflokkur Islands skuli ganga lengra í þessum efnum gegn velferðinni en nokkur annar flokkur hefur gert fyrr og síðar á íslandi. Það hefur verið friður um heilbrigðisþjónustuna í meginatrið- um. Nú er verið að slíta sundur friðinn. Hvernig stendur á því að heil- brigðisráðherra kemst ennþá upp með það að skera niður í heil- brigðisþjónustunni? Svarið er tví- þætt að mínu mati. Annars vegar það að þjónustan verður sífellt (| kostnaðarsamari í heild en hin ástæðan er sú að kjör lítils — og minnkandi — hluta læknastéttar- innar eru óhófleg og fráleit. Það síðarnefnda er aðalskýringin að . mínu mati. Heilbrigðisráðherra fer € því sínu fram í skjóli óvinsælda hátekjulækna. Það er ljótur leikur. Höfundur er þingmaður fyrir Alþýðubandalagið í Reykjavík og situr i heilbrigðisnefnd Alþingis. Utgjöld til heilbrigðismála - sem hlutfall af vergri landsframleiðslu Barnadauði undir 5 ára aldri 1975 1980 1985 1989 BANDARIKIN BRETLAND ÞÝSKALAND ISLAND Dauðsföll barna á hverjar 1000 fæðingar Lífslíkur við fæðingu JAPAN ISLAND KANADA BRETLAND BANDARIKIN ÞYSKALAND —- 0G G0TTI'ERÐ! TOSHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir hérlendis og hefur áralöng reynsla sannaö gæöi þeirra og endingu. Margar gerðir eru fáanlegar, t.d. gerð 6860, sem er 22 lítra með tölvustýringu, 9 styrkstill- ingum, 5 upphitunarkerfum, 3 föstum kerfum og sjálfvirkum útreikningi á hitunartíma. Verð aðeins kr. 28.450 stgr. Aðrar gerðir kosta frá kr. 19.900 stgr. Athugið að öllum TOSHIBA örbylgjuofnum fylgir frítt námskeið í notkun þeirra hjá Dröfn Farestveit hússtjórnarkennara. /TOSHIBA Einar Farestveit &Co.hí Borgartuni 28 S 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.